Þjóðviljinn - 14.12.1977, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagurinn 14. desember 1977
Stjórnarandstaöan mótmælir harðlega vinnubrögðum fyrir 2. umræðu fjárlaga:
2. umræda fjárlaga hrein sýndar-
mennska
sagði Geir Gunnarsson
Þegar 2. umræða fjárlaga
hófst i gær, gagnrýndu fulltrúar
stjórnarandstöðunnar, þeir Geir
Gunnarson, Sighvatur
Björgvinsson og Karvel Pálma-
son, harðlega þau vinnubrögð
sem viðhöfð hafa verið i sam-
bandi við undirbúning 2.
umræðu. Sögðu þeir að eins og
ástandinu væri nú háttað þá
væri 2. umræða hrein sýndar-
mennska, haldin til að fullnægja
ákveðnum formsatriðum.
Stjórnarandstöðunni í fjárveit-
inganefnd hefði verið neitað um
ýmsar nauðsynlegar upplýsing-
ar og þvi hefði hún ekki haft
forsendur til að skila nefndar-
áliti fyrir 2. umræðu.
Geir Gunnarsson fjallaði um
þetta mál i itarlegri ræðu i gær.
Benti hann á að um breyttar
forsendur væri að ræða frá þvi
að fjárlagafrumvarpið var upp-
haflega lagt fram i haust, þvi
komið hefði fram að fyrirsjáan-
legar hækkanir á útgjaldalið
frumvarpsins yrðu á annan tug
miljarða króna.
Neitað um upplýsingar
Fjárveitinganefnd hefði nú
eytt nær tveimur mánuðum i að
hlusta á einstaka aðila bera
fram óskir sinar um fjárveiting-
ar á fjárlögum, en um grund-
vallaratriðin, þann vanda að
forsendur frumvarpsins fyrir
tekjum og gjöldum rikissjóðs á
næsta ári væru gjörbreyttar
Geir Gunnarsson
fengust ekki upplýsingar. Ekki
lægju fyrir neinar upplýsingar
um það á hvern hátt rikisstjórn-
in hyggðist láta afgreiða fjár-
lögin. Þá hefði minnihluta
nefndarinnar verið neitað um
upplýsingar af opinberum aðila
um það hvaða áhrif breyttar
forsendur hefðu á útgjaldalið
frumvarpsins.
Er meirihlutinn fjárveit-
inganefnd?
Hins vegar hefði svo heyrst i
útvarpsfréttum á mánudags-
kvöld að fjárveitinganefnd hefði
að undanförnu verið að fjalla
um hvernig brúað yrði það bil
sem nú væri talið vera milli
tekju- og gjaldaliða fjárlaga-
frumvarpsins. Sagði Geir að
þessar fréttir væru tiðindi fyrir
hann, þvi að minnsta kosti hefðu
þessi mál ekki verið rædd i
þeirri fjárveitinganefnd sem
hann ætti sæti i. Að visu hefði
borið æ meir á þvi að meirihluti
nefndarinnar liti á fundi hjá
meirihlutanum sem fjárveit-
inganefndarfundi og eflaust
hefðu þessi mál verið rædd þar,
þó að ekkert hefði verið skýrt
frá málinu i sjálfri fjárveitinga-
nefnd.
Sviðsetning
Geir sagði að þegar svona
væri að málum staðið þá væri
ljóst að sú ákvörðun að láta 2.
umræðu fara fram við þessar
aðstæður væri ákvörðun um að
sú umræða verði einungis svið-
setning til að fullnægja þvi
formsatriði að 3 umræður fari
fram um fjárlagafrumvarpið.
Það sé algerlega fráleitt að gera
ráð fyrir þvi að minnihluti
nefndarinnar geti i raun skilað
nefndaráliti um afgreiðslu fjár-
lagafrumvarpsins þegar engar
upplýsingar hafi fengist um
þann vanda sem við er að etja.
Attundu skák þeirra Spasskis
og Kortsnojs, sem fór i biö i fyrra-
dag lauk með sigri Kortsnojs i
gær. Sennilega hefur Spasski
ofmetnast af fullyröingum
ýmissra aðilja um að hann stæði
betur i biðskákinni. Hann tefldi
ekki af nærri þvi sama krafti og
daginn áður og klúðraði öllu nið-
ur. Skiptamunstap Spasskis var
eina framhaldið sem gat gefið
honum einhverja möguleika.
Hann fékk sterk fripeð á
kóngsvængnum en engu að siður
reyndist svarta fripeöið á d lin-
unni hættulegra.
