Þjóðviljinn - 14.12.1977, Síða 5

Þjóðviljinn - 14.12.1977, Síða 5
MiOvikudagurinn 14. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Spurningum Jóns Oddssonar svarad Tryggingastofnun rikisins 8. des. 1977. í Þjóðviljanum 24. nóvember birtist fyrirspurn frá Oddi Jóns- syni, Hrafnistu, sem hér skal reynt að svara. Verðum við að biðja Odd afsökunar hversu dreg- ist hefur að svara spurningum hans, en úr þvi skal nú bætt: l.Oddur spyr hvort maður sem orðinn sé 67 ára, eigi ekki rétt á ellilifeyri, þó að hann sé eitt- hvað að vinna. Það á hann nú, og þau lög hafa gilt frá 1. janúar 1961. Fyrir þann tima voru tekjuskerðing- arákvæði. 1 22. grein laga nr. 24/1956 segir svo: „Tilársloka 1960skalfullurelli- og örorkulifeyrir samkvæmt 13. gr. þvi aðeins greiddur, að aðrar tekjur hlutaðeiganda en bætur samkvæmt lögum þess- um fari ekki fram úr lifeyri á 1. verðlagssvæði, svo sem hér greini: Einum og hálfum hluta ein- staklingslifeyris, ef um ein- stakling er að ræða. Tvöföldum einstaklingslifeyri, ef um hjón er að ræða. Þreföldum einstaklingslifeyri, ef um hjón er að ræða og aðeins annað fær lifeyri. Séu tekjurnar hærri, lækkar lif- eyrir um sextiu hundraðshluta þess, sem umframtekjurnar nema. Þó skal lifeyrir annars hjóna aldrei vera hærri en líf- eyrir hjóna með sömu tekjur.” Með lögum nr. 86/1960 er gerð breyting. I 1. gr. þeirra laga segir, 3. málsgrein: „Arlegur lifeyrir þeirra ein- staklinga, sem fæddir eru árið 1893 eða fyrr, er kr. 14.400.oo á 1. verðlagssvæði og kr. 10.800.oo á 2. verðlagssvæði, að viðbættri þeirri hækkun vegna frestunar á töku lifeyris, sem þeir höfðu öðlazt rétt til i árslok 1960. Fresti þeir töku lífeyris fram yfir þann tima, hækkar li'feyrir þeirra i hlutfalli við hækkun samkv. 2. málsgrein þessarar greinar, og aldrei skulu þeir njóta minni réttar en orðið hefði, ef ákvæðum eldri laga hefði verið beitt. Frestun á töku lifeyris telst lokið, þegar hlutaðeiganda er úrskurðaður ellilifeyrir 1 fyrsta sinn.” Þannig hljóða þau lög, sem giltuáður. Vegna Odds sjálfsskal það tekið fram, að hann frestaði töku lifeyris til 71 árs aldurs þ.e. til 1. júli 1960, en þá voru skerð- ingarákvæði óbreytt. Þau giltu þar til 1.1. 1961 eins og að ofan greinir. Oddur. naut síðan aldurshækk- unar sinnar þar til i fébrúar 1971, enþá fórhann á sjúkratiyggingu. Við það falla allar bætur niður, nema svokallaðir, „vasapening- ar”, ef réttur er. Hann er hins vegar ekki til staðar ef viðkom- andihefur einhverjar þær tekjur, eftirlaun eða annað, sem er hærra en „vasapeningar”, sem frá 1. des. s.l. eru 9000,00 á mánuði. Vegna fjölmargra samtala okk- ar Odds skal það enn itrekað, að gerð hefur verið nákvæm könnun á þvi, hvort afgreiðsla á málum hans hafi verið lögum sam- kvæmt, og komið hefur i ljós, að það hefur hún verið. 2. Svar við spurningunni um, hvort Oddur eigi inni hjá rik- inu, er þvi neikvæð samkvæmt ofansögðu. 3. Spurt er um hvort það sé eðli- legt og réttlátt að eldri menn fái lægri ellilaun en hinir yngri. Það væri hvorugt, enda er það ekki svo. Ellilifeyrir er hinn sami við sömu aðstæður, þ.e. allir 67 ára og eldri geta fengið fullan ellilifeyri, tekjutrygging fer eftir tekjum. Hins vegar voru lögin öðru visi þegar Odd- ur hóf töku lifeyris, og við þvi er ekkert að gera. 4. Spurningin hljóðaði svo: „Er hægt að dæma menn á sjúkra- deild, sem eru jafn hressir og ég og hafa þannig af þeim fé?” Læknar Hrafnistu ákveða hver skuli dveljast á sjúkradeild, og sjúkratryggingadeild Trygginga- stofnunar rikisins samþykkir til- lögur þeirra i samráði við trygg- ingayfirlækni, ef ástæða þykir til. Annaðhvorter maðurinn þá kom- inn á sjúkradeild eða hann þarfn- ast svo mikillar umönnunar, að ástæða er til að greitt sé meira fyrirhann. En um það get ég ekk- ert sagt, þar verða læknar við- komandi stofnunar og Trygginga- stofnunarinnar að svara. Um leið og ég þakka Oddi skrif- ið, vil ég geta þess, að ég hef hinn 30. janúar 1976 látið senda honum álit Þorgerðar Benediktsdóttur lögfræðings Tryggingastofnunar á afgreiðslu mála hans frá fyrstu byrjun. Þorgerður gjörkannaði hvort eitthvað