Þjóðviljinn - 26.01.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.01.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞjóÐVILJINN Fimmtudagur 26. janúar 1978. Minning Hannes Pálsson frá Undirfelli F. 18.4. 1898 — D. 15.1.1978 Hannes Pálsson, frá Undirfelli, andaöist aö heimili sinu hér i Reykjavik aöfaranótt 15. þ.m. nær áttræöur aö aldri. MeöHannesiPálssynier fallinn ivalinn eftirtektarveröur og stór- brotinn persónuleiki, sem viöa kom viö á langri lifsleiö. Hann lét margvisleg málefni til sin taka, tók lengi virkan þátt I félags- málastarfi og stjórnmálabaráttu. Um hann stóö oft mikill styr, eins og veröa vill um þá, sem i sviös- ljósi standa og i fylkingarbrjósti berjast. En ekki ætla ég að Hann- esi hafi þótt sliktneitt tiltökumál, heldur nánast tekiö þaö sem sjálf- sagðan hlut og óhjákvæmilegan i vigaferlum stjórnmálabarátt- unnar. Hannes Pálsson var Húnvetn- ingur aö ætt og uppruna og starf- aöi i heimahéraöi sinu fram til fimmtugsaldurs/Hann fæddist 18. april 1898 á Eiösstööum i Blöndu- dal, Austur-Húnavatnssýslu. For- eldrar hans voru Páll Hannesson, bóndi þar,og Guörún Björnsdóttir kona hans. . Aö Hannesi stóöu styrkir stofnar i báöar ættir. Páll faðir hans var sonur Hannesar Guömundssonar, bónda á Guö- laugsstöðum i Blöndudal, sfðar á Eiösstööum, enkona Hannesar og móðir Páls var Halldóra Páls- dóttir i Hvassahrauni, Jónssonar. Hannes lést 26.3.1921, 79 ára aö aldri, en Halldöra 31.12. 1914, einnig 79 ára gömul. Einn sona Hannesar á Guð- laugsstööum var hinn þjóökunni merkismaöur Guömundur Hann- esson, prófessor, og var hann þvi föðurbróðir Hannesar Pálssonar. Móöir Hannesar Pálssonar, Guörún Björnsdóttir, var dóttir Björns Eysteinssonar, er lengst bjó á Orrastöðum i Torfalækjar- hreppi, og fyrri konu hans Guö- bjargar Jónasdóttur frá Tindum i Svinavatnshreppi. Var hún elsta barn Björns og dvaldi m.a. meö honum á Réttarhóli á Grims- tunguheiði viö haröan og erfiðan kost, svo sem lesa má um aö nokkru i sjálfsævisögu Björns Eysteinssonar. Hannes Pálsson varð gagn- fræðingur á Akureyri 1915 og stundaði siöan nám viö Sam- v in n u s k ó 1 a n n , veturinn 1918—1919. Hann var bóndi á Und- irfelli i Vatnsdal 1925—1943 og aö nokkru i félagi viö son sinn til 1949, enþá brá hann búi og fluttist til Reykjavikur og var búsettur þar upp frá þvi. Hannes Pálsson hóf störf hjá Búnaðarfélagi Islands i Reykja- vik 1946 og vann þar ávallt siöan sem fulltrúi viö útreikninga á jarðabótum. Jafnframt var hann lengi fulltrúi i fjármálaráöuneyt- inu og starfaöi viö fasteignamat rikisins. Hann var skipaöur i Lánadeild smáibúöa 1953 og i stjórn hins almenna veölánakerf- is 1955. Þegar lögin um Húsnæöis- málastofnun rikisins voru sett 1957, var Hannes kosinn af Al- þingi i húsnæöismálastjórnog átti þar sæti til 1976, eöa lengur en nokkur annar til þessa. Sinnti hann þvi starfi, sem öörum, af mikilli samviskusemi og varöi til þess ærnum tima. Hannes haföi alla ævi brenn- andi