Þjóðviljinn - 14.12.1977, Síða 16
WÐvmm
MiOvikudagurinn 14. des 1977
3
Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mártudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná I blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins i þessum simum: ^titstjórn 81382, 81527,
8Í257 og 81285, útbreiösla 81482 og .Blaöaprent 81348.
81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviljans I slma-
skrá.
Mikið af loðnu
— en ísrek hefur undanfarið hamlað veiðum,
segir Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur
„Þaö er nokkuö mikiö magn af
loönu í sjónum bérna, en isrek I
slóöinni hefur hamlaö veiöum aö
undanförnu” sagöi Hjálmar Vil-
hjálmsson fiskifræöingur, sem nú
er viö loönuleit um borö I rann-
sóknarskipinu Bjarna Sæmunds-
syni út af Vestfjöröum er viö
ræddum viö hann i gær.
Hjálmar sagöi aö i fyrri nótt
heföu nokkur skip getaö athafnaö
sig á miöunum og heföu þau feng-
iö reytings afla, en síöan heföi is-
rekiö lokaö svæöinu. Þá fannst
nokkuö af loönu á Baröagrunni i
fyrrinótt, en ekkert skip var þar
nærri, nema Bjarni Sæmundsson,
fyrr en meö birtingu aö Isleifur
VE gat kastaö rétt áöur en loönan
gekk niöur.
Sú lööna sem er á þessum slóö-
um nú, er sú loðna sem i vetur
mun ganga noröur, austur og suö-
ur fyrir landiö til aö hryggna, að
sögn Hjálmars og sagöist hann
vera bjartsýnn á vetrarloðnu-
veiöarnar, þvi aö samkvæmt
seiðatalningu tókst hryggning
loönunnar vel 1974 og 1975, en þeir
árgangar eru einmitt uppistaöan i
hryggningarstofninum nú. Ann-
ars tók Hjálmar fram aö hann
heföi ekkert fyrir sér meö loðnu-
magn i sjónum nema seiöataln-
inguna, vegna þess aö ekki heföi
veriö unnt aö kanna loönustofninn
og fara yfir þaö svæöi sem hann
heldur sig á, sl. sumar. —S.dór
Hjálmar Vilhjálmsson
Landsvirkjun:
Tekur lán upp á 2 miijarda
Stjórn Landsvirkjunar hefur taka lán aö upphæö 20 miljónir
óskaö eftir þvi aö fá heimild til aö svissneskra franka (tveir
Gunnar Thoroddsen setur nýjan
orkumálastjóra:
Kemur mér
mjög á óvart
— segir Jakob Björnsson
Iönaöarráöherra hefur ákveöiö
aö ganga fram hjá starfsmönnum
Orkustofnunar og skipa Þórodd
Th. Sigurösson vatnsveitustjóra
Reykjavikurborgar i embætti
orkumálastjóra, meöan Jakob
Björnsson dvelur i Kaupmanna-
höfn, en eins og fram hefur komiö
i fréttum hefur Jakob fengiö af-
not af húsi Jóns Sigurössonar þar
til febrúarloka.
Borgarráð veitti þvi Þóroddi i
gær leyfi frá störfum um nokk-
urra vikna skeið til aö ganga inn i
embætti orkumálastjóra.
. Þar sem þetta má teljast
allóvenjuleg afgreiðsla náöi Þjóö-
viljinn tali af Jakobi Björnssyni i
gær og spurði hann vernig þessu
máli væri variö.
„Eins og fram hefur komiö I
fréttum sóttiégum leyfi frá störf-
um I þrjá mánuöi til að dveljast i
húsi Jóns Sigurðssonar i Kaup-
mannahöfn, þar sem ég hyggst
kynna mér ýmislegt varðandi
orkumál, m.a. hjá danska Tækni-
skólanum.
Ég haföi gert ráð fyrir þvi að
þetta yröi hjá okkur á Orkustofn-
un eins og tíökast hefur i slikum
tilvikum, að forstööumaöur
stærstu deildarinnar, þ.e. Guö-
mundur Pálmason, forstööumaö-
ur jarðhitadeildar gegndi starfi
minu á meðan.”
— Hefur þessi ráöstöfun komiö
þér á óvart?
„Já, þaö verð ég aö segja, en
valdiö i þessu efni er alfariö hjá
ráöuneytinu, og viö þessu verður
ekkert sagt.”
