Þjóðviljinn - 07.01.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 07.01.1978, Blaðsíða 3
Laugardagur 7. janúar 1978 þjöÐVILJINN — SIÐA 3 Nýtt ávarp frá 77-hreyfingunni: Baráttunni veröur haldið áfram VIN 6/1 Reuter —Tékkóslóvaskir andófsmenn hvöttu til þess i dag aö allir pólitiskir fangar í landinu yröu látnir lausir og að öryggis- lögreglan hætti að áreyta baráttu- menn fyrir mannréttindum. Askorunin var send út á eins árs afmæli Mannréttindaskjals 77, en flestir þeirra, sem að þvi skjali stóðu, voru stuðningsmenn Alex- anders Dubceks, fyrrum leiðtoga Kommúnistaflokksins i Tékkó- slóvakiu. Sovétrikin og önnur Varsjárbandalagsríki hrundu stjórn Dubceks frá völdum með innrás i Tékkóslóvakiu árið 1968, sem kunnugt er. 1 áskoruninni, sem birt var i dag, hvetja talsmenn 77-hreyfing- arinnar tékkóslóvösku stjórnina til þess að taka upp viðræður við andófsmenn. Avarpinu var dreift á laun i Prag og efni þess simað til tékkóslóvaskra andófsmanna i Vin. 1 ávarpinu er meðal annars skýrt svo frá, að andófsmenn hafi i hyggju að stofna til táknræns hungurverkfalls i Prag i næstu viku, um leið og hæstiréttur landsins tekur fyrir áfrýjanir fjögurra andófsmanna, sem sak- aðir voru um að grafa undan ör- yggi rikisins og dæmdir i október s.l. Avarpið er undirritað af þremur talsmönnum mannrétt- indahreyfingarinnar, Jiri Hajek, sem var utanrikisráðherra i stjórn Dubceks, Ladislva Hejdan- Jiri Hajek — andófsmenn hafa opnað augu almennings fyrir ástandinu. ek, heimspekingi, og söngkonunni Mörtu Kubisovu. í ávarpinu er viðurkennt að hreyfingunni hafi mistekist að fá fram breytingar á kerfinu i Tékkóslóvakiu, en hinsvegar hafi barátta hennar haft mikil áhrif á almenning, sem hafi nú gert sér ljóst hversu mannréttindi væru litilsvirt i landinu. Þá segir að svo virðist sem heldur hafi dregið úr kúguninni, en kúgunaraðferðum sé þó áfram beitt gagnvart stuðn- ingsmönnum mannréttindahreyf- ingarinnar, sem misst hafi at- vinnu sina eða fái ekki vinnu. Talsmenn hreyfingarinnar segja aðalls hafi 832 menn skrifað und- ir Mannréttindaskjal 77. 1 hinu nýja ávarpi er bent á að samkvæmt tékkóslóvöskum lög- um hafi menn rétt til að bera fram kvartanir og einnig er visað tilalþjóðlegra samþykkta um það efni. Talsmenn andófsmanna segjast hafa fengiö mikinn stuðn- ing erlendis og muni þeir halda starfi sinu áfram, hvað sem gagnaðgeröum stjórnvalda liði. Þeir telja að fremur fáir pólitiskir fangar séu i landinu, en margir andófsmenn hafi hinsvegar verið ofsóttir á grundvelli ásakana um ýmislegt athæfti utan stjómmála, þar á meðal fyrir að hafa veitt lögreglunni mótspyrnu. Andófsmenn þeir, sem koma fyrir hæstarétt i næstu viku, eru Ota Ornest og Frantisek Pavli- cek, fyrrum leikhússtjórar, leik- ritahöfundurinn Vaclav Havel og blaðamaðurinn Jiri Lederer. Ornest var dæmdur til þriggja og hálfs ársfangelsisvistar i október og Lederer til þriggja árs fang- elsisvistar. Hinir tveir fengu skil- orðsbundna dóma. Allir skrifuðu þeir undir 77-skjalið, nema Orn- est. Víetnamar sækja inn í Kambódíu Bidja Kínverja að stilla til friðar SINGAPÚR 6/1 — Sendiráðs- menn i Singapúr segjast hafa frétt að vietnamskar hersveitir hafi sótt allt að 64 kilómetrum inn i Kambódiu og sé höfuðborg landsins, Pnompenh, jafnvel I hættu fyrir þeim. Otvarpið i Pnompenh skýrði svo frá i dag að Vletnamar hefðu