Þjóðviljinn - 31.12.1977, Síða 11

Þjóðviljinn - 31.12.1977, Síða 11
Laugardagur 31. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 ballans til þróunar marxismans er fólgið i þvi, að ræna skal brauðinu frá stórum og rikum útlendum kapitalistum og gefa það smáum, fátækum og inn- lendum. Islenskir kapitalistar eru miög hrærðir yfir þVi að sjá Lúðvik og þá i hlutverki Hróa hattar, enda eiga þeir ekki góðu að venjast. Nýleg barnagæla þeirra, Kátir eru karlar, hefst þannig: Lúlli er Ijóti karlinn en hann leikur sér við mig... Harðlínukommar eru æflr yfir þessari stefnu vegna þess að þeir i bernskum ofstopa sinum halda, að kapitalistar séu allir sama tóbakið. Allaballakomm- ar eru hinsvegar klókir, og vita að þeir innlendu fara á hausinn hvort sem er, og verða glaðir hverjum pilsfaldi sem þeir geta haldið i á leið yfir hin straum- þungu Kúðafljót i atvinnulifsins táradal. Bomsaraboms Margt var hugvitsamlega bruggað i fjármálum. Til dæmis var ákveðið að selja mennta- málaráðuneytinu Viðishúsið fyrir 680 miljónir, enda þótt sér- vitrir ihaldsmenn vilji hafa stjórnina alla á Arnarhólnum og kommarnir af illkvittni sinni kölluðu húsið lekan geymslu- skúr. Margir halda að i þessu máli hafi mestu ráðið fjármála- snilld eigandans. En það er mis- skilningur eins og flest annað sem sagt er. Hér er nefnilega um að ræða slóttugt ráðabrugg ungtyrkjanna i Sjálfstæðis- flokknum, þeirra sem ætla elsku rikið okkar lifandi að drepa og hrópa: báknið burt. Þeir ætla að láta flytja allt menntaskóla- báknið inn I Viðishús, sem siðan hrynur einn góðan veðurdag. Þá hrynur mikið bákn og undir þvi grafast allir kommarnir, sem sitja i ráðuneytinu og ala börnin okkar upp i leti, zetuleysi, aga- leysi, klámi og vilja ekki að börnin lesi Bibliuna og Matthias Johannessen. Það verður mikið bomsaraboms. Þá verður mikið um fögnuð og faðmlög og Milton Friedman flýgur i garð. Afrek okkar allra Enn eitt snilldarbragc er það, sem ekki má i gleymsku falla, þótt það sé orðið svo snar þáttur af öllu okkar lifi, að bráðum tek- ur enginn eftir þvi. Þetta snilldarbragð er verðbólgan. Róttæklingar segja að visu að hún sé andskotans auðvaldinu að kenna og Mogginn segir að hún sé að kenna heimtufrekju verkalýðsins —• eða þá þvi að þjóðin öll hefur fallið i synd eins og ísraelsmenn forðum þegar þeir hoppuðu kringum gullkálf- inn hans Arons, sem var langa- langafi hans Arons okkar. Þetta er bull eitt og vitleysa, svo i hreinskilni sé talað. Verðbólgan er engum að kenna. Hún er þvert á móti öllum að þakka. Hún er sameiginlegt afrek þjóðarinnar og framlag hennar til lausnar á þeim deilum og árekstrum, sem hrjá vansælt mannkyn allt frá Góðvonar- höfða til Angmagsalik. Sómi vor Verðbólgan veltir á undan sér þeim stéttaátökum sem leiða aðrar þjóðir i byltingu og aðra vitleysu, skýtur þeim á þægileg- an frest allt til þess að Surtur slöngvir eldi yfir jörðu. Hún sér fulltrúum verkafólks og at- vinnurekenda fyrir miklu og þroskandi starfi, þar sem aðilar efla athyglisgáfu sina, þróa reikningsgáfuna, styrkja sig i taflmennsku og dýpka mann- þekkinguna. Hún sér ótöldum hagfræðingum, innlendum sem erlendum, fyrir æsispennandi efni i doktorsritgerðir. Hún gefur börnum hljómburðar- græjur, skvisum gefur hún góða pelsa, körlum brennivin og sendir allt móverkið til Kanari- eyja til að slappa af i rommhaf- inu. Hún tryggir öllum hálfa aðra atvinnu eða tvær svo þeim leiðist ekki aðgerðarleysið' og þeir detti ekki i dóp nema i hófi. Hún eykur atvinnu lækna og hjúkrunarliðs og styttir elli- launatimann og sparar þannig stórfé sem hægt er að nota i Borgarfjarðarbrúna og aðrar nytsamar framkvæmdir. Hún gerir ungu fólki kleift að byggja stórt og kemur i veg fyrir að gamla fólkið leggist i vitleysu og munað fyrir spariféö sitt. Að sönnu munu allir forystu- menn þjóðarinnar vara strang- lega við verðbólgunni nú i ára- mótaræðum. Eins og við öll vit- um, er þetta barasta gamail islenskur helgisiður, rétt eins og kirkjan segir að sælir séu fá- tækir — og þurfum við, heil- brigð, ung og lifsþyrst þjóð, ekki að hafa neinar áhyggjur af sið- um þessum. Liðið ár var ár gæfu og gjörvileika, ár peninga og veltu, ár úrræða og hugvits, sigra og ávinninga, það var ár snilldar og snjallræða. Með nýju ári leggjum vér öll á nýja tinda. Skaði Jólafundur SINE verður haldinn i Félagsheimili stúdenta við Hringbraut mánudaginn 2. janúar næstkomandbkl. 14, kl. 2.00 e.h. Munið að þessi fundur hefur nú tekið við hlutverki súmarþingsins. Mætum öll. Stjórnin Stórt framfaraspor... Landsýn og Samvinnuferðir hafa tekið upp samstarf og leggja nú saman starfskrafta sína og sambönd til þess að geta veitt sem greiðasta, ódýrasta og fullkomnasta íslenska ferðaþjónustu, um allan heim. Þessar ferðaskrifstofur eru reknar af tveimur stærstu almenningssamtökum í landinu, samvinnufélögunum og launþegasamtökunum. Enginn vafi er á því að með þessu samstarfi ferðaskrifstofanna er stigið eitt stærsta framfaraspor í íslenskum ferðamálum. Með samstarfi sínu standa Landsýn og Samvinnuferðir ólíkt betur að vígi en áður til að veita landsmönnum betri og ódýrari ferðaþjónustu. Framvegis sem hingað til annast skrifstofurnar hvers konar ferðaþjónustu, auk skipulagðra ferða útlendinga til landsins og fyrirgreiðslu við þá. Samvinnuferðir Fastar hópferðir verða famar á næsta ári reglulega til: KANARÍEYJA, COSTA DEL SOL, JÚGÓSLAVÍU, ÍRLANDS, LONDON, NORÐURLANDA. Þar sem hagsýni og hagkvæmni eru fyrir hendi, eiga nútíma vinnubrögð og tækni að geta gert fólki kleift að ferðast áhyggju- og óþægindalaust. Góðar ferðir eiga að geta verið öllum viðráðanlegar ef þær eru skipulagðar rétt og með hliðsjón af efnum og ástæðum. Landsýn og Samvinnuferðir óska félagsmönnum verkalýðs- og samvinnuhreyfingar og öllum öðrum viðskiptavinum sínum gleðilegs nýárs og þakka samstarf og samfylgd á liðnu ári. AUSTURSTRÆTI 12 REYKJAVIK ÉÉLANDSÝN mWs ■ ■■ SKÓLAVÖRÐUSTÍG 16 REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.