hefði misfarist um meðferð mála, en svo var ekki. Hitt vil ég leggja áherslu á, að Tryggingastofnun rikisins fram- kvæmir lög eins og þau eru á hverjum tima. Frá þvi verður ekki vikið. Hvort okkur starfs- mönnumhennarþykjaþau réttlát eða ranglát, er önnur saga. Um það erum við sjaldnast spurð. Hið háa Alþingi semur lögin, og þau verðum við að framkvæma. Og eitt er vist, að lögin hafa þó orðið réttlátari með siðari tima breyt- ingum. Ég vona að Oddi sé ljósara en áður, hvernig málum hans er Framhald á bls. 14. Draumur um veruleika Helga Kress Sögurnar fjalla allar um konur. Til mót- vægis við þær stöðnuðu kvengerðir sem oft mó finna í bókmenntum eftir karimenn, er þeim ætlað að sýna hvernig konur sjálfar lýsa konum, hvernig þær upplifa sjálfar sig, stöðu sína og hlut- verk... Innan þess „þrönga" ramma, sem viðfangsefnið konur kann að teljast, var stefnt að sem rnestri fjölbreytni, bæði hvað varðar þjóðfélagsstöðu og stétt þeirra kvenna sem lýst er og þá lifs- reynslu sem þær verða fyrir og sögurnar segja frá. Mál Og menning Skipt um Ægisútgáfan hefur gefið út bók eftir Denis Robins, sem nefnist „Skipt um hlutverk.” I bókinni segir frá ungri stúlku sem verður fyrir þvi óhappi i sumarleyfi sinu að lenda I bilslysi og missa meðvitund. Þegar hún vaknar er hún stödd i stóru finu húsi hjá ókunnugu fólki og hefur algerlega misst minnið. Af ráðnum hug er hún sett i hlut- verk annarrar stúlku, en ýmis at- vik verða til þess að smám saman fer að rofa til i hugskoti hennar og fortiðin rifjast upp fyrir henni. Valgerður Bára Guðmunds- dóttir þýddi bókina, sem er 12 bókin sem út kemur á fslensku eftir Denis Robins. hlutverk Enskukennslan — svör viö æfingum í 8. kafla Exercise 1 1. It is half past eleven 2. He asks if Kate is a good cook. 3. She tells him to come to- morrow. 4. At twelve o’clock. 5. He hates chicken. 6. At ten past eight. 7. Mrs Yates does. 8. She is going to work. 9. No, he can’t 10. He always plays football. 11. He is going to play football. 12. A cookery book 13. No, he can’t 14. She finds some meat. 15. No, she can’t. 16. —20. answer for yourself. Exercise 2.Dæmi: A golfer uses a golf club. Exercise 3. 1. tennis players. 2 billiard-players 3. dart-players. 4. hockey-players. 5. golfers. 6. cricketeers Y. table-tennis players. 8. chess-players. 9. rugby-players. 10. ice-hockey players. Exercise 4.1 in. 2. in 3. in 4. on 5. on 6. under 7. in 8 in 9. on 10. in. Exercise 5. Þarfnast ekki skýringa. Exercise 6. I. at 10.30. 2. at 11.15. 3. Flight 302 . 5. Daily. 5. Yes, it does. 6. No, it doesn’t, 7. at 12.00. 8. half an hour. 9. at 13.40. 10. at 13.55. II. by coach. 12. half an hour. Exercise 7.—8. Þarfnast ekki skýringa Exercise 9.Dæmi: Stephen gets up at seven o’clock. He washes at five past seven and dresses at seven fifteen. Exercise 10—11. Þarfnast ekki skýringa. Exercise 12. Dæmi: Peter al- ways eats a cooked breakfast. Exercise 13. biscuits, Sunday, afternoon, breakfast, chicken morning, sometimes, often, question, lesson. Húsvörður Starf húsvarðar i Hafnarhúsinu i Reykjavik auglýsist laust til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa iðnaðar- menntun, er nýtist við starfið eða sam- bærilega starfsreynslu. Fullkomin reglusemi áskilin. Umsóknir sendist Hafnarskrifstofunni i Reykjavik fyrir 30. des. n.k. Hafnarstjórinn i Reykjavik BLAÐBERAR óskast í eftirtalin hverfi: Hjarðarhaga Efri- Skúlagötu Miðtún Laufásveg Lambastaðaherfi (Seltj.) Efri Laugaveg Bólstaðarhlið Háskólahverfi Okkur vantar tilfinnanlega blaðbera i þessi hverfi, þó ekki væri nema til bráða- birgða i nokkrar vikur. DJÚÐVIum Vinsamlegast hafið samband við af- greiðsluna, Siðumúla 6.— Simi 81333. Rauðsokkar Ársfjórðungsfundurinn er á morgun fimmtudaginn 15. desember i Sokkholti og hefst kl. 20.30. Fjölmennið og munið að fundurinn er öllum opinn. Miðstöð. fiwn yfir \ miónœtti Skaldsaga efíir SidneySheldon Vel skrifuð, hispurslaus og berorð asfarsaga... Lesandinn stendur þvi J sem næst a öndinni / þegar hémarkinu / ernáð... 1BOKDFORLBGSBOK.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.