Þjóðviljinn - 31.12.1977, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 31.12.1977, Qupperneq 20
20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. desember 1977 mm Vidburöarríkt ár íslenskrar 29. nóvember 1976 hófst 33. þing Alþýðu- sambands íslands. Þar var mörkuð sú megin- stefna sem fylgt var fram i starfi og baráttu verkalýðshreyfingarinn- ar á árinu 1977, og er þvi nauðsynlegt að staldra við einmitt þar. Þingiö samþykkti sérstaka stefnuskrá Alþýöusambandsins. í henni segir meöal annars: „Þvl aöeins má vænta varanlegs ávinnings aö saman farihin beina kjarabarátta og barátta fyrir auknum áhrifum og valdi verka- lýösstéttarinnar. Efnahagsleg, félagsleg og menningarleg vel- ferö verkalýösstéttarinnar er háö þvi, aö i landinu fái þrifist fuli- valda þjóöfélag. Þvi vill verka- lýöshreyfingin ieggja sitt af mörkum f baráttu isiensku þjóöarinnar fyrir stjórnmálalegu, fjárhagslegu og menningarlegu sjálfstæöi hennar. Þvi berst hiin fyrir þvfaö islendingar ráöi einir auölindum sinum á sjó og landi, en gegn Ihlutun erlendra auö- hringa I atvinnu- og fjármálum. HUn vili stuöla aö allsherjaraf- vopnun, afnámi hernaöarbanda- laga og eyöa þeirri hættu sem erlendar herstöövar hafa I för meö sér hér á landi sem annars staöar.” Þing ASI samþykkti — I sam- r*mi viö nýja stefnuskrá sina — tillögu um brottför bandarlska hersins og úrsögn úr Nató. Til- lagan var samþykkt meö 202 at- kvæöum gegn 157. Þá samþykkti þingiö ályktun meö miklum meirihluta um fordæmingu gróöaaflanna og kröfu um aö stjórnin fari frá. Jafnframt var þess krafist aö efnt yröi þegar til nýrra kosninga. Var tillaga þessi samþykkt meö 176 atkvæöum gegn 97. Þá gerðust þau tiöindi á ASÍ-þinginu aö tveir þingmenn ihaldsins sem veriö höfliu i miö- stjórn samtakanna voru reknir á dyr. í kjaramálum var meginstefn- an mörkuö. Þar kom fram, aö i næstu kjarasamningum skyldu alþýöusamtökin stefna aö þv'l aö ná 100.000 kr. lágmarkslaunum, aö stefnt skyldi aö sem mestri launajöfnun. Þingiö lýsti þvi yfir aö tímabili varnarbaráttu væri lokiö — sóknin framundan. Þá ákvaö þingið aö efnt skyldi til kjaramálaráöstefnu I febrúar- mánuöi. Þing Alþýöusambands Islands i desember 1977 markaöi timamót; þar kom fram hvert stefnt var og því nauösynlegt aö rifja sam- þykktir þess upp I byrjun þess- arar samantektar. 1 janúar ákvaö miöstjórn ASI aö kalla kjaramálaráöstefnuna saman 24. febrúar. Stjórnarsinnar i verkalýös- hreyfingunni hugöu á hefndir fyrir ófarirnar á ASl-þinginu. Kom þetta til dæmis fram á þingi Alþýöusambands Suðurlands, sem haldiö var i febrúarbyrjun. Þar var Framsóknarmaöur kos- inn formaöur, en Björgvin Sigurösson á Stokkseyri haföi gegnt formennsku næstu árin á undan. Á árinu var mikil hreyfing á kjaramálum bændastéttarinnar. Fyrsti almenni bændafundurinn var haldinn sunnudaginn 6. febrú- ar á Snæfellsnesi. Þar var sam- þykkt ályktun um nauösyn þess aö bændur semji beint við rikið um afuröaverö. Verkalýöshreyfingin hóf þegar á fyrstu mánuöum ársins undir- búning kjarasamninga. Sem dæmi þar um má nefna Tré- smi'ðafélag Rvikur. Trúnaöar- mannaráö félagsins kom saman til fundar I janúar til þess aö fjalla um máliö,og félagsfundur var haldinn I janúarlok. Slöan fóru fram hópaumræöur á hverju miövikudagskvöldi. Samband byggingamanna hvatti öll aö- ildarfélög sln sérstaklega til þess aö hefjast handa. Sjálfkjörið varö I stjórn og trúnaöarmannaráö Trésmiöafélags Reykjavlkur. Verkamannafélagiö Dagsbrún hélt félagsfund 20. febrúar og samþykkti aö segja upp kjara- samningum. . Félagsfundurinn samþykkti haröa ályktun gegn stjórnarstefnunni og lagöi áherslu á eflda baráttu verka- lýöshreyfingarinnar á komandi mánuöum. Ráöstefna ASÍ Kjaramálaráöstefna ASI lagöi áherslu á þrjú meginatriöi, sem slöan uröu sem rauöur þráöur i kjarabaráttunni: 1. Lágmarkslaun hækki I 100 þúsund krónur miöaö viö verölag i nóvember 1976. 