Þjóðviljinn - 26.01.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 26.01.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. janiiar 1978. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3 !~Hætta sögð á bráðnun Suöurskautsjökulsins Holland og Flórída í kaf innan 50 ára? LUNDÚNUM 25/1 Reuter — Áframhaldandi brennsla á ollu, kolum og jarögasi til orkufram- leiöslu gæti leitt til þess aö isheilan á vesturhluta Suöur- skautslandsins byrjaöi aö bráöna innan 50 ára, meö mjög alvarlegum afleiöingum fyrir allt mannkyn, aö áliti banda- risks jöklafræöings. Telur hann aö þetta geti leitt til þess aö i heimshöfunum hækki um fimm metra, meö þeim afleiöingum aö færa yröi núverandi hafnar- borgir aö nokkru leyti úr staö og láglendustu svæöin, eins og mikiö af Flúrfda og Hollandi, færu i kaf. Jöklafræðiugur sá sem hér um ræöir er John Mercer og starfar hann við rikisháskúlann i Ohio. Hann segir að ef haldiö veröi áfram vaxandi brennslu á umræddum efnum myndi þaö hafa I för meö sér að kolefnis-. dioxiö tvöfaldaðist i andrúmsloftinu næstu hálfu öld- ina. Þetta myndi hafa svokölluö „góðurhúss-áhrif”, það er aö segja aö meiri hiti frá súlinni safnaöist fyrir i guguhvolfinu og hitaöi loftslagiö. Telur Mercer aö rannsóknir framkvæmdar með gervihnöttum bendi raunar til þess, að þessi þróun sé þegar byrjuð. Sérfræöingar um þetta efni hafa verið mjög ósammála um framtið loftslagsins á jöröinni Bandarisk bækistöö á Suöur- skautslandinu — er jökullinn þar þegar farinn aö eyöast? og spá sumir þvi aö aukning kolefnis dioxiös i andrúmsloft- inu muni kæla loftslagið og jafn- vel valda minniháttar isöld. En vaxandi fjöldi loftslagsfræðinga er sagður hallast að svipuöum skoðunum og Mercer. J Allsherjarverkfall vesturþýskra hafnarverkamanna: Flestar hafnir lamaðar HAMBORG 25/1 Reuter — Flestar hafnir Vestur-Þýskalans eru lamaöar I dag af völdum verkfalls, sem er fyrsta verkfall hafnarverkamanna þarlendis, sem verkalýössamtökin boöa til i yfir 80 ár. 20.000 hafnarverka- menn i átta hafnarborgum mættu ekki dl vinnu i morgun og er taliö aö verkfalliö geti komiö illa viö utanríkisverslun Vestur-Þýska- lands, sem auölegö þess byggist aö mjög miklu leyti á. Hafnarborgir þær sem verk- fallið nær til eru Hamborg, Bremen, Bremerhaven, Cux- haven, Emden, Lubeck.Norden- ham og Brake. Um þessar hafnir fara yfir þjrár miljönir smálesta af farmi á viku. 1 höfn Ham- borgar, sem er ein þeirra stærstu á meginlandi Evrópu, lágu I dag 120 skip og biðu afgreiðslu. Verk- falliö nær ekki til Flensborgar við dönsku landamærin og Wilhelms- haven, en i þessum borgum er 90% allrar þeirrar hráoliu, sem Ástandið í Indlandi hrollvekja NÝJU-DELHI 25/1 Reuter — Nærri 80 af hundraöi 650 miljóna íbúa Indlands búa viö kjör, sem eru undir fátæktarlinu þeirri, er stjórnarvöld hafa markað. Þýðir það að þetta fólk hefur mánaðartekjur sem svara tæpum sjö dollurum eða minna. Ravindra Verma, verkamála- ráöherra Indlands, upplýsti þetta á landsráðstefnu landbúnaðar- verkamanna, sem ekki eru i nein- um stéttarsamtökum. Hann sagði að ástandið væri svo óskaplegt, að hrollur færi um hann er hann hugsaði til þess. Ráðherrann gaf einnig til kynna að litið væri i Morarji Desai, forsætisráöherra Indlands — 80% landsmanna lifa viö sára fátækt. raun gert til þess að bæta úr ástandinu. Félagsmálastarfs- menn og fulltrúar verkalýðssam- taka ræddu þessi mál á ráöstefn- um, en gleymdu þeim þess á milli, sagði ráðherrann. Verma sagði einnig, að hann giskaði á að þrjár til fimm milj- ónir manna lifðu sem ánauöugir landbúnaðarverkamenn og væri hrein hrollvekja að hugsa til lifskjara þeirra. Hrap sovéska gervihnattarins: Fyrsta slys af þessu tagi? MOSKVU 25/1 — Sovéska utan- rikisráöuneytiö tilkynnti settum ambassador Kanada I Moskvu i dag aö þaö myndi sjá Kanada fyrir öllum