Þjóðviljinn - 26.01.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.01.1978, Blaðsíða 7
Fimintudagur 26. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Það er þvi miöur hætt vid þvi að sálin verði ekki með í leiknum þegar að framkvæmdum kemur við múrverkið á Hallærisplaninu — heldur einmitt það sem sist skyldi: bankaveidið! Líf í múrverkinu „Borg er i eðli sinu múrverk og malbik, en hún þarf lika að hafa sál”. Þó deila megi um réttmæti ofangreindrar stað- hæfingar um eðli borga sem leiðarahöfundur Visis setur fram i upphafi leiðara sins þann 21. þ.m. — þá fór ekki hjá þvi, að maður læsi út úr setningunni upphaf röksemdafærslu gegn þvi, að sál miðbæjarins yrði eytt með niðurrifi 10 góðra timbur- húsa. — Og enn styrktist trúin, þegar á eftir fylgdu falleg orð um nauðsyn þess að byggja upp hin illa förnu, viðhaldslausu og hálfbrunnu (dönsku) hús á Bernhöftstorfu — enda „mikil- vægur þáttur i þeirri viðleitni að gera borgarsamfélagið mann- legt, að unnt sé að tengja saman nútið og fortið”. Og það var stutt i tárin, þegar eftirfarandi gataðlita: „Gamli miðbærinn hefur verið að vesl- ast upp mörg undanfarin ár. Þar eru gömul hús i niðurniðslu og allt mannlif að verða úr sög- unni eftir lokun bankanna. Að öllu óbreyttu heldur þessum kjarna gömlu Reykjavikur áfram að hnigna, og þeir sem lita á gamla miðbæinn sem hjarta borgarinnar þurfa að horfa uppá að það hætti að slá”. Þetta voru orð i tima töluð, og nú hlutu að fylgja tillögur um raunhæfar aðgerðir til að bjarga gömlu Reykjavik. Og þær komu lika. En hvern skyldi hafa órað fyrir þvi, að þær væru i þvi fólgnar, að rifa 10 góð timburhús — full af iðandi lifi og starfi — sem standa kringum „Hallærisplanið” svonefnda, til að „hjarta gömlu Reykjavikur (geti) farið að slá eðlilega á ný”!!! Hvort á maður nú að gráta eða hlæja? En skyldi ekki leiðarahöfundi þrátt fyrir allt vera vorkunn — hann er ekki sá fyrsti er fellur fyrir fallegum perspektifmynd- um, þar sem sólin skin, fuglarn- ir syngja og allir eru úti að spásséra. Hann er ekki heldur sá eini, sem trúir á þá kenni- setningu, að leiðin til aukins lifs i miðbænum liggi gegnum jiyngjur lóðaeigenda þar. Það gera nefnilega höfundar tillög- unnar lika að meðtöldum Davið Oddsyni borgarfulltrúa ihalds- aflanna i Reykjavik, sem telur það ofstæki og öfgar að fara fram á, að ástand og saga hús- anna sé kannað og siðanathug- að hvort og þá hvernig megi nyta húsin. Fyrr i viðtalinu i. Visi 21 þ.m. hafði hann þó sagt: „áður en hús eru rifin eða fjarlægð á að ihuga vel, hvort ekki sé mögulegt að láta þau standa áfram og jafnvel nyta þau til gagnlegra hluta”. Það er akkúrat það, sem ekki hefur verið gert — Davið! öfgarnar eru þær, að farið er fram á þessa athugun. Það getur varla talist annað en sanngjarnt, þeg- ar haft er i huga, að það eru um 5000 m*- sem á að rifa til að byggja aftur 5000 m1,+ um 6000 rtfo ibúðum. Eða m.ö.o. það á að byggja 11000 fm, þar af eru um 6000 fm. i ibúðum — eftir eru um 5000 fm, sem koma i stað þeirra 5000 fm, sem gömlu húsin rúma!! Og hver þekkir ekki sönginn um niðurniddu og hálfónýtu húsin úr umræðunni um Grjóta- þorpið á sinum tima? Skýrsla Árbæjarsafns um ástand húsa þar sýndi fram á allt annað. En umræöan um Grjótaþorp minn- ir á fleira. Hún minnir okkur á það, að þá var reynt — eins og nú — að slá ryki i augu almenn- ings með þvi að höfða til dauða miðbæjarins — allt myndi lag- ast ef aöeins yrði byggt nógu mikiö i Grjótaþorpi. Það var lika sagt, að tillagan að skipu- lagi Grjótaþorps sýndi ekki end- anlegt útlit, það ætti eftir að breytast við endanlega út- færslu. Þá var i örvæntingu — eins og nú — reynt að telja fólki trú um, að tillagan gerði það ekki nauðsynlegt að rifa öll hús- in — að unnt væri að láta einstök hús standa þó önnur yrðu rifin. Manni verður á að spyrja: Halda þessir menn, að fólk sé almennt fifl? Höfundar tillögunnar reyna að klóra i bakkann — eins og i Grjótaþorpi forðum — með þvi að tala um viðtækar