Þjóðviljinn - 27.01.1978, Síða 4

Þjóðviljinn - 27.01.1978, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 27. janúar 1978. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis ÍJtgefandi: Otgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaöi: Árni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Slöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaöaprent hf. Að hirða gróðann en þjóðnýta tapið Þegar vinstristjórnin kom til valda blasti viða við stórfelldur vandi i atvinnu- lifinu. Togara- og fiskiskipaflotinn hafði drabbast niður og frystihúsin höfðu dreg- ist aftur úr. Ennfremur stóðu iðnfyrirtæki afar illa, hvarvetna kom i ljós að svo- nefndir eigendur fyrirtækjanna réðu ekki við að halda þeim á eðlilegum rekstrar- grundvelli og rikisfyrirtækin höfðu verið svelt um árabil vegna ofstækis Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflokksins i trú þeirra á almætti einkaframtaksins. Vinstri stjórnin sneri sér þegar að þvi að efla at- vinnulifið að tækjum og búnaði og sú við- leitni skilaði þegar i stað verulegum ár- angri i mikilli atvinnu i landinu. Það voru ráðherrar Alþýðubandalagsins sem i þessum efnum höfðu afgerandi forystu. Meðal þeirra fyrirtækja sem voru þá hvað verst á vegi stödd er vinstri stjórnin tók við 1971 voru rikisfyrirtækið Land- smiðjan og einkafyrirtækið Slippstöðin. Viðreisnarstjórnin og iðnaðarráðherra hennar gerðu allt sem hægt var til þess að koma Landsmiðjunni fyrir kattarnef sem rikisfyrirtæki. Það tókst sem betur fer ekki. Iðnaðarráðherra vinstristjórnarinn- ar gerði skipulegar ráðstafanir til þess að bæta aðstöðu Landsmiðjunnar. Árangur- inn af þeirri stefnu sem fylgt var i vinstri- stjórninni kemur best fram i tölum sem birst hafa að undanförnu um rekstur Landsmiðjunnar: 1975 greiddi Landsmiðj- an 4.9 milj. kr. i opinber gjöld en skilaði 13.0 milj.kr. hagnaði. 1976 skilaði smiðjan 16.3 milj. kr. hagnaði og greiddi 7.4 milj. kr. i opinber gjöld. Á þessum tveimur ár- um greiðir Landsmiðjan þvi til opinberra aðila i formi skatta og hagnaðar 41 miljón króna. Þegar vinstristjórnin kom til valda var rekstur Slippstöðvarinnar á Akureyri i verulegum ólestri. Taprekstur stöðvar- innar nam 60—70 milj. kr. fyrir fimm ára timabil, sem lauk með árinu 1971. Þessi halli nemur þvi hundruðum miljóna króna á núgildandi verðlagi. Iðnaðarráðherra skipaði nefnd til þess að kanna rekstur fyrirtækisins og möguleika áúrbótum.Nið- urstaða nefndarinnar varð sú að leggja til að rikið og Akureyrarbær legðu fram hlutafé i fyrirtækinu. Svo var gert. Siðan hefur þetta fyrirtæki eflst með hverju ár- inu og á árinu 1976 skilaði það tugmiljóna- króna hagnaði. Reynslan frá þessum fyrirtækjum báð- um sýnir að stefna iðnaðarráðherra Alþýðubandalagsins i þessum efnum var rétt — stefna iðnaðarráðherra viðreisnar- stjómarinnar, oftrú hennar á einkafram- takið var röng, sú stefna hæfir á engan hátt islenskum aðstæðum. Þrátt fyrir þær staðreyndir sem lesa má þannig af reynslu þessara tveggja fyrirtækja og margra fleiri hefur Sjálfstæðisflokkurinn ákveðið að ganga á milli bols og höfuðs á fyrirtækjum rikisins. Fjármálaráðherra skipaði nefnd til þess að kanna hvaða fyrirtæki mætti leggja niður og hefur nefndin þegar sent frá sér álitsgerð. Þar er lagt til að selja Landssmiðjuna einka- aðilum, þar er lagt til að selja verksmiðj- una Siglósild. í athugun eru Slippstöðin, Ferðaskrifstofa