nauösynlegum tækniupplýsingum um gervi- hnött þann, sem hrapaöi niöur I gegnum gufuhvolf jaröar yfir Kanada i gærmorgun, sérstak- lega þú viövikjandi kjarna- klúfnum sem var i gervihnett- inum. Sagöi talsmaöur kana- diska sendiráösins aö Sovét- menn heföu veriö mjög sam- vinnufúsir um þetta mál. Gervihnötturinn hrapaði niöur i gegnum gufuhvolfiö fyrir dögun i gærmorgun yfir óbyggöum nálægt Stóra Þræla- vatni I Kanada norðvestan- veröu, en þar er byggö mjög strjál. Er þetta I fyrsta sinn, sem vitað er með vissu aö Kjarnorkuknúinn gervihnöttur hafi hrapaö þannig. Tass-frétta- stofan sovéska skýröi svo frá I gærkvöldi að hnötturinn hefði brunnið upp áður en nokkuð úr honum komst til jarðar, og sovéska utanrikisráöuneytið er sagt sannfært um að þarna hafi engin hætta veriö á ferðum. Svipaö álit létu i ljós i gær þeir Barney Danson, varnarmála- ráðherra Kanada, og Zbigniew Brzezinski, öryggismálaráöu- nautur Bandarikjaforseta. Þó munu Bandarikjamenn og Kanadamenn ekki telja útílokað að eitthvað af geislavirku drasli úr hnettinum hafi náð til jaröar eða að hann hafi skilið eftir sig einhverja geislavirkni hátt i loftlögum i fallinu, og hafa sér- fræðingar veriö gerðir út af örkinni meö útbúnaö til aö ganga úr skugga um þaö. Vestur-Þjóðverjar kaupa inn, dælt i leiðslur. Hafnarverkamenn hafa fengið tilboð um 5,8% launahækkun, en samþykktu meö miklum meiri- hluta atkvæöa, aö hafna þvi aö halda fast við kröfu um 9% hækkun, sem þeir höföu lagt fram. Allskonar útflutningsvarn- ingur, sem efnahagur Vestur-Þýskalands byggist á, er þegar farinn aö hlaðast upp I fjöll i vöruhúsum og á járnbrauta- stöðvum, enda hafa menn ekki vanist þvi i landinu aö hafnar- verkamenn færu i verkfall. álaugardag A laugardaginn kl. 14.00 gangast ýmsir aðilar fyrir útifundi á Hall- ærispianinu til stuðnings þvi að tekið verði tillit til gamalla húsa I skipulagi Miðbæjarins. Aöalfrumkvöölar þessa útifundar eða karnivals I Miðbænum eru menntaskúlanemar ásamt Torfusamtökunum, Ibúa- samtökum Vesturbæjar ofl. Auk þeirra sem flytja ávörp munu fram koma Spilverk þjúðanna, kúr Menntaskúlans við Hamrahlið, blásara- kvintettog húpur leiklistarnema sem munu flytja leikþátt. Nánar verð- ur sagt frá þessarisamkomu i blaðinu á morgun. Methalli hja EBE og lapan BONN 25/1 Reuter — Hans- Dietrich Genscher, utan- rikisráðherra Vestur-Þýska- lands, lét I dag I ljús alvar- legar áhyggjur út af úhag- stæðum viöskipta jöfnuði Efnahagsbandalags Evrúpu viö Japan. Var yfirlýsingin um þetta gefin út eftir við- ræður Genschers og Nobúhikú Úsjiba, utanrikis- viðskiptaráðherra Japans. Siðastliðið ár var við- skiptajöfnuður Japans við EBE hagstæður um nærri 4.7 miljarða dollara, sem er meira en nokkru sinni fyrr. Báðir aðilar eru sagðir hafa viðurkennt I viðræðunum að þetta gæti haft i för meö sér hættu á viðskiptahöftum. Búist við atvinnuleysi VtN 25/1 Reuter — Gerhard Weissenberg, félagsmála- ráöherra Austurrikis, til- kynnti i dag að Austurriki myndi banna erlendum verkamönnum að koma til landsins i atvinnuleit á þessu ári. Er þessi ráðstöfun gerö sökum þess, að búist er við vaxandi atvinnuleysi i land- inu. Ráðherrann sagði enn- fremur að erfitt myndi verða fyrir þá erlendu verkamenn, sem nú starfa i landinu, aö fá atvinnuleyfi sin endurnýjuö er þau rynnu út. Vegna breytinga seljum við á OPIÐ Föstudag til kl. 7 s' Laugardag tll kl. 4 r~/ Vi Sófasett frá kr. 160 þús. r r -7U Stakir sófar frá kr. 40 þús. K r Stakir stólar ^ ogborðstofustólar L^frá kr. 15 þús. ^ J r, Borðstofuborð frá kr. 35 þús. K_ r H Margar stærðir af springdýnum og L L svampdýnum frá 10.500 þús. J Við erum rétt við Hlemm MLtMWUW ! '—=3n i>€rL\<r ]ll il ]VC /f~\ Húsgagnaverzlun (pl) Reykjavíkur hf. 1y Braufarholti 2 — Símar 11940 -12691

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.