Þjóðviljinn - 14.12.1977, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagurinn 14. desember 1977
Helgi J. Halldórsson:
Stafsetning og verndun
tannhljóda
Ég haföi ekki hugsaö mér aö
skrifa meira um stafsetningu að
sinni, einkum þar sem ég á i
miklum kennslu- og prófönnum
nú fyrir jólin. En nú hefur það
loksins gerst að zetu- og tann-
hljóðaverndari skrifar fræðilega
um nauðsyn þess að hafa zetu I is-
lensku máli og jafnframt nauðsyn
þess að vernda tannhljóð. Það
gerði Jóhannes Halldórsson og
birti i Morgunblaöinu 8. des. sl.
Þar sem hann nefnir nafn mitt get
ég ekki látið hjá liða að svara
honum þó að Halldór Halldórsson
prófessor geri það raunar i sama
blaði. Jóhannes bregður mér um
að ég taki ekki mark á Islenzkri
málf ræði handa æðri skólum eftir
Halldór Halldórsson. Þaðgeri ég.
Hún liggur venjulega á skrif-
borðinu minu og ég fletti oft upp i
henni meðan ég annaöist þáttinn
Daglegt mál. En ég reyni að
foröast að rugla saman óskyldum
atriðum. Ég hef einnig lesið og
kennt almennar kennslubækur i
stafsetningu sem hafa verið
notaðar undanfarna áratugi. í
þeim öllum stendur að stofn
sagna finnist i nafnhætti nútiðar.
Hið sama segir I bók Haildórs
Halldórssonar, íslensk réttritun,
1974. t kennslu hef ég raunar
ávalit bætt þvi við að þetta eigi
fyrst og fremst við veikar sagnir.
Sterkar sagnir hafa fleiri en einn
stofn vegna hljóðskiptanna. Þess
vegna hefur verið ritað staf-
setning og flutningur en ekkijstaf-
settning og fluttningur en
sá ritháttur er raunar nær
framburði. En eigi að lita svo
á að veiku sagnirnar að setja
og flytja hafi sérstakan
stofn i lýsingarhætti þátið-
ar, sett og flutt, á þá ekki að
rita stafsettning og fluttningur?
Er ekki vafasamt að halda i rit-
máli tvirituöu t, sem fellur brott í
eðlilegu talmáli, en neita að hafa
það tviritað þar sem eðlilegur
framburður virðist krefjast þess.
Ég nefni þessar sagnir aðeins
sem dæmi. Margar sagnir
beygjast eins. En sé hætt að miða
stofn veikra sagna eingöngu við
nafnhátt, eins og gert hefur veriö,
og lýsingarháttur þátiöar verði
gerðurað sérstökum stofni, er þá
Sam
staða
komin
út
Komið er út 4. tbl. Samstöðu,
sem Baráttuhreyfing gegn
heimsvaldastefnu gefur út.
Samstaða er eina timaritið um
erlend málefni, sem út kemur hér
á landi. Blaöið leitast viö að
kynna baráttu kúgaðra þjóða og
alþýöu hvarvetna i heiminum og
berjast geg« heimsvaldastefnu, i
hvaða mynd sem hún birtist.
1 blaðinu er grein um vaxtar-
speki og þróunaraðstoö eftir Gisla
Pálsson. örn Ólafsson skrifar um
kúgunarkerfið I Suður-Afriku,
Tómas Einarsson um hinn nýja
samning um Panamaskurðinn og
Hjálmtýr Heiödal um Kambódíu.
Ólafur Gislason skrifar um fyrir-
hugaö heimsmót æskunnar i Hav-
ana. Þá eru tvær þýddar greinar,
um S-Ameriku og þróun kapital-
ismans I Afriku.
Samstaöa er seld i lausasölu i
Bókabúð Máis og menningar,
Bóksölu stúdenta og Rauöu
stjörnunni viö Lindargötu.
