Þjóðviljinn - 26.01.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.01.1978, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 26. janúar 1978. Umboðslaunin skila sér ekhi í gjaldeyrisbankana: Umboðslaunakerfi ÁTVR verði lagt niður Tillaga Magnúsar Kjartanssonar \ gær lagði Magnús Kjartansson fram á Alþingi tillögu þess efnis að umboðslaunakerf i ÁTVR verði lagt niður, en tiliaga Magnúsar er svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela fjár- málaráðherra að mæla svo fyrir við Afengis- og tóbaksverslun rikisins, að engum áfengis og tóbaksheildsölum verði heim- ilað að hafa islenska erindreka i þjónustu sinni. Geri einhverjir áfengis- og tóbakssalar það að skilyrði fyrir viðskiptum við ÁTVR að fá að hafa slika erind- reka hérlendis, verði viðskipt- um við þá aðila hafnað.” Magnús beindi fyrr i vetur skriflegri fyrirspurn til fjár- málaráðherra um það, hvernig háttað væri innflutningi ÁTVR á áfengi og tóbaki, m.a. að þvi er varðar umboðsmenn og greiðsl- ur til þeirra. Svar fjármálaráð- herra hafði að geyma lista yfir erindreka erlendra áfengis- og tóbaksheildsala og reyndist hann bæði langur og fjölbreyti- legur. Hins vegar var i svarinu ekkert fjallað um umboðslaunin eða upphæð þeirra, en sú skýring gefin að þeir þættir heyrðu ekki undir fjármála- ráðuneytið heldur viðskipta- ráðuneytið. Magnús beindi þvi fyrirspurn til viðskiptaráðherra um þau atriði sem fjármálaráð- herra neitaði að svara. Viðskiptaráðuneytið leitaði eftir svari hjá Gjaldeyriseftirliti Seðlabanka Islands og fékk eftirfarandi svar: þingsjá Svar gjaldeyris- eftirlitsins ,,í bréfi ráðuneytisins til Seðlabanka íslands, gjaldeyris- eftirlitsins, dags. 8. desember s.l. er óskað svara við spurn- ingum varðandi umboðslaun is- lenskra erindreka erlendra áfengis- og tóbakssala. I þessu sambandi vill gjald- eyriseftirlitið taka fram eftir- farandi: 1) Gjaldeyriseftirlitið flokkar ekki umboðslaunatekjur eftir eðli eða af hvers konar inn- flutningi þau eru til komin. Vér höfum tekið saman umboðslaunatekjur 17 helstu aðila, sem m.a. hafa umboð fyrir áfengi og tóbak, og reyndust þær vera um 200 millj. kr. á árinu 1976. Flestir umboðsmennirnir eru jafn- framt með umboð fyrir aðrar er að flytja út 2020 lestir dilkakjöts Samkvæmt upplýsingum Agn- ars Tryggvasonar, framkvæmda- stjóra Búvörudeildar SÍS er nú búið að senda úr landi 2020 lestir af haustframleiðslu dilkakjöts á s.I. ári. Mestur hluti kjötsins hefur fariö til Noregs eða um 1100 lestir en siðan koma Færeyjar með 400 lestir og svo Sviþjóð með 200 lestir. Verðið, sem fengist hefur fyrir kjötið, er rúmlega 10% hærra i erlendri mynt en það, sem fékkst fyrir rúmu ári. Ráðgert er að flytja út til viðbótar þessu um 2500 lestir. Verður þvi heildarút- flutningurinn i ár sennilega held- ur minni en á siðasta ári en af haustframleiðslunni þá voru fluttar út 4800 lestir. Kindakjötsframleiðslan s.l. haust varð samtals 13.940 lestir, hjá öllum sláturleyfishöfum á landinu. Þar áf var íramleiðslan hjá sláturhúsum Sambandskaup- félaganna um 9.500 lestir. —mhg vörur og fær gjaldeyriseftir- litið einu sinni á ári skýrslu þeirra um heildarumboðs- launatekjur. t þessu sam- bandi hefur gjaldeyriseftir- litið bréflega samband við á milli 1 og 2 þúsund aðila árlega. 2) Að mati gjaldeyriseftirlitsins er á engan hátt tryggt, að greiðslur, sem þessir umboðsmenn fá, skili sér i islenska gjaldeyrisbanka. Ekki hefur verið komiö auga á leiðir, sem geri það tryggt að þessar tekjur komi að fullu til skila. 3) Af sömu ástæðum og greint er frá i lið 1) liggja ekki fyrir upplýsingar varðandi þessa spurningu. 