Þjóðviljinn - 31.12.1977, Page 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur .31. desember 1977
Annáll
erlendra
Niagarafossar f klakaböndum. Snemma á árinu uröu gifurleg frost I Bandarikjunum, sem leiddu mjög
glögglega i ljós hve illa landsmenn og húsakynni þeirra eru undir hverskyns orkuskort búin. Carter for-
scti taldi sighafa með frosterfiðleikum fengið tromp á hönd I baráttu sinni fyrir orkusparnaði, en þegn-
ar hans hafa verið mjög tregir til að samþykkja nokkuð það sem getur dregið úr firnalegu orkubruðli
þeirra. Enn sem fyrr eru það oliurisarnir og hagsmunir þeirra sem ráða feröinni.
Atvinnuleysingjar i Vestur-Þýskalandi. Mikið atvinnuleysi er oröið
stöðugt einkenni kapitaliskra iðnríkja. Tæknivæðingin hefur fækkað
fólki í iðnaði og auk þess hafa alþjóðlegir auðhringir i vaxandi mæli
flutt vinnuaflsfreka framleiðslu til þróunarlanda þar sem laun eru lág
og verkalýðshreyfing yfirleitt bönnuö. Gifurlega stór hluti atvinnuieys-
ingja — eða allt að helmingur — er ungt fólk um tvítugt sern fær enga
vinnu, hvort sem það er skólagengið eða ekki; margir spá að i þessu
fóikieinmittsé að gcrjast pólitisk reiðisem innan skamms muni brjót-
ast út með miklum krafti. Einkum sér þessa merki á Haliu.
Miklar óeirðir urðu i Kairó og öðrum borgum Egyptalands I janúar.
Sadat forseti lét afnema niðurgreiðslur á nauðsynjavarningi og upp-
skarmikla reiði alinennings sem hafði á götum úti hátt um yfirstéttar-
bilifi forsetans og vildarvina hans. Sadat hefur orðið æ háðari rikum
arabiskum olíurikjum og Bandaríkjunum efnahagslega, en kjör al-
mennings hafa versnað.
i kosningum sem fram fóru á Ind-
landi í mars lauk löngum valda-
ferli Kongressflokksins og Indiru
Gandhi. Spilling i stjór>sýslu, ger-
ræðisleg framfylgd ófrjósemisað-
gerða i hinu barnmarga og fá-
tæka landi, ritskoðun og hcrlög,
sem hún hafði stjórnað eftir um
tima — allt olli þetta miklu hruni
flokks Indiru. Seinna á árinu var
hún handtekin fyrir misferli i
stjórnsýslu, en sieppt fljótt aftur
— sýnir myndin Indiru skömmu
eftir handtökuna. Enn erbúist við
,,Watergate”-málaferlum yfir
forsætisræaöherranum sem var.
o
o
Til Lagos i Nigeriu komu i janúar 15 búsundir manna frá 57 löndum
til að taka þátt i menningarhátið afriskra þjóða og afriskættaöra. Af
þessu varð mikið og alldýrt sjónarspil, en fremsti rithöfundur Nigeriu,
WoleSoyinka, kallaði það „hátið skriffinnanna” þar sem leiötogadýrk-
un setti listum einatt stólinn fyrir dyrnar.
Mikil alda forvitni um Hitler fór
um Þýskaland, og þótti mörgum
nóg um þær vinsældir. Það kom á
daginn við könnun, að yngri kyn-
slóð Þjóðverja hefur lygilega
óljósar hugmyndir um Foringj-
ann og verk hans.
Þ
Hrifning Norðmanna af olfuauði sinum beiö mikinn hnekki þegar
leiðslurbrotnuðu I miklum stormii aprillok á oliupallinum Bravo. Með
erfiðismunum tókst að stöðva lekann, en þá voru 25 þúsundir smálesta
af oliu farnar i sjóinn.
Mannréttindi voru mjög á döfinni, ekki sist um austanveröa Evrópu.
Nokkur hundruð manna skrifuðu undir „Mannréttindaskrá 77” I
Tékkóslóvakiu, þar sem mótmælt var m.a. atvinnuofsóknum á hendur
miklum fjölda manna. 1 Póllandi ofsóttu yfirvöid meðýmsum hætti þá»
samstarfsnefnd verkamanna og menntamanna, sem hafði verið komið á
fót til varnar fyrir þá, sem i fyrra tóku þátt i upphiaupum vegna verð-
hækkana. 1 Sovétrikjunum fylgdi leynilögreglan þeirri stefnu að reyna
að koma sc/n flestum þekktum andófsmönnum úr landi. Myndin er frá
kröfugöngu stúdenta i Krakow; þeir kenna lögreglunni um dauða eins
af félögum sinum.