Þjóðviljinn - 31.12.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 31.12.1977, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVtLJlNN Laugardagur 31. desember 1977 Æ vintýri og mynd eftir Valdísi Oskarsdóttur Valdis óskarsdóttir les ævintýri wm ALDEILIS MAKALAUST En þaö ástand. Aumlegt alls staóar á a& llta. Aldeilis maka- laust — aldeilis makalaust, sag&i snigillinn og hrissti haus- inn. Ekki nokkur leiö aö fá hlut- ina til aö fúnkera rétt. Aldeilis makalaust — aldeilis maka- laust. Já, eiginlega er ég á sama máli, svona nokkurn veginn. Ekki kannski alveg en þó nokkuö i áttina, sagöi ormurinn og hrissti hausinn. Þeir lágu i makindum sunnan viö garövegginn og töluöu um lifiö og tilveruna. Þetta var sá timi ársins sem þeir töluöu um lifiö og tilveruna, sumarmál eftir tvo daga. Leiöindavetur þessi sem var aö liöa, sagöi ormurinn og þaö fór um hann hrollur. Þaö má nú segja meö sanni, þaö er alveg hárrétt. Aideilis makalaust, sasgöi snigillinn og góndi pireygöur uppi sólina. Ég hef veriö aö hugsa, sagöi ormurinn ibygginn. Aldeilis makalaust, sagöi snigillinn. Þaö er gott aö hugsa þvi þegar maöur hugsar þá er maöur aö gera eitthvaö. Þaö er hollt aö hugsa. Annars hef ég lika veriö a& hugsa. Aldeilis makalaust, viö höfum bá&ir veriö a& hugsa i sitt hvoru lagi. Hvaö varstu aö hugsa? Ég var a& hugsa hvort ekki væri rétt ab víkka sjóndeildar- hringinn, sagöi ormurinn. Það er of kostnaðarsamt, sagði snigillinn. Afi minn reyndi einu sinni að vikka sjóndeildar- hringinn, en honum tókst það ekki og samt var hann i svo köll- uðu æðra námi. Dapurlegt, mjög dapurlegt. Það kostaði hann lifið. Þaö var dapurlegt, grátlegt, afgerandi sorglegt, sagöi ormurinn með samúö. En mér finnst samt aö viö ættum að vlkka sjóndeildarhringinn. Kostar of mikið, alltof kostn- aðarsamt, sagði snigillinn. Aldeilis makalaust hvað allt kostar — allt kostar eitthvað. En ef við erum tveir, sagði ormurinn. Viö erum tveir, þú einn og ég einn, það gerir tvo. Sjáðu nú til, sagöi snigillinn. Þaö kostaði afa lifiö þegar hann reyndi að vikka út sjóndeildar- hringinn og hann var einn. Viö erum tveir. Ef við tveir reynum aö vikka sjóndeildarhringinn þá hlýtur kostnaöurinn aö deilast á tvo, ekki satt? Þaö þýöir aö ef viö vikkum sjóndeildarhringinn þá kostar þaö okkur hálft lifib. Sem ég og segi — alltof kostn- a&arsamt. Viö skulum heldur halda áfram aö hugsa þaö kostar ekki eins mikið. Snigiilinn teygði úr sér og ormurinn gerði slikt hið sama. Sólin yljaði þeim og þeir féllu I mók. Sólin silaöist áfram á sinni fastmótuðu braut og brátt féll skuggi á orminn og snigilinn. Andstyggilegt, sagöi orm- urinn. Virkilega andstyggilegt. Óforskammað. Hvað, sagði snigillinn. Ef það er eitthvað sem ég er þér sam- mála um þá segi ég með þér. Andstyggilegt, hreinasta viður- styggð — viiiðurstyggð. Ergilegt, sagði ormurinn. Veiztu hvað mér finnst? Mér finnst að sólin ætti alltaf að vera á sama stað. Ef sólin væri alltaf á sama stað þá gætum við alltaf verið á sama stað. Alltaf. Eiliflega á sama staö. Mjög gott, frábært, hreinasta af- bragö, sagði snigillinn. Þá þyrftum við aldrei að hreyfa okkur, gætum bara