4) A árinu 1963 var opnuð sú leið fyrir innflytjendur almennt, að þeim var heimilað að verja umboðslaunum til kaups á frilistavörum. lleildarskil gjaldeyris i þessu formi á s.i. ári námu 301 milj. kr. Að auki námu skil umboðs- launa i erlendum gjaldeyri til bankanna 2 216 milj. kr. á sama ári. Gjaldeyriseftirlitið vill benda á, að upplýsingar varðandi 1. og 3. spurningu er hugsanlega hægt aö fá hjá Skattstofunni i Reykjavik, en á sl. vetri mun hún hafa gengist fyrir sérstakri athugun á umboöslaunatekjum vegna innflutnings á áfengi og tóbaki.” Vegna niðurlags bréfs gjald- eyriseftirlitsins spurðist viðskiptaráðuneytið fyrir um það i f jármálaráðuneytinu hvort hugsanlegt væri, að skattayfirvöld gætu veitt svar við fyrirspurn Magnúsar. Svar fjármálaráðuneytisins var svo- hljóðandi: Svar fjármála- ráðuneytisins „Visað er til bréfs viðskipta- ráðuneytisins, dags. 14. des. 1977. Ekki hefur af hálfu skattyfir- valda verið unnin heildarskrá er flokki framteljendur i öllu landinu eftir þvi hvort þeir hafa Magnús Kjartansson tekjur af umboðsstarfsemi og þvi eigi hvernig skipa skuli þeim i röð eftir upphæð slikra tekna. Skattstofan i Reykjavfk hefur hins vegar borið saman innfiutt magn áfengis og tóbaks og framtaldar umboðslauna- tekjur þeirra framteljenda sem búsettir eru i Reykjavik og skráðir eru umboösmenn.” Frekari eftirgrennslanir árangurslausar 1 svari sinu við fyrirspurn Magnúsar segir viðskipta- ráðherra jafnframt að rétt sé að benda á ákvæði 49. gr. laga um tekju- og eignarskatt, sem er svohljóðandi: „Ska ttstjórum , umboðs- mönnum skattstjóra, skatt- rannsóknarstjora, rikisskatta- nefnd og nefnd samkvæmt 6. mgr. 48. gr. er bannað, að viðlagðri ábyrgð eftir ákvæðum almennra hegningarlaga um brot i opinberu starfi, að skýra óviðkomandi mönnum frá þvi, að þeir komast að i sýslan sinni um tekjur og efnahag gjald- þegna. Hið sama gildir um þá, er veita aðilum samkvæmt 1. mgr. aðstoð við starf þeirra eða á annan hátt fjalla um framtals- skýrslur manna”. Undanþágur frá þessum ákvæðum eru i 44. gr. að þvi er snertir upplýsingar til Hagstofu tslands og gjaldeyriseftirlits Seðlabanka tslands samkv. ný- settum lögum að þvi er varðar uppiýsingar sem nauðsynlegar eru til eftirlits með gjaldeyris- málum. Þá hefur Þjóðhags- stofnun undanþágu lika. Næstu stórverkefni Lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins Silfurtunglið og helgileikur eftir Jakob Jónsson Fjárhagsafkoman betri en mörg undanfarin ár — Stærri verkefni cru óráðin, sagði Jón Þórarinsson dag- skrárstjóri Lista- og skemmti- deildar Sjónvarpsins, er við spurðum hann hvað væri á döf- inni hjá deildinni. Jón sagði að Silfurtungliö eftir Ilalldór Lax- ness væri á verkcfnaskránni, en ekki lægi ljóst fyrir hvenær hægt yrði að taka það upp. — Eittannað leikrit er á döf- inni, sagði Jón, og verður von- andi tekið upp i febrúar eða mars. Það er helgileikrit eftir sr. Jakob Jónsson og heitir „Maðurinn sem sveik Barra- bas.” Jón sagði að engin ákvörðun hefði verið tekin um endursýn- ingu Lénharðs fógeta, en senn eru liðin þrjú ár frá frumsýn- ingu þess fræga leikrits i sjón- varpinu. í samningum leikara við Sjónvarpið eru ákvæði, sem virka hvetjandi til endursýning- ar á leikritum innan þriggja ára frá frumsýningu. Ennfremur sagði Jón Þórarinsson aðspurð- ur, aö ekki heföi verið tekin ákvörðun um það, hvort fleiri þættir verða gerðir i sama dúr og „Undir sama þaki.” Lista- og skemmtideildin hef- ur þá stefnu, að tekin séu upp átta islensk leikrit á ári hverju, en sjaldan hefur þvi marki verið náð að sögn Jóns. Hann sagði að oft hefðu þau orðið 6-7, en stund- um færri. Það hefur vakið athygli manna að undanförnu, og ekki sist um siðustu jól og áramót, að svo virðist sem stefnt hafi veriö að sparnaði i rekstri sjón- varpsins, meö þvi að hafa is- lenskt efni eins ódýrt og unnt er. Ekkert efni var tekið sérstak- lega upp i stúdiói vegna hátið- anna nema áramótakabarett- inn. Jafnvel þar var þó notað efni beint af hljómplötum (Halli og Laddi, Gisli Rúnar o.fl.), og þátturinn var einfaldur i sniðum og ódýr. Ekkert leikrit var frumsýnt um jólin og helstu liðir i jóladagskránni voru eins