Þjóðviljinn - 10.12.1977, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA3
Vance til Austurlanda nær:
Hefur vart erindi sem erfiði
Sadat og Begin i hátíðaskapi við heimsókn þess fyrrnefnda til
Jerúsalem. Enn er óséð hver eftirleikurinn verður.
Assad í liðsbón til oliurikja
Fær að líkind-
um dræmar
undirtektir
KAIRÓ 9/12 Reuter — Cyrus
Vance, utanrikisráðherra Banda-
rikjanna, kemur til Karfró i
kvöld og hefst þar með leiðangur
hans um Austurlönd nær i þeim
tilgangi að fá Arabaríki til fylgis
við friðarumleitanir Sadats
Egyptaforseta gagnvart ísrael.
Takmarkaðar likur eru þó taldar
á þvi að Vance hafi erindi sem
erfiði, þar eð svo er að sjá að við-
leitni Hússeins Jórdaniukonungs
til þess að béra sáttarorð á milli
Egypta og Sýrlendinga hafi ekki
borið mikinn árangur.
Hússein kom til Kairó i gær
eftir að hafa fyrst farið til Dam-
askus, en fór frá Kairó fyrr en bú-
ist hafði verið við, og var aflýst
siðari viðræðufundi af tveimur,
sem til stóð að þeir Sadat ættu
með sér. Sagt er að Sýrlendingar
350.000
undirskriftir
gegn nevtrónu-
sprengju
HAAG 8/12 Reuter — Hollenskir
andstæðingar hinnar umdeildu
nevtrónusprengju segjast hafa
safnað um 350.000 undirskriftum
undir áskorun, þar sem þess er
krafist að sprengjan sé ekki
framleidd né fengin herjum i
hendur.
Samtökin, sem standa að
undirskriftasöfnuninni, hafa og
lýst þvi yfir að þau hyggist bjóða
andstæðingum nevtrónusprengj-
unnar I öðrum löndum, þar á
meðal i Bandarikjunum og
Kanada, til mótmæTaráðstefnu i
Amsterdam i mars næstkomandi.
Fráfarandi Hollandsstjórn hefur
ekki tekið afstöðu til þess, hvort
nevtrónusprengjan verði fengin i
hendur herjum i Evrópu.
KOVÆT 9/12 Reuter — Hafes al-
Assad Sýrlandsforseti er kominn
til olíurikisins Kúvæt við Persa-
flóa; hafði áður verið i Saudi-
Arabiu,og fer að sögn frá KUvæt
til Sameinuðu Arabafurstadæm-
anna og Katar. Er erindi Assads
að likindum að fá oliuriki þess til
liðs við sig i reiptoginu við Sadat
Egy ptalandsforseta, sem
upphófst við ísraelsför Sadats á
dögunum.
Egyptaland, Sýrland og
Jórdania, grannriki fsraels þrjú
sem átökin við Israelsmenn hafa
einkum mætt á, eru f járhagslega
kominupp á oliurikin. Óliklegt er
talið að Assad fái miklar undir-
tektir hjá smárikjunum við
Persaflóa, enda þóttþau hafi látið
i ljós nokkra óánægju með
ísraelsför Sadats. Þau hafa jafn-
framt forðast að taka eindregna
afstöðu með þeim rikjum, sem
harðast hafa snúist gegn Sadat i
þessu máli.
Orðrómur er á kreiki um að
Kúvæt og Saudi-Arabia reyni að
brúa bilið milli Egyptalands og
andstæðinga þess meðal
Arabarikja, en ekki hefur stað-
festing fengist á þvi.
séu áfram andsnúnir ráðstefnu
þeirri sem Sadat hefur boðað til i
Kairó til undirbúnings friðarvið-
ræðum i Genf. Sádat báuð til ráð-
stefnunnar Sýrlandi, Jórdaniu.
Libanon, Palestinumönnum,
Israel, Bandarikjunum, Sovét-
rikjunum og Sameinuðu þjóðun-
um. Aðeins Israel, Bandarikin og
Sameinuðu þjóðirnar hafa til
þessa þegið boðið.
Sýrlendingar eru sagðir vilja
að friðarviðræður verði teknar
upp annarsstaðar en i Kairó, og
þá helst i Genf, undir vernd Sam-
einuðu þjóðanna. Bandarikjanna
SALISBURY 9/12 — Ian Smith,
forsætisráðherra stjórnar hvitra
manna i Ródesiu, sagðist i dag
búast við þvi að Joshua Nkomo,
annar aðalieiðtoga Föðurlands-
fylkingarinnar, myndi brátt snúa
aftur h'cim til Ródesiu, þar eð
hann gerðisér Ijóstað útlegð hans
gæfi keppinautum hans sem i
landinu dveljast, og þá einkum
Abel biskupi Muzorewa, góð tæki-
færi til þess að auka fylgi sitt
meðal blökkumanna landsins á
hans kostnað. Sagði Smith að
Nkomo myndi fljótlega gera sér
ljóst, að engin von væri til þess að
Bretland og Bandarikin myndu
styrkja hann til valda i Ródesiu,
eftir að blökkumenn hefðu náð
þar vöidum.