rikisins og Bifreiðaeftir- litið o.fl. Enn hefur ekki komið fram til- laga frá nefndinni um að leggja skólana niður sem rikisfyrirtæki,enn fá spitalarnir að vera i friði. Enda er ekki gróðanum fyrir að fara þar. Þvi það er gróðinn einn sem einkaaðilarnir sækjast nú eftir eins og dagblaðið Visir minnti á fyrir skömmu: „Hagnaður fyrirtækisins sýnir að það getur starfað á hinum frjálsa markaði og er þvi i raun veigamikil röksemd fyrir þvi að selja fyrirtækið.” Hér segir Visir svart á hvitu hvað það er sem i rauninni vakir fyrir fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokks- ins þe. að tryggja hrægömmum auðstétt- arinnar gróðann af félagslega reknum fyrirtækjum. Sem fyrr segir setti iðnaðarráðherra vinstristjórnarinnar á laggirnar nefnd um Slippstöðina á Akureyri, nefndin skilaði áliti og sá ekki annað til bjargar en að bærinn og rikið leggðu fram fjármagn. Einn nefndarmanna var Árni Vilhjálms- son prófessor. Sami Árni Vilhjálmsson leggur nú til að rikið afhendi einkaaðilum rikisfyrirtæki sem skila hagnaði þar á meðal Slippstöðina. Þessi afstaða kann að þykja tvöfeldni, jafnvel fjarstæða. Svo er þó ekki: Prófessorinn er trúr þeirri stefnu Sjálfstæðisflokksins að einkaaðilar eigi að hirða gróðann, en rikið að þjóðnýta tapið. —s Guðmundur óheppinn 1 þingræöu um frumvarp aö nýjum Utvarpslögum, sem miðar að þvi að svipta KikisUt- varpið einkarétti á Utvarps- og sjónvarpsrekstri, i nóv. sl. vitnaði flutningsmaður, Guð- mundur H. Garðarsson i hug- myndir um frjálsari Utvarps- rekstur i Sviþjóð. Eins og stund- um áður var Guðmundur sér- lega óheppinn i þessu tilfelli. I Sviþjóð hefur enginn ábyrgur aðili, ekki einu sinni Hægri flokkurinn, lagt til að einka- réttur Sveriges Radió til Ut- varps- og sjónvarpsendinga verði afnuminn. Höfuðdeilan þar i landi snýst um þessar mundir aðallega um það, hversu sjálfstæðar hinar ýmsu deildir Utvarpsins eiga að vera. Útvarps- og sjónvarps- rekstur i Sviþjóð hefur verið endurskoðaður af fjölmörgum opinberum nefndum á siðustu áratugum og stöðugar deilur eru um skipulagsform þessara mikilvægu fjölmiðla. Athyglisverí i þvi samvandi er samróma álit félags Utvarps- og sjónvarpsstarfsmanna, Ut- varpsstjórans, Otto Norden- skiölds og yfirmanna helstu deilda aö nUverandi skipulag hafi reynst harla gott og meiru máli skipti að fjárveitingar til dagskrárgeröar séu auknar, heldur en að verið sé að eyða tima og fjármunum i fánýtar skipulagsbreytingar. Samtök launa- fólks og ríkið Sveriges Radio er nU hluta- félag — og þvi að forminu til ekki rikisfyrirtæki. Eigendur þess eru helstu samtök launa- fólks og samvinnuhreyfingin i Sviþjóð (LO, TCO, KF og RLF) , en þau eiga samtals 60% hluta- fjárins, atvinnurekendasam- bandið sem á 20% og blaðaút- gefendur eiga 20%. Oll þessi samtök eiga fulltrUa i stjórn Sveriges Radio, sem er skipuð 21 manni. Samt skipar sænska rikisstjórnin á hverjum tima helming stjórnarmanna auk oddamanns. Ljóst er þvi aö rikisstjórnin hefur sterk tök á æðstu stjórn Utvarpsins. HUn - getur ráðið útvarpsstjóranum - sem einnig er aðalfram- kvæmdastjóri fyrirtækisins og ábyrgur fyrir öllum deildum þess, hljóðvarpi, sjónvarpi 1. og 2., landshlutaUtvarpi og kennsluútvarpi. Hver þessara deilda hefur svo sinn deildar- stjóra. Hugmyndir stjórnarinnar NU hefur sænski mennta- málaráðherrann Jan-Erik Wik- ström lagt fram hugmyndir rikisstjórnarinnar