Þjóðviljinn - 31.12.1977, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 31.12.1977, Qupperneq 13
Laugardagur 31. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 íðinda árið 1977... Kosiö var i tsrael f mal og komst til valda hægrisinnaö bandalag, Likud, undirforýstu Manahems Begins, eins þeirra manna sem ákafast hefur beitt sér fyrir útþenslustefnu i nafni „sögulegra landamæra” israels. Ekki þótti þaö bæta úr skák, aö Begin var á sinum tima foringi hryöjuverkasamtaka sem börðust gegn Bretum og Aröb- um iPalestinu! Begin hefur tekiö upp haröa hægristefnu i efnahags- málum, en Verkamannaflokkurinn reynst ráöalaus eins og hann var orðinn i langri stjórnartiö. Undir árslok hefur Begin komiö nokkuö á óvart eins og siöar er aö vikiö. Myndin sýnir Begin meö rétttrúuðum stuðningsmanni. Styrjöld hefur mánuöum saman geisað milli Eþiópiu og Sómaliu. Sóm- alir notfærðu sér erfiðleika byltingarstjórnar Mengistús, sem hefur átt ihöggi við sundrungu og aðskilnaðarsinna I Eritreu og komu (il liös viö landa sina i suðausturhluta Eþiópiu (Ogaden). Sómöium hefur veitt betur. Þessi styrjöld hefur opinberað undarlegt stórveldatafl. Sómalir höfðu verið vinveittir Sovétrikjunum og veitt þeim flotaaöstööu, en cftir að Sovétmenn vinguðust viö Eþiópa og sendu þeirn vopn, sneru þeir við blaðinu og ráku Sovétmenn úr landi og vilja nú aöstoö frá Vesturlöndum og Arabarikjum. Eþiópar voru aftur á móti áöur i góð- um tengslum viö Bandarikjamenn. Myndir sýnir Sómali undir vopnum I Eþiópíu. Bandalag frönsku verkalýösflokkanna, sósialista og kommúnista, hafði veriö sigursælt — i borgarstjórnarkosningum fyrr á árinu höföu þeir m.a. náð meirihluta i 22 af 39 stærstu borgum og skoðanakannanir bentu til þingmeirihluta þeirra á næsta ári. En i sumar hóf kommún- istaflokkurinn haröa gagnrýni á bandamcnn sina sósiaiista, sakaði þá um að viija siá af sameiginlegri stefnuskrá, semja til hægri og svo framvegis. Þessiharða skothrið hefur valdið mikilii ringulreið á vinstri væng franskra stjórnmála (á hægri væng er hún að sönnu engu minni) og allavega hefur drcgið úr sigurhorfum vinstrisinna. ítalskir félag- ar franskra kommúnista i Evrópukommúnisma hafa verið óhressir yfir þessari þróun. Myndin sýnir Marchais og Mitterand, leiðtoga sósialista og kommúnista á erfiöum samningafundi. ,—, t júni fóru fram kosningar á Spáni I fyrsta sinn eftir aö Franco var steypt af stóli. Miöflokkasamsteypa Suárezar forsætisráöherra fékk næstum þvi helming þingsæta, en sósialistaflokkurinn vann og ágætan sigurog hlautum þriðjung þingsæta. Kommúnistaflokkurinn, sem lýt- ur foryStu hins umdeilda talsmanns Evrópukommúnisma, Carillos, hlautni 10% atkvæða. Suárez, sem hérséstá myndinni, hefur oröiö að láta undan fyrir kröfum Katalóna og Baska um sjálfstjórn. Lance-eldflaug, buröareldflaug fyrir neindarsprengjur (nev- trónusprengjur). Fátt eða ekkert jákvætt gerðist i afvopnunarmál- um á árinu. Heldur dró úr likum á stórvcldasamkomulagi um þau mál með þvi, að Carter for- setisamþykkti fjöldaframleiöslu á atómvopnum, sem eyöa lifi en láta mannvirki i friöi. svokölluö- um nevtrónusprengjum. Margir sérfræðingar telja að þar með aukist líkur á að atómvopnum veröibeitt i átökum hernaöar- blakkanua. Það var eftirtektar- vert að eftir tilkomu þessarar sprengju og krussskeytisins svo- nefnda hafa Bandarikjamenn miklu minna en áður taiaö um aö Rússar heföu hernaöarlega yfir- burði yfir þá, eða þvi sem næst. i fyrsta skipti siðan Bitlaæöiö gekk yfir hefur evrópskur popphópur náð ótviræðum heimsvinsælduin.Hérerátt viö sænsku sveitina ABBA, sem er ofarlega á blaöi hjá sovéskum unglingum, hvaö þá þeim sem nær búa. Þaö var mikill blaðamatur á árinu að tiunda tekjur Abba og einkamál. Bretar héldu i sumar upp á aldarfjórðungssetu Elisabetar drottningar i hásæti. Þessi aldarf jórðungur var cinmitt timi uppiausnar hins við- lenda breska heimsveldis og þvi voru ýmis hátiöaskrif ekki laus viö angurværð og eftirsjá. En ljósinyndarar og minjasalar áttu sér góöa daga og túrismi til Brctlands hefur aldrei veriö meiri.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.