Þjóðviljinn - 31.12.1977, Blaðsíða 25
Laugardagur 31. desember 1977 ÞJÓÐVILJINN — S1ÐA25
Gleðilegt nýár
BRIDGE
Llfnsión:
Balduí Knstjansson
Olafur Ldrusson
Helstu viðburðir
ársins ’77
Nú I árslok 1977 vill bridge-
þáttur Þjóöviljans fara stutt-
lega yfir helstu viöburöi, sem
tengjast sögu bridge þetta ár.
Fyrst veröur á vegi okkar
sveit Hjalta Eliassonar, sem
bar ægishjálm yfir flesta keppi-
nautasinaá árinu. Sveitinsýndi
mikiö öryggi i þeim mötum sem
hún spilaöi f, og gott ef hún bar
ekki sigur úr býtum I þeim
flestum. Sveitina skipa, auk
Hjalta, þeir Asmundur Pálsson,
Einar Þorfinnsson, Guölaugur
R. Jóhannsson og Orn Arnþórs-
son.
Sveitin bar sigur úr býtum i
Islandsmóti i sveitakeppni, vel
fyrir ofan næstu menn, sem var
sveit ólafs Lárussonar, en hún
var skipuö i bland ungum og
reyndum og eldri. Auk Ólafs
voruHermann Lárusson, Bene-
dikt Jóhannsson, Hannes R.
Jónsson, Gestur Jónsson og
SigurjónTryggvason I sveitinni.
Kom frammistaöa sveitarinnar
nokkuö á óvart. 1 þriöja sæti
varö svo sveit Stefáns Guö-
johnsens, en auk hans voru i
sveitinni Simon Simonarson,
Höröur Arnþórsson, Þórarinn
Sigþórsson og Hallur Símonar-
son.
i Islandsmót 1 tvimenning
einokaöi pariö Höröur Arnþórs-
son og Þórarinn Sigþórsson, og
sigruöu þeir meö miklum glæsi-
brag. Þeir eru einnig núverandi
Reykjavlkurmeistarar i tvi-
menning. Báöir titlamir eru
þeir fyrstu, sem pariö hlýtur.
Gott afrek þaö.
I 2. sæti i íslandsmótinu I tvi-
menning uröu nokkuö aö
óvörum ungir menn frá Akra-
nesi, sem komust inn i mótiö
sem varapar. Það voru þeir Jón
Alfreðsson og Valur Sigurösson.
Valur hefur oft staöiö sig meö
miklum ágætum fyrr á sterkum
mótum en Jón hefur ekki fyrr
komist I verölaunasæti i
stórmóti I bridge. 1 þriöja sæti
uröu svo Stefán Guöjohnsen og
Simon Simonarson.
Bikarkeppni BSt, sveita-
keppni,var hrundiö af staö i ár.
Alls tóku 32 sveitir þátt i keppn-
inni sem var meö útsláttarfyrir-
komulagi. Þegar upp var staöiö,
eftir gifurlega jafnan úrslita-
leik, varð sveit Armanns J.
Lárussonar sigurvegari.
Auk Ármanns voru Jón Páll
Sigurjónsson, Haukur Hannes-
son, Sævin Bjarnason og
Vilhjálmur Sigurösson I sveit-
inni.
Þaö var sveit Jóhannesar
Sigurössonar úr Keflavik, sem
mátti bita í þaö súra epli aö
tapa á jöfnu fyrir Armanni og
co. í sveit Jóhannesar vorui
Einar Jónsson, Guömundur
Ingólfsson, Karl Hermannsson,
GIsli Torfason og Magnús
Torfason.
Bikarmeistarar I tvimenning
uröu þeirfélagar frá Hornafiröi
Jón Gunnar Gunnarsson og
Gunnar Karlsson. Þeir komu út
meö góöa skor og voru vel aö
sigrinum komnir. Jón Gunnar
er nú kominn til Sigluf jaröar, en
Gunnar til Reykjavikur.
Reykjavfkurmóti I tvi-
menning er nýlokiö. Eins og
fyrr sagöi báru þeir Hörður
Amþórsson og Þórarinn Sig-
þórsson sigur úr býtum eftir
geysiskemmtilega keppnivið þá
Guðlaug R. Jóhannsson og örn
Arnþórsson, sem höfnuöu i 2.
sæti.
Guðlaugur og öm, sem tóku
forystu fyrri daginn og hrein-
lega stungu alla af, gáfu allmik-
iö eftir siðari daginn, sem var
alveg nóg fyrir Hörö (bróöur
Arnar) og Þórarin. Þessi tvö
pör, auk Hjalta og Asmundar,
skipuöu landsliö tslands á
Evrópumótinu sl. sumar.
