Þjóðviljinn - 26.01.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.01.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 26. janúar 1978. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaði: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Sfðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Hálfan ríkis- sjóö í happ- drœttisvinning í gær var tekin ákvörðun um 13% hækk- un almenns fiskverðs frá áramótum. Þvi er haldið fram að fiskiðnaðinn vanti nú 12 miljarða króna á ári til þess, að endar nái saman i rekstrinum. Rikisstjórnin undirbýr ráðstafanir til að greiða fyrir rekstri fiskvinnslunnar, og uppi eru i þvi sambandi áform um að láta gengi krónunnar hrapa á skömmum tima um nálægt 20%. Slikar ráðstafanir munu að sjálfsögðu enn leiða til stórhækkaðs verðs á innfluttum vörum og magna þá óðaverðbólgu, sem fyrir er i landinu. Með gengisfellingum og gengissigi hefur rikis- stjórnin nú þegar hækkað allt verðlag á innfluttum vörum á þessu kjörtimabili um 120-130%. Ekki skal dregið i efa hér að ýmis fisk- vinnslufyrirtæki eigi i rekstrarörðugleik- um, en önnur standa hins vegar mun bet- ur að vigi. Á árum vinstri stjórnarinnar var hafist handa um mikla uppbyggingu i fisk- iðnaðinum og mörgum miljörðum króna ráðstafað i þvi sambandi. Þau frystihús og fiskvinnslustöðvar, sem þegar hafa verið byggð upp með nútima sniði, standa mörg vel að vigi. Þau hafa skilað drjúgum hagnaði á siðustu árum og gifurleg eigna- myndun hefur átt sér stað hjá fyrirtækj- unum. Þessi fyrirtæki þola auðvitað hærra kaup og hærra fiskverð heldur en hin, sem setið hafa eftir með allt i niðurniðslu. Hér i Þjóðviljanum var fyrir stuttu vak- in athygli á þeirri staðreynd, að á aðalút- flutningsmarkaði okkar vestur i Banda- rikjunum fengu islensku fyrirtækin þar meira en helmingi fleiri dollara fyrir fisk- inn árið 1977 heldur en þrem árum áður árið 1974. Við bentum jafnframt á, að samt hafi raungildi vinnulaunanna hjá þvi fólki, sem við fiskinn vinnur hér heima verið lægra árið 1977 heldur en árið 1974, en viðurkenndar skýrslur kjararannsókna- nefndar og þjóðhagsstofnunar sýna að svo hafi verið sé miðað við framfærsluvisitölu og meðaltal hvors árs um sig. Talsmaður hraðfrystihúsanna og sölu- hringsins i Bandarikjunum hefur bent á i blaðagrein, að þótt hækkun kaupsins hafi ekki haldið i við hækkun verðlagsins þessi þrjú ár, þá hafi kaupið hjá islensku verka- fólki samt hækkað sé mælt i dollurum og miðað við skráð gengi. Þetta er að visu rétt en mælt i dollurum hefur kaup is- lensks verkafólks i fiskvinnu þó aðeins hækkað um 23.7% milli áranna 1974 og 1977 á sama tima og söluverðmæti is- lensku dótturfyrirtækjanna i Bandarikj- unum hefur hækkað yfir 100%. Samt eru hraðfrystihúsin sögð i stór- vandræðum. Hér er sannarlega maðkur i mysunni og þörf á skýrari greinargerð. Þótt verð á fiski félli nokkuð i Banda- rikjunum þegar leið á árið 1974, mátti það þó heita gott ár i heild, hvað markaðsverð á þeim fiski, sem við flytjum út þangað snertir. En hafa menn gert sér grein fyrir þvi, að hefðu islensku fyrirtækin i Bandarikj- unum aðeins fengið fyrir fiskinn á