—eös
ekki hætta á að sitthvaö fari úr
skorðum. Ef við skrifum staf-
settning og fluttningur, miðum
viö stofn þátiðar, er þá ekki hætta
á að menn fari að troða inn
tvirituðu t þar sem það á alls ekki
að vera samkvæmt uppruna og
riti t.d. gættni og viðleittni? Er
ekki betra að halda sig við þá
gömlu og traustu reglu, sem
notuð hefur verið undanfarna
áratugi, að stofn sagna (veikra)
finnist i nafnhætti, þó aö sú regla
standist kannski ekki fullkomlega
fræðilega?
1 fyrri greinum minum lagði ég
megináherslu á að halda sem
mestu jafnvægi milli fram-
burðar og stafsetningar. Bókstaf-
irnir eru tákn málhljóðanna og
þau verða best vernduð með þvi
að kenna framburð. Ég nefndi
dæmi um mjög slæmar ritvillur
semhægtværi að komaiveg fyrir
meö meiri og betri framburðar-
kennslu. En til þess þarf að
ákveða islenskunni frambúrð.
Jóhannes minnist litt á fram-
burð nema það sem hann kallar
latmælisframburð og virðist þá
eiga við brottfall tannhljóða.
Hvað sem hljóðfræðingar segja
um þá nafngift. Jóhannes virðist
eindregið neita að viðurkenna það
brottfall tannhljóða sem verður i
talmáli. Hann spyr: „Er sam-
ræmi að rita annars vegar sest
(sett+st) en hins vegar skekkst
(skekkt+st)?” Já, samkvæmt
minni málvitund er svo. Tann-
hljóðin falla þama brott I eðlileg-
um framburði en gómhljóðin
haldast.
A grein Jóhannesar sést vel I
hvillkar ógöngur þetta ofurkapp
að vernda tannhljóö ieiðir. Það
elur ekki aðeins af sér tann-
hljóðahröngl heldur teygir það
menn til málspjalla. Jóhannes
segir: „Gimilegt til fróðleiks um
það spor I átt til stafsetningar
eftir latmælisframburði, sem
stigið var siðsumars 1973 og
itrekað var vorið 1974, er að virða
fyrir sér nokkur sagnorð með
rótskertu stofnunum viö hlið
óskertra stofna, sem ellefumenn-
ingarnir vilja varðveita með
reglum þingsályktunartil-
lögunnar:
Hráefnið hefur nýst (nýttst)
illa. Vastu (vattstu) bandið?
Börkur hefur flest (flettst) af
trjánum. Ribbaldar hafa veist
(veittst)aö smælingjum. Hrepp-
stjórinn hefur fest (fettst) við
uppheföina. Þú bast (battst)
á/
baggann. Það hefur brest
(brettst)upp á faldinn.”
Þó að sagnir I islensku teljist
beygjast bæði i germynd og mið-
mynd er hæpið að eðlilegt sé að
nota hverja einustu sögn i þeim
báðum myndum jöfnum höndum,
jafnt i samsettum tiöum sem
ósamsettum. Þó að sögnin að
fetta sé fullkomlega eðliiegí ger-
mynd er hæpið að þvinga hana
inn i samsetta tið i miðmynd. Jó-
hannes virðist telja eðlilegt mál
að segja: „Hreppstjórinn hefur
fettstvið upphefðina.” Ég spyr:
Segir þetta nokkur maður eða
setur á prent? Er ekki eðlilegra
að segja að upphefðin hafi stigið
hreppstjóranum til höfuðs, hann
gangi nú fatturog hnakkakerrtur,
jafnvel uppstertur? Sama er að
t
segja um sögnina að bretta. Hún
fer mjög illa i samsettri tfð miö-
myndar. Einnig þarf að beita
nokkurri aðgát viö notkun sterku
sagnanna að vinda og binda. En
til eru ýmsar leiðir. Varasamt er
aö rigskorða sig við ákveönar
málfræðireglur. Það gera ekki
þeir sem hafa vald á góðu máli.
