Þjóðviljinn - 03.02.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.02.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Föstudagur 3. febrúar 1978 FJARSVIKAMALIN RÆDD A ALÞINGI Eftirlit í bankakerfinu O er ófullnægjandi Þórarinn Olafur Eins og greint er annars staðar frá í biaöinu, þá gerði óiafur Jóhannesson dómsmálaráðherra þing- mönnum i gær grein fyrir stöðunni í hinu svokallaða Landsbankamáli. Er ráð- herra hafði lokið máli sínu urðu nokkrar umræður. Þ jóðarmeinsemd Benedikt Gröndaltók fyrstur til máls og sagði að bréf þau er ráð- herra hafði lesið fælu i sér svör við þeim fyrirspuri)um er Sig- hvatur Björgvinsson hafði beint til ráðherra i siðustu viku. Þá sagði hann að þetta væri ekki eina málið af þessari tegund sem þjóð- in hefði frétt af. Fjármálaóreiða væri nú orðin þjóðarmeinsemd sem taka þyrfti fastari tökum en hingað til. Lúðvik Jósepsson sagöi að mál þetta vekti þá spurningu hvernig háttað væri eftirliti i bankakerfi okkar. 1 Landsbankanum væri starfandi allfjölmenn endur- skoðunardeild og Bankaeftirlit BLÖNDUVIRKJUN: 60 ferkílómetrar lands undir vatn rikisins teldi viss öryggisatriði betri i þessum banka en öðrum. En þrátt fyrir þetta þá gæti það gerst i stórri og mikilvægri deild bankans að fjársvik færu þar fram siðustu átta ár. Skjöl varð- andi málið lengra aftur munu ekki vera til. Eftirlitið ófullnæg jandi Þessi staðreynd benti til þess að eftirlitið i bankakerfinu væri ófullnægjandi. Bankamálaráð- herra yrði þvi að fylgjast vel með rannsókn þessa máls og draga nauðsynlegar ályktanir af málinu þannig að hægt væri að koma við betra eftirlitskerfi. Sjálfsagt væri að veita Alþingi upplýsingar um gang málsins, þannig að þingið geti myndað sér skoðun á þvi hvað eigi að gera i öryggismálum bankanna. Alþingi ætti ekki að láta sér nægja að bankarnir segist vera að gera ákveðnar ráð- stafanir til að fyrirbyggja svona atburði, heldur ætti að koma til beinna aðgerða Alþingis. Gæsluvarðhald óþarft Langar umræður urðu i neöri deild Alþingis síöast liöinn miö- vikudag um frumvarp iönaöar- ráðherra um virkjun Klöndu. Páll Pétursson mælti mjög gegn sam- þykkt frumvarpsins, en hann flyt- ur ásamt Ragnari Arnalds og niu öðrum þingmönnum Alþýöu- bandalags, Framsóknar og Al- þýöuflokksins þingsályktunartil- lögu um virkjun Héraðsvatna hjá Villinganesi. Samkvæmt frumvarpi Gunnars Thoroddsen skal ríkisstjórninni heimilt að fela væntanlegri Norð- urlandsvirkjun eða öðrum að- ila að reisa og reka vatns- aflstöð við Blöndu í Blöndu- dal i Austur-Húnavatns- sýslu með allt að 150 MW afli og gera nauðsynlegar ráö- stafanir á vatnasvæði árinnar til að tryggja rekstur virkjunar- innar. Ennfremur að leggja aðal- orkuveitu frá orkuverinu til teng- inar við aðalstofnlínu Norður- lands og meiriháttar iðjuvera. Páll Pétursson sagði að ljóst væri að Blanda yrði ekki virkjuð nú á næstunni samkvæmt þeirri virkjunartilhögun sem fælist i frumvarpinu, nema með þvi að selja mestalla orkuna til orku- freks iðnaðar. Virkjunin væri allt of stór fyrir almennan raforku- markað á Norðurlandi, og einnig og stór fyrir almennan markað á landinu öllu nema i tengslum við sérstök stór verk- efni á sviði orkufreks iðnað- ar. Enn augljósara væri þó, að á- form um Blönduvirkjun, sem kæmu beint I kjölfar ákvörðunar um Hrauneyjarfossvirkjun, hljóti að vera tengd stórfelldum hug- myndum um byggingu erlendrar stóriðju á fyrri hluta næsta árs. Villinganesvirkjun I Héraðs- vötnum væri hins vegar af þeirri stærð, að hún falli vel að þeirri aukningu raforkumarkaðarins, enda gæti hún verið fullnýtt i þágu landsmanna allra á rúmu ári. Um Villinganesvirkjun riki einnig einhugur heimamannu, en þvi sé hins vegar ekki að heilsa hvað varði