áhuga á félagsmálum og þá ekki sist stjórnmálum. Hann heillaöist af Jónasi Jónssyni frá Hriflu og hugöarefnum hans meö- an hann var i Samvinnuskólanum og gerðist eindreginn fylgismaö- ur samvinnustefnunnarog Fram- sóknarflokksins. Heima í héraöi voru þeir Jón i Stóradal og Guö- mundur i Ási helstu forgöngu- menn Framsóknarflokksins og fyrir andstæöri fylkingu fóru Þór- arinn á Hjaltabakka og siöar Jón á Akri. Hanneshaföi miklar mæt- ur á Jóni i Sóradal og taldi hann langfremstan sinna flokksmanna i héraöi. Þegar Framsóknar- flokkurinn klofnaöi 1933 og Bændaflokkurinn var stofnaöur, fór Jón i Stóradal fram f A-Hún., fyrir Bændaflokkinn. Er þaö ætlan min, aö þá hafi Hannes átt i nokkru striöi við sjálfan sig um hvaögeraskyldi, enmálalokuröu þau, að hann fylgdi áfram sinum gamla flokki og ekki aöeins þaö, heldur gerðist hann nú frambjóð- andi hans og merkisberi I kjör- dæminu. Var Hannes oft siöan i kjöri i Austur-Húnavatnssýslu fyrir Framsóknarflokkinn, og háöu þeir Jón Pálmason marga fræga hildi,en Jónitókst þó jafnan að halda velli, uns hann féll að lokum fyrir Birni Pálssyni á Löngumýri, bróður Hannesar. Heima i héraöi valdist Hannes Pálsson til margvislegra trúnaðar starfa fyrir sveitunga sina og sýslubúa. Hann var lika ágætlega til þess fallinn vegna áhuga og glöggskyggni. Hann sat i hrepps- nefnd Asahrepps i tólf ár og i sýslunefnd i sex ár. 1 stjórn Bún- aöarfélags Svinavatnshrepps sat hann i fjögur ár og var endur- skoöandi Kaupfélags Húnvetn- inga I tuttugu ár. Þá átti hann sæti i miöstjórn Framsóknar- flokksins allt frá 1934 og munhafa Iátiö þar verulega til sin taka. Hannes var skipaður I milli- þinganefnd i skattamálum 1947, milliþinganefnd til aö semja frumvarp um húsaleigulög 1951 og I milliþinganefnd til aö gera tiilögur I húsnæöismálum kaup- staða og kauptúna 1956; þá átti hann sæti i Yfirfasteignamats- nefnd rikisins 1938—1945 og var formaður Landsnefndar fast- eignamatsins 1955—1957. Sýna þessi trúnaöarstörf öll hve mikils trausts og álits Hannes naut hjá sýslungum sinum og samherjum. Einn af mörgum kostum Hann- esar Pálssonar var hversu hrein- skilinn hann var og hreinskiptin i öUu samstarfi. Enginn þurfti aö vera i vafa um afstööu hans eöa skoöun á þeim málum er voru til umfjöUunar. Hann var ákaflega litiö hneigöur fyrir að slá af skoö- unum sinum til þess aö komast aö málamiðlun eins og oft verður að gera þar sem ólikar skoðanir mætast. Hannes var aö upplagi (eöa lifsreynslu?) stefnufastur' minnihlutamaöur, og ég held að hann hafi unað þvi hlutskipti sæmilega. Hannes skrifaöi margar blaöa- greinar um áhugamál sin.og hann gaf út kver um húsnæðismál fyrir mörgum árum er hlaut nafniö „Gula bókin”. OUi hún miklu fjaðrafoki og varð ærið umræöu- efni i kosningum skömmu siöar og ekki laust við aö enn sé til hennar vitnað. Þá flutti Hannes mörg erindi I útvarp, einkum i þættinum um daginn og veginn, og var aö jafnaði ómyrkur i máli. Sá sem þessar linur