Þeirhugsa um málið sjálft. Oft er
smekksatriöi hvenær viö notum
samsettar tiðir eða ósamsettar.
Merkingarmunur þarf ekki að
vera neinn eða hverfandi. T.d.
væri liprara mál að snúa við
tiðanotkun i setningunum: „Þú
bast (battst) baggann.” „Það
hefur brest (brettst) upp á fald-
inn.” Þá mundu þær hljóða
þannig: Þú hefur bundið baggann.
Það brettist upp á faldinn. 1 staö
setningarinnar: „Vastu (vattstu)
bandið?” er eðlilegra aö segja:
Hefur þú undið bandiö eða ertu
búinn að vinda bandið? Ég tek
mönnum vara fyrir aö líta svo á
að með þessu sé verið að vikja sér
undan vandanum. Þetta er aðeins
spurning um málsmekk og oröa-
val. Margar sagnir fara illa i
samsettum tiðum, einkum i
miðmynd. Svo er um þær sagnir
sem Jóhannes nefnir. En séu
þessar sagnir notaöar — og þá i
þeim setningum sem Jóhannes
nefnir — tel ég þekkilegra mál að
viðurkenna i ritmáli þaö brottfall
sem verður i talmáli. Ég undan-
skil þó sögnina að fetta. Hana tel
ég ónothæfa i samsettri liðinni tíð
i miðmynd
Þeir sem rita gott mál nota
samsettar tiðir ekki meira en
nauðsyn krefur. Snorri Sturluson
kunni þá list að nota samsettar
tiðir I hófi. Einn er sá munur á
máli islenskra fornsagna og máli
nútföar að nú nota menn meira
samsettar tiðir sagna. Er það
málinu venjulega til lýta þó aö
stundum geti farið betur á að nota
samsetta tið én ósamsetta.
Af þessum sökum hef ég alltaf
lagt mikla áherslu á að kynna
nemendum minum fornmálið og
talið æskilegast að hafa fornritin
með þeirri stafsetningu sem fell-
ur best að daglegu máli hvers
tima, þ.e. nútimastafsetningu.
Þess vegna var það vondur gern-
ingur þegar alþingismenn ætluðu
á sinum tima aö koma I veg fyrir
að íslensk fornrit væru prentuð
með nútimastafsetningu.
Ég hef áður látið þá skoðun i
ljós að ritæfingar, sem samdar
voru til að kenna nemendum aö
rita z, hafi oft veriö á vondu máli
Óli frá Skuld
„Öli frá Skuld” eftir Stefán
Jónsson er komin út I nýrri út-
gáfu. Bókin er ellefta bindi i
heildarútgáfu Isafoldar á barna-
og unglingabókum Stefáns Jóns-
sonar. Aður voru komnar: 1. Vin-
ir vorsins, 2. Skóladagar, 3. Sagan
af Hjalta litla, 4. Mamma skilur
allt, 5. Hjalti kemur heim, 6. Björt
eru bernskuárin, 7. Margt getur
skemmtilegt skeö, 8. Disa
frænka, 9. Fólkið á Steinshóli, 10.
Hanna Dóra. Tólfta bindi rit-
safnsins verður Börn eru besta
fólk.
Öli frá Skuld er ásamt Hjalta-
bókunum að margra dómi hátind-
ur i skáldskap Stefáns um lff
barna og unglinga, og sjáifur
taldi hann þessa sögu bestu bók
sina af þvi tagi. 1 þessari bráö-
skemmtilegu sögu af litla prakk-
aranum Öla frá Skuld er heill
hópur annarra sögupersóna meö
svo skýr skapgerðareinkenni, aö
lesandinn gleymir þeim aldrei.
Má þar nefna foreldra Óla , ekki
sist fööur hans; ömmuna gömlu,
virta konu i sinni sveit; vinnu-
manninn Fúsa, gamalt dyggöar-
hjú, sem er auðsærður og þó ó-
sigrandi I umkomuleysi sinu.