Blöndu, enda sé þar um að ræða geysilega röskun á náttúrufari. Þar sé áformað að mynda miðlunarlón og kæmi gró- ið land, 60—70 ferkm, til með að sökkva. Þetta land væri stærra en öll tún i Austur-Húnavatnssýslu og væri landið gott og gjöfult, og með öllu óvist að þessi landspjöll yrðu bætt. Pálmi Jónsson lýsti stuðningi við frumvarpið og mikilvægt að það væri afgreitt á þessu þingi. Væri frumvarpið i samræmi við þá stefnu sem hann taldi nauð- synlegt að fara i orkumálum. Þórarinn Þórarinsson gagn- rýndi það atriði frumvarpsins að engum ákv. aðila væri falin fram- kvæmd og væri hér um að ræða svipaðan galla og i sambandi við Kröfluvirkjun. Myndi hann þvi ekki treysta sér til að styðja frumvarpið óbreytt. Hann taldi þó, að að þvi myndi koma að Blönduvirkjun yrði byggð. Sagði hann að eðlilegast væri að afgreiða málið þannig að rikis- stjórninni yrði faliö að láta halda áfram hönnun verksins og láta framkvæma nánari rannsóknir. Skyldi frumvarpið lagt fram að þvi loknu. Ef menn vildu hins vegar fá þetta frumvarp samþykkt i ár,þá yrði að breyta 1. gr. og fela fram- kvæmdina Landsvirkjun. Gunnar Thoroddsen sagði, að nægar rannsóknir bentu til að hér væri um að ræða mjög hagkvæma virkjun og þvi ekki þörf að fresta málinu. Ef 1. gr. yrði breytt, þá taldi hann réttast að fela Raf- magnsveitum rikisins fram- kvæmd verksins. Hinir hvítu f,ýja SALISBURY 26/1 Reuter — Hin- um hvitu ibúum Ródesiu fækkar jafnt og þétt vegna fólksflótta úr landi, enda þótt fregnir hermi að hugsanlegt sé að stjórn hvitra manna takist að ná samkomulagi við þau samtök blökkumanna, sem ekki standa að skæruhernað- inum gegn stjórninni. 1 júni s.l. voru hvitir landsmenn um 268.000, en eru nú um 263.000. Flóttinn úr landi varð s.l. ár meiri en nokkrusinni fyrr frá þvi að stjórn hvitra manna sleit sam- bandinu við Bretland 1965. Albert Guömundsson sagði að hinn ákærði i þessu máli, er væri gamall vinur sinn, hlyti að hafa ákveðin mannréttindi. Hann hefði nú játað brot sitt, en þrátt fyrir það hefði gæsluvarðhald hans veriðframlengt um mánuð. Sagð- ist hann hafa það eftir lögfræðingi hins ákærða aö þessi framlenging myndi ekki koma að neinu gagni. Sagðist hann vilja fá upplýst á hvaða forsendum gæsluvarð- haldið væri framlengt. Þórarinn Þórarinsson sagði að það væru fleiri mál er snertu bankastarfsemina sem nauðsyn- legt væri að fá upplýsingar um. Skattayfirvöld hefðu fengið upplýsingar um inneignir Islend- inga i dönskum bönkum. Gjald- eyriseftirlitið hefði nú upplýs- ingar um þessar innistæður og Seðlabankinn hefði skrifað við- komandi aðilum og farið þess á leit við þá að þeir skili gjaldeyrin- um i islenska banka. Ekki nóg að fá peningana. Þórarinn sagði að eðlilegt væri að Seðlabankinn léti fara fram athugun á þvi hvort framið hafi verið brot á gjaldeyrislöggjöfinni, en láti sér ekki nægja að biðja um að þessum peningum verði skilað i isl. banka. Bað hann banka- málaráðherra að kanna hvort Seðlabankinn ætlaði sér að láta þá málsmeðferö nægja að pening- unum væri skilað. Þá minntist hann einnig á nauðsyn þess að fá upplýsingar um hvernig gengi rannsókn á máli þvi er varðaði skipakaup erlendis. ólafur Jóhannesson banka- málaráðherra sagði varðandi spurningu Alberts að málið væri ekki komið á hreint og þvi áfram- haldandigæsluvarðhald nauðsyn- legt. Málið heföi ýmsa anga, t.d. varðandi hvernig fjármagninu hefði verið ráðstafað. Dönsku reikningarnir, sagöi Ólafur, eru fyrst og fremst mál skattyfirvalda. Málið yrði kannað þannig i Gjaldeyriseftirlitinu, að ef um sök væri að ræða,þá yrði kært i málinu. Danski listinn Ólafur sagðist vilja taka það fram að ekki fælist i gjaldeyris- löggjöfinni að menn væru ætið skyldugir til að skila gjaldeyri. Menn gætu með margvislegum löglegum hætti öðlast erlendan gjaldeyri sem þeir þyrftu ekki að skila I islenska banka. Hann gæti ekki á þessu stigi málsins sagt hvort rétt væri að birta danska listann, en margar gróusögur væru þó farnar að ganga um þennan lista. Af illri nauðsyn gæti svo farið að birta yrði listann. Hvergerðingar Fundur verður haldinn I Alþýðubandalagi Hveragerðis i kaffistofu Hallfríðar mánudaginn 6. febrúar klukkan 20.30. Fundarefni: 1. Inn- taka nýra félaga. 