Þjóðviljinn - 26.01.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.01.1978, Blaðsíða 10
10 SÍDA — ÞJ6ÐVILJINN Fimmtudagur 26. janúar 1978. Einar Karlsson Ijósmyndari Skaðabóta krafist af íslenska landsliðinu 800 áhorfendur voru sviknir um æfingaleik milli Islands og Árhus KFUM, að sögn danskra blaða Danska liðið Arhus KFUM hefur krafist skaðabóta af islenska landsliðinu vegna þess að það neitaði að leika í Filke- borg § þriðjudagskvöldið gegn Arhus KFUM. Danska blaðið Politiken birtir eftirfarandi frétt um málið: Islendingar neituðu að leika æfingaleik gegn danska liðinu Arhus KFUMskömmu eftir kom- una til Danmerkur í gær- kvöldi. Sovétmenn höfðu tilkynnt að þeir hyggðust mæta á leikinn og fylgjast þar með íslenska liðinu. En islendingarnir vildu ekki leika fyrir fullu húsi áhorfenda og sögðust raunar aldrei hafa sam- þykkt neinn æfingaleik. //Allt sem við báðum urri/ var falið í því að halda lið- inu í æfingu;" sagði Birgir Björnsson landsliðsþjálf- ari i viðtali við danska blaðiö. Danska liðiö Árhus KFUM hafði fyrir leikinn selt um 800 að- göngumiöa, að þessum leik og hyggst nú gera fjárkröfur á hend- ur islenska landsliðinu vegna svikanna um æfingaleikinn. Danska blaðið Berlingske Tid- ende sagði að fyrsta hneykslið á HM keppninni hefði nú séð dags- ins ljós og fer mjög hörðum orð- um um islensku forráðamennina. I viðtali við blaðið segir Erik Lar- sen einn af forráðamönnum mótsins: Islenska landsliðið bað um æf- ingaleik þann 24. janúar á móti dönsku félagsliði og ég hafði sam- band við ^rhus KFUM og siðan við Islendingana þar sem ég sagði þeim að allt væri klappað og klárt. Þeir fengu siðan heimilis- fang og simanúmer félagsins og allt virtist i stakasta lagi. Við auglýstum leikinn. Troðfylltum iþróttahöllina en islenska liðið mætti ekki. Ég hitti meira að segja islenska liðið á flugvellin- um við komuna til Danmerkur kl. 14.30 þennan sama dag og talaði þá um leikinn um kvöldið. Engar athugasemdir voru gerðar þá. ís- lenska liðið var tilbúið til að.ieika i Filkeborg. Forráðamenn Arhus KFUM höfðu siðan komið fyrir langferðabil við hótel íslending- anna kl. 18.15. Einnig vissi ég að Islendingarnir höfðu pantað nestispakka til að hafa með sér i rútunni á leiðinni. En íslending- arnir neituðu að fara. Þeir gáfu upp þá afsökun að einn leikmanna þeirra Ólafur Einarsson hefði handarbrotnað og þeir hættu ekki á frekari meiðsli. A þennan hátt er ekki hægt að hlaupa frá gerð- um samningum. Þetta var léleg afsökun og léleg framkoma hjá islenska liðinu.” En blaðið ræðir einnig við Kjartan Steinback framkvæmda- stjóra HSl og sagði hann m.a. að tsíendingarnir hefðu aldrei beðið um æfingaleik i Danmörku. Þaö sem þeir hafi beðið um voru æf- ingar i iþróttahöllinni umrætt kvöld. Þetta voru óskir okkar. Okkur datt aldrei i hug að fara að spila fyrir fullu húsi áhorfenda eftir erfiða ferð til Noregs. Og ef Arhus KFUM hefur selt 800 miða á þennan leik éru það þeirra mis- tök,ekki okkar. íslendingar hafa aldrei unnið Dani á danskri grund Islendingar hafa aldrei unnið Dani á heimavelli og verður örugglega erfitt að breyta þeirri reglu nú þvi Danir eru i hörku- formi á meðan undirbúningur ts- lenska landsliðsins hefur