2. Laun veröi aö fullu verö- tryggö, og komi veröbætur I krónutölu á öll laun. 3. önnur laun en lágmarkslaun hækki á sama hátt þannig aö launabil veröióbreytt I krónutölu. Verkamannasamband Islands héit fund þessa sömu daga um kjaramálin og mótaöi sina meginstefnu.Landssamband iön- verkafólks beindi því til aðildar- félaga sinna aö segja upp kjara- samningum strax svo þeir „renni út eigi slöar en 30. aprfl”. 1. og 2. mars fóru fram kosn- ingar um stjórn og trúnaöarráö Félags starfsfólks í veitingahús- Samantekt um helstu viðburðina í baráttu og starfi islenskrar verkalýðs- hreyfingar á árinu 1977 um. Lististjórnarinnar beiö lægri hlut, fékk 119 atkvæöi, and- stæöingalistinn hlaut 165 atkvæði. Samkvæmt þessari kosningu I félaginu er Kristinn Hrólfsson temaöur félagsins. Fyrstifundur samninganefnd - ar Alþýðusambands Islands var haldinn 7. mars. 1 samninga- nefndinni áttu sæti 37 manns, 21 kjörinn af kjaramálaráöstefnu ASl, einn frá hverju hinna 8 landssambanda ASÍ, 1 frá hverju 7 svæðasambanda og 1 frá INSl. Miöstjóm Alþýöubandalagsins lýsti fullum stuöningi viö baráttu verkalýðshreyfingarinnar á sér- stökum fundi sem haldinn var dagana 5.— 6. mars. Boöin 4% kauphækkun Fyrsti samningafundur ASI og atvinnurekenda var haldinn 9. mars. Vardeilunni þegar vlsaö til sáttasemjara. 13. marsbauö Morgunblaöiö 4% kauphækkun — ella þýddi kaup- hækkun kjaraskeröingu! 14. mars gengu samningamenn ASl á fund rikisstjórnarinnar og kynntuþar hinar pólitisku kröfur sinar. Þar var afhent greinargerö ASI um þaö hvernig unnt væri aö ná svigrúmi til verulegra kjara- bóta án atvinnuleysis og án auk- innar veröbólgu. Var slöan ákveöiö aö mynda fimm vinnu- hópa um kjaramálin: 1. Um lif- eyrissjóöi. 2. Um skattamál. 3. Um húsnæöismál 4. Um vinnu- verndarmál. 5. Um dagvistunar- mál. 12. mars var haldinn stofnfund- ur Alþýöusambands Vesturlands. Formaöurþess varkjörinn Gunn- ar Már Kristófersson.Hellisandi. 9 verkalýösfélög áttu fulltrúa á stofnfundinum. I viötali viö Þjóöviljann 19. mars lýsti formaöur Verka- mannasambands tslands, Guö- mundur J. Guömundsson, á- standinu þannig meöal verka- fólks: „Þaö er mikil harka 1 mönnum, meiri en oftast áöur. Menn eru staöráönirí aö sækja kröfuna um launahækkun af fullum þunga. Krafa þeirra er krafa um mann- réttindi.” A fundi stjórnar og samninga- nefndar Bandalags starfsmanna rikis og bæja 22. mars var gengiö endanlega frá kröfugerö BSRB 1 kjaramálum. I samninganefnd- inni áttu sæti 57 manns. Fyrsti sa m ningafundur samninganefnda deiluaöila ASI og atvinnurekenda meö sátta- semjara var haldinn 30. mars. Kaupmáttur launa var um þessar mundir um f jóröungi lægri en 1974. Þess vegna var tekið aö bera á landflótta ýmissa starfs- hópa. Þannig skýrði Þjóöviljinn frá því 5. apríl aö 20 prentarar heföu lagtland undir fótog leitaö vinnu erlendis, til dæmis væru 20 prentarar farnir til Sviþjóöar. Bókmenntaverðlaun A aöalfundi Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar var staöfest stjórnarkjör, en stjórn varö sjálfkjörin. Formaöur hennar er Eövarö Sigurösson. Á aöalfund- inum geröust þau tiöindi aö Dags- brún ákvaö aö veita fyrstu bók- menntaverölaun verkalýösfélags hér á landi. Verölaunin voru veitt Tryggva Emilssyni, verka- manni, lengi stjórnarmanni i Dagsbrún, fyrir bók hans Fátækt