Og i 3. sætinu á Reykjavikur-
mótinu höfnuöu þeir frændur
Helgi Jónsson og Helgi Sigurös-
son, báöir ungir læknanemar;
sem hafa staöiö sig glæsilega
þaösem af er keppnistímabilinu
i vetur.
Vert er aö minnast á frammi-
stööu kvennaparsins Höllu
Bergþórsdóttur og Kristjönu
Steingrímsdóttur. Þær náöu 5.
sætinu, og hafa iöulega veitt
karlpeningnum haröa keppni
slöustu árin. Til dæmis náöu
þær st öllur 5. sæti I lslandsmóti i
tvim. 1974 og spiluöu þaö ár (þe.
Halla og Vigdis, fyrir Kristjönu)
á OL I tim. 1974. Reykjavikur-
móti I sveitakeppni 1977 lauk
meö sigri sveitar Hjalta Elias-
sonar. I 2. sæti varö sveit Þóris
Sigurössonar, en auk hans spil-
uöu i sveitinni Höröur Blöndal,
Guömundur Pétursson, Sig-
tryggur Sigurösson, Jón
Asbjörnsson og Gunnar Guö-
mundsson.
Islandsmótieinmenning, sem
jafnframt er firmakeppni BSÍ,
fór fram sl. vor. Sigurvegari i
þvi móti, eftir haröa keppni,
varö kempan Jóhann Jónsson
frá Siglufirði.
Sá er veitti honum mestu
keppnina og hafnaöi i 2. sæti,
var ólafur Lárusson (enda ætt-
aöur af sömu slóöum...)
Og í þriöja sæti varö Júliana
Isebarn. Þessi þrjú skáru sig
nokkuð úr og náöu góöu
heildarskori, sem hvert um sig
heföi dugaö til sigurs fyrri
tslandsmóta 1 einmenning.
Hæstri einstakri skor náöu
Zophanias Benediktsson 126,
Ólafur Láruss. 125 og frú
Júliana Isebarn 124. Þrjú stig-
hæstu firmu uröu:
1. Skeljungur (spilari
Zophanias)
2. Loftleiðir (spilari Ólafur
L.)
3. Bernhard Petersen (spilari
Júliana).
Eins og fyrr sagöi sendi
tsland liö á EM 1977. Þaö voru
Asmundur — Hjalti, Guölaugur
— örn og Hörður — Þórarinn.
Alls tóku 22 lönd þátt i mótinu
sem er svipaö og fyrri ár.
Arangur Islands var undir
meðallagi, en liöiö hafnaöi i 15.
sæti.
Liðiö náöi ágætum árangri
fyrri hluta mótsins og stóö þá
vel i þeim bestu, en þegar slga
tók á mótiö, kom úthaldsleysi i
veg fyrir frekari árangur. Enda
er ekki lengur spurt um árangur
liða sem fara frá Islandi til
keppni i'bridge, heldur er spurt,
komumst viö á mótiö?
Þegar slikar hugsanir þjá
menn kemst litiö annaö aö, og
þaö er atriöi sem veröur aö
laga. Akveöa veröur meö löng-
um fyrirvara, hvort skuli vera
meö i einstökum mótum fram-
tiöarinnar, siöan getum viö haf-
iö raunhæfan undirbúning innan
þeirra marka sem áhuga-
mennskan býöur upp á.
Onnur landsliö frá tslandi
tóku ekki þátt i neinu móti ööru
en þessu. Enginn spilari fór t.d.
á EM I tvÍmenningi,og veröur aö
segjast sem er, aö litiö og
þröngt er athafnasviö bridge-
spilara á Islandi I dag. Vonir
standa þó til, aö næsta ár veröi
lengi i minnum haft, þvi þá
veröur m.a. NM hér á landi,
sent verður ungl.-liö á EM-ul
1978 i Skotlandi, og næsta ár er
Olympluár. Auk þessa veröur
BR meö gestamót á Loftleiöum,
þar sem erlendir gestir munu
sækja okkur heim. Og næsta ár
er einnig afmælisár Bridgesam-
bandsins.
Og hérmeð lýkur yfirliti yfir
helstu viöburöi ársins sem er aö
liða og þess komandi.
Þátturinn óskar iandsmönn-
um öllum gleöilegs árs og friö-
ar.
Frá BR
Þættinum hefur borist dag-
skrá félagsins eftir áramót, og
er hún i helstu atriöum þessi:
4. jan. verður nýárskaffikvöld
félagsmanna.og á dagskrá verö-
ur Landstvimenningur (bikar-
keppni), ásamt fleiru.
Sveitakeppni 11. jan — 1. febr.
alls 4 kvöld. Monrad 16 spila
leikir. Þátttaka tilkynnist 4. jan,
en 2 efstu sveitir fá rétt til þátt-
töku i m.fl. aöalsv.k. Board A
Matchkeppni sveita 8. febr. — 1.
mars 4 kvöld Hámarksþátttaka
16sveitir. Þátttaka tilkynnist 1.
febr. Arangur veitir einni sveit
rétt til þátttöku i m.fl. aðal-
sveitakeppninnar.