að meira eða minna leyti verið i molum fyrir HM-keppnina að þessu sinni. Orslit i leikjum Is- lendinga og Dana á danskri grund eru þessi: 1950 K.höfn 20:16 1959 Slagelse 23:16 1966 Nyborg 17:12 1969 Helsingör 17:13 1973 Randers 18:18 1975 Brunby 17:15 1975 Randers 17:16 1976 Brunby 19:16 Alls eru þetta átta leikir og hafa Danir unnið sjö sinnum og einu sinni hefur leik lokiö með jafn- tefli. Alis hafa Danir og íslend- ingar leikið 22 leiki og hafa Danir unnið 17 sinnum,gert eitt jafntefli og Isiendingar hafa unnið fjórum sinnum. úrslit i leikjum íslend- inga og Rússa eru þessi: Alls eru þetta nú niu leikir og hafa Rússar sigrað sex sinnum, Islendingar tvisvar og einu sinni hefur leik lokið með jafntefli. Úrslit i leikjum Islendinga og Spánverja eru þessi: 1963 Bilbao 17:20 1964 Keflavik 22:13 1964 Keflavik 23:16 1968 Alicante 17:29 1968 Madrid 18:17 1969 Reykjavik 24:21 1969 Reykjavik 15:17 1977 Linz 21:17 Alls eru þettá átta leikir og hafa Islendingar sigrað sex sinnum en Spánverjar tvisvar. 1965 Reykjavik 17:18 1965 Reykjavik 14:16 1970 Paris 15:19 1970 Tiblisi 17:32 1973 Reykjavik 23:19 1973 Reykjavik 19:17 1975 Lubljana 19:24 1976 Reykjavik 13:13 1976 Reykjavik 15:19 Rúmenar fallandi st j ömur? Það var árið 1961 sem Rúmenar skutust upp á toppinn i handknattleiksiþróttinni og sigruðu Tékka i úrslitaleik HM- keppninnar með 9:8. Allar götur siðan hafa Rúmenar haft ótviræða forystu. Þeir unnu titilinn i annað sinn 1964 en hlutu svo „aðeins” bronsið 1967 en hirtu svo guilið aftur 1970 og 1974. I tveimur siðustu úrslitaleikj- unum þurftu Sovétmenn að lúta i lægra haldi fyrir Rúmenum. Fyrri leiknum lauk með 13:12 og hinum síðari með 14:12. En vörn titilsins verður erfið að þessu sinni. Fæstir hafa raunar trú á þvi að Rúmenar hafi nokkra möguleika á gullinu og þeir sjálfir viðurkenna að liöið þeirra hefur daiað mikið. Ennþá hefur rúmenskur hand- knattleikur nær allur byggst upp á léttleika og lipurð en t.d. i úrslitaleiknum gegn Sovét- mönnum á siðustu Ólympiu- leikum var það einmitt likams- styrkur Sovétmanna sem var mun meiri en Rúmena og orsak- aði tap Rúmena öðru fremur. Rúmenar hafa haft það fyrir venju að fara i fimleika á milli stórmótanna svo ekki er gott að segja hverju þeir tefla fram hér i Danmörku. Kraftaverk raun þurfa til að þeir geti rifið sig upp og haldið gullinu sem þeir hafa svo Iengi geymt i Rúmeniu. Hitt er vist aö Rúmenar munu berjast til siðasta blóðdropa til að varð- veita þann heiður sem þeir hafa skipað i handknattleiks- heiminum. Danskur draum- ur um brons- verðlaun á HM „Tíminn er of stuttur og vandamálin of mörg til þess að við getum gert okk- ur nokkrar vonir á HM i handknattleik"sögðu Danir hver við annan eftir ólympíuleikana í Montreal í Kanada fyrir tveimur ár- um, en þar biðu Danir mik- ið afhroð og náðu sér að- eins í stig gegn Japan og Kanada. Þaö gekk allt á móti Dönum þá. Toppleikmenn hættu og danskir fjölmiðlar og danskur almenning- ur gáfu upp alla von um afrek á HM. En ungur og ódrepandi þjálf- ari Leif Mikkaelsen lét þessa spá- dóma sem vind um eyrun þjóta og hann tók við landsliðinu haustið 1976 til þess að rifa það upp. Hann hefur ekki endurnýjað verulega landsiiöshópinn