Þjóðviljinn - 31.12.1977, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 31.12.1977, Qupperneq 7
Laugardagur 31. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 „Mér hentar vel að vinna með fortíðina í huga” Himinbjargarsaga Þorsteins frá Hamri kom út á norsku Himinbjargarsaga eða Skógardraumur, fyrsta skáldsaga Þorsteins frá Hamri, er komin út á norsku. Skáldsaga þessi kom fyrst út 1969. Hún var þýdd á sænsku af Peter Hallberg til að verða fram borin til bók- menntaverðlauna Norð- urlandaráðs 1972. Má vera hún komi einnig út í Svíþjóð. Norsku þýðing- una gerði Ivar Eskeland en útgefandi er Noregs Boklag. Þetta er fyrsta heila bókin eft- ir Þorstein sem þýdd er. En kvæði hans hafa mörg komið i safnrit á Norðurlöndum, einnig i syrpu islenskra ljóða á rúmensku. Meðal annars hefur Þorsteinn nýlega fengið úrval islenskra ljóða á finnsku sem Maj-Lis Holmberg hefur þýtt, bað heitir Ja tunturin takaa kuulet. — Ekki veit maður míkið hverju fram fer i þessu safni, segir Þorsteinn i stuttu viðtali við Þjóðviljann. Það er helst maður þekki ljóðin af þvi hvern- ig þau eru i laginu. Heppinn með þýðendur — Heldurðu ekki að menn hafi fyrir 15-20 árum haft meira hugann við alþjóðlega frægð af þýðingum en nú? — Jú, vafalaust. Ég held lika menn geri sér betur grein fyrir þvi núna að þær geta verið hæpnar, beinlinis varasamar þegar að ljóðum kemur. Það hafa menn rekið sig á. Til dæm- is hefi ég séð — og þá frekar I sambandi við aðra en mig, að þýðendur á Norðurlöndum eiga einatt erfitt með að tileinka sér hefðbundið form og hrynjandi, liklega af þvi að þetta er á und- anhaldi i þeirra umhverfi. Sjálfur tel ég mig hafa verið heppinn með þýðendur, og ekki hefi ég rekist á misfellur i þýð- ingunni á Himinbjargarsögu. 1 formála sinum að „Historia om Himmelborg eller Skogsdraum” segir Ivar Eskeland meðal annars á þessa leið: Engin hvunndagsfæöa „Það er hægt að lesa þessa bók sem ævintýri og goðsögn. Eða þá að hægt er að upplifa Þorsteinn frá Hamri frásögnina alla sem leik, þar sem lesandinn getur aldrei ver- ið viss um hvar hann er niður kominn i tima og rúmi. Sumir hafa skilið bókina fyrst og fremst sem frásögn um það hvernig hugmyndafræði verða til, skjóta upp kolli, eflast og verða að plágu sem geta ógnað sjálfu lifinu. Margt bendir til að þetta sé rétt. Hér finna menn og greinileg viðbrögð gegn mis- beitingu valds. Hér er nóg af gátum i margar doktorsrit- gjörðir. En vist er það, að sá sem gengur inn i skóginn með Þorsteini frá Hamri og leitar, hann finnur bæði það sem hann leitar að og margt annað. Þvi þetta er rikuleg frásögn. Meðal annars finna menn þar auðugan húmor. Og hann er ekki hvunn- dagskostur i nútima frásagnar- list”. — Finnst þér þetta rétt hermt? — Þetta er sjálfsagt oflof, en ég held að Ivar geri mér ekki rangt til. Ég er reyndar kominn nokkuð langt frá þessari sögu og varla dómbær um hana. En það var gaman að skrifa hana, þótt hún væri erfið á köflum. Ég varð þess var þegar hún kom út, að ýmsir menn gáfust upp á henni, fannst hún strembin. Lögðu hana frá sér og tóku ekki upp aftur. En þeir sem lásu hana i einum rykk voru glaðari miklu. Nútiö og fortið önnur saga min, Möttull kon- ungur.er svo unnin með svipuð- um aðferðum, hún er i rökréttu framhaldi af þeirri fyrri. — Skrif