ódýr- ir i framleiðslu og hugsast get- ur, tónleikar Pólýfónkórsins voru teknir upp i Háskólabiói, Dýrin i Hálsaskógi á sýningu i Þjóðleikhúsinu og „skemmti- þáttur” á annan i jólum var efni sem leikið var beint af hljóm- plötum, sem komið höfðu út undanfarna mánuði. Við inntum Jón Þórarinsson eftir þvi, hvort sparnaðarstefna væri nú rekin i Sjónvarpinu. — Nei, það held ég að sé ekki hægt að segja, sagði Jón. Hins vegar er fjárhagsástand þess- arar stofnunar afskaplega Jón Þórarinsson óljóst. Það er ekki búið að ákveða afnotagjöldin fyrir þetta ár, og meðan svo er rennum við blint i sjóinn, þrátt fyrir áætlaða upphæð á fjárlögum. Fjárhags- uPPgjör fyrir árið sem leið ligg- ur heldur ekki fyrir ennþá, en ég held að útkoman hafi verið mjög sæmileg og töluvert betri en hún hefur verið mörg undanfarin ár. —eös Ég tel að frekari tilraunir af hálfu viðskiptaráðuneytisins til að afla upplýsinga um efni fyrirspurnarinnar séu ekki lik- legar til að bera árangur.” Umboðslaun skila sér ekki Varðandi þetta svar viðskiptaráðherra bendir Magnús á eftirfarandi: 1) „Gjaldeyriseftirlit Seðla- banka Islands lýsir yfir þvi skýlausa mati sinu, að það sé á engan hátt tryggt að umboðslaunin skili sér i islenska gjaldeyrisbanka. Slikur undandráttur á gjald- eyri er hins vegar lögbrot, og ætti það að vera rannsóknar- efni fyrir ólaf Jóhannesson dómsmálaráðherra að slik skipan skuli viðgangast á vegum Ólafs Jóhannessonar viðskiptaráðherra. Mætti ætlast til að ekki væru sambúðarörðugleikar milli tveggja ráðuneyta sem sami maður stjórnar. 2) Heildarskil umboðslauna námu i fyrra 2 517 miljónum króna frá milli 1 og 2 þúsund aðilum. Samkvæmt þvi, sem um er fjallað i 1) lið, má ætla að þar sé aðeins um hlutaskil að ræða. Umboðslaunakerfið felur þannig i sér mjög veru- legar gjaldeyrisfúlgur. Umboðsaðilar erlendra fyrirtækja nema allt að tveimur þúsundum, og er vandséð hverju slikt glund- roðakerfi á að þjóna — öðrum en umboðsmönnunum sem fá umboðstekjur sinar i erlend- um gjaldeyri. 3) Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka tslands greinir frá þvi að Skattstofan I Reykjavik hafi á siðasta ári gengist fyrir sérstakri athugun á umboös- launatekjum vegna inn- flutnings á áfengi og tóbaki, og þetta er staðfest i bréfi frá fjármálaráöuneytinu. Siðan er sagt að aðeins margþætt skriffinnskukerfi megi fá vit- neskju um þessa rannsókn, en ekki „óviðkomandi menn” eins og þeir sem kjörnir eru til þess aö eiga sæti á Alþingi tslendinga. Væri fróðlegt að fá á þvi skýringar frá Ólafi Jóhannessyni, fyrrverandi lagaprófessor, hvernig hægt er að setja Alþingi tslendinga skör lægra en embættis- mannakerfið.” Gja Ideyrisþjóf naður stöðvaður með löggjöf „Sú leynd, sem talin er eiga að hvila á tekjum umboös- manna erlendra fyrirtækja, brýtur i bága við almenna hefð I þjóðfélaginu. Um tekjur alþingismanna er að sjálfsögðu fjallað opinskátt I fjölmiðlum. 011 samtök launafólks gera samninga sina fyrir opnum tjöldum og er fjallað um ein- staka þætti launasamninga m.a. af ráðherrum. I skattskrám er að finna vitneskju um heildar- tekjur þær sem einstaklingar og félög telja fram til skatts. Hvers vegna eiga erindrekar erlendra gróðafyrirtækja að njóta sér- stöðu? Augljóst er aö hér er þörf bæði rannsóknar og nýs fyrirkomu- lags sem komi i veg fyrir gjald- eyrisþjófnað. Að undanförnu hafa birst staðreyndir sem sanna að islenskir aöilar eiga ólöglega fenginn gjaldeyri i bönkum á Norðurlöndum einum, svo að nemur millj- örðum króna. Þennan gjald- eyrisþjófnað þarf aö rannsaka i heild og til fullkominnar hlitar og setja löggjöf sem komi i veg fyrir slikt athæfi. Með þessari tillögu er gert ráð fyrir að komiö verði i veg fyrir gjaldeyris- þjófnað i sambandi við inn- flutning á áfengi og tóbaki, enda á þar að vera hægast um vik þar sem um rikiseinkasölu er aö ræða.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.