Þjóðviljinn - 31.12.1977, Side 19
Laugardagur 31. desember 1977 ÞJOÐVILJINN — StÐA 1»
Schlnderhannes og aftaka hans árift 1803. Hann notterhi sérGyðingahatur.
• •
HROIHOTTUR
veruleiki og þjóösaga
jafnan fylgir I kjölfar fjármála-
óstjórnar.
Sú fjármálastjórn, sem ein-
kennist af gengislækkunum og si-
felldum skatta-álögum og stjórn-
lausri veröbólgu, felur I sér misk-
unnarlausa verðrýrnun peninga,
og sifellda ógildingu á gerðum
samningum.
Gengislækkun þýðir niðurskurð
á innlendu sparifé og á eignum
lifeyrissjóöa.
Gengislækkun þýðir lika ógild-
ingu á kaupgjaldssamningum,
sem hátiðlega hafa verið undir-
skrifaöir.
Gengisiækkunarstefnan leiðir
af sér verðbólgu og magnar sið-
spillingu.
Stjórnmálastaðan
við áramót
Við þessi áramót er aðeins hálft
ár til næstu alþingiskosninga.
Sennilega eru nii fleiri kjósend-
ur en oftast áður óákveðnir i af-
stöðu sinni til stjórnmálaflokka.
Það stafar m.a. af pólitiskri ring-
ulreið og mótsagnakenndum
staðhæfingum um orsakir þess,
sem hefir verið að gerast.
Astandið i Sjálfstæðisflokknum
er lýsandi dæmi um fálm og fát og
upplausn af þessu tagi. Þar ægir
saman alls konar skoðunum og
kröfum og þar koma fram gjör-
ólikar stefnur I flestum málum.
Þegar foringjar flokksins sam-
þýkkja að leggja á nýja skatta á
skatta ofan, þá koma aðrir, und-
irforingjar i flokknum, og segja
að stéfna flokksins sé að lækka
skatta.
Og þegar rikisstjórn flokksins
eykur f sifellu umsvif rikisins,
koma aðrir I flokknum og segja
að þeir vilji „báknið burt”.
Deilurnar um aronskuna er
kapituli út af fyrir sig. Þar eru
báðir deiluaöilar sammála um
grundvallaratriðið, þ.e. hernámið
sjálft. Þeir eru hins vegar ósam-
mála um, hvernig græða skuli á
hernámi og hvernig gróðanum
skuli skipt.
Upplausnin i Sjálfstæðisflokkn-
um hefir náð hámarki með til-
komu Dagblaðsins. Það hefir I
skrifum sinum dregiö óþyrmilega
fram andstæðurnar I flokknum.
Þar er t.d. ekki legið á þvi að
kaup Viöishússins sé pólitiskt
hneyksliog nánast fjárdráttur til
vissra afla I flokkskerfinu.
Sjálfstæðismennirnir við Dag-
blaðið draga heldur enga dul á, að
Visir sé gerður út af heildsalahópi
i Sjálfstæðisflokknum og Morgun-
blaðið sé fyrst og fremst málgagn
hagsmunahóps i kringum Geir
Hallgrimsson. Enginn vafi er á
þvi, að Dagblaðiö hefir verkað
eins og sprengja i Sjálfstæöis-
flokknum. Það hefir beinlinis tætt
lið flokksins i sundur, afhjúpað
hvert skandalamálið af öðru og
rifið i sundur blekkingarvef
flokksforystunnar. Þannig hefir
Dagblaðið orðið fulltrúi ýmis kon-
ar uppreisnar-afla I Sjálfstæðis-
flokknum.
Það hefir lika haft þau áhrif, að
Visir hefir leyft sér að deila
all-hart á vissa aðila i flokknum
og hefir Gunnar Thoroddsen eink-
um orðiö fyrir baröinu á honum.
Upplausnin I Sjálfstæðisflokkn-
um er tvimælalaust mikil. Þeir
eru ekki margir, sem telja sér
fært aö verja stefnu flokksins og
gerðir hans i rikisstjórn.
Umbrotin I Sjáifstæðisflokkn-
um hafa haft sín áhrif inn i aðra
flokka, sennilega þó mest I Al-
þýðuflokknum. Alþýðuflokkurinn
var kominn illa eftir þrásetu sina
I stjórn með Ihaldinu. Þar var þvi
allt i upplausn fyrir.
Nú er svo komið fyrir Alþýðu-
flokknum, að hann á aðeins 3 full-
trúa á Alþingi, til hans er varla
hægt að telja lengur þá Jón
Héöinsson og Eggert. Prófkjör
flokksins hafa sýnt, að hann er
tæpast lengur samfelldur flokkur,
og að þvi leyti sem hann kallar sig
flokk, veit enginn hvers konar
flokk þar er um að ræða.
Staða Alþýðuflokksins er I dag
mjög tvisýn. Hið gamla, trausta
flokksfylgi minnkar stöðugt og
varla er hægtað skilja þær deilur,
sem opinberlega hafa farið fram
á milli frambjóöenda flokksins, á
annan veg en þann, að þar séu á
ferðinni illvígir andstæðingar og
menn með gjörólík stefnumið og
lifsviðhorf.