þeirra sem fyrr og siðarhafa fjallað um bæði ljóða- bækur þinar og skáldsögur hafa mjög snúist um það, hvernig gamalt og nýtt fléttast saman i verki þinu — bæði að þvi er varðar efnisþætti og efnistök og málfar. Finnst þér fortiðin ljúft ok, eða hefur flögrað að þér að ætla henni annan hlut I verkum þinum en til þessa? — Ég held að það, sem hér er um rætt, sé i senn styrkur og veikleiki. Þetta er að nokkru tengt þvi, að ég hefi kynnt mér fortiðina, er kunnugri eldri bók- menntum en þeim yngri, og fylgist þá sjálfsagt ekki sem skyldi með þvi sem skrifað er i daganna rás. Ég hefi til dæmis vanrækt tungumál — og m.a. þess vegna fer fleira fram hjá mér en skyldi. En ég er ekki ósáttur við þetta. Mér hentar vel að vinna með fortiðina i huga þótt ég sé að fást við veru- leikann i kringum mig. — Þér finnst kannski að minni samtíðarmanna sé heldur lélegt? — Það er næsta sljótt. Tengslin við fortiðina hafa rofn- að hjá mörgum. Maður verður var við að ungt fólk neitar að horfast i augu við það, að afar þess og ömnuir hafi búið við sult og seyru. Ég hefi hugsað um þettp þegar ég var að lesa Tryggva Emilsson — það er nánast gleymt, að fólk bjó við þau kjör sem hann lýsir fram eftir okkar öld... Nú i desember kom út sjöunda ljóðabók Þorsteins „Fiðrið i sæng Daladrottningar” og hlaut hina bestu dóma. Þá voru fimm ár liðin frá ljóðabókinni „Veðrahjálmur”, og hefur ekki orðið lengra á milli ljóðabóka hjá honum. — Já, segir Þorsteinn, þessar sögur hafa stolið tima frá ljóða- gerðinni. AB, Frásöguþáttur eftir Torfa Þorsteinsson frá Haga Vöruskipiö „ANNA” Þðttur sft sem hér verður færð- ur til frásagnar, er sprottinn upp úr skammdegisönn islenskrar al- þýöu frá ofanverðri öldinni, sem leið. Oft leitar þessi þáttur á hug minn, þegar liða tekur að jólum. Þá liöur fram i hugann mynd af afa og ömmu, þar sem þau háðu baráttu fyrirtilveru sinni við lifs- gæði, sem okkur myndi vart þykja mannsæmandi, köld og klæðlitil I kofakytrum, sem nú myndu þykja til einskis nýtir. óneitanlega væri gaman að eiga skýra mynd af lifi og athöfnum fólks frá þessum tima eða mega skyggnast inn I hugskot þess og lifsþrá. Þótt mig bresti að miklu leyti traustarheimildir ætla ég þó að freista þess að leiöa hér fram nokkrar svipmyndir úr skamm- degisönn þessa fólks frá árinu 1884. Veröur hér jöfnum höndum stuðst við skráöar heimildir og frásagnir fólks, sem mundi þessa tima og upplifði þá löngu liðna at- burði. Suðvestanvert viö Vestrahorn i Austur-Skaftafellssýslu reis verslunarstaðurinn Papós árið 1862ogstóðþarallttilársins 1897, en þá fluttist verslun þaðan til Hafnar í Hornafirði. Snemma á öldum komu irskir einsetumenn þar að landi og á ystu klettanefj- um kaupstaðarins má enn sjá papatættur sem eru þögult minn- ismerki um þessa kristnu ein- setumenn, sem leituöu samvistar við guð i friðsælli einveru við lygnan Lónsfjörð, löngu fyrir landnám norrænna manna. I 35 ár var Papós höfuðstaöur Austur-Skaftfellinga og verslun þar rekin með nokkrum umsvif- um. Okkur sem lifum viö fjöl- breytni 20. aldar myndi aö visu þykja lltið til um vöruúrval Papósverslunar nú, en hún full- nægði i flestum greinum kröfum sinnar samtiðar, og oft var þar lif og fjör I viðskiptalffinu, einkum i vor-og haustkauptíö. Siguröur bóndi á Kálfafelli