— Nú dettur mönnum óneitan-
lega i hug væntanleg skýrsla
Orkustofnunar um Kröflu i þessu
sambandi.
„Þaö veröur mönnum aö detta i
hug upp á eigin spýtur.” —AI.
Mesta njósnamál í
sögu vesturþýska
hersins
BONN 13/2 Reuter — Komiö er
upp I Vestur-Þýskalandi njósna-
mál, sem er sagt þaö alvarleg-
asta I sögu vesturþýska hersins til
þessa.
Aö sögn hefur komið i ljós aö
Renate Lutze, sem handtekin var
fyrir átján mánuðum en haföi áö-
ur starfaö niu ár í félagsmála-
deild varnarmálaráöuneytisins,
haföi aögang aö Ieyndarskjölum,
þar sem meðal annars var aö
finna fyllstu upplýsingar um her-
mál Nató og Vestur-Þýskalands.
Er svo aö heyra aö Lutze haföi
njósnað fyrir Austur-Þjóðverja
og látiö þær upplýsingar, sem hún
komst yfir, ganga til þeirra.
Spjótin beinast nú mjög að Georg
Leber, varnarmálaráðherra, út
af máli þessu, en hann segist ekki
hafa i hyggju aö segja af sér.
Happdrætti Samtaka
herstöðvaandstæðinga
Dregið á morgun
Dregiö vcröur I Happdrætti Samtaka herstöövaandstæöinga á
morgun, 15. desember. Vinningar eru 250 talsins og verö hvers
miöa er aöeins kr. 250, Umboösmenn eru hvattir tii aö gera skil
strax, annaö hvort á giró 30309-7 eöa á skrifstofu samtakanna,
Tryggvagötu 10 I Reykjavik, simi 17966.
— til að gera upp skuldir
vegna Sigöldu
miljaröar islenskra króna) til aö
greiöa eftirstöövar af skuldum
vegna Sigölduframkvæmdanna.
Þaö eru rikið og Reykjavikur-
borg, sem eru eignaraðilar
Landsvirkjunar og I gær sam-
þykkti borgarráð Reykjavíkur
fyrir sitt leyti aö taka ábyrgö á
láninu.
Lániö er til 12 ára og er afborg-
unarlaust fyrstu 6árin. Vextir eru
5-5 1/4% en lánið verður boöiö út á
almennum markaöi f Sviss.
Lániö mun eins og fyrr segir
ætlaö til þess að breyta eldri
bráðabirgðalánum sem tekin
voru vegna Sigölduframkvæmd-
anna i föst lán.
Reiknað er meö að erindi
stjórnar Landsvirkjunar veröi
einnig samþykkt af hálfu rikisins
og er svar væntanlegt i dag.
—AI.
Borgarlögmanni veitt
lausn frá starfi
Páll Lindal, borgarlögmaöur,
baöst lausnar frá störfum i gær.
Lausnarbeiönin var-tekin til
meðferöar á fundi borgarráös
og samþykkt. Ekki lágu i gær.
fyrir opinberar skýringar á
ástæöum lausnarbeiöninnar.
Mun þeirra aö vænta.
Atvinnuleysi í Búðardal?
heilsugæslustöð, skóla og 1000 fm.
viðbyggingu viö mjólkurstööina.
Fjöldi iðnaöarmanna hefur haft
atvinnu af þessum framkvæmd-
um en nú eru þær að^ dragast
saman. Þetta er aðalvaldamálið
hjá okkur um þessar mundir,
sagöi Gisli, og þar sem Dalasýsla
er önnur tekjulægsta sýsla lands-
ins megum við sist viö atvinnu-
leysi. Einhverjar hugmyndir.eru
um skelvinnslu i vetur<én ekki
gott að segja bvernig rætist úr.
ÞJÓÐVILJINN haföi sam-
band viö Gisla Gunnlaugsson I
Búöardal um helgina og sagöi
hann aö i vetur horföi til vand-
ræöa i Búöardal vegna
samdráttar í byggingariönaði.
Eins og kunnugt er byggja Búö-
dælingar ekki á fiskvinnslu eins
og flest kauptún hér á landi en
er fyrst og fremst þjónustu-
miöstöö.