Smithsagðiað stjórn sln myndi
taka til athugunar að leyfa Smith
að snúa aftur til landsins, svo
fremi hann léti af skæruhernaði.
Virðist Smith með þessu vera að
reyna að valda klofningi í Föður-
landsfylkingunni, sem saman-
og Sovétrikjanna, en þesskonar
fyrirkomulag var haft á Genfar -
ráðstefnunni um déilumál
Austurlanda nær 1973. Það var
Sadat ekki reiðubúinn að sam-
þykkja. Sadat hefur gefið i skyn
áð Assad muni hafa tekið þessa
afstöðu með hliðsjón af innan-
landsmálum.
Frá Kairó fer Vance til Jerúsal-
em, Beirút, Damaskus, Amman
og Riad. Sagt er að hann muni
leggja fast að lsraelsmönnum að
gera aröbum einhver álitleg til-
boð, til þess að styrkja aðstöðu
Sadats meðal araba.
stendur af tveimur hreyfingum
undir stjórn Nkomos og Roberts
Mugabe. Samtök þau er Nkomo
stjórnar hafa griðland i Sambiu
og hafa til þessa verið heldur
athafnalitil i skæruhernaðinum,
gagnstætt samtökúm Mugabe,
sem hafa g-iðland í Mósambik og
að eigin sögn örugga fótfestu i
Ródesiu sjálfri.
Viðræður eru hafnar i Salisbury
milli Smithstj. og fulltrúa blökku
mannasamtaka undir forustu
Muzorewa, séra Ndabaningi
Sithole og Jeremiah Chirau ætt-
bálkshöfðingja. Föðurlandsfylk-
ingin á engan þátt að þeim við-
ræðum og hefur fordæmt þær. I
viðræðunum er gengið út frá því
að fram fari i landinu kosningar
með jöfnum kosningarétti hvitra
manna og svartra, en þeir siðar-
nefndu eru tuttugu og fjórum
sinnum fleiri en hvitir landar
þeirra. — Talsmaður samtaka
Nkomos hefur þegar lýst þvi yfir
að enginn fótur sé fyrir þvi, að
Nkomohafiihyggjuað snúa heim
úr útlegð.
Sameinudu
þjóðirnar:
Nefnd skipuö
til aö framfylgja
vopnasölubanni
SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM 9/12
Reutcr — öryggisráð Sameinuðu
þjóðanna samþykkti einróma I
dag að skipa sérstaka nefnd til
þess að fylgjast með framkyæmd
vopnasölubannsins á Suður-
Afriku. Tillagan um þetta var
lögð fram af Afrfkurikjunum
Benin, Libiu og Máritlus, og er i
henni hvatt tii þess að rannsakað
verði hvernig bannið megi ná
tilgangi sinum.
Vopnasölubannið var samþykkt
i s.l. mánuði og er þetta i fyrsta
sinn, sem Sameinuðu þjóðirnar
gripa til slikra ráðstafana gegn
aðildarriki sinu. Bannið var
samþykkt eftir mikla ofsóknar-
hryðju suðurafriskra stjórnar-
valda gegn pólitiskum andófs-
mönnum þar i október.
Samkvæmt samþykki öryggis-
ráðsins verða öll riki krafin
upplýsinga um það, hvað þau hafi
gert til þess að framfylgja bann-
inu.
Samkomulag um ályktunina
náðist i einkaviðræðum milli
fulltrúa i ráðinu. Fulltrúar
Vesturlanda höfðu áðurlátið i ljós
tregðu á að samþykkja tillöguna.
Leiðrétting
Ranghermt var i blaðinu i gær,
að Kirkjukór Akraness syngi i
Menntaskólanum i Hamrahlið i
dag. Kórinn syngur i Hamra-
hliðarskólanum á morgun,
sunnudag, kl. 16.
Morgunblaðið blað
segir Albert
1 útvarpsþættinum „Spurt I
þaula” i fyrrakvöld gagnrýndi
Albert Guðmundsson, þingmað-
ur, Morgunblaðið mjög harð-
lcga fyrir stöðu þess til ýmissa
mála. i samtali hans og Péturs
Guðjónssonar, formanns Félags
áhugamanna um sjávarútvegs-
mál, i þættinum kom fram sú
skoðun að ef til vill væri þörf á
þvi að stofna sérstakt flokksblað
til þess að meirihlutaskoðun
Sjálfstæðismanna Sengi að
koma fram, en ekki eingöngu
skoðanir sértrúarhóps innan
flokkscigendafélags flokksins.
Albert var m.a. spurður um
álit hans á afstöðu Morgun-
blaðsins til úrslita prófkjörsins i
Reykjavik.