árunum 1975, 1976 Og 1977 jafn marga dollara i kassann hvert ár um sig og þau fengu 1974, þá hefði heildarsöluverðmætið þessi þrjú ár samtals verið nær 50 miljörðum króna lægra en það varð i raun og veru. Dollara- tekjurnar eru þá umreiknaðar á núver- andi gengi og byggt á opinberum upplýs- ingum frá Sölumiðstöðinni og SÍS. Hér gengur allt á afturfótunum, þótt sölutekjurnar fyrir fiskinn i Bandarikjun- um hafi hækkað um nær 50 miljarða króna á þessu þriggja ára timabili, — og fisk- vinnslan að stöðvast!! Hvað hefði þá orðið, ef sölutekjurnar hefðu nú bara orðið þær sömu hvert ár um sig 1975,1976 og 1977 og þær voru árið 1974, sem þótti i heild gott ár? — Þá hefði um helming allra rikisútgjalda siðasta árs vantað i kassann hjá SH og SIS. Við vitum vel að milli áranna 1974 og 1977 varð um 20% magnaukning i fisksölu okkar til Bandarikjanna og auðvitað skýr- ir það svolitið brot af hækkun sölutekn- anna, en gifurleg hækkun þeirra á þó að langmestu leyti rætur að rekja til mikilla verðhækkana á hverja selda einingu. Menn fengu svo miklu meira fyrir sama magn af fiski. Það er enginn að halda þvi fram að þessum nær 50 miljörðum hafi verið stolið, og ekki heldur að þeir hafi allir farið i vasa eigenda hraðfrystihúsanna. Hitt látum við okkur detta i hug að drjúgur hluti hafi orðið eftir vestur i Bandarikjunum, og mest af þvi sem heim kom hafi dreifst hér út i verðbólguþjóð- félagið og komið i hlut þeirra, sem stór- tækir eru við að spila á verðbólgukerfið og hlaða upp eignum út á verðbólgugróðann. Hitt verður ekki hrakið að verkafólkið sem ekki á þess kost að taka þátt i verð- bólgudansinum, það sá aldrei eyri af þessu fé, þvi að kauphækkanirnar, sem i þess hlut komu, dugðu ekki einu sinni til að mæta hækkun framfærslukostnaðar á þessu timabili. » >> Flokkur framliðinna undirbýr sókn Það var fróölegt aö sjá hvað Þórarni Þórarinssyni var hug- stæöast er hann hóf forystu- greinaskrif i Timann aö nýju eftir ósigurinn i prófkjöri Fram- sóknarmanna i Reykjavik um siöustuhelgi. Hannminnir þar á að enn séu möguleikar á aö breyta kosningalögum fyrir voriö og þvi þurfi hann ekki að vera úr leik. ,,t upphafi þings upplýsti Geir Hallgrimsson forsætisráð- herra að gefnu tilefni frá Gylfa Þ. Gislasyni, aö rikisstjórnin myndi beita sér fyrir þvi, aö sett yröi á laggirnar nefnd þing- flokkanna, sem athugaöi mögu- leika á þvi aö breyta kosninga- iögunum fyrir kosningar. Aöal- lega væri þaö tvennt, sem slík nefnd ættiaö hafa i huga. Annaö væri aukiö vald kjósenda til aö hafa bein áhrif á val þing- manna, og hitt væri jöfnun kosningaréttar,sem gæti falist i breyttum aöferöum viö úthlutun uppbótarsæta. Stjórnarflokkarnir hafa þegar tilnefnt fulltrúa sina i slika nefnd. Framsóknarflokkurinn hefur tilnefnt þá Jón Helgason og Tómas Arnason, en Sjálf- stæöisflokkurinn þá Gunnar Thoroddsen og Ingólf Jónsson. Telja má vist, aö nefndin taki rösklega til starfa eftir aö þing er komið saman aö nýju, og kemur þvf sennilega brátt I ljós, hvort þingvilji er fyrir hendi til breytinga á kosningalögunum, sem taka gildi fyrir kosningar i vor. Þá er þess aö geta, aö fyrir þinginu