Að undanförnu hafa veriö ýms-
ar byggingaframkvæmdir td. viö
Eldur laus
Um kl. 20.35 i gærkvöldi
kom upp eldur I bátnum Von-
inni II. SH-199 þar sem hann
lá mannlaus viö Grandagarö
i Reykjavikurhöfn. Er
slökkviliðsmenn komu á
staðinn var mikill reykur og
eldur i vélarrúmi bátsins.
Greiölega gekk aö ráöa
niðurlögum eldsins og var
þvi lokiö eftir u.þ.b. hálf-
tima. Töluverðar skemmdir
urðu, sérstaklega á raf-
lögnum og rafmagnstöflum.
N okkrar
bækur
farnar
aö skera
sig úr
Þaö hefur jafnan veriö nokkur
spenningur fyrir þvi hér á landi
hvað bók sé metsölubók i hinu
risavaxna bókafióöi fyrir hver
jól. Viö höföum i gær samband viö
nokkrar af helstu bókaversiunun-
um i Reykjavik og spuröumst
frétta.
Um eitt voru menn sammála en
það var aö full snemmt væri aö
segja til um metsölubókina i ár,
þar sem aðal bókasölutiminn, siö-
asta vikan fyrir jól, væri eftir.
Þó er greinilegt aö i flokki
barnabóka ber ein bók af i sölu,
en þaö er bókin hennar Guörúnar
Helgadóttur um sjónvarpsstrák-
inn — Pál Vilhjálmsson — Og.
menn spáöu þvi jafnvel aö þetta'
yrði best selda bókin i ár.
En I flokki bóka fyrir fullorðna
eru nokkrar bækur þegar farnar
að skera sig úr. Þar má siöara
bindi æviminning Tryggva
Emilssonar, — Baráttan um
brauöíö —, bók Halldórs Laxness
— Seisei, jú, mikil ósköp — ævi-
minningar norsku leikkonunnar
Liv Ulman og —Heimsmetabókin
—. Þetta eru þær bækur sem mest
er selt af nú, áður en aöal sölu-
timinn byrjar.
Einnig er góð sala i mörgum
þýddum bókum, einkum eftir þá
höfunda, sem bækur hafa verið
gefnar út eftir hér á landi ár eftir
ár.
Þá finnst mönnum sem bóka-
sala hafi byrjaö fyrr i ár en oftast
áöur og aöhún væri meiri og jafn-
ari það sem af er, en verið hefur á
sama tima undanfarin ár.
—S.dór
Alfreðsmálið
enn í rannsókn
Ekki tókst I gær aö afla neinna
upplýsinga um rannsókn á kæru
scm I siöustu viku var Iögð fram
á Alfreö Þorsteinsson, borgar-
fulltrúa Framsóknarflokksins,
og forstjóra Sölu varnarliös-
eigna, fyrir meint alvarlegt brot
á hegningarlögum. Alferö sat i
gæsluvaröhaldi um helgina
ásamt skrifstofustjóra Sölu
varnarliöseigna vegna yfir-
heyrslna i þessu máli.
Upphaf þessa máls mun vera
það aö borgarfulltrúinn telur sig
hafa týnt tékkhefti sinu i sam-
bandi viö heimsókn á skemmti-
staðinn Oöal ásamt norrænum
iþróttaforystumönnum. Avis-
anir aö upphæð á fjórðaMiundrað
þúsund komu siðan fram I
Austurbæjarútibúi Landsbank-
ans gefnar út af öörum en
Alfreö. Þessi ólöglega meöferö
á tékkum var rakin til ungs
pars, sem brást þannig við aö
bera upp á forstjórann þær
sakir aö hann heföi gefiö þeim
ávisanablöö gegn þvi að þau
þegðu um Iögbrot sem þau staö-
hæföu aö hann hefði framiö eftir
heimsóknina á skemmtistaðinn.
Alfreö visaöi þessum
fullyrðingum al ,-lega á bug I
blöðunum i gzaH Lögregluyfir-
völd hafa ekki gefið upplýsingar
um I hverju hið meinta afbrot
ætti aö vera fólgið, en i ljósi þess
aö um alvarlega ásökun er um
Alfreð Þorsteinsson
aö ræöa á opinberan embættis-
mann og borgarfulltrúa veröur
rannsókn málsins hraðaö eftir
föngum, og var unnið aö henni
af fullum krafti i gær.