Þjóðviljinn - 14.12.1977, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagurinn 14. desember 1977
Verkfall orkuvera-
starfsmanna í Græn-
landi yfirvofandi
KAUPMANNAHÖFN 13/12
Reuter — Jörgen Peder Hansen,
Grænlandsmálaráöhera Dana-
stjórnar, hyggst biBja danska
þingiö um aö setja lög til þess aö
knýja starfsmenn viö grænlensk
raforkuver, sem iýst hafa yfir
verkfalli á fimmtudaginn, til þess
aö taka framkomnu launatilboöi
stjórnarinnar og halda áfram
vinnu. Starfsmennirnir, sem eru
aöeins 45 talsins, höfnuöu i gær
siöasta tilboöinu um launahækk-
un. Segir i fréttinni aö verkfalliö
myndi hafa alvarlegar afleiöing-
ar fyrir ibúa Grænlands vegna
kuldans þar og auk þess valda
miklum skemmdum á útbúnaöi.
Mexíkanar kæra meöferd i bandarískum fangelsum:
„Hundum sigaö á
okkur af minnsta
tílefni”
MEXIKÓBORG 13/12 Reuter —
36 mexikanskir fangar, sem
Bandarikin skiluöu Mexikó ný-
lega samkvæmt nýlega geröum
samningi milii rikjanna, segjast
hafa sætt niöurlægjandi og
ómannúölegr; meöferö f banda-
riskum fangelsum. Sagöi tals-
maöur fanganna aö meöferðin i
bandar. fangelsunum væri yfir-
leitt slæm, en þó verst gagnvart
Mexikönum og Chivanos (Banda-
rikjamönnum af mexikönskum
ættum). Daglegt fæöi þessara
fanga væri skemmt kjöt og græn-
meti, auk þess sem fangarnir
heföu veriö baröirog hundum sig-
aö á þá af minnsta tilefni.
Talsmaöur fanganna sagöi
einnig aö þeir heföu veriö látnir
vinna langan vinnudag kaup-
laust. Hósexúalismi væri algeng-
ur I bandafiskum fangelsum og
gengju ungir fangar kaupum og
sölum i þvi sambandi. Einnig
væri mikiö um viöskipti meö
fikni- og eiturlyf, og sögöu hinir
heimkomnu fangar aö fangelsis-
yfirvöld notuöu fikni- og eiturlyf
til þess aö halda I skefjum föng-
um, sem brytu fangelsisreglur.
Jólavaka
Eins og skýrt var frá i Þjóö-
viljanum i gær heldur Alþýöu-
bandalagiö i Reykjavik „jóla-
vöku” þriðjudagskvöldiö 20.
desember i Lindarbæ og hefst
vakan kl. 20.30.
Dagskrá:
Arni Björnsson, þjóöháttafræö-
ingur talar um jólahald og jóla-
siði.
Ljóöasöngur. Sigrún Gestsdóttir
syngur við undirleik Sigur-
sveins Magnússonar.
„Baráttan um brauöiö”, Óskar
Halldórsson. cand mag. les úr
ööru bindi ævisögu Tryggva
Emilssonar.
„Rauöa hættan”, Þórhallur -
Sigurösson.leikari les úr feröa-
sögu meistara Þórbergs Til
Sovétrikjanna.
„Listin aö vera kona”, gam-
anþáttur sem Dagný Kristjáns-
dóttir, Steinunn Hafstað, Hjör-
dis Bergsdóttir, Kristin Ast-
geirsdóttir og Ingunn Sveins-
dóttir flytja.
Á jólavökunni verður boöiö
upp á kaffi og meölæti og eru fé-
lagar hvettir til þess aö gleyma
jólaannriki eina kvöldstund og
skemmta sér I góöum félags-
skap.
Sýrlendingar kuldalegir
DAMASKUS 13/12 Reuter — Cyr-
us Vance, utanrikisráöherra
Bandarikjanna, hafði kurteisleg-
aren mjög kuldalegar viötökur af
sýrlenskum ráöamönnum, er
hann kom til Damaskus i dag, en
Vance er nú á ferö um Austurlönd-
nær til aö reyna aö fala Sadat
Egyptaforseta fylgis i friöunar-
umleitunum hans gagnvart Isra-
el. Blaö e:tt á vegum sýrlensku
stjórnarinnar sagði aö þótt Vance
þættist feröast i erindum friöar-
ins, væri hann til þess búinn aö
stinga araba i bakið. óliklegt er
taliö aö Vance takist aö fá fleiri
riki til þátttöku i Kairóráöstefn-
unni um mál Austurlanda nær,
sem hefst á morgun. Aöeins
Egyptaland, Israel, Bandarikin
og Sameinuöu þjóöirnar hafa til
þessa tilkynnt þátttöku i ráöstefn-
unni.
Rithöfundar
Framhald af 1
samræmi við ávarp stofnenda
Málfrelsissjóðs, en þar segir m.a.
„Tilefni þessa ávarps eru dóm-
ar þeir sem nýlega hafa verið
kveönir upp i Hæstarétti vegna
ummæla sem falliö hafa i um-
ræöu um hersetuna, eitt heitasta
deilumál þjóðarinnar siöustu þrjá
áratugi. Meö þeim hefur mörgum
einstaklingum veriö gert aö
greiöa háar fjárhæöir i máls-
kostnað og miskabætur handa
stefnendum.”
Fyrsti höfundurinn er Tryggvi
Emilsson og mun hann árita bók
sina Baráttuna um brauöiö i dag,
miövikudaginn 14. desember.
Næstu daga fram aö jólum munu
rithöfundar árita bækur sinar
sem hér segir:
Fimmtudaginn 15. desember:
Þorsteinn frá Hamri áritar Fiör-
iö úr sæng daladrottningar.