Framsóknarflokkurinn hefir
ekki farið varhluta af innan-
flokksátökum og prófkjörskröfu-
mönnum. Dagblaðsumrótiö hefir
lika haft sin áhrif þar I flokki.
Umbrotin I Framsókn stafa þó
miklu meir af þeim áhrifum sem
stjórnarsamstarfiö við ihaldið
hefir haft i för með sér. Ljóst er,
að foringjar flolcksins eru ánægð-
ir i stjórn með ihaldinu. Þeirra
áætlun er að halda þvi samstarfi
áfram.
I flokknum eru hins vegar enn
margir, sem eru mjög óánægðir
með stefnu rlkisstjórnarinnar og
vilja rlfa flokkinn lausan úr
faðmlögum ihaldsins. Bændur
eru sérstaklega óánægðir með
stefnu flokksins. Þeir. hafa oröið
fyrir miklu tekjiftapi vegna
stefnu stjórnarinnar og þeir telja
að forystumenn flokksins hafi
gjörsamlega brugölzt bænda-
stéttinni.
Út um allt land er rikisstjórnin
óvinsæl, og þess geldur Fram-
sóknarflokkurinn, sem ’fullkom-
lega ber sina ábyrgð á stjórnar-
stefnunni.
Staða Framsóknarflokksins er
tvimælalaust mjög veik. Honum
hefir ekki tekist að leika sina tvi-
skinnungs-pólitik með sama ár-
angri og oft áður.
Bændur trúa ekki flokknum,
félagshyggjumenn sjá og finna
óheilindi hans, hernámsand-
stæðingar sjá svik hans I þvl máli,
og frjálslynt fólk á landsbyggð-
inni finnur, að flokkurinn er á
valdi Ihaldsins og samþykkir
engu siður en ihaldið allar árásir
á iaunafólk.
Samtök frjálslyndra og vinstri
manna eru ekki lengur neinn
flokkur. Þingmennirnir tveir,
sem Samtökin áttu, eru skildir að
skiptum, enda ósammála I næst-
um öllum málum.
Framboð á vegum Samtakanna
I næstu kosningum er ábyrgðar-
laust hjal þeirra, sem virðast
vera tilbúnir til að eyðileggja at-
kvæði sin. Það eru blátt áfram
blindir menn, sem ekki sjá aö
áframhaldandi brölt Samtak-
anna getur engum öðrum orðiö
að gagni en fhaldinu og rikis- -
stjórn þess.
Ég hygg að það muni samdóma
skoðun manna úr öllum flokkum,
að staða Alþýðubandalagsins sé
nú sterkari en hún hefir nokkru
sinni áður veriö.
Alþýðubandalagið er nú sam-
stiiltur og sterkur flokkur. Flokk-
urinn er óumdeilanlega foiíystu-
flokkur verkalýðshreyfingarinn-
ar og eini flokkurinn sem launa-
fólk I landinu getur treyst.
Alþýðubandalagið er flokkur Is-
lenzkra sósialista og það er jafn-
framt eini flokkurinn sem félags-
hyggjufólk og sem frjálslynt
vinstra fólk getur reitt sig á.
Alþýðubandalagið hefur I ýtar-
legu máli gert grein fyrir lang-
tima markmiðum slnum i Is-
lenzkum þjóðmálum. Það hefir
einnig tekið skýra afstöðu til allra
þýðingarmestu þjóðmála, sem nú
eru á dagskrá.
Það umrót, sem nú er I islenzk-
um stjórnmálum, má ekki leiða
til þess, að pólitiskir framagosar
og rótlausir yfirborðsmenn og
skvaldrarar nái til sin fylgi þeirra
manna, sem nú eru að yfirgefa þá
flokka, sem svikið hafa umbjóð-
endur sina og leitt hafa yfir þjóð-
ina það öngþveiti I efnahagsmál-
um, sem öll þjóðin talar um. Það
er röng stjórnarstefna, sem
magnað hefir veröbólguna, sem
siðan leiðir af sér siðleysi og spill-
ingu. Gegn þessari stefnu hefir
Alþýðubandalagiö staöið viö hlið
samtaka launafólks.
Valið verður þvl á milli Alþýðu-
bandalagsins sem stjórnmálaafls
og flokka rikisstjórnarinnar.
Nýtt ár er nú að hefja göngu
sina. Við skulum vona aö þaö
verði öllum landsmönnum gott ár
og heillarikt, og boöi nýja tima og
betri tima.
Ég óska öllum landsmönnum
góðs komandi árs um leiö og ég
þakka samstarfið á árinu sem er
að liða.
Lúövik Jósepsson.
Hrói höttur er imynd hins göfga
ræningja. Hann stelur frá þeim
riku og gefur þeim fátæku, og hef-
ur persónan orðiö vinsæl i sögum
eins og menn vita. Um allar jarð-
ir eru reyndar til sagnir um
göfuga ræningja, sem gerðu hin-
um riku lifið.'teitt. Það eru lika til
heimildir um slika menn — einn
var þýskur hét Jóhannes og kall-
aði sig herra Sunnuskógar (um
1800), annar var italskur,
Angeiico Duca, og setti eigin rétt i
borgum Suður-ttaliu á átjándu
öld, hinn þriðji var búlgarskur.