Albert —„Morgunblaðið er blað
sem vill láta taka sig alvarlega
eins og flest blöðin sækjast nú
eftir. En við skulum ekki
gleyma þvi, að Morgunblaðið er
jú blað forsætisráðherra. Hann
er stjórnarformaður Morgun-
blaðsins. Þannig að það er ekki
hægt að lita fram hjá þessum
skrifum. Og ég sem einn af þátt-
takendum i prófkjörinu er al-
varlega að hugsa um að biðja
opinbera aðila um að rannsaka
mina þátttöku i prófkjörinu.
Mér er ekki kunnugt um að hafi
farið einn einasti eyrir út úr
minum buddum i prófkjörið. Ég
lét ekki dreifa myndum af mér
eða bæklingum. Hitt er annað
mál að það voru margir sem
unnu fyrir mig og gerðu það
myndarlega og ég er þeim af-
Guðmundsson
skaplega þakklátur. Það er á
sama hátt gert fyrir hina kandi-
datana. Ég veit ekki til þess að
neinn prófkjörskandidatinn hafi
eytt miklum fjármunum i próf-
kjörið. Ég veit ekki um það. En
ég hef ekki eytt einni einustu
krónu.”
EKH —„Þú ert semsagt alvar-
lega að hugsa um það að krefj-
ast opinberrar rannsóknar á þvi
svo hægt verði að hreinsa ykkur
frambjóðendur af þeim áburði
Morgunblaðsins að þarna hafi
peningar ráðið úrslitum?”
Albert — ,,Ja, dettur Morgun-
blaðinu i hug að við viljum
liggja undir þvi að við séum að
kaupa okkur inn eða á óheiðar-
legan hátt að troða okkur inn á
Alþingi íslendinga?”
B.ó. ,,Ja, það segir það beint á
sunnudaginn var, eða sunnu-
daginn 4. desember. Það stend-
ur hér á þá leið, að það sé um
mjög alvarlegt mál að ræða
þegar peningarnir séu farnir að
skipta mjög verulegu máli við
að tryggja mönnum sæti á
framboðslistum flokka. Og við
hljótum að spyrja: Hvert stefn-
ir? Þeir stjórnmálaflokkar sem
fyrir prófkjörum standa hljóta
að taka þessi mál til mjög gagn-
gerar ihugunar og athugunar
hvort einhver leið sé til út úr þvi
öngþveiti sem prófkjörin stefna
i. Assó, þarna er það alveg skýrt
að þeir telja, og telja sig þá
væntanlega hafa heimildir fyrir
þvi, þvi þú varst að lýsa þvi yfir
að þú teldir Morgunblaðið
ábyrgt blað, að það hefði verið
varið verulegum fjármunum i
þetta prófkjör.”
Albert — ,,Já, já, mér er ekki
kunnugt um það. Aftur á móti
kom Þjóðviljinn i leiðara með
það að ég og Vilmundur Gylfa-
son frá Alþýðuflokknum og
Friðrik Sophusson hefðum varið
einhverjum peningum i próf-
kjörið. Það er rangt hvað mig
snertir. Ég veit ekki um hina, en
ég reikna með að það sé líka
rangt hvað þá snertir. En að
sjálfsögðu verða blöðin að koma
með eitthvað annað en fullyrð-
ingar.”
B.ó. — „Nú sagðir þú hér áðan
að Morgunblaðið væri blað for-
Geirs
sætisráðherrans. Morgunblaðið
hefur nú viljað halda þvi fram
hingað til,að það væri ekki háð
neinum aðila.”
Albert. — ,,Ja, það má nú segja
að það sé blað forsætisráðherr-
ans, sem er formaður stjórnar
Árvakurs og Arvakur hefur
engu öðru hlutverki að gegna en
að gefa út Morgunblaðið.”
B.ó. — „Þannig að Morgun-
blaðið túlkar fyrst og fremst og
eingöngu stefnu Geirs Hall-
grimssonar."
Albert — ,,Ég vil ekki segja að
það túlki eingöngu stefnu Geirs
Hallgrimssonar.”
B.ó. — ,,En það er blað hans
semsagt?”
Albert — „Já, það hlýtur að
segja sig sjálft.”
B.Ó. — ,,Já, það hefur vakið
mikla athygli varðandi Morgun-
blaðið að það dregur mikið úr og
segir reyndar, og Geir Hall-
grimsson hefur sagt það sömu-
leiðis,að það sé ekkert að marka
þær skoðanakannanir sem voru
i sambandi við prófkjörið þegar
spurt var t.d. um kaupin á Við-
ishúsinu og aronskuna. Hvernig
er það þegar Morgunblaðið og
Geir hafa afneitað þessum úr-
slitum i skoðanakönnuninni? ”
Albert —„Morgunblaðið er ekki
i aðstöðu til að afneita einu eða
neinu fyrir hönd Sjálfstæðis-
flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn
bað kjósendur sina að ganga að
kjörborði I prófkjöri, og það er
ekki hægt fyrir Geir Hallgrims-
son eða mig,og sérstaklega ekki
utanaðkomandi aðila eins og
Morgunblaðið, að neita að taka
tillit til þess sem yfir 80% af
fólkinu sem kemur eftir beiðni
flokksins að kjörborðinu.”
Ródesia:
Smith gerir
Nkomo tilboð