Meistarakeppni i tvimenning
7. mars til 5. april, alls 4 kvöld.
Barometer 2 flokkar. Hvor 16
Framhald á bls. 3 0
75 ára '
Jóhann J. E. Kúld
Mér er sagt að Jóhann Kúld sé
75ára i dag. Ég vil nota tækifærið
i tiiefni af afmælinu og þakka
Jóhanni fyrir mikið og gott sam-
starf viö mig og fyrir hans mikla
og óeigingjarna starf, sem hann
hefur unnið með skrifum I Þjóö-
viljann um sjávarútvegs- og fisk-
veiðimál.
í þau tvö skipti, sem ég hef átt
sæti i rikisstjórn og haft með
stjórn sjávarútvegsmála að gera
naut ég góðs samstarfs viö
Jóhann Kúld og fékk frá honum
Menuhin
vill bjarga
föngum í
Uruguay
PARtS. Hinn heimskunni fiölu- >
snillingur, Yehudi Menuhin, hef-
ur hvatt alla tónlistarmenn til aö
neita aö koma fram i Uruguay
þar til argentinski pianóleikarinn
Miguel Angel Estrella og aörir
fangar þar i landi hafa veriö látn-
ir lausir.
Estrella, sem er fertugur, kom
fyrir herrétt I Montevideo i
Uruguay fyrir tveim dögum sak-
aður um aðild aö argentinskum
skæruliðasamtökum. Hann var
handtekinn 16. desember.
1 bréfi til franska blaðsins Le
Monde segir Menuhin m.a.: ,,Ég
hvet starfsbræöur mina og áheyr-
endur þeirra til að fordæma þá
sem hafa handtekið Miguel Angel
Estrella og neita að aðstoða þá,
leika fyrir þá eöa starfa fyrir þá
þar til hinum saklausu hefur ver-
iö sleppt úr haldi.”
margar ábendingar og mörg góö
ráð.
Jóhann er. eins og flestir vita
sem nokkuð hafa fylgst með
sjávarútvegsmálum hér á landi
siðustu áratugi, gagnfróður um
allt sem lýtur að-sjávarútvegi og
fiskveiöum.Hannhefur lika varið
meginhluta ævi sinnar sem
sjómaður, eða I störf, sem eru i
nánum tengslum við fiskveiðar og
fiskverkun og aðra þá vinnu, sem
sjávarútvegsfólk verður aö inna
af hendi.
Jóhann starfaði lengi hjá Fisk-
mati rikisins. Þar vann hann
brautryðjandastarf á sviði frétta-
miðlunar og upplýsingaþjónustu
fyrir fiskimenn og fiskverkendur.
Ég efast ekki um að störf Jóhanns
á þessu sviði hafa fært þjóðarbú-
inu hundruð miljóna i verðmeiri
framleiðslu.
Þekktastur er Jóhann senniléga
fyrir skrif sin I Þjóðviljann um
fiskimál. Greinar hans um þau
efni hafa örugglega verið mikiö
lesnar, enda hef ég oft orðið þess
var á ferðalögum mlnum um
landið, að vitnaö er i upplýsingar
Jóhanns i þessum greinum.
Ég er sannfæröur um að þeir
eru margir, sem á 75 ára afmæli
Jóhanns vilja, um leiö og þeir
árna honum heilla, þakka honum
fyrir greinarnar um fiskimál.
Slikt þakklæti mun Jóhann fá frá
sjómönnum og sjávarútvegsfólki
ilandiog frá útgerðarmönnum og
öörum þeim, sem áhuga hafa á
sjávarútvegsmálum. Jóhann
Kúld er ekki aðeins afburöavel að
sér á sviði sjávarútvegsmála;
hann er einnig ágætur rithöfund-
ur og hefur sent frá sér góðar og
athyglisverðar bækur.
Jóhann er lika gamall og þraut-
reyndur baráttumaður úr verka-
lýðshreyfingunni. t þeirri baráttu
hefur hann alltaf verið I fremstu
röð og hvorki látið hótanir né bliö-
mæli aftra sér frá að halda þaö
strik, sem hann hefur talið rétt-
ast.
Jóhann hefur skipað sér i raðir
Islenskra sósíalista og með þeim
hefur hann unnið öll sln starfsár
af dugnaði og samviskusemi, eins
i og honum er lagið.
Ég færi Jóhanni mlnar bestu
árnaðaróskir á 75 ára afmælinu.
i LUðvik Jósepsson
Á 75 ára afmæli Jóhanns Kúlds
A 75 ára afmæli Jóhanns J.E.
