Þjóðviljinn - 10.12.1977, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.12.1977, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. desember 1977 úrlaupnum Jólakort Barnah jálpar Sameinuðu þjóðanna Jólakort Barnahjálpar Sam- einuöu Þjóöanna (UNICEF) eru komin á markaöinn og fást i öll- um helstu bókaverslunum landsins. Kortin eru eins og jafnan áður prýdd myndum eft- ir fræga málara. Barnahjálpin hefur i gegnum árin mjög aukið starfsemi sina og tekur nú út yf- ir öll þau svið sem eru mikilvæg fyrir uppeldi barnsins og er enn margt ógert. Kvenstúdenta- félag tslands hefur séö um jóla- kortasöluna hér á landi. Sem dæmi um ágóðann má nefna að fyrir hver 10 seld jólakort má kaupa bóluefni gegn berklum handa 50 börnum. Símar Kvenstúdentafélagsins eru 26740 og 34260. Jólasöfnun Mæðra- styrksnefndar Hin árlega Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar er nú haf- in. Söfnunarlistar hafa verið sendir i fjölmörg fyrirtæki og stofnanir i borginni svo sem venja er. Það er eindregin von nefndarinnar að enn einu sinni verði vel brugðist við þessari söfnun svo unnt verði að létta undir með efnalitlum heimilum i Reykjavfk. Enginn vafi er á þvi aö nú sem fyrr er mikil þörf fyrir aðstoð sem þessa, þvi margur stendur höllum fæti, þótt ekki beri mikið á þvi i dags- ins önn. A siðasta ári gerði Jóla- söfnun nefndarinnar kleift að veita 280 efnalitlum heimilum i Reykjavik fjárstyrki. Skrifstofa nefndarinnar er að Njálsgötu 3, Reykjavik, simi 14349. Fram að jólum verður hún opin frá kl. 1-6 alla virka daga. VÖLUSKRÍN í eigu Sumargjafar Barnavinafélagið Sumargjöf hefur fest kaup á versluninni Völuskrin að Laugavegi 27, en þessi verslun hefur sérhæft sig i verslun með sérstaklega valin leikföng fyrir börn. Forstöðu- maður verslunarinnar er Margrét Pálsdóttir, fóstra. Markmiö verslunarinnar er að hafa góö og þroskandi leik- föng á boöstólum svo og ýmsar föndurvörur. Sumargjöf vill með rekstri þessarar verslunar stuðla að þvi að börn landsins fái i hendurnar góð leikföng; leikföng sem þjóna uppeldisleg- um tilgangi og örva börn til hollra og þroskandi leikja. Jólatónleikar Háskólakórsins Laugardaginn 10. desember kl. 17.00 heldur Háskólakórinn jólatónleika i Kristskirkju, Landakoti. Sunnudaginn 11. desember verða svo tónleikar i Hveragerðiskirkju. Flutt verða jólalög, bæði islensk og erlend, en meginviðfangsefni tónleik- anna verður ,,A Ceremony of Carols’’ eftir Benjamin Britten. Þessi flutningur er tileinkaður minningu tónskáldsins, en hann er nýlátinn. Ovenjulegt er að Sunnudaginn 11. desember n.k. mun Atli Heimir Sveinsson, tónskáld, flytja opinberan fyrir- lestur i boði Félagsvisindadeild- ar Háskóla tslands. Fyrirlesturinn nefnist „Hvernig verður einleikskon- sert til?” Spjallað verður um flautukonsert Atla Heimis Sveinssonar sem verður fluttur á tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitarinnar þann 16. desember n.k. Fyrirlesturinn verður fluttur i stofu 101 I Lögbergi, húsi Laga- deildar Háskóla Islands og hefst hann kl. 14.00. Öllum er heimill aðgangur. heyra verk af þessu tagi flutt hér á landi. Kórfélagar hafa æft þetta verk af miklu kappi siðan i haust og aðstoð við flutninginn veita Monika Abendroth, hörpu- leikari og Guðfinna Dóra Ölafs- dóttir, sópransöngkona. Háskólakórinn var stofnaður veturinn 1972-’73 og hefur starf- að reglulega siðan og haldið marga tónleika. Stjórnandi kórsins frá upphafi hefur verið Rut Magnússon. Atli Heimir Sveinsson Háskóla- fyrirlestur Elsa Waage syngur jólalög Ot er komin tveggja laga hljómplata með tveim jólalög- um fluttum af Elsu Waage ásamt kór og hljómsveit. Platah var unnin i Hollandi en það var fyrir tilstilli Islandsvinarins Louis Schuwer sem þessi plata varð til. Þess má geta að platan er einungis seld af æskulýðs- félögum, sem sjálf njóta alls ágóða af sölu hennar, einnig er hún seld á skrifstofu K.F.U.M. og