Óli frá Skuld kom út fyrir rétt-
um 20 árum og var á skömmum
tima lesin upp til agna. Þetta er
önnur útgáfa bókarinnar. Hún
hefur verið flutt sem framhalds-
saga i útvarpinu. Fyrir meira en
og valdið málspjöllum. Þær
hömruðu inn i nemendur óeðlilegt
gervimál. Ég skal nefna nokkrar
setningar úr slikum ritæfingum,
sem settar hafa veriö á prent. Ég
nefni fáar til að lengja mál mitt
ekki um of en af nógu er að taka.
Ég set innan sviga það sem ég tel
eðlilegra og betra mál. Ég endur-
tek að hér er ekki verið að vikja
sérundan vandanum heldur beita
heppilegra orðavali:
„Það hefur heimztilla af fjalli i
haust.” (Heimtur af fjalli hafa
verið slæmar I haust.)
„Þú galztþrjósku þinnar.” (Þú
hefur goldiö þrjósku þinnar.)
Þarna fer betur að nota samsetta
tið.
„Láztu sofa.” (Láttu sem þú
sofir.) Þósögnin að láta sé eölileg
inafnhætti miðmyndar: að látast,
fer hún illa i boðhætti mið-
myndar.
„Hinir gömlu ástvinir höfðu nú
lengi átzt illt við.” (Hinir fornu
'ástvinirhöfðu nú lengi eldað grátt
silfur.)
„Það hefur ekki nýtzt að
verkum Héðins i morgun.” (Verk
Héðins i morgun hafa verið.
gagnslaus.)
„Ýmsirhöfðuótilkvaddir beitzt
fyrir málinu og litt beiðzt afsök-
unar á þvi athæfi.” (Ýmsir höfðu
ótilkvaddir beitt sér fyrir málinu
og litt beðist afsökunar á þvi
athæfi.) Hér er höfundi svo mikið
i mun að koma zetu inn að hann
gengur fram hjá hinum eðlilega
uppruna.
Fieiri dæmi tek ég ekki að sinni.
Ég óttast að svipað fari um þær
ritæfingar sem samdar verða til
að negla i ritmái þau tannhljóö
sem falla brott i eðlilegum fram-
burði en sumir vilja righalda I.
Þær setningar, sem Jóhannes
Halldórsson ber fyrir brjósti i
grein sinni i Morgunblaðinu, spá
ekki góðu. Annars mega þeir sem
vilja skrifa svona stil, en það eru
málspjöll að fyrirskipa að kenna
hann i skólum.
En hafa zetuvinir og tann-
hljóðaverndarar hugað að þvi
hvernig stafsetningin frá 1973 fer
igóðu máli — égsegigóðu máli en
ekki óeölilegu gervimáli? Ef svo
er ekki ráðlegg ég þeim að lesa
Norðurlandstrómet, þýðingu dr.
Kristjáns Eldjárns forseta. Hún
er prentuð með þeirri staf-
setningu sem ákveðin var 1973 og
sumum er svo mikill þyrnir i
auga. Ekki sakna ég þar zetu eða
brottfallinna tannhljóða — hvað
sem aðrir gera.
í nýrri útgáfu
StefánJónsson
áratug kom hún út A norsku, og
1974 var hún valin í Alle Börns
Bogklub i Danmörku. 1 báðum
löndunum fékk hún frábæra
dóma.
Einar Bragi rithöfundur sér um
útgáfuna á þessu ritsafni Stef-
áns Jónssonar. Gylfi Gislason
gerði teikningar i óía frá Skuld.
Augiýsingastofa Kristinar Þor-
kelsdóttur gerði káputeikningu og
sá um útlit bókarinnar. óli frá
Skuld er 229 bls., prentuö á góðan
pappir i Isafoldarþrentsmiðju hf.,
sem einnig annaðist setningu og
bókband.
—eös
4
SAMSEHDA
gegn heimsvaldostefnu