Þjóðviljinn - 31.12.1977, Side 14

Þjóðviljinn - 31.12.1977, Side 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. desember 1977 Annáll erlendra tíðinda árið 1977 Arið einkenndist af vaxandi andófi gegn atómraforkuverum. Um tutt- ugu ára skeiö var þvi spáð aö atómvisindi myndu leysa öll orkuvanda- mál. En kjarnorkuverin, sem hafa notið margháttaðrar efnahagslegr- ar fyrirgreiðslu, reynast dýrari og þá sér i lagi hættulegri miklu en menn hafði grunað — til dæmis þegar þeir voru að selja Alusuisse Is- lenska vatnsorku fyrir iitiö. Víða kom til átaka milii lögreglu og um- hverfisverndarmanna — einkum i Þýskalandi og Frakklandi. Myndin er frá Cress-Malville i Frakklandi,en þar var barist af hörku við kjarn- orkuver i smiðum I ágúst. Þeirri frétt var vel tekið i október, að friðarverðlaunum Nóbels hefði verið skipt á milli friðarhreyfingar norðurirskra kvenna og alþjóða- samtakanna Amnesty Internationai, sem berjast fyrir rétti og frelsi pólitiskra fanga hvar sem er i heiminum. Myndin sýnir hópstöðu á veg- um Amnesty fyrir utan ræðismannsskrifstofu Suður-Kóreu i Hamborg. A ítaliu og i Þýskalandi höfðu sig mjög i frammi sveitir sem telja byssu og sprengju höfuðvopn i pólitiskri baráttu. Nokkrir menn féllu fyrir kúlum þeirra — en myndin sýnir einn hermdarverka- manna að verki i Milanó. Umsvif þessara hópa hafa I báðum lönd- um verið notuð af hægrisinnum til að koma glæpaorði á vinstrisinna yfirleitt, og i Þýskalandi hafa magnast ofsóknir á hendur vinstrisinnum og öilum sem hafa andmælt móöursýki og tilburðum til lögreglurikis. Carter Bandarikjaforseti, sem hér sést ásamt einum helsta ráðgjafa sinum, Brzezinski, var mjög á milli tanna bandariskra blaða. Hann háði árangurslitið striö við þingið um frumvarp sitt um orkusparnað, og er ekki séð fyrir endann á þvi máli enn. Mesta athygli vakti þó, hve harða hrið Carter gerði að Sovétrikjunum og bandamönnum þeirra fyrir brot á mannréttindum, og álitu margir að þetta með öðru þýddi nýtt kalt strið milli risaveldanna. En þegar liða tók á árið gerðist Cart- er allur varfærnari i tali um þau mál, enda höfðu mannréttindaræður forsetans einnig spillt sambúð hans við mörg vinariki Bandaríkjanna, sem eru litil fyrirmynd i mannúð. Sögulegust urðu átök við meðlimi og bandamenn svonefndrar Rauðu herdeildar i Þýskalandi. Þeir tóku m.a. formann þýska atvinnurekendasambandsins, Schleyer, höndum.Einnig hertóku þeir vestur- þýska þotu, fulla af farþegum, og kröfðust þess aö helstu liösmenn Baader-Meinhofsamtakanna yröu látnir lausir fyrir gislana. Bonnstjórnin varð ekki við þeirri kröfu, Schleyer var myrtur, en sérþjálfuð hersveit frelsaði gislana I þotunni (sem hér sést) meö skyndiáhlaupi i Mogadishu i Sómaliu. Nokkru siðar f römdu þrir helstu eftirlifandi forystumenn Baader-Meinhof hópsins sjálfsmorð i fangelsi — meö mjög grunsamlegum hstti. Þetta gerðist i október. Bréznef flytur ræðu á fundi Æðsta ráðsins sovéska í byrjun október og gerir grein fyrir nýrri stjórnarskrá landsins, sem samþykkt var I til- efni 60 ára afmælis Októberbyltingarinnar. Þar er forræði Kommún- istafiökksins á öllum sviðum þjóðlifs Itrekaö afdráttarlaust. Brésnjef hafði fyrr á árinu sameinað embætti forseta og flokksforingja f sinni persónu. Begin forsætisráðherra israels við hlið Sadats Egyptalandsforseta á fundi á þingi israels, Knesset, I Jerúsalem 20. nóvember. Skyndileg heimsókn Sadats til israels voru óvæntustu tiðindi ársins. Þó Sadat láti annað i veöri vaka er liklegt að hann stefni á sérfrið við ísrael, meöal annars vegna mikilla efnahagsörðugleika heima fyrir. Palestinuarab- ar og mörg Arabariki hafa fordæmt þetta tiltæki Sadats og lýst hann svikara við málstað Araba. Að lokum skulum við leggja til að furöulegustu tiðindi ársins hafi verið þau þegar Bokassa, forseti Miðafrikulýðveldisins, gerði sjáifan sig að keisara. Bokassa lét gera sér hásæti dýrt, kórónu með 5000 demöntum, margra metra langa krýningarkápu.bauö þúsundum gesta og pantaði handa þeim hálft annað tonn af lúxusmat frá Paris. Þetta dýra spaug kostaði um þriðjung árs- tekna þessa fátæka rikis. Þaö eru einkum Frakkar sem borga brús- ann, en Bokassa er sagður bestur vinur Frakkiands I Afriku (um- mæli Giscards d’Estaings)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.