2. Framboð vegna sveitarstjórnarkosninga. 3. önnur mál. —Mætið vel og takið með ykkur nýja félagsmenn. — Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi og nágrenni Framhaldsfundur (frá 30. janúar) verður haldinn á föstudaginn 3. febrúar i Rein kl. 20.30. Mætum vel og stundvislega. — Stjórnin. Alþýðubandalagið Kópavogi — Árshátið Árshátið félagsins verður haldin i Þinghóli laugardaginn 4. febrúar og hefst hún klukkan 19.30 með borðhaldi. Húsið opnað klukkan 19.00. Mið- ar fást hjá Lovisu sími 41279 eða 41746. Verð kr. 4.000. — Fjölmennið. Nefndin. Alþýðubandalagið i Laugardal, Árnessyslu: Framhaldsstofnfundur Framhaldsstofnfundur Alþýöubandalagsins i Laugardal, Arnessýslu, verður haldinn i Hlið, Laugarvatni.þriðjudaginn 7. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf. 2. Kosningabaráttan. A fundinn koma Garðar Sigurðsson, Baldur Óskarsson og Svavar Gestsson. Stjórnin. / Árshátið Alþýðubandalagsins Akureyri Arshátið Alþýðubandalagsins á Akureyri verður haldin laugardáginn 18. febrúar i Alþýðuhúsinu. Fjölbreytt skemmtidagskrá. Hljómsveit Orvars Kristjánssonar leikur. Miðaverð 3.500 kr. Vinsamlegast til- kynnið þátttöku á skrifstofu Norðurlands 21875 eða hjá Óttari Einars- syni i 21264fyrir mánudaginn 13. febrúar. — Stjórnin. Alþýðubandalagið i Borgarnesi og nærsveitum Fundur i Snorrabúð mánudaginn 6. febrúar klukkan 8:15. Da.gskrá:. Undirbúningur sveitarstjórnarkosninga a) Kosning starfsnefnda b) Tillaga um að viðhafa forval Stjórnin Lúðvik Ný þingmál: Frumvarp um Kvik myndasafn og Kvikmynda- sjóð Eftirtalinn þingmál hafa nýlega verið lögð fram á Al- þingi: Frumvarp til laga um Þjóðleikhús. Frumvarpið er nú lagt fram i fimmta sinn, og er nokkuð breytt frá þvi að það var lagt fram síðast. Frumvarpið er ríkisstjórn- arfrumvarp. Frumvarp til laga um Kvikmyndasafn islands og Kvikmyndasjóð. Frumvarp- ið gerir ráð fyrir stofnun Kvikmyndasafns og Kvik- myndasjóðs. Frumvarpið er stjórnarfrumvarp. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um þing- farakaup alþingism anna. Frumvarpið er flutt af Gylfa Þ. Gislasyni og Ellert B. Schram og gerir ráð fyrir þvi að laun alþingismanna verði ákveðin af kjaradómi. Frumvarp tii laga um kaupstaðaréttindi til handa Selfosskauptúni. Flutnings- menn eru Ingólfur Jónsson, Þórarinn Sigurjónsson, Garðar Sigurðsson og Guð- laugur Gislason. Frumvarp til laga um af- nám laga um Fiskimálaráö. Frumvarpið er stjórnar- frumvarp. Leidrétting Sverrir Haraldsson á Borgar- firði eystra bað Þjóðviljann fyrir eftirfarandi leiðréttingu: , ,1 viðtali sem blaðamaöur Þjóðviljans átti við mig og birt var i Þjóðviljanum sl. þriðjudag, gætir svolitillar ónákvæmni frá minni hálfu, sem ég tel rétt að leiðrétta. Þar sem ég tala um svo kallaða réttindalausa kennara, gildir þaö aðeins um sl. 3 ár,-og þótt nefndur væri einn kennari, sem hér hefur verið, þá var þaö ekki meining mín að fara að bera saman á nokkurn hátt þá aökomumenn, sem hér hafa verið kennarar. Hér vartildæmiságæturkennari meö Háskólapróf i fyrra vetur, Barði Þorkelsson frá Reykjavik. Viðvíkjandi fjölda kennara vil ég taka fram, að við skólann starfa nú,auk skólastjóra, 2 fasta- kennarar og 2 stundakennarar”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.