Þjóðviljinn - 31.12.1977, Side 2

Þjóðviljinn - 31.12.1977, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. desember 1977 Hæstaréttardómur í VL-máli gegn Helga Sæmundssyni: Sýknadur af refsi- kröfum Málskostnadur felldur niður Hinn 22. desember sl. var kveðinn upp dómur i Hæstarétti i VL-máli gegn Helga Sæmunds- syni. Niðurstöður voru þær að dómur undirréttar var staðfest- ur og Helgi Sæmundsson sýkn- aður af öllum refsikröfum og málskostnaður fyrir Hæstarétti felldur niður. Segir i dómnum: „Ummæli þau, sem stefnt er út af, þykja ekki fara út fyrir mörk leyfiíegrar gagnrýni i umræðu um þjóðmál og verða þvi ekki talin refsiverðar móðganir né aðdróttanir”. Tvenn ummæli Helga voru dæmd dauð og Helgi Sæmundsson ómerk. Þau eru „ameriskir Is- lendingar” og „eru þetta umskiptingar?” Dóm Hæstaréttar kváðu upp varadómararnir Halldór Þorbjörnsson, Guðm. Ingvi Sigurðsson, Jón Finnssón, Unnsteinn Beck og Þorsteinn Thorarensen. Hrafnkell Ásgeirsson hrl. var verjandi Helga. —GFr Reyðarfjörður: í 12 yindstigum Stórtjón 1 fyrradag gekk mikið veður yf- ir Austfirði og olli niiklu tjóni á Reyðarfirði en annars staðar var það óverulegt. Skv. upplýsingum Páls Bergþórssonar veðurfræð- ings mun vindhæðin hafa komist upp i 12 vindstig hér og þar en i norðan- eða norðvestanátt getur orðið gifurlega hvasst af fjöllum þar eystra. Björn Jónsson, fréttaritari Þjóðviljans á Reyðarfirði, sagði að veðurhæðin hefði orðið mest milli ki. 5 og 6 siðdegis á fimmtu- daginn.’Þá fuku talsvert á annað hundrað járnplötur af írystihús- inu og rigndi ma. yfir kaupfélag- ið. Þar brotnuðu 7 rúður og sumar mjög stórar. Mikið fjaðrafok varð inni i húsinu en sem betur fer slasaðist enginn alvarlega. Þó munu einhverjir hafa skorið sig á glerbrotunum. Plötur fóru vfðar af húsum m .a. 'auk hálft þak af nýlegu ibúðarhúsi og partur af þaki af nýju verslun- arhúsi hjá Lykli h.f. Skarhmt þar frá fóru og plötur af fbúðarhúsi og skemmdu bfla stórkostlega. Skammt frá þorpinu fauk 7 tonna vöruflutningabill út af veg- inum og er nú nánast ónýtur, all- ur skældur og snúinn. t Sóma- staðagerði fauk hluti af hænsna- húsi. Þorpið er nú allt þakið i plötum og rusli og sagðist Björn Jónsson aldrei hafa lent i öðru eins veðri i þau 20 ár sem hann hefur verið búsettur þar. I gærdag var komið ágætisveður. —GFr Vinscelasta bitafjölskytdan á íslandi —Ma*da929 .ijíafet!iW)!i*fes Öskum ötlum víóskiptavinum okkar gleóilegs nýs árs og þökkum vióskiptin á liónum árum. BÍLABORG HF r Akvörðun um fiskverð: Dregst líklega fram í janúar Skv. lögum á Verðlagsráð sjávarútvegs að ákveða nýtt fisk- verð nú um áramótin. Akvörð- uninni hefur nú verið visað til yfirnefndar en formaður hennar en Jón Sigurðsson forstöðumaður þjöðhagsstofnunar. Þjóðviljinn hafði samband við hann i gær og var á honum að heyra að litlar likur væru á að ákvörðun um fisk- verðið næðist á réttum tfma að þessu sinni. Þetta er nokkuð snúið núna vegna þess hversu illa málin standa hjá fiskverkendum, sagði Jón. Fundur var hjá yfirnefnd i gærmorgun og annar nú i morgun. 