Föstudaginn 16. desember:
Gunnar M. Magnússon áritar
Súgfiröingabók og Myndina af
kónginum.
Laugardaginn 17. desember kl. 1-
3: Guðrún Helgadóttir áritar Pál
Vilhjálmsson og kl. 3-6 Thor Vil-
hjálmsson áritar Skugga af skýj-
um.
Mánudaginn 19. desember: Helgi
Sæmundsson áritar Fjallasýn.
Þriöjudaginn 20. desember:
Gunnar Benediktsson áritar 1
flaumi lifsins fljóta.
Miövikudaginn 21. desember: Jón
Helgason áritar Oröspor á götu.
Fimmtudaginn 22. desember:
Einar Karl Haraldsson og Olafur
R. Einarsson árita 9. nóvember
1932.
Föstudaginn 23. desember kl. 1-3:
Olafur Jóhann Sigurðsson áritar
Seiö og hélog og kl. 3-6 áritar Ern-
ir Snorrason Ottar.
Spurningar
Framhald af 5
háttað. Eg skil hins vegar af
mörgum samtölum okkar hvaö
það er sem honum gengur illa að
skilja, og um þaö skrifaði ég Dag-
skrárgrein i þetta sama blaö 8.
mars 1977, eöa nánar tiltekiö fyr-
irkomulag greiðslna fyrir dvöl á
elliheimilum. Ég er enn sömu
skoöunar og ég var þá.
Oddi Jónssyni óska ég alls hins
besta.
Guörún Heigadóttir
deildarstjóri
Tryggingastofnun rikisins.
Herstöövaandstæöingar
Fundur verður haldinn f Vesturbæjarhóp Samtaka herstöövaand-
stæöinga í kvöid miövikudag kl. 20.30 aö Tryggvagötu 10.
A dagskrá er kosning tengla og 'starfiö fram undan. Happdrættis
skii.
aiþýöubandaiagfö
Styrktarmenn Alþýðubandalagsins eru minntir á að
greiða framlag sitt til flokksins fyrir árið 1977 hið
fyrsta.
Samvinnuhreyfing og sósialismi. — Umræðufundur
1 framhaldi af umræðufundum Alþýöubandalagsins I Reykjavik fyrr I
vetur um samvinnuhreyfinguna og sósialismann veröur efnt til fundar
að Grettisgötu 3 fimmtudaginn 15. desember kl. 20.30.
Rætt veröur um þaö sem fram kom i fundarööinni og um framhald
starfs á þessu sviöi. — Fræöslunefnd.
DÖNSK SKATTYFIRVÖLD:
500 miljónir
króna í
dönskum
bönkum
Von er á frekari
innan skamms
Svör viö fyrirspurnum
skattrannsóknarstjóra
varðandi gjaldeyrisinneign
80 islendinga í Danmörku
eru farin að berast# en
fresturinn sem gefinn var
er til 20. desember.
Staöfest hefur verið af bæöi is-
lenskum og dönskum skattyfir-
völdum aö þessir 80 reikningar
upplýsingum
séu aöeins i einum dönskum
banka, Finansbanken, og aö unn-
iö sé aö sams konar úrvinnslu
reikninga i öörum dönskum bönk-
um.
Búist er viö aö því verki ljúki
innan skamms og eru þá væntan-
legar tæmandi upplýsingar um
inneignir íslendinga i Danmörkur
en þær munu nema um 500
miljónum fslenskra króna.
—AI.
Sjómenn og ekkjur
öðlist ellilífeyri 60 ára
fyrir aö þeir sem hafa gert sjó-
mennsku aö ævistarfi og stundaö
sjómennsku i 35 ár eöa lengur,
öölist fullan rétt til ellilifeyris er
þeir hafa náö sextugsaldri, og
hafi menn stundaö sjómennsku
sem aöalstarf i 40 ár, þá eigi
menn rétt á 50% viðbótarlffeyri,
er þeir hafa náö sextugu. Siöari
breytingin felur i sér aö fullan
ellilifeyri skuli greiöa ekkjum er
þær veröi 60 ára.
Silja
Framhald af bls. 9.
hefur gleymst á teikningunni.
Teiknarar veröa aö passa sig að
lesa textann vel, þaö gera börnin.
En ég má lika til meö aö benda á
hvaö þaö er mikil mýkt og hreyf-
ing i mörgum myndunum, t.d.
þeirri á bls. 100 af önnu og Nonna
afastrák aö byggja úr kubbum.
Frágangur allur er til fyrir-
myndar, prófarkir vel lesnar og
uppsetning smekkleg.
Þingmennirnir Karvel
Pálmason, Garöar Siguröson og
GylfiÞ.Glslasonhafa lagtfram á
Alþingi lagafrumvarp sem feiur i
sér aö aldursmark varöandi elli-
lifeyri veröi i tveimur tilvikum
breytt frá núgildandi reglum. Hin
almenna regla i dag er sú aö
menn öölast rétt til ellillfeyris er
þeirhafa náö67ára aldri. í tillögu
þeirra þremenninga er gert ráö
Opinn
fundur
verður í TÓNABÆ
miðvikudaginn 14. des. n.k. kl. 21
Rœðumaður kvöldsins verður frá
Bandaríkjunum
Mál hans verður ekki þýtt
Allir velkomnir
Samstarfsnefnd.
............................................. imi nmq
JÓN BJARNASON,
Iiliöavegi 20, Kópavogi,
fyrrverandi bóndi
ab Mosum á Siöu,
verður jarösunginn frá Prestbakkakirkju laugardaginn
17. des. n.k. Athöfnin hefst kl. 13.30. Minningarathöfn
verður I Fossvogskapellu föstudaginn 16. desember kl.
10.30.
Börn, tengdabörn og barnabörn.