Kortsnoj vann
42. Ha6!
Hvitur hótar nú Rxh7 ásamt
Hxg6+
42. — Hf7
Þetta er nánast eini leikurinn 42.
— Kc5? er t.d. svarað með 43.
Re4+
43. Rxh7 Kc5
44. Hxg6 Re5
45. Rg5 Rxg6
46. Hxg6 Ha7
47. h5 Hda2!
Þegar menn hafa tvo hróka er
best að nota þá saman! Ef hvitur
leikur nú 48. h6 er t.d. eftirfarandi
framhald liklegt: 48. — H2xa6 49.
Hxa6 Hxa6 50. h7 Hh6+ 51. Kg3 d4
52. f4 d3 53. Kf3 Kd4 54. f5 d2 55.
Ke2 Kc3 56. f6 Hhl og svartur
vinnur. Hrókur er nefnilega oftast
betri en riddari.
48. f4 d4
49. h6 d3
50. Hg8
Spasski virðist nú eiginlega
leika af sér peði en ekki er gott að
benda á betri leik t.d. er 50. Hg7
svaraðsterklega með 50. — H7a6!
50. — H2a6
51. h7? Hxh7+
52. Kg3
Ef 52. Rxh7 þá kemur einfaldlega
52. — d2 og ný drottning fæðist.
52. — Hd7
53. Hc8+ Kb4
54. Hb8+ Ka3
55. Re4 d2
56. Rxd2 Hxd2
Með hrók yfir á Kortsnoj auð-
vitað ekki i erfiðleikum með að
innbyrða vinninginn.
57. Hg8 Kb4
58. Kf3 Kc5
59. g3 Ha3+
60. Ke4 He2+
61. Kf5 Kd6
62. g4 Ha5+
63. Kg6 He6+
64. Kh7 Ha7+
65. Hg7 Hxg7+
66. Kxg7 He4
Og hér gafst Spasskl upp. Ann-
að peöið fellur og frekari barátta
er voniaus. Kortsnoj hefur þvi
tekið afgerandi forustu 6:2.
Guðmundur
G. Hagalín
HAMINGJAN
Hamingjan er ekki alltaf otukt segir Guðmundur Hagalín.
í þessari nýju skáldsögu bætir hann enn við hinn sérstæða
persónuleika, sem hann hefur skapað á nær 60 ára ritferli.
Hér er það lítill og ljótur maður - Markús Móa-Móri. Það
er einmitt ljótleikinn sem ræður sköpum - gerir Markús
að miklum manni og hamingjumanni.
Gylfi
Gröndal
ÞEGAR BARN FfEÐKT
endurminningar Helgu Níelsdóttur ljósmóður. Helga þorði
að standa á eigin fótum í þjóðfélagi þar sem karlmenn
réðu ríkjum. Hún hefur meðal margs annars tekið á móti
3800 börnum um dagana. Helga segir hér hispurslaust frá
því sem fyrir hana hefur borið.
Kári
Tryggvason
BORNIN
og heimurinn þeirra
er úrval úr ýmsum barnabókum Kára Tryggvasonar og að
hluta smásögur, sem ekki hafa birzt áður. Efnið er valið
af höfundi sjálfum.
Almenna bókafélagið'
Austurstreli 18, Bolholti 6,
slmi 19707 simi 32620
Guðmundur
annar
— Helgi sækir í
sig veðrið
Að loknum niu umferðum á
alþjóðlega skákmótinu i New
York er Guðmundur Sigurjónsson
i öðru sæti með 6 vinninga. Efstur
er Lein með hálfan vinning betur.
Helgi Ólafsson er i 6. sæti með 5
vinninga. Guðmundur og Helgi
hafa báðir unnið tvær siðustu
skákir sinar. Guðmundur gegn
Lein og Diesen en Helgi gegn
Casinó og Valvó. Atta umferðir
eru eftir af mótinu.
Nemendaleikhús
Leiklistarskóla
íslands
Sýnir leikritið:
,,Við eins manns borð"
eftir Terence Rattigan í
Lindarbæ
5. sýning föstudag 16.
desember kl. 20:30.
Leikstjóri: Jill Brooke
Árnason.
Miðasala í Lindarbæ
frá kl. 17.
., Er
sjonvarpið
hil^ð'? -
Skjárinn
S)ónvarpsv6>rbfo5i
Bergstaáasírcsti 38
simi
2-1940
Pípulagnir
Nylagnir, breyting-
ar, hitaveitutenging-
ar.
Sifru 36929 (m11!i kl.
i2 og ’ ogeftirkl. 7 a
kvöldm!