Rússar eiga einn i Stenku Razin
svo mætti lengi telja.
En hverjir voru þessir menn I
raun? Eins og sagnirnar vilja
vera láta? Eða voru þeir venju-
legir glæpamenn? Eða eru þeir
uppspuni mestan part?
Þessum spurningum reynir
Helmut Höfling að svara i nýlegri
bók sem heitir „Hetjur gegn Lög-
um” (Helden gegen das Getetz.
Hann kemst að þeirri niðurstöðu
að þvi er þessa garpa varðar sé
ærið langt á milli skáldskapar,
þjóðsögu — og veruleika.
Ekki einsdæmi
Duca var t.d. enginn
rómantiskur bófi meö gitar undir
hendi eins og Rinaldini sá sem
hann varð fyrirmynd að i þekktri
skáldsögu.
Duca lenti i deilum við
hertogann af Martina og varð að
flýja frá bæ sinum. Hann fór til
fjalla, kom sér upp ræningja-
flokki og rændi óðalsherra og
klerka. Ferill hans var ekki
óvenjulegur — þetta gerðu
margir þeirra sem flúðu fangelsi
eða gálga.I konungsrikinu Napoli
einu saman er greint frá um 3400
ræningjum nafnkenndum á 17 öld,
og 17 ræningjaforingjar náðust og
voru teknir af lifi. En þess er lika
getið, aö stjórn landsins gerði
samkomulag við um 103 foringja
og 1438 liðsmenn þeirra — einn
þessarra manna, Fra Diavolo,
varð meira að segja yfirmaður
Napolihers.
Hann bauð samning
Duca klæddi sig i firnalega
glæstan búning og minnti i öllu
framferði fremur á nútima
einræðisherra en á mann „sem
ris gegn rikjandi valdi”. Hann
lagði fram við Ferdinand fjórða
Ngpólikonung, að þeir gerðu með
sér samning — „ég vil sagði ræn-
ingjaforinginn, berjast við hlið
yðar hátignar fyrir nýrri og rétt-
Duca orðinn ab hinum
rómantiska ræningja Rinaldini.
látri skipan mála i landinu”.
En þessi tilraun til að „hverfa
aftur i skaut borgaralegs félags”
mistókst. Duca hafði teflt of
djarft, og tilboð hans um „nýja
skipan” var Ferdinand litt að
skapi. Duca var hundeltur af
auknum krafti og var hann hand-
tekinn árið 1784 og hengdur
sköromu siöar.
Þjóðsagan hefur gert úr
Angelico Duca fyrst þjóðhetju og
siðan uppreisnarmann gegn
samfélaginu. Hann var hvorugt
þegar grannt er skoðað. Ekki
heldur kollegi hans i Rinarlönd-
um. Jóhannes sá sem kallaður
var Schinderhannes.
Jóhannes
i Rinarlöndum.
Duca varð vinsæll af þvi hann
átti i raun og veru i höggi við
óðalsherra. Vinsældir Schinder-
hannes voru miklu hæpnari.
Schinderhannes kaus helst að
ræða gyðingakaupmenn og þótti
það gott athæfi á heimaslóðum
hans. Schinderhannes þurfti þvi
ekki á neinni sérstakri dirfsku að
halda — stundum hafði hann
beinlinis blessun háttsettra
manna fyrir þvi að rsna Gyðinga,
og ef hann réðst bara á Gyðinga i
einhverju þorpi hreyfði enginn
legg né lið til að hjálpa þeim.
Það var ekki fyrr en Schinder-
hannes óx ásmegin og hann fór
einnig að ræna efnaðri bændur, að
almenningsálitið snerist gegn
honum. Bændurnir gripu til
vopna hvenær sem ræningjarnir
sáust.
Schinderhannes reyndi eins og
Duca að semja sig i frið við yfir-
völdin, en það tókst ekki. Hann
var handtekinn i mai 1802 i nánd
við Limburg og voru þar að verki
franskir hermenn sem þá
hernumdu þessi svæði. Ari síðar
hófust réttarhöld i máli þessa
fræga ræningja og var hann að
þeim loknum hálshöggvinn.
Þennan mann hefur Carl Zuck-
meyer siðar reynt að dubba til
uppreisnarmanns gegn sam-
félaginu i leikriti.
Frumstætt andóf
Breski samfélagsfræðingurinn
Eric Hobsbawm segir um þetta
efni: „1 vissum skilningi eru
ræningjahóparnir mjög frum-
stætt form andmæla gegn sam-
félaginu”, Og þar eð raunveru-
legir uppreisnarmenn gegn
samfélaginu eru ekki finnanlegir
meðal þekktra ræningja, þá eru
þeir búnir til i sögum og sögnum
— rétt eins og Hrói Höttur úr
Skirisskógi, sem aldrei hefur
verið til.