Kúld færir Þjóðviljinn honum
alúðarþakkir fyrir hans miklu
störf fyrir blaðið og islenska
verkalýðshreyfingu.
I áratugi hefur Jóhann Kúld
skrifað þáttinn Fiskimál i Þjóð-
viljann og miðlað þar iesendum
blaðsinsaf sinni miklu þekkingu
á sjávarútvegsmálum. Þessi
störf hefur Jóhann frá þvi
fyrsta til þessa dags unnið sem
sjálfboðaliði, og eru þeir ekki
margir, sem lagt hafa Þjóðvilj-
anum meira lið en Jóhann.
Jóhann Jón Eiriksson Kúld er
fæddur 31. des. 1902 að ökrum i
Hraunhreppi I Mýrasýslu. For-
eldrar hans voru hjónin Eirikur
Kúld Jónsson, bóndi þar, og Sig-
riður Jóhannsdóttir frá öxney á
Breiðafirði.
Jóhann hóf ungur sjó-
mennsku og hafði stundað sjó
um árabil, þegar hann settist að
i Noregi árið 1923, en þar var
hann búsettur I þrjú ár. A þeim
árum stundaði Jóhann bæði
veiðiskap og siglingar með
Norðmönnum. Arið 1926 kom
Jóhann heim og settist að á
Akureyri þar sem hann var bú-
settur I 15 ár. Þar stundaði
Jóhann sjómennsku, en alllengi
varð hann að dvelja á heilsuhæl-
um vegna berklaveikinnar, sem
víða herjaði á þeim árum.
Jóhann Kúld var einn af for-
göngumönnum að stofnun Sjó-
mannafélags Norðurlands, sem
nú heitir Sjómannafélag
Akureyrar, og var hann fyrsti
formaður félagsins og jafnan i
stjórn þess meðan hann bjó á
Akureyri.
Meðan Jóhann dvaldi á Krist-
neshæli, vann hann ötullega að
stofnun Sambands Islenskra
berklasjúklinga og gaf þá út
blaðið Berklavörn.
Þegar Jóhann fluttist til
Reykjavikur árið 1941 starfaði
hann fyrst I nokkur ár hjá
bréska flotanum við björgunar-
störf hér við land, en þetta var á
striösárunum. Slðan tóku við
störf hjá flugmálastjórn, en
lengst hefur Jóhann starfað hjá
Fiskmati rikisins nú á slöari ár-
um.
Jóhann hefur ætlö verið virk-
ur og áhugasamur félagi i
stjórnmálasamtökum islenskra
sósialista, fyrst á Akureyri, en
siðan i Reykjavik. Hann átti um
sinn sæti I miðstjórn Alþýðu-
bandalagsins, og var I kjöri
fyrir Sósialistaflokkinn I
alþingiskosningum bæöi á
Snæfellsnesi og I Mýrasýslu.
Þá hefur Jóhann einnig starf-
að mikið i samvinnuhreyfing-
unni og lengi verið formaður i
deildarstjórn KRON i Reykja-
vik. Um sinn átti Jóhann sæti i
stjórn StBS, og i stjórn Rithöf-
udafélags Islands hefur hann
einnig setið
JóhannKúld errithöfundur og
hefur gefiö út margar bækur,
flestar tengdar lifi sjómanna.
Fyrsta bókin var tshafs-
ævintýri, sem út kom á
Akureyri árið 1939. Meðal siöari
bóka Jóhanns eru: Sviföu segl-
um þöndum, útkomin 1940, A
hættusvæöinu, útkomin. ,1942,
Um heljarslóö, útkomin 1943, A
valdi hafsins útkomin 1946,
Þungur var sjór, útkomin 1948.
Kvæðabók hefur Jóhann og
gefið út, hún kom 1955 og heitir
Upp skal faldinn draga. Nú hef-
ur Jóhann hafið ritun ævisögu
og kom fyrsta bindi hennar — 1
stillu og stormi — út nú fyrir
stuttu.
Jóhann kvæntist 1927
Halldóru Þorsteinsdóttur, en
hún dó sjö árum siðar. Arið 1941
kvæntist Jóhann Geirþrúði
Jóhönnu, hjúkrunarkonu,
Asgeirsdóttur bónda á
Arngeröareyri viö tsafjaröar-
djúp Guðmundssonar. Hafa
þau lengi búiö aö Litlageröi 5 i
Reykjavik, og þar er þeirra
heimili nú.
Þjóðviljinn sendir Jóhanni og
fjölskyldu hans bestu árnaðar-
óskir á 75 ára afmælinu. Viö
þökkum Jóhanni langt
samstarf, sem ætft) hefur veriö
ánægjulegt og Þjóðviljanum og
málstað hans til heilla.
Þjóöviljinn.