sagði lika frá þvilöngu seinna, að mikið hefði gengið á á Ósnum, þegar hann tviseldi vorullina sina þar og sagði alltaf „Flauel — flauel” — þegar þeir dönsku spurðu hann, hvað hann vildi fá fýrir ullina. Brennivinstunna stóð þarna lika jafnan á stokkum i pakkhúsi verslunarinnar, og mun hún hafa átt sinn þátt i að hressa upp á langþreytta ferðamenn. Það kom þó fyrir að ölið þraut á tunnunni á Papósi og vöru- skemmurnar stóðu tómar þegar liða tók á vetur, eða þegar vöru- skipið, sem byrgja átti verslunina upp með vörum, komst ekki til hafnar á réttum tíma. Vanalega kom haustskip til Papóss snemma I október og flutti helstu nauðsynjar til versl- unarinnar og sigldi svo aftur til Danmerkur, hlaðið islenskum vörum. Mót venju gerðist það haustið 1884, að ekkert vöruskip kom til verslunarinnar á Papósi. Bændur ráku fé sitt til kaupstaðar á venjulegum tima og tóku heim meö sér einhvern kaupstaðavarn- ing, en vöruUrvalið var litiö þar sem vöruskipið var enn ókomið og tók brátt aö bregöa til beggja vona um komu þess til Papóss.' En þar var brátt orðin algjör vöruþurrö. Var þá ekki um annað að velja, enaö leita til DjUpavogs. Fóru menn þá hópum saman að flykkjast þangaðmeð einn til tvo hesta i' taumi, en aörir fóru gang- andi og lögðu kaupstaöarvaming- inn á bak sér á heimleiðinni. Senn fer nU aö gróa yfir götu- slóða þeirra, sem I skammdeginu 1884 óðu óbrUuðu árnar eða tróöu harðspora um Almannaskarð og Lónsheiöi á leið til Djúpavogs eða heim aftur með jólaglaðninginn I bakpoka. Svo vel vill þó til, að einn þessara göngugarpa, MagnUs Kristjánsson, þá vinnu- maöur I Vindborösseli á Myrum sagði höfundi þessa þáttar frá vöruþurrðinni á Papósi og kaup- staðarferð sinni á Djúpavog, skömmu fyrir jólin 1884. Verður sú saga sögð hér, eins og hún hef- ur varðveist i minni minu. Sögumaður minn, Magnús Kristjánsson var fæddur 15. nóvember 1862. Dáinn hjá Karli syni sinum i Höfn^f Hornafiröi 17. ágústl941. Haustio sem vöruskip- ið kom ekki á Papós hefur Magnús þvi verið 22 ára og þá vinnumaður i Vindborðsseli á Mýrum, hjá hjónunum Jóni Jónssyni og Ljótunni ófeigsdótt- ur. MagnUs var óvenju likams- léttur og vart stærri en miðlungs fermingardrengur. Tvennt var það sem einkum gerði hann minnisstæðan; annað var þaö, hve þrek hans og léttleiki var langt umfram meðfæddan þrótt og hitt, hve léttur húmor og ldmnigáfa fylgdi honum hverju sinni. A vist með Magnúsi var i Vind- borðsseli vinnukonan Ljótunn Guðmundsdóttir-, var hún ein af kynlegum kvistum sinnar sam- tíðar. Eltu þau Ljótunn og MagnUs of t grátt silfur saman, en flest voru sam,skipti þeirra græskulaus og vinátta þeirra var- anleg. Þau MagnUs og Ljótunn neyttu bæði neftóbaks og máttu vart án þeirrar munaðarvöru vera. Hugsuðu þau þvi bæði með hrollvekju til vöruskortsins á Papósi. 