ritar er ekki nægilega kunnugur til þess aö f jalla um búskap Hannesar þá ca. tvo áratugi sem hann bjó á UndirfeUi i' Vatnsdal. Vatnsdalur- inn er ein fegursta og kostarik- asta sveit á Islandi og þar er hvert býlið ööru myndarlegra. Vatnsdalsá liðast lygn um dalinn, kvik af laxi og silungi og færir í- búum hans drjúgar tekjur. Gras- gefiö undirlenti dalsins býður upp á góöa kosti i ræktun og fóöur- framleiðslu og beitilönd heiöanna eru nær óendanleg að viöáttu og möguleikum. Hannes mun hafa búið vel á hinu forna prestsetri, en þó ætla ég, aö búskapurinn haf i fremur goldið hins mikla félagsá- huga, ferðalaga og umsvifa, sem óhjákvæmilega fylgdu trúnaðar- störfum húsbóndans. Er slik tvi- skipting kraftanna alltaf erfið og vandasöm og þá ekki sist að þvi er varöar stööu bóndans. Hannes Pálsson var þrikvænt- ur. Fyrsta kona hans var Hólm- friður Steinunn Jónsdóttir, frá Undirfelli, Hannessonar. Þau giftu sig 28. júni 1924. Attu þau fimm börn: Pál, verkfræöing i Reykjavík, Astu, húsfreyju i Kópavogi, Jón, verkamann á Blönduósi, Guðrúnu, er dó um fermingu, og Bjarna, bónda á Undirfelli. Þau Hannes og Hólm- friður skildu 1943. önnur kona Hannesar var Katrin Dagmar Þorsteinsdóttir, frá Firöi i Seyðisfiröi. Giftu þau sig 6. ágúst 1949. Katrin lést 22. nóv. 1957. Þeim varö ekki barna auðiö. Hannes kvæntisti þriðja sinn 8. nóv. 1958, Sigrúnu Huld Jónsdótt- ur frá Hafnardal I N-ls., greindri dugnaöarkonu, sem lifir mann sinn og reyndist honum mikil stoö I erfiöleikum elliáranna. Eignuð- ust þau einn son, Guömund, sem oröinn er 17 ára og er við nám. Auk þess gekk Hannes dóttur Sig- rúnar i fööurstaö. Hannes Pálsson átti þvi láni aö fagna aö geta gengiö aö starfi til endadægurs. Aö visu var þvi fjarri aö hann gengi heill til skóg- ar. Hann haföi fyrir nokkrum ár- um orðiö fyrir hjartaáfalli og þurfti þvi daglega aö gæta sin. Og auk þess voru fæturnir farnir að gefa sig. En harkan viö sjálfan sig og viljaþrekið bar hann uppi alit til loka, og enga andlega hrörnun var hjá honum aö finna þrátt fyrir hinn háa aldur. Siðustu tuttugu æviárin voru húsnæðismálin höfuðviðfangsefni og helstu áhugamál Hannesar Pálssonar. Ég hygg að hann hafi haft mikla ánægju af störfunum i Húsnæðismálastjórn og óhætt er að fullyrða að hann lagöi óhemju vinnu I þennan málaflokk. Ekki voru menn alltaf sammála i Hús- næðismálastjórn, og stundum gat mönnum hlaupið þar kapp i kinn eins og annars staöar, þar sem fulltrúar ólikra skoðana eiga að vinna saman. Eigi að siður stofn- aöist þar vinátta milli manna, sem hefur reynst traust og ó- brigðul. Veit ég aö samstarfs- menn Hannesar i Húsnæöismála- stjórn, svo og starfsfólk Húsnæð- ismálastofnunar rikisins er af honum haföi kynni, finna til sakn- aöar og þakklætis viö þau leiða- móter orðið hafa við fráfail hans. Við fráfall Hannesar Pálssonar er mér efst I huga þakklæti fyrir langt samstarf og samfylgd, sem ég á einungis góðar minningar Framhald á bls. 14. Álafoss og Gefjunn Gódur sýningar- arangur Álafoss hf. og Ullarverksmiðj- an Gefjun tóku þátt i textil - sýningunni International Trade t Fair for Home and Household Textiles i Frankfurt, dagana 11.