1 fyrra var fiskverð ákveðið á réttum tima en oft áður hefur það dregist fram i janúar. Akvörðun um loðnuverð sem - einnig á að taka nú um áramót hefur lika verið visað til yfir- nefndar en formaður hennar er Ólafur Daviðsson. Jón sagði að i þvi tilviki væri málið einfaldara að fást við þar sem allir 3 þættir þess stæðu allvel þe. veiðarnar, vinnslan og kjör sjómanna. Þó er óliklegt að verðið á loðnunni verði ákveðið fyrir áramót. —GFi Strætisvagnar Reykjavíkur t dag gamlársdag aka Strætis-’ vagnar Reykjavikur samkvæmt timaáætlun laugardaga i leiðabók SVR fram til um kl. 17, en þá lýk- ur akstri strætisvagna. A morgun nýársdag hefja strætisvagnar akstur um klukkan 14, og er siðan ekið þann dag sam- kvæmt timaáætlun helgidaga i leiðabók SVR. Sjá Dagbók — siðu 31. Gengiö lækkadi um tæp 11% Gengissigið fram til 12. desember frá ársbyrjun 1977 nam 10,6%, en á sama tima hækkaði erlend myntl um 11,9% hér á landi. Gengisskráning islensku krón- unnar er reiknuð út eftir stöðu gagnvart öllum öðrum gjaldmiðl- um og með tilliti til viðskipta okk- ar við viðkomandi lönd. Þetta tæplega 11% gengisfall' varð aðallega á siðari hluta árs- ins, því fram til 1. júliféll islenska krónan aðeins um tæpt 1%. Á síðari hluta ársins féllu svo Norðurlandakrónurnar og Bandarikjadollarinn lækkaði einnig gagnvart yeni og V-þýsku marki, og fylgdi krónan þessum breytingum. Þann 12. desember hafði svissneski frankinn hækkað hvað mest i verði, eða um 25,8%. V-þýska markið hækkaði um 16.6%, Bandarikjadollar um 8,8%, danska krónan um 8,7% sú norska um 8,9%, Sterlingspundið um 16.1%, japanska yenið um 19.8%, franski frankinn um 10,6%, portúgalskir escudos um 3%. Hins vegar hefur sænska krón- an lækkað um 0,2% á þessu ári og spænskir pesetar hafa lækkað um 7,9%. —AI. Rís upp raf- eindaidnaður í Vík? Eins og fram hefur komið hér i blaðinu hefur veigamikilli stoð undir atvinnulifi Vlkur i Mýrdal verið kippt undan þcgar lóran- stöðinni á Reynisfjalli er nú lokað. t júni i sumar skipaði félagsmálaráðherra atvinnu- málanefnd V-Skaftafellssýslu með sérstöku tilliti til Vikur i Mýrdal. Formaður nefndarinnar er Sigurður Guðmundsson hjá Frainkvæmdastofnun rlkisins og sagði hann i samtali við blaðið i gær að margir fundir hefðu verið haldnir i nefndinni og likur væru nú að nýstofnað fyrirtæki I raf- eindaiðnaði, Rafrás sf. i Reykjavik, flytti sig þangað austur fyrir atbeina ncfnd- arinnar. Sigurður sagði að raf- eindaiðnaður væri nú i miklum vexti hvarvetna og hann hefði tröllatrú á þvl að Rafrás gæti orðið að stóru fyrirtæki I Vík. Þá sagði Sigurður að ekki væri óliklegt að einhverjir af starfs- mönnum lóranstöðvarinnar gætu fengið vinnu við þetta fyrirtæki. Þá hefur nefndin beint þeim til- mælum til Landsimans að hús lóranstöðvarinnar 5 að tölu yrðu ekki seld á almennu uppboði heldur yrði vinnandi fólki á staönum auðveldað að eignast þau. Þa hefði hreppsfélagið hug á að festa kaup á einu þeirra með það i huga að framleigja það til aðstandenda Ratrásar ef úr verður að fyrirtækið flytji starf- semi sina til Vikur. —GFi Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.