Þjóðviljinn - 31.12.1977, Page 30

Þjóðviljinn - 31.12.1977, Page 30
30 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. desember 1977 Launagreiöslur hjá Eimskip Til fyrirmyndar sagöi Guömundur J. Guðmundsson Eins og skýrt var frá i Þjóðvilj- anuin i gær borgaði Eimskipa- félag íslands ekki út laun til verkamanna á fimmtudag, eins og venjulega, og lögðu tveir vinnuflokkar niður vinnu af þeim sökum. Guðmundur J. Guðmundsson varaformaður Dagsbrúnar hafði samband við Þjóðviljann i tilefni af þessari frétt blaðsins og vildi leiðrétta þann misskilning, sem lesa má af henni, að launakerfi Eimskips sé veikbyggt og að óregla sé á greiðslum vinnulauna þar. „Eimskip er næst stærsti vinnuveitandi Dagsbrúnar- manna”, sagði Guðmundur ,,og það er ekki aðeins að útborganir hjá þessum atvinnurekanda eru til einstakrar fyrirmyndar, heldur í dag? Þjóðviljinn hringdi i Arna Gunnarsson ritstjóra Alþýðu- blaðsins i gær og spurði hvernig samningar blaðsins við Reykja- prent fengu. Hann sagðist ekkert vilja segja um málinenbúastvið að sæifyrir endann á þeim fyrir hádegi i dag. Við munum skýra frá samning- unumogöllusem þeim við kemur i fyrsta blaði eftir áramót ef þetta er þá ekki búið spii, sagði Arni. einnig greiðslur launatengdra gjalda, svo sem i lifeyrissjóð, orlofssjóð og félagssjóð. Við vitnum jafnan til þessarar skiivisi Eimskips, þegar við erum að ströggla við aðra vinnuveit- endur á félagssvæðinu,” sagði Guðmundur, „sem margir hverjir greiða ekki launatengdu gjöldin á réttum timum.” Um vanhöld á greiðslum á fimmtudag sagði Guðmundur, að i samningum verkamannasam- bandsins væri ákvæði um að greiða mætti út á föstudegi ef greitt væri i peningum, og hefði Eimskip þvi talið sig vera i rétti til þess að draga launagreiösl- urnar um einn dag. Ástæðan var veikindi eins starfsmanns á launadeild Eimskips og einnig það að ekkert Eins og fram hefur komið áður hefur okkur verið boðin aðstoð frá A-pressunni og verkalýðssam- böndunum á Norðurlöndum. Okkar hugmynd er að iiða ekki út af. Það yrði heldur sárt fyrir þá sem eru að reyna að styðja við bakið á verkalýðshreyfingunni, hvort sem þeir eru i Alþýðu- bandalagi eða Alþýðuflokki, að tapaðist eitt málgagn hennar. Fyrir okkur er þetta fyrst og fremst hagsmunabarátta, sagði Arni að lokum. __(jpr var unnið á mánudegi, sem var annar i jólum, og voru tölvuút- reikningar þvi ekki tilbúnir. „Eftir að þetta varð ljóst,” sagði Guðmundur, „urðu menn sammála um að hef ja vinnu á ný ef greitt yrði út á föstudags- morgni, sem og var gert.” —A1 Ásakanir læknis: Flýtt fyrir dauda van- heilla ung- barna LONDON. Læknir einn i London hefur gefið til kynna að sumir starfsbræður sinir gefi vanheiium eða vansköpuðum ungbörnum of stóra skammta af lyfjum og van- næri þau tii dauða. Dr. Margaret Whete, sem á sæti á borgarráði, bar fram þess- ar ásakanir á blaðamannafundi. Var hún að boða upphaf herferðar gegn þessu atferli. „Okkur hefur um tima verið kunnugt um, að ýmsir læknar hafa notað vafasamar aðferðir sem ieiða til láts vanheilla barna, með ofgjöf lyfja og vannæringu” sagði dr. White. Hún kvaðst hafa undir höndum skýrslur frá hjúkrunarkonum sem sýna að tilfellum fer fjölg- andi. Þar segir á þá leið, að börnin séu svo dösuð af sterkum lyfjum að þau geti ekki hrópað á fæðu, þeim er þá gefið minna og endirinn verður sá að þau deyja úr hungri. Hjúkrunarkona ein tók til máls á blaðamannafundinum og kvaðst hafa sagt upp starfi til að mótmæla meðferð á fjögurra mánaða gömlu vansköpuðu barni. Hún hvatti fleiri af starfs- fólki heilbrigðisþjónustunnar