þegar hernumið allstórt svæði af kambódisku iandiog sæktu nú að héraðshöfuð- borginni Svay Rieng, sem er á svo kölluðu „Páfagauksnefi”, kam- bódiskri landspildu sem skagar inn i Vietnam. Útvarpið segir Vietnama einnig sækja inn i Takeo-hérað fyrir vestan Mekong og hafa tekiö mik- ilvægan bæ að nafni Kaoh Andet, sem er um 30 kilómetra frá landamærunum. Kambódiumenn segjast gera gagnárásir með góö- um árangri, en liklegt er engu að siður að Vietnamar hafi yfirleitt betur, enda er her þeirra miklu sterkari en sá kambódiski. Vo Dong Giang, aðstoðarutan- rikisráðherra Vietnams, sagði i dag að Kambódiumenn bæru alla ábyrgð á bardögunum á landa- mærunum. Hefðu Kambódfu- menn ráðist inn á vietnamskt land og framið hryðjuverk á vopniausu fólki, svo að Vietnam- ar hefðu verið tilneyddir til gagn- aðgerða. Hann sagöi einnig að ó- friður þessi kæmi engum að gagni nema sameiginlegum óvinum Vi- etnams og Kambódiu og skoraði á „bræðraþjóðir” að reyna að stilla til friðar. Er talið að ráðherrann hafi þar einkum átt við Kina. Carter og Sadat „fullkomlega sammála” ASÚAN 6/1 Reuter — Búist er viö þvi aö Anúar Sadat Egyptaforseti muni innan fárra daga eiga viö- ræöur viö þá Ilússein Jórdaniu- konung og Múhameö Resa Pahlavi transkeisara i þeim til- gangi aö styrkja aöstööu sfna fyrir viöræöur þær viö tsrael um stjórnmái og hermál, sem nú fara i hönd. Sagt er aö báðir þessir þjóöhöföingjar muni koma til Egyptalands innan skamms og einnig Hassan Marokkókonung- ur, sem varð hvaö fyrstur leiötoga Arabarikja til þess aö bregöast vinsamlega viö tsraels- för Sadats i nóvember. Viðræður Sadats við konungana tvo og keisarann munu að miklu leyti fjalla um viðræður hans við Carter Bandarikjaforseta i Asúan nýverið. Sagði Sadat eftir þær viðræöur að þeir Carter hefðu orðið „fullkomlega sammála.” Þeir Jórdaniukonungur og írans- keisari ræddu viö Carter nokkr- um dögum áður i Teheran. Fréttaskýrendur i Egyptalandi telja að viðræður HUsseins og Sadats muni einkum snúast um Vesturbakkahéruöin, sem ísrael heldur hersetnum. Egyptar leggja áherslu á að Palestinu- menn i Vesturbakkaherbúðun- fái sjálfsákvörðunarrétt, en Israel hafnar þvi og býður Framhald á bls. 14. Hvorugur myndi vinna kjarnorkustríð NEW YORK 6/1 Reuter — Banda- riskir hernaðarsérfræðingar hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hvorki Bandarikin né Sovétrikin myndu hafa sigur, ef til kjarn- orkustriðs kæmi á milli þeirra, að sögn blaðsins New York Times. Sérfræðingarnir telja að visu að Bandarikin gætu hrundið af sér á- rásum geröum með kjarnorku- vopnum, en hinsvegar myndu Bandarikjamenn og bandamenn þeirra eiga erfitt með að standast atlögur sovéskra herja, sem bún- ir væru venjulegum vopnum, i Evrópu og Austurlöndum fjær. Einnig eru Sovétmenn taldir hafa mikla möguleika á að hindra að Vesturlönd komi að sér oliu. ÁFRAM ÍSLAND Hópferð á heimsmeistarakeppnína í handknattleik 26. janúar — 5. febrúar Verð kr. 98.100.- Innifalið i verðinu: flug, rútuferðir, gist- ing, morgunverður og aðgöngumiðar á alla leikina. Beint flug til Árósa og heim frá Kaupmannahöfn. Samvinnuferðir Austurstræti 12 Rvk. simi 27077 Keppni i nútimafimleikum verður I iþróttahúsi Kennaraháskóla íslands i dag, 7. janúar,kl. 15.00. Ný keppnisgrein á Is- landi. Fimleikasamband Islands Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.