K„ Bókabúðinni Grimu i Garðabæ, Kirkjufelli, Ingólfs- stræti 6, Bólstrun Ingólfs, Aust- urstræti 3 og I Skóverslun Steinars Waage, Domus Medica. I Hollandi var platan gefin út sem gjafaplata fyrir stórfyrirtæki og hefur þegar selst töluvert af henni þannig. Lögin á plötunni eru Heims um ból og Nýárssálmur (Green sleeves) i þýðingu frú Lilju Kristjánsdóttur. Umslagið prýðir litmynd af kapellunni i Vantaskógi og litil mynd af Elsu. Norræna húsiö FYRIRLESTRAR í LISTFRÆÐI Sænski listfræðingurinn Allan Ellenius, prófessor i listsögu við Uppsalaháskóla, verður gestur Norræna hússins dagana 9.-15. desember og flytur þar tvo fyrirlestra um listfræðileg efni. Sunnudaginn 11. desember kl. 16.00 segir hann frá hibýlum aðalsins á stórveldistimum Svi- þjóðar. Aðallinn, sem komst til valda i lok þrjátiu ára striðsins, safnaði að sér gifurlegum auð- æfum og liföi hátt. A stuttu timabili reis röö halla og „slota” umhverfis Malaren. Þessi hibýli voru rikulega skreytt og hafa nokkur þeirra varðveist óbreytt fram á okkar daga. Með fyrirlestrinum verða sýndar litskyggnur frá höllunr um. Miðvikudaginn 14. desember kl. 20.30 talar Allan Ellenius um sænska málarannn og mynd- höggvarann Torsten Renqvist, einn sérstæðasta listamann Svi- þjóðar um þessar mundir. Framan af fékkst Renqvist einkum viö að mála og teikna, en á siðustu árum hefur hann nær eingöngu snúið sér að högg- myndum og annarri myndmót- un. Fyrirlestur sinn um Renqvist nefnir Allan Ellenius „Torsten Renqvist, humanist och konstnar. Slæmt ástand í dagvistunarmálum i Vestur- bænum Fyrir rúmri viku var haldinn hverfisfundur I Vesturbæ á vcg- um Dagvistunarsamtakanna. t fréttatilkynningu um fundinn segir að fundarmenn hafi sýnt mikinn áhuga á að bæta ástandið i dagvistunarmálum i Vesturbæn- um. Starfshópur var myndaður til þess að kanna i samvinnu við Ibúasamtök Vesturbæjar hvaða leiðir væru vænlegastar til úr- bóta. Fundurinn var vel sóttur og átöldu fundarmenn skammarlega lág framlög til þessara mála frá hinu opinbera. Akveðið var að skora á alþingismenn að hækka fjárveitingar til dagvistarmála. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar Hvaleyrin verði varin Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sinum 6. desember að lýsa yfir stuðningi við þingsályktunartillögu Geirs Gunnarssonar og fleiri þing- manna Reykjaneskjördæmis um aðgerðir til varnar ágangi sjávar við sunnanverðan Faxaflóa. Bæj- arstjórnin vekur sérstaka athygli á hinni miklu landeyöingu á Hvaleyri undanfarin ár og telur brýna natðsyn bera til að hafist verði handa um varnaraðgerðir hið fyrsta. Hartling forstöðu- maður Flótta- manna- stofnunar SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM 7/12 Reuter — Poul Hartling, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur og leiðtogi gamla miðjuflokksins Venstre þar I landi, var I dag út- nefndur forstööumaöur Flótta- mannastofnunar Sameinuðu þjóöanna næstu fimm árin. Tekur Hartling við embættinu um ára- mótin. Allsherjarþingið veröur að visu að staðfesta útnefninguna, sem er talið víst að það geri. Hartling tekur við stöðunni af Sadruddin Aga Khan fursta, sem baðst lausnar frá henni i siðast- liðnum mánuði. Hann hefur gegnt stöðunni frá 1966. Hamborgar- jólatréð Laugardaginn 10. desember n.k. kl. 16.00 verður kveikt á Hamborgarjólatrénu, sem Reykjavíkurhöfn hefur nú eins og mörg undanfarin ár fengiö sent frá Hamborg. Tréð er gjöf frá klúbbnum Wikingerrunde, sem er félags- skapur fyrrverandi sjómanna, blaða- og verslunarmanna I Hamborg og nágrenni. Hans Hermann Schliinz er hingaö kominn til þess aö afhenda tréð, sem að venju veröur reist á hafnarbakkanum viö Hafnarbúö- ir. Viðstaddir afhendinguna verða borgarstjórinn I Reykjavik, sendiherra Vestur-Þýskalands ásamt fleirum. Blásarakvintett mun leika við Hafnarbúöir frá kl. 15.45.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.