athuganir á hugsanlegri framtiðarþróun svæðisins hafi leitt i ljós, að gömlu húsin hefðu ekki nægi- legt listrænt byggingargildi til þess að verðskulda lif — og það sé ókleift að endurhæfa þau til að rúma öll þau skemmtileg- heit, sem veita eigi lifi i miðbæ- inn. Ætli niðurstaðan hafi ekki raunverulega verið sú, að pyngja lóðaeigenda svæðisins yrði ekki nógu þung fyrir bragð- ið, þvi það er ljóst og lengi vitað, að engin fagleg könnun hefur farið fram á ástandi og notagildi húsanna, heldur nefið rekið inn um gáttina i mesta lagi. Var skipulagsnefnd enginn kostur gefinn á þvi að skoða niðurstöð- ur höfunda um notagildi hús- anna. Höfundar segja i Visi 21. þ.m. að einn þeirra möguleika, sem þeir hafi kannað, varað ekkert yrði byggt á svæðinu, en núver- andi byggingar aðeins lagfærð- ar. Má vera; en hver hefur sagt, að það sé eini möguleikinn gagnvart þeirri tillögu, er valin var? Var kannski athugað hvernig koma mætti ibúðunum fyrir með öðrum hætti á svæð- inu og án þess að rifa 10 timburhús með alls kyns sér- verslunum? Var kannski sá möguleiki athugaður að koma ibúðum fyrir á hinum óbyggðu lóðum Grjótaþorps — að sjálf- sögðu með fullu tilliti til gömlu húsanna þar? Hver hefur sagt, að ekki megi byggja á svæðinu að hluta — án niðurrifs? En hvers vegna skyldu allt i einu skemmtistaðir, kaffihús og önnur skemmtilegheit spretta upp einmitt á þessum stað? Hef- ur verið skortur á plássi undir slikt fram til þessa? Ég veit ekki annað en öll slik starfsemi hafi einmitt flúið miðbæinn úr jafnvel ágætu húsnæði. Hvað er það i hinni nýju tillögu, sem breytir aðstæðum slikrar starf- semi? Það hljóta hönnuðir til- lögunnar að hafa kannað. Það er þvi miður hætt við þvi, að sálin verði ekki með i leikn- um, þegar að framkvæmdum kemur við múrverkið á Hallærisplani — heldur einmitt það sem sist skyldi: bankaveld- ið! Sigurður Harðarson Landið lesið með Kiarval A Kjarvalsstööum stendur nú yfir sýning á 59 verkum Jóhann- esar Sveinssonar Kjarvals sem öll eru i eigu Reykjavikurborgar. Sýningin er opin um helgar frá 14-22 og þriðjudaga til föstudaga kl. 16 til 22, en lokað er á mánu- dögum. Aðgangur og sýningarskrá er ókeypis. Uppsetningu á myndun- um annaðist sýningarnefnd sem I eiga sæti Jóhannes Jóhannesson, Alfreð Guðmundsson og Guð- mundur Benediktsson. 1 sýningarskrá ritar Indriði G. Þorsteinsson um Kjarval og segir m.a. i niðurlagi: „Jóhannes S. Kjarval bjó lengst af sinnar löngu starfsævi i Reykjavik og andaðist þar 13. apríl 1972. Þótt hann heföi vinnu- stofu sina i Austurstræti 12, með nokkrum frávikum siðar á æv- inni, var Island allt einskonar starfsvettvangur hans. Hann gerðitiðförult á einstaka staði, og upp úr 1930 byrjaði hann komur sinar austur i fæðingarbyggð sina, þar sem hann málaði af og til á sumrin og svo að segja á hverju sumri eftir 1945. Að með- töldum kjörnum stöðum á Siðu, Fljótshverfí og I Eldhrauni, batt hann mikla tryggð við Borgar- fjörö eystra, Þingvelli og Snæ- fellsnes. Kjarval var stórgjöfull á verk sin, og bera myndir á bæjum eystra þess gleggstan vott. Stund- um var honum ekið i bil á ákveðna staði með trönur og liti, en oftar en hitt var ekki komið á leiðarenda, þegar hann bað að stansa. Þá hafði einhverja þá fyr- irmynd borið fyrir augu sem ekki var hægt að sleppa. Aöra daga stóð hann kannski i heyverkum með heimilisfólki þar sem hann hélt til þá stundina. Kjarval var einstakur snilling- ur aö lesa i landið. Þaö rann sam- an i' myndir fyrir augum hans, sem aörir höfðu ekki tekið eftir, þótt þeir hefðu lifað langa ævi i Framhald á bls. 14. 6 tbl. 1978 kr. 2970 6 tbl. 1978 kr. 2475 Heimilisfang: simi: TIZKUBLAÐIÐ LIF — SIMI 82300 r TÍZKUBLAÐIÐ líí* er nær uppselt hjá útgefanda örfá eintök eftir sem aöeins veröa send til nýrra áskrifenda. Tízkublaðiö Líf þakkar frábærar móttökur og minnir á að blaðið kemur út annan hvern mánuð. Til tizkublaðsins Lif Armúla 18 Óska eftir áskrift

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.