heldur hefur hann unnið með sömu menn eftir nýjum leiðum og árangurinn hef- ur ekki látið á sér standa. Menn gera sér góðar vonir um brons- verðlaun og dönsku fjölmiölarnir hafa ekki látið sitt eftir liggja i að ýta undir þá trú. Danska liöið er leikreynt i meira lagi og meðal- aldur er 24 ár og meðallands- leikjafjöldi er hvorki meira né minna en rúmlega 57 landsleikir. Og Leif Mikkaelsen þjálfari þeirra er borubrattur. Hann segir m.a. „Við höfum unnið 12 lands- leiki af 22 á timabilinu eftir siö- ustu ólympiuleika. Tvisvar höf- um við gert jafntefli og aðeins átta sinnum tapað þrátt fyrir það að við höfum leikið gegn þjóðum eins og Ungverjum, Rúmenum, V-Þjóðverjum og Júgóslövum. Stærsti íþróttaviðburður í sögu Danmerkur Heimsmeistarakeppnin er að áliti gestgjafana, Dana, stærsti iþróttaviðburður sem haldinn hefur verið i þeirra heimalandi. Alis verða leikirnir i þessum 16 liða úrsiitum 42 talsins og verða þeir leiknir á 11 dögum i 23 iþróttahöllum, sem staösettar eru á við og dreif um aila Danmörku. Islenska liðið sem hefur bæki- stöðvar i Arósum þessa dagana leikur fyrsta leikinn i kvöld gegn Sovétmönnum, og fer hann fram hér i Arósum og hefst klukkan 19:30 að islenskum tima. Næsti leikur er svo á laugardaginn klukkan 16:00 að islenskum tima og verður þá leikið gegn heima- mönnum og fer sá leikur fram i Randers og er sá bær skammt fyrir utan Arósa. Þriðji leikurinn fer svo fram á sunnudeginum klukkan 13:00 og verður þá leikið gegn Spán- verjum. Þeir svartsýnustu segja að þar séeina vonin um islenskan sigur i keppninni. Leikurinn fer fram á vsturströnd Jótlands,Thiested en þangað er um þriggja tima akstur frá Árósum. Hvað svo tekur við er óvist ennþá en segjum svo að islenska liðið lendi i þriðja sæti i sinum riðli t.d. með vinningi yfir Spán- verjum verður leikið um 9. og 10. sætið við þau liö sem verða no. 3 i a, b og c riðli. Liðin sem lenda á botninum i sinum riðli geta hins vegar fariö beint til sins heima. Fyrir þau verður ekkert meira að gera á HM-keppninni. Við skulum hins vegar vera bjartsýn. Lið númer eitt og tvö komast áfram úr riðlinum og þangað hefur Island sett stefnuna þótt þaö sé ef til vill þvert ofan i þá spádóma og þá svartsýni sem lesa má um i dönsku blöðunum. Betra en silfurliðið frá ’67 Danska landsliðið er nú talið af mörgum helstu forráða- mönnum Dana betra en nokkru sinni fyrr. Er danska liðið sem vann silfurverðlaunin á HM ’67 jafnvel ekki talið jafnsterkt og það lið sem nú á að tefla fram. Að visu viöurkenna Danir að öðrum þjóðum hafi einnig farið fram, þannig að bronsverð- launin verði ekki auðsótt. En engu að siður er ætlast til stór- afreka af hálfu Dana og áhorf- endur eru óspart hvattir til að ýta undir sina menn. Sten Sveinsson segir m.a. i viötali við danska blaðið Politiken i gær: Við fengum silfurverðlaunin með nákvæmri taktikspila- mennsku en ekki sökum mikils likamsstyrks eða stórvaxinna leikmanna. Nú viröist taktikin aftur vera sett á oddinn og að minu áliti hefur danskt landsliö aldrei verið betra en nú. Aldrei hafa verið fleiri strengir til að spila á og ekki hvað sist munar um hinar frábæru dönsku lang- skyttur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.