legiö og hugsaö. Hugsað upp... ... og niöur, greip ormurinn frammi fyrir honum. Hugsaö niður og upp, við gætum lika hugsaö til hliðar. Þab ætti ekki aö kosta svo mikið. Afbragö, sag&i snigillinn. Þá gætum viö lika reynt aö hugsa I hringi- hringhugsaö. Þeir fluttu sig i sólina og komu sér makindalega fyrir. Ég var að hugsa, sagöi snig- illinn. Ég sé og ég hugsa — ég hugsa og ég sé. Gott er aö hafa sjón og gott er að geta hugsaö. Það er hugsjón. Mikilsvirði að hafa hugsjón. Hugur og sjón — hugsjón. Sjón og hugur — sjón- hugur. Aldeilis makalaust. Ef sólin væri alltaf á sama stað, sagði ormurinn. Og við værum alltaf á sama staö I si- fellu aö hugsa, upp og ni&ur, til beggja hliöa, jafnvel afturá bak og áfram, þá hugsa ég... Já hvaö hugsaru, greip snig- illinn frammi fyrir honum. Þá hugsa ég að okkur tækist að vikka sjóndeildarhringinn, sagði ormurinn. Af og frá. Alveg útí hött, sagöi snigillinn æstur. Kemur ekki til mála. Þaö kostaði hann afa minn lifið þegar hann reyndi aö vikka út sjóndeildarhringinn. En, andmælti ormurinn. Þegar við erum búnir að hugsa lengi lengi þá gætum viö hugsað upp nýja aöferö við aö vikka sjóndeildarhringinn. Alveg glæ- nýja aðferð. Ötilokaö, sagöi snigillinn. Þaö kostar of mikiö. Miklu betra aö liggja og hugsa, miklu betra. Snigillinn var farinn aö roöna og þaö var ekki góðs viti en ormurinn sem lá með lokuö augun, augsýnilega djúpt hugsi tók ekki eftir hættumerkinu. Sjáðu nú til, sagöi ormurinn. Þegar við höfum ekki meira til- að hugsa um hvaö gerum viö þá? Viö getum ekki bara legið, við fengjum legusár. Þvi segi ég þaö, við ættum aö endurskoða afstöðuna um útvikkun sjón- deildarhringsins. Snigillinn var orðinn eld- rauöur og iöaöi allur af æsingu en ormurinn var djúpt hugsi og tók ekki eftir neinu. Þaö var slæmt, afar óhag- stætt. Stór digur kalkúnn sem var viö enda garðveggsins tók eftir hreyfingu á grasinu, hann fór og kannaði málið. Mmmmmm ormur og snigill — hvilik heppni aö rekast á svona lostæti, hugsaði kal- kúnninn. Afbragðs máltið — hreinasta fyrirtak, sagði hann svo viö sjálfan sig — ropaði — lagðist siðan niður og lét sólina ylja sér. VIKIVAKI Uppi í háa ranninum riddarar búa, brugga rádin firnasnjöll, fáir þeim þó trúa, það er þeirra líf og list að Ijúga.... Kunna þeir að kynda bál, allt þar brennur á, rafið og álið og gúrinn grá, bráðum kviknar í sjónum, bjargi sér hver sem má. Kunna þeir marga fagra list, mest þó áð eyða því sem allur landsins lýður að lokum fær að greiða, breiða svo skikkju valdsins yfir bumbuna breiða. Meðan aðrir krókna úr kulda krókinn þeir mata, vegina breiðu, brýrnar háu rembilátir rata, kemba sinum feita jó, henda roði í snata, Einn ber þeirra stærstan geir fremstur i flokki, heiður og stolt á honum skín, hesturinn fer á brokki, fót sinn hægri jafnan ber í brynvörðum sokki. Vel þeir stíga dansinn um valdsins gullna reit, Ijúfur er söngurinn, vináttan heit, fagurt skín á hvern mann í þeirri sveit. Ot úr háa ranninum riddarar gá, inn í þeirra augu vill enginn sjá, á þeim er enginn litur þótt eitt sinn væru þau blá.... Friðrik Guðni Þórleifsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.