Þjóðviljinn - 10.12.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 10.12.1977, Blaðsíða 13
Laugardagur 10. desember 1977 ÞJ6ÐV1LJINN — SIÐA 13 erlendar baekur Gregory of Tours: The History of the Franks. Translated with an Introduction by Lewis Thorpe. Penguin Books 1977. Gregorius var biskup i Tours á sjöttu öld. Þessi saga hans spann- ar einkum samtimann og átti hann sjálfur talsverðan þátt i mótun þeirrar sögu. Timabiliö minnir um margt á Sturlungaöld hér á landi, þó virðist heiftin og mannvonskan hafa verið mun meiri meðal Mervikinga en hér varð. Saga Franka er helsta heimildarritið sem til er um sjöttu öldina á Frakklandi og höf- undurinn kann að segja þá sögu. Mat sagnfræðinga á verki Gregoriusar hefur verið mismun- andi, sagan hefur verið gefin út þýdd bæði á þýsku, frönsku og ensku og fleiri tungumál. Besti textinn er i Monumenta Germani- ae Historica, Scriptores rerum Merovingiarum, Vol 1. Hannov- er, endurprentað 1961. Sá texti var gefinn út af W. Arndt og Bruno Krush. Henri Omont og Gaston Collon gáfu út textann 1886-1893, og var hann endur- prentaður 1913. Þessi útg. er þýdd eftir þeim texta. The Byzantine Theocracy. Steven Runciman. Cambridge University Press 1977. Stcven Runciman er meðal fróðustu manna um byzanska rikið, hann hefur skrifað mörg rit um efnið og þetta er það siðasta, byggt á fyrirlestrum sem hann hélt i Weil Institute i Cincinnati. Tilefnið var það, að stofnunin bauð honum til Cincinnati til þess að flytja fyrirlestra um kirkju og riki i Byzanz. Stjórnarfyrirkomulag byzanska rikisins var reist á þeirri vissu, að rikið væri sönn eftirmynd hins himneska kon- ungsrikis. Keisarinn i Byzanz, eftirmynd Guðs, rikti i keisara- dæminu og framkvæmdi vilja þess, sem réð á himnum. Þótt svo væri ályktað, þá varð keisara- dæmið aldrei hrein eftirmynd hugsaðs rikis himnanna, vegna þess að rómversk fortíð fylgdi þessu riki allt til loka. Rómversk lög voru meðal hyrningasteina þessa hákristna rikis, svo og grisk heiðin menning. 1 þessum fyrirlestrum rekur höfundur tilraunir keisaranna til þess að framkvæma hugsjónina um spegilmynd himnarikis á jörðu og viðskipti rikis og kirkju allt frá upphafi, Konstantinusi mikla til þess ellefta. Stjórnar- fyrirkomulagið stóö i frummynd sinni óbreytt i ellefu aldir. Og engin kristin stjórnskipun hefur staðið jafnlengi. Engin stjórn getur haldið völd- um lengri tima, án samþykkis fjöldans og það var trú fjöldans i keisaradæminu á guðlega stiptun byzantiska rikisins og keisarann sem hluta guðdómsins sem var höfuð styrkur rikisins. Þessi trú hélst allt til endaloka rikisins og þann dag þegar Byzanz hrundi, þusti borgarmúgurinn til kirkju heilagrar Vizku, þvi aö þar myndi það kraftaverk gerast, sem bjarga myndi borginni og rikinu frá yfirráöum Hundtyrkjans. Þessir fyrirlestrar Runcimans eru ágæt yfirlit yfir landa sögu og þeir skýra vel helstu forsendurn- ar að þessari löngu sögu byzanska rikisins. 1977 J BÆKURNAR t OKKAR 1977 GlSU JÖNSSON ' v' lillmÉ’' ■ ■■■■■■■: 11n1 tj\ I • kdnur00- GÍSLIJÓNSSON: KONUR OG KOSNINGAR Sagan um baráttu íslenskra kvenna fyrir kosningarétti. LJÓÐ DAVlÐS STEFÁN SSON AR FRÁ FAGRASKÓGI, úrval Ólafur Briem menntaskólakennari hefur búið til prentunar. jrtstow SMALAVÍSUR Síðustu Ijóð ÞORSTEINS VALDI- MARSSONAR sem lést í sumar. Bókin eykur enn orðstír þessa sérstæða og listræna skálds er samræmdi ógleymanlega frum- leik og hagleik í kvæðum sínum. ÞÓRUNN M AGNÚ SDÓTTIR: UNGVERJALAND OG RÚMENÍA Nýtt bindi í bókaflokknum Lönd og lýði, en í honum eru nú komin út 21 rit. POUL VAD: HIN LÍTILÞÆGU Úlfur Hjörvar þýddi. Skáldsaga eftir einn af snjöllustu nútímahöfundum Dana. Hún lýsir ungu en rótslitnu fólki í Kaup- mannahöfn, sálarlífi þess, ein- semd og örlögum. Dr. VALDIMAR J. EYLANDS: ÍSLENSK KRISTNI IVESTURHEIMI Bók um trúarlíf og trúardeilur Vestur-íslendinga með formála eftir Sigurbjörn Einarsson biskup. Tónm»rtntir »r<* ALFRÆÐI MENNINGAR- SJÓÐS Dr. HALLGRÍMUR HELGASON: TÓNMENNTIR A-K Fyrra bindi Tónmennta. EINAR LAXNESS: ÍSLANDSSAGA L-Ö Síðara bindi íslandssögunnar. J BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7 - Reykjavík - Sími: 13652 KONlCA C35 Hún er bæði lítil og létt.... en kann sitt fag! Já, hún er ekki stórgerö þessi mynda- vél, en Konica C-35 hefur engu að siður margsinnis skákað bestu myndavélum heims. Og framleiðendurnir i Japan hafa séð til þess að það er hreinasti barnaleikur að taka 100% góðar myndir á Konica C-35. Verðið er aðeins kr. 33.650.- Gevafoto býður raunar upp á fleiri teg- undir af Konica. Sameiginlegan eiga þær þann ágæta eiginleika að skila eig- endum sinum eins góðum myndum og, frekast er unnt hverju sinni. Þær standa sig ævinlega i stykkinu vélarnar frá Konica. siisturstrœti : 6 (Si inu 2*955

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.