Þjóðviljinn - 07.01.1978, Blaðsíða 12
12 SiÐA — ÞJÓDVILJINN Laugardagur 7. janúar 1978
IISIIlllIilIIillllllISllII !
lÍÍllllÍMilllllllMMIMl
IlflllllIÍIIIIIIIIIIIIIIII i
IIIHÍÍf
■
Likan af skipulagshugmynd finnska arkitektsms Alvars Aaltoaf Háskólasvæhinu.
Áfangaskipting hagkvæmari
en stórátök
Eins og kunnugt er hefur Happdrætti Háskóla islands
kostaö allar helstu framkvæmdir Háskólans frá upphafi
starfsemi sinnar, eöa sl. 44 ár. Ef litið er yfir tíu ára
timabil, 1968-1978, má sjá, aö verömæti seldra miöa í
happdrættinu hefur aukist úr 112,5 miljóna króna árið
1968 í 1770 miljónir 1978, og er þá miðað viö áætlun þá
sem geröer á f járlögum. Árið 1968 varð heildarhagnaður
af rekstri happdrættisins 21.9 miljónir króna. Á f járlög-
um fyrir áriö 1978 er gert ráð fyrir því, að 337 miljón
króna hagnaður verði af happdrættisrekstrinum, og þar
af renni 57 miljónir í ríkissjóð til framkvæmda rann-
sóknastofnana atvinnuveganna, en 280 miljónir króna til
framkvæmda Háskóla islands.
Hér fer á eftir kynning á örfáum atriðum í skipulags-
málum Háskólans ásamt upplýsingum um stúdenta-
f jölda og horfur á aðsókn að skólanum næstu árin.
—eös
Greinargerð háskólaráðs
Snemma á sl. ári samþykkti
háskólaráft skipulagshugmynd
fyrir háskólalóöina, sem hinn
heimsfrægi finnski arkitekt Alvar
Aalto lauk viö áöur en hann lést
áriö 1976. Hugmynd sú hefur ver-
iö kynnt i fjölmiölum. Teiknistofa
Aaltos geröi einnig llkan af skipu-
lagshugmyndinni, sem nú hefur
veriö i skoöun hjá Reykjavfkur-
borg i nærfellt eitt ár. Eölilegt er,
aö þaö taki alllangan tima fyrir
skipulagsyfirvöld aö taka afstööu
til svo viöamikillar tillögu um
skipulag eins af þýöingarmestu
svæöum borgarinnar. Vonandi
fæst þó bráölega niöurstaöa I
málinu, þvi aö brýnt er aö hefja
undirbúning tveggja næstu bygg-
inga á háskólalóöinni sem fyrst.
í viöamikilli ályktun háskóla-
ráös frá 3. nóvember s.i. er gert
ráö fyrir því, aö tvær næstti bygg-
ingar á háskólalóöinni risi hvor
sinu megin Suöurgötu. Onnur
bygg’ingin á aö vera almennt
kennsluhúsnæöi fyrst og fremst
fyrir hugvisindagreinar austan
Suöurgötu, en hin kennslu- og
rannsóknahúsnæöi fyrir verk-1
fræöi og önnur raunvisindi vestan
Suöurgötu.
Alyktun háskólaráös, sem felur
i sér forgangsrööun bygginga á
háskólalóöinni og tillögu aö bygg-
ingaáætlun fram til 1986 ásamt
áætlun um fjármögnun hefur ver-
iö send fjármálayfirvöldum til
skoöunar og mun veröa kynnt
betur siöar.
1 áætlun háskólaráös, sem
byggöist m.a. á ýtarlegri könnun
nefndar á húsnæöisþörfum Há-
skólans, er ekki gert ráö fyrir
viöbótarframlagi rlkissjóös viö
happdrættisféö árin 1978-1980
vegna framkvæmda á háskóla-
lóöinni, en um nokkurra ára skeiö
hefur þaö veriö 50 milj. kr. eöa
rúmlega þaö. Frá og meö 1981 er
hins vegar gert ráö fyrir viö-
bótarframlagi rikissjóös, sem
yröi mismunandi eftir þvi hvaöa
leiö yröi valin af þeim leiðum,
sem háskólaráö bendir á. Fram-
kvæmd áætlunarinnar er þvi háö
viöbrögöum fjárveitingarvalds-
ins, en I greinargerö háskólaráös
meö forgangsrööun verkefnanna
Vfirlitsmynd af Háskólasvæöinu. Byggingar Háskólans eru merktar á myndinni. 1. Enskudeild Aragötu 14
2. Nýi garöur 3. Lögberg 4. Arnagarður 5. Gamli garöur 6. tþróttahús 7. Aöalbygging
8. Verkfræöideild 9. Jarðfræðihús 10. Félagsheimiii stúdenta 11. Verkfræðideild 12. Verkfræðideild
13. Raunvisindastofnun 14. Háskóiabió
og áætluninni I heild er eftirfar-
andi tekiö fram:
„Tillögur þessar fela i sér tvö
meginatriöi, sem vert er aö horfa
sérstaklega i huga:
1. Afangaskiptingu samkvæmt
fyrirframgerðri áætlun i fram-
kvæmdum i þágu Háskóla Is-
lands sem viö Islenskir aöstæö-
ur er bæöi skipulagslega og
fjárhagslega hagkvæmari en
stórátök meö löngu millibili.
2. Forgangsrööun verkefna á há-
skólalóð næstu 7-8 árin, sem
unnin hefur veriö I viötæku
samstarfi milli deilda og sér-
fræðinga innan skólans. Slik
vinnubrögö gera þaö auöveld-
ara aö einbeita ser aö fáum,
ákveðnum verkefnum hverju
sinni.”