1 Hjónin I Vindborðsseli, Jón Jónsson og Ljótunn ófeigsdóttir voru talin vel efnuö. Þó mun harðæri aldarinnar ekki hafa gengið þar hjá garði og vöru- skorturinn á Papósi var þess valdandi, aö kaupstaðavamingur var þar nærri þrotinn, t.d. var kaffi, sykur og kornvara allt upp- urið. Verst var þó tóbaksleysið og ekki Utlit fyrir mikla jólaglað- værö i Vindborðsseli, ef ekkert yrði til að nudda i nefið og ekki heldur hægt að hella þar upp á könnuna. Nú fór Ljótunn hUsfreyja að bera það I tal, að skroppiö væri I kaupstaö til Djúpavogs fyrir jól- in. Beindi hún þeim orðum eink- um til MagnUsar Kristjánssonar, sem kunnur var fyrir friskleika og ferðaþol. MagnUs tók fremur ólíklega undir þetta. Taldi hann veöur öll válynd og vegi til Djúpavogs langa og viðsjála i krappasta skammdegi. Vegalengd frá Vindborðsseli á Myrum austur til Djúpavogs mun vera fast að 140 kilómetrum og eru á þeirri leið fjallvegirnir, Almannaskarð og Lónsheiði, og svo stórvötnin Hornafjaröarfljót, Jökulsá I Lóni og Hofsá I Alfta- firði, auk margra smærri vatns- falla. Þótt vegalengd þessi sé ær- iö löng, styttu þó gangandi menn hana oft með þvl aö sniða af ýmsa króka. Veöur voru ill og umhleypinga- söm I Austur-Skaftafellssýslu i desember 1884. En um miðjan mánuðinn gerði kyrrviöri meö frosti og góðu gangfæri og brátt komust vötn á mannheldan Is. Þegar séð varö að veöur tóku að kyrrast, kom MagnUs Kristjáns- son að máli við Ljótunni hús- freyju og bað hana að búa sig út með nesti og nýja skó, þvf að svo litist sér nú veður, að fært myndi á Djúpavog, enda væri nú gang- færi gott og tungl nærri fyllingu, svo að birta mætti vel endast. Ljótunn húsfreyja tók erindi Magnúsar vel og bjó ferð hans eftir bestu föngum og Ljótunn vinnukona lék á hjólum af til- hlökkun i kaffi og tóbak. I vökulok var húslestur lesinn i Vindborðs- seli og guði falin forsjá manna og málleysingja. Þegar nokkuð lifði nætur, reis MagnUs Ur rdckju og bjóst til ferðar I skyndi. Veður var stillt og bjart með lit- ils háttar snjó á jörð og vægu frosti. Var því gott gangfæri og vötn öll komin á ís, svo að óþarft var að þræða þjóövegi, enda tók Magnús brátt beina stefnu á Al- mannaskarð og sóttist ferðin greitt. Þegar á Almannaskarð kom, ljómaði dagur i austri. Frá Vindborðsseli á Almannaskarö mun vera fast að 30 km. vega- lengd, svo að greinilega hefur Magnús tekið daginn snemma. Þegar austur úr Almannaskarði kom, var tekin bein stefna til Lónsheiðar. í ofanverðu Krossa- landi var beitarhúsamaöur að reka fé af Stórhóli til beitar. Jök- ulsá i Lóni var á traustum Is, svo að vart þurfti að stinga niður staf til að reyna'fyrir sér. A Lónsheiöi var hjarn, en þó gott gangfæri, enda sóttist ferðin greitt, og hvergi var staðar numið, en nest- isbiti gripinn á göngunni.og öðru hvoru var tappi tekinn Ur tóbaks- pontu, sem ekki var enn orðin al- veg tóm. I Alftafirði var fagurt veöur, og tók Magnús stefnu aust- ur Seldal, all-langt fyrir noröan Starmýrarbæi og þaðan beint á Melrakkanesfjall austanvert við Geithella I Alftafirði. Fór hann þar yfir fjallið og niður að Ham- arsfirði utanvert við Bragðavelli. Var þá dagsbirta að mestu þrotin. Hamarsfjörður var Isi lagður og fór Magnús yfir hann, án þess að taka nokkra lykkju á leið sína. Til Djúpavogs kom Magnús fyrir lok- unartima I verslun og fékk sig af- greiddan um kvöldið. Aðal verslun á Djúpavogi árið 1884 mun hafa verið verslun Or- um og Wúlfs, eign danskra bræöra, en verslunarstjóri þar var islenskur maður, Stefán Guðmundsson frá Guðmundar- stööum I Vopnafiröi, kvæntur Andreu Weywardt. Þegar MagnUs hafði lokiö verslunarerindum á DjUpavogi um kvöldið, snéri hann aftur. Hafbi hann all-þungan bagga á Framhald á 30 siðu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.