fólk. Fyrstu helgina I april hélt Sjó- mannasambandið fund um kjara- málin. Höföu sjómannafélög sagt upp samningum sinum, en kjör sjómanna voru bundin af laga- setningu rikisstjórnarinnar frá september 1976. A Sjómanna- sambandsfundinum kom fram aö áhugi var mikill á sem viötæk- astri samstööu sjómanna i samningum.og voru lögö drög aö samstarfi viö Farmanna- og fiskimannasamband Islands. Fyrstu tillögur atvinnurekenda i kjaradeilunni sáu dagsljósiö á samningafundi sem haldinn var 6. april. I tillögunum varekki gert ráö fyrir neinum kauphækkunum, — en skertum réttindum af ýmsu tagi. Svokölluð „baknefnd” ASl svaraöi þessum tijlögum strax meö sérstakri samþykkt þar sem undirstrikuö varenn og rækilegar en fyrr krafan um 100 þúsund króna lágmarkslaun og um launajöfnun ásamt fullum verö- bótum á launin. A fundinum var heitiö á verkalýösfélögin aö afla sér verkfallsheimilda fyrir 1. mai. Verkamannafélagiö Dags- brún hélt fund i Iönó 22. april þar sem samþykkt var aö veita stjórn og trúnaöarráöi heimild til verk- fallsboöunar. Fyrsti samningafundur BSRB og rikisins var haldinn 22. april. Þar var sérstök sáttanefnd skip- uö. 28. april birtust fréttir um þaö aö fulltrúaráö verkalýðsfélag- anna I Reykjavik legöi aö þessu sinni áherslu á eftirfarandi meginkröfur 1. mai: 100 þúsund króna lágmarkslaun. Fullar visi- tölubætur. Launajöfnun. Yfirvinnubann 1. mal varö mikil þátttaka i kröfugöngu dagsins og útifundi. Forseti ASl ávarpaöi útifundinn og tilkynnti aö samninganefnd ASl heflii ákveðið að fara þess á leit viö verkalýösfélög og verka- lýössambönd aö setja á algert yfirvinnubann um land allt frá 1. mal. Þessari áskorun samninga- nefndarinnarvar vel tekiö og stóö yfirvinnubanniö látlaust uns samiö var. Reyndist þaö árangursrik baráttuaöferö á all- an hátt, auk þess sem verkafólk fékk að kynnast þvl hvernig þaö eraöeiga frltima til eigin afnota. Mæltist þaö vel fyrir. Stjómarmeirihlutinn á alþingi sýndi verkalýö landsins viöhorf sin 2. mal meö þvi aö staöfesta þrælalögin gegn sjómönnum, en þau voru sett sem bráöabirgöalög i september 1976. Stjórnarand- staðan undir forystu Alþýðu- bandalagsins lagöist fast gegn þessari samþykkt um leiö og hún lagöi áherslu á nauösyn þess aö þingiö yröi ekki sent heim vegna yfirstandandi kjaradeilu. Rikis- stjórnin lét sér ekki segjast og rak þingmenn heim. Atvinnurekendur lögöu áherslu á þaö I samningaviöræöunum sem fór nú fram daglega aö þeir gætu ekki hækkaö kaupiö neitt nema örlltiö til hinna lægstlaun- uöu — en þó þvi aöeins aö rikis- stjórnin hjálpaöi til og léti rikis- sjóö borga fyrir þá hækkunina. I tillögugerö sinni og viöhorfum bar mest á þrjósku af hálfu at- vinnurekenda, auk þess sem þeir reyndu markvisst aö brjóta niöur launajöfnunarstefnuna. Formleg tilboð bárust þó engin fyrr en 5. mal. „Fjalliö tók jóösóttog fædd- ist mús”, sagöi Þjóöviljinn I aöal- fyrirsögn 6. mal um tilboð at- vinnurekenda. Samkvæmt út- reikningum atvinnurekenda sjálfra hefði tilboöiö haft I för meö sér 5% kaupmáttaraukningu átveimur árum — en kaupmáttur haföi veriö skorinn niöur um 25 — Eöavarð Sigurðsson, Benedikt Davfðsson, formaöur Dagsbrúnar formaöur Sambands og Sambands almennra byggingamanna lifeyríssjóöa. Kröfurnar um iaunajöfnun og veruiega hækkun Idgmarksiauna nóveraber 1976 bar hæsl I kröfugöngunni 1. maf. i 100 þúsund miöað við verðiagið f Haligrimur G. Magnús- son var á árinu kosinn formaður lönnemasam- hands islands. Ingólfur Ingólfsson var ■á árinu kosinn formaöur Farmanna- og fiski- mannasamhands tslands.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.