—15. janúar og sá Útflutnings- miðstöðin um skipulagningu vegna sýningarinnar. Álafoss og Gefjun sýndu bæði húsgagnaáklæöi og værðarvcðir; auk þess sýndi Gefjun sængur, bæði með æðardúnfyllingu og ull- arfyllingu. Sýningarsvæðið, sem fyrirtæk- in höfðu til ráðstöfunar, var 42 ferm,og var Útflutningsmiðstöðin með hluta af básnum, þar sem gefnar voru upplýsingar um is- lenska útflytjendur, svo og al- mennar upplýsingar um ísland. Sýningu þessa, sem er stærsta og virtasta textilsýning i heimin- um, sóttu um 60.000manns. Fjöldi sýnenda var 1.050 frá 32 löndum og sýningarsvæðið var 75.000 ferm. Brottnámið úr kvennabúrinu á tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar A áttundu rcglulegu tónleikum Sinfóniuhljómsveitarinnar sem jafnframt eru þeir siöustu á fyrra misseri stjórnar enski hljóm- sveitarstjórinn Steuart Bedford, en einleikari er norski fiöluleikar- inn Arve Tellefsen. Á efnisskrá eru forleikur að óperunni „Brottnámið úr kvenna- búrinu” eftir Mozart, Fiðlukon- sert i D-dúr eftir Beethoven og Enigma — tilbrigði eftir Elgar. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30 i Háskólabiói. 1 frétt um tónleikana segir: Steuart Bedford hefur aðallega hlotið frægð fyrir stjórn á óperu- flutningi viða um heim. Arið 1973 stjórnaði hann frumflutningi á „Death in Venice” eftir Benjamin Britten i Aldeburgh og hefur sið- an stjórnað þvi verki á Edinborg- ar listahátið, i Covent Garden i London, i Feneyjum, Brussel og við Metropolitan-óperuna i New York. Siðan hefur hann verið gestastjórnandi hjá Metropolitan óperunni,svo og konunglega leik- húsinu i Kaupm.höfn og Covent Garden. Hann hefur nú i vaxandi mæli snúið sér að hljómsveitar- stjórn i tónleikasölum og hefur stjórnað mörgum frægustu hljómsveitum i Bretlandi á undanförnum árum. Arve Tellefsen er islenskum tónleikagestum þegar aö góðu kunnur, en þetta er i þriðja sinn sem hann leikur einleik með Sin- fóniuhljómsveit Islands, að þessu sinni i hinum vinsæla fiðlukonsert Beethovens. Þótt hann sé enn ungur að árum, er hann tvimæla- laust orðinn einn af fremstu fiðlu- leikurum i Evrópu. Sýningarbás Gefjunar Sýningarbás Alafoss Arangur af þessari sýningu var mjög góður, og bárust t.d. 60—70 prufupantanir og annað eins af fyrirspurnum. Geysileg vinna biður nú fyrirtækjanna að vinna úr þeim pöntunum og fyrir- spurnum, er bárust, og vænta fyrirtækin sér mikils af niður- stöðum sýningarinnar. Lang. þýðingarmesti markaðurinn fyrir húsgagnaáklæði og værðarvoðir virðist vera Skandinavia, þó svo að áætis möguleikar virðast vera i öðrum Evrópulöndum. Mikil- vægi skandinaviska markaðarins byggist fyrst og fremst á þvi hvað „Scandinaviskt design” byggir mikið á náttúrulegum efnum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.