um skipu- lagsbreytingar á Sver- iges Radio. Þær eru i stuttu máli á þá leið að i stað eins hlutafélags eigi að koma fjögur sjálfstæð félög um hverja grein útvarpsreksturs- ins, en um fjármagns- og sendingartimadreifingu til þeirra eigi svokallað „regn- hlifarfélag” að sjá. Engar tillögur eru um það, að breyta eignarhlutföllum i þessum fimm félögum, né heldur að sleppa taki þingmeiri- hlutans hverju sinni á útvarps- rekstrinum. Menntamála- ráðherrann segir að með til- lögum rikisstjórnarinnar sé stefnt að aukinni fjölbreytni, Nn ar Sveriges Radio ett aktiebolag med en verkstal- lande direktör och en styrelse. I framtiden vill regerin- gen att Sveriges Radio skall vara fyra sjalvstandiga bolag under ett paraplybolag som fördelar tid och re- surser. TV 1 med 144 milj kr i budget och TV 2 med 147 milj kr slás ihop tili TV. Sannolikt med en chef. Ljud- radion med 147 milj kr i budget blir en egen enhet, lo- kalradion med 125 milj kr en enhet och den nybildade utbildningsradiort med 75 milj kr iiskade den fjarde. Gamla Syeríges 368o.348anst. 441 anstallda 400 anstallda 325 anstállda. Radio a Nva Sveriges Radio Þannig lýsir Dagens Nyheter hugmyndum rlkisstjórnarinnar aö skipulagsbreytingu á sænska útvarpinu. Fremsta súlan er gamla útvarpiö eins og þaö er I dag, slöan koma súlur sem sýna sjálf- stæöisfélögin fjögur og fjölda starfsmanna, og regnhlífin yfir. valddreifingu, meiri dagskrár- gæðum og óskertu sjálfræði út- varps- og sjónvarpsmanna. Kunnugt er að samstarfs- ráðherrar hans í hægri flokknum vildu ganga lengra og sleppa „regnhlifinni”. llla tekið Þessum tillögum hefur vægastsagt verið tekið illa. Hér er aðeins tæpt á þeim I mjög grófum dráttum, en ljóst er að þær eru i andstöðu viö yfirmenn og starfsmenn sjónvarps- og hljóðvarps. Oddviti stjórnarandstöðunnar i Sviþjóð, Olof Palme, hefur lagst gegn tillögum rikis- stjórnarinnar og sagt að ef þær verði knUöar i gegn kunni sósialdemókratar að neyðast til þessaðbreyta skipulagi sænska útvarpsins strax og þeir komast áný til valda. Hann bendir á að stjórnmálaflokkunum i Svíþjóð hafihingaö til'tekist aðkomastaö samkomulagi á breiðum grund- velli varðandi útvarps- og sjón- varpsmálin, og ástæðulaust sé að efna til vanhugsaðra skipu- lagsbreytinga, sem leiða til hækkaðra afnotagjalda, án tryggingar fyrir betri dag- skrám. Hann vill halda núver- andi formi i höfuðdráttum og verja fjármunum i dagskrár- gerðina sjálfa. Afnám einkarekstursins ekki á dagskrá Meginatriðið i þeim umræöum sem eiga sér stað i Sviþjóð um þessi málefni er það aö þar er alls ekki verið að ræða um afnám einkareksturs. Það er hinsvegarþað eina sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur á lands- fundi sinum lagt til málanna hér á landi. Það er orðinn einskonar trúarsetning þar á bæ. A meðan hafa núverandi stjórnvöld með frumkvæðislausu útvarpsráði stuðlað að dagskrárhnignun i rikisútvarpinu og ekki sinnt á neinn hátt kröfum um lands- hlutasendingar, næturútvarp, mUsikútvarp, kennsludagskrá, stereó-sendingum o.s.frv. Það virðist alveg hafa farið framhjá Sjálfstæðisflokknum að hægt er að auka fjölbreytni og sjálfstæði i Utvarps- og sjónvarpsrekstri á annan hátt en meö afnámi einkaréttarins, hvort sem valin er hin sænska leið eða önnur. —ekh I ■ I ■ I ■ I ■ i i ■ i ■ i ■ i ■ i ■ i i i ■ i ■ i ■ i ■ i i ■ i ■ i

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.