til mótmæla. Samtökdr. Whitevilja beita sér fyrir löggjöf sem herðir á rann- sóknum á dauða ungbarna. Félagið telur sig hafa heimildir fyrir þvi, að 500 af um 2500 börnum sem fæðast með vissa bæklun i hrygg, séu svelt til bana á fyrstu mánuðum ævi sinnar. Frá og með 1. janúar 1978 hækkar brunabótamat um 35%. SKIPAUTGCRB RIKISIJCS M.s. Hekla fer frá Reykjavik fimmtu- daginn 5. janúar vestur um land I hringferð. Vörumóttaka alla virka daga til 4. janúar tii Vestfjarðahafna, Norður- fjarðar, Siglufjarðar, Ólafs- fjarðar, jAkureyrar, Húsa- víkur, Raufarhafnar, Þórs- hafnar og Vopnafjarðar. M.s. Esja fer frá Reykjavik mánudag 9. janúar austur um land i hringferð. Vörumóttaka alla virka daga til 7. janúar til Vestmannaeyja, Aust- fjarðarhafna, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsavikur og Akureyrar. Torfi Framhald af bls. 7. baki. Komst hann um kvöldið aö Borgargarði, sem er smábýli i út- jaöri Djúpavogs og tók þar gist- ingu. Búendur I Borgargarði 1884 munu hafa verið hjónin Jó'n Jóns- son frá Núpi og Anna Jónsdóttii frá Veturhúsum. Heim komst svo Magnús me? kaupstaðarvarning sinn næsts kvöld. Og bráttfórum búr og eld hús I Vindborðsseli ferskur ilmui af kornvöru, kaffi og töbaki. A næsta degi ukust þar jólaannir þvi að kaffi varð að brenna og korn að mala i jólalummurnar Lika var fram tekin fjöl og tóbaksskurðarjárn, þvi að rjóliö varð að skera frá Brownsbræör- um f borginni við sundin blá. Ekki verður hjá þvi komist, að skýra hér frá þvi, hvað dvaldi vöruskipið „Onnu”, sem brást vonum Austur-Skaftfellinga á haustnóttum 1884. Allir töldu vist að skipið hefði farist I hafi með manni og mús; slikt var ekki óal- gengt að Atlantshafið með sina djúpu Islandsála grandaði einu veikbyggðu seglskipi i haust- stormum. ísland var ekki I nein- um tengslum við veröldina hand- an hafsins, og fréttir til landsins bárust ekki hingað eftir öðrum leiðum, en með bréfum, sem oft voru lengi á leiðinni. Verslunar- stjóripn, Jónsen á Papósi, vissi ekkert meira en aðrir um afdrif skipsins,og þótt hann beindi sjón- auka sinum öðru hvoru til hafs, bar þar ekkert markvert fyrir augað. En hinn 9. mars árið 1885 rak sunnanpóstur koffortahestana sina heim traöimar I Hólum, og þegar búiö var að opna póstkoff- ortin, kom þar i ljós sendibréf til Jónsens & Papósi, stimplað i Kaupmannahöfn. A næsta degi var riðið með þetta merkis bréf upp á Papós og Jönsen af- hent það. Þetta bréf hafði þá þær fregnir að færa, að „Phil” skipstjóri á „önnu” hefði komið skipi sinu til Nor- egs á jóladaginn 1884 — rétt um sama leyti og heimilisfólk i Vindborðsseli á Mýrum var að gera sér dagamun með ilmandi kaffiog tóbaki. Hafði skipið lask- ast eitthvað i ofviðri og varð þvi að leita hafnar i Noregi i tvö skipti til viðgeröar. Svo bar það til á annan I páskum, sem þá bar upp á 7. april, að bjarmaði fyrir seglum á Lónsvikinni,og brátt var vöruskipið Anna lagst við festar á legunni á Papósi, eftir 215 daga hrakninga á hafinu milli Islands og Danmerkur. Fregnin um skipskomuna fór eins og fagnað- arbylgja um byggðir Austur- Skaftafellssýslu, og næsta daga glumdu götutroðningar héraðsins undan hesthófum ferðamanna, sem ýmist voru á leið i kaupstað- inn eða á heimleiö meö vörur. Ekki skilaði þó Papósskipið öll- um vörum farsæUega á land, þvi aðsamkvæmtskipsskjölum vant- aði einn kassa með forklæöadúk og meðölum. Sýslumaöur Austur-Skaftfell- inga, Sigurður Ólafsson. sat þá á Kirkjubæjarklaustri,og var tafar- laust sent til hans, til aö kæra vöruþjófnaðinn. Ekki var unnt aö ná til sýslumannsins nema með því