liggur frumvarp frá Jóni Skaftasyni um aö kjósend- ui- ráöi frambjóðendum um leið og þeir kjósa.” Frumvarpi Jóns Skaftasonar vex þvi óðum fylgi á Alþingi aö sögn kunnugra og er þaö eink- um „flokkur framliöinna” i þingliöinu sem snúist hefur á sveif með Jóni. Hann skipa fall- istar úr prófkjörum þriggja flokka og gerast þeir atkvæöa- miklir á þingi. Að fela spilin t Morgunblaðinu i gær bitur Ólafur Jóhannesson af sér allar spurningar blaðsins um úrslitin i prófkjörinu i Reykjavik. Um hlutverk hans og stuöning viö frambjóöendur er margt á huldu og ekki verða menn klók- ari á frétt Moggans: „Morgunblaöið ætlaöi aö spyrja ólaf aö þvi, hvort hann teldi þaö ekki áfall fyrir Fram- sóknarflokkinn, aö formaöur þingflokksins haföi falliö í próf- kjörinu. ólafur kvaöst ekkert vilja vita um málið og ekkert vilja tjá sig um máiiö og spurn- inguna vildi hann ekki heyra.” Það hendir aldrei reynda spilamenn aö láta sjá á spilin hjá sér. Nefndakóngar án drottninga Eitt hundrað islenskir karl- Yfirnefnd verölagsráös sjavarutvegsms. menn fengu á árinu 1976 meira en 300 þúsund krónur fyrir nefndastörf á vegum rikisins, og höföu þó flestir þá sýslan meö- fram föstu starfi. Þaö segir sig sjálft að meginhluti nefnda- fundanna eru haldnir i vinnu- tima þeirra sem i þeim sitja. Þar sem margir nefndakóng- anna eru opinberir starfsmenn væri i mörgum tilfellum hrein- legra aö hækka eitthvaö við þá kaupið og gera ráö fyrir aö fundasetur i nefndum séu liöur i starfi þeirra hjá rikinu. Utanað- komandi fólki mætti svo greiöa sérstaklega fyrir vinnutap og framlag þess i þágu rikisins. Nefndakóngarnir hundraö höföu áriö ’76 frá 300 þúsundum krónum upp i 2.2 miljónir fyrir nefndastörf sin. A verölagi árs- ins 1977 má gera ráö fyrir aö þeir hafi haft frá 400 þúsund krónum upp i 3 miljónir. Þaö vekur athygli aö nefnda- kóngarnir hundrað geta ekki státaö af svo mikiö sem einni einustu drottningu i sinum hópi, og hefur þó sú skoöun hvergi veriö viöruð opinberlega aö kvenmenn séu ver til nefnda- starfa fallnir en karlmenn. Þarna þarf Jafnréttisráöaö láta til si'n taka. Þaö er beinlinis óþolandi ástand aö Islendingar skuli ekki eiga sér nefnda- drottningar. Yfirkóngarnir tíu (Kóngar án drottninga) Eins og ástandið er i jafn- réttismálum nefndaaöalsins er þess ekki að vænta aö komandi nefndadrottningar veröi teknar ihóp háaðalsins á næstu árum. 1 honum erutiu karlmenn sam- kvæmt lista Frjálsrar verslun- ar. Þeir eru: Guömundur Skaftason, 2.331.117 kr., Jón Sig- urðsson, hagrannsóknastjóri, 1.435, 577 kr., Guölaugur Þor- valdsson, háskólarektor, 1.310.177 kr., Jóhannes Nordal, 1.263.921 kr„ Egill Sigurgeirs- son, hrl. 1.059.640, Torfi As- geirsson, deildarstjóri, 1.004.330 kr„ Ólafur Björnsson, prófess- or, 967.442 kr„ Gunnar Guö- bjartsson, formaöur Stéttar- sambands bænda, 929.245 kr., Baldur Möller, ráöuneytisstjóri, 917.279 kr. og Benedikt Blöndal, hrl. 855.826 kr. Fastáhæla háaöalsins koma svo ýmsir alþingismenn, starfs- menn ráöuneyta og opinberra stofnana, bankastjórar og nokkrir forvigismenn hags- munasamtaka. —ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.