móti að skrifa honum kæru- bréf og að senda hraöboða með það vestur að Kirkjubæjar- klaustri. Var til þeirrar ferðar fenginn trúveröugur maður, Páll Þorsteinsson, móöurafl Valdi- mars I Amanesi. Páll fékk til feröarinnar nokkra úrvals feröa- hesta, enda var hann aöeins 12 daga á leiöinni fram og til baka. Þegar sýslumaður svo geystist i hlað á Papósi, var vörukassinn fyrir löngu kominn I leitirnar. En kaupstaðurinn iðaði af lifi og fjöri feröamanna því fólk kom hvaðan æva að, tii að ná sér I kornlúku kaffi, sykur og rjól — og konurnai til að kaupa sér klúta. Torfi Þorsteinsson i.EIKFRlAG REYKIAViK.UK SKALD-RÓSA 3. sýning þriðjudag. Uppselt. Rauð kort gilda. 4. sýning föstudag kl. 20:30. Blá kort gilda. 5. sýning 8. janúar kl. 20:30. Gul kort gilda. SKJALDHAMRAR miðvikudag kl. 20:30. SAUMASTOFAN fimmtudag kl. 20:30. Fáar sýningar eftir. Miðasaian i Iðnó er lokuð I dag og sunnudag 1. janúar. Opnar mánudaginn 2. janúar kl. 14:00. Simi 1 66 20. GJeðilegt ár! Bridge Framhald á bls. 25 para. Meistarakeppni sveita 12. april — 31. mai, 7 kvöld. Þátt- taka i 1. flokk tilkynnist 5. april, en 8 sveitir skipa m.fl. sem velj- ast þannig: 4 sveitir eiga rétt frá siðasta ári, 1 úr hraðsveita- keppninni sl. haust 2 úr sveita- keppninni sem hefst 11. jan., og 1 úr Board A Match-keppninni, alls 8 sveitir. Og loks Barometer-keppnin að Loftleiðum 4. og 5. mars. Þátttakendur valdir sérstak- lega (boðsmót), en spilað verð- ur að Loftleiðum. Nánar síðar. Spilað er á miðvikudögum, i Domus Medica. Keppnisstjóri verður eftir áramót Agnar Jörgensson. Keppnisstjóri fyrir áramót var Páll Hjaltason. Frá Reykjanesi Reykjanesmótinu i sveita- keppni, undanúrslit, verður framhaldið annan sunnudag, þ.e. sunnudaginn 8. janúar. Lýkur þá undankeppninni. Spil- að er i Þinghól, Kóp. Spila- mennska hefst stundvislega kl. 13.00 Fjórar (4) efstu sveitirnar i hverjum riðli komast I úrslit, auk meistara fyrra árs. Reykjanessvæðið á nú rétt á 5 sveitum inn I Islandsmót, auk 2. varasveitar. Undankeppni fyrir tvimenn- inginn verður auglýst nánar sið- ar. Þará svæðið réttá lOpörum inn i íslandsmót, sem er mjög gott hlutfall. Frá Ásum Aðalsveitakeppni félagsins verður framhaldið mánudaginn 9. jan. Þá verður spiluð 5. um- ferð, og mætast þá m.a. sveitir Jóns Hjaltasonar og Sigtryggs Sigurðssonar. Frá TBK Væntanlegir keppendur i aðalsveitakeppni félagsins eru minntir á, að hún hefst fimmtu- daginn 5. janúar n.k. Þátttöku- tilkynningar skuii hafa borist fyrir þann tima, til Éiriks Helgasonar s: 16548. Hann mun einnig veita alla þá aðstoð sem hægt er til myndunar sveita þeim pörum er þess óska. Spilað er i M.fl og l.fl. Keppnisstjóri er Agnar Jörgenson. Spilað er i Domus Medica, og hefst keppni kl. 20.00. Frá Skák-Bridge keppninni........... A miðvikudaginn var, hófst árleg keppni BR-TR sem kaUast „Ská k-B ridge ’ ’-keppnin. Undanfarin ár, hafa bridge- menn borið „léttan” sigur úr þessum viðskiptum, hvað sem nú gerist? Þátturinn mun skýra frá úr- slitum er þau liggja fyrir. Lið bridgemanna er þannig skipað: Karl Sigurhjartarson — Þórar- inn Sigþórsson, Jón Baldursson — Þórir Sigursteinsson, Gisli Hafliðason — Sigurður Þor- steinsson, Vilhjálmur Þ. Páls- son — Gunngeir Pétursson, Bragi Björnsson — Magnús Aspelund, Gestur Jónsson — Sigurjón Tryggvason Meðal skákmanna má nefna þá Jón Þorsteinsson , Þráin Sigurðsson, Jóhann Þóri, Ómar Jónsson, Birgi Sigurðsson, Leif Jósteinsson og Gylfa Magnús- I son, auk annarra sterkra manna. Framtíö Alþýdu- blaðsins ráðin

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.