Þjóðviljinn - 03.02.1978, Qupperneq 7
Föstudagur 3. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
r é-
Eg er andstalínisti. En flestir góöu mennirnir sem ég
þekki af gömlu kynslóðinni eru gamlir stalínistar.
Þegarégnota oröiðgóöurá ég vid gamaldags hugtök
eins og mannúð, heiðarleika og persónulega reisn
Gisli
Gurfíiarsson
V örn fyrir Þórð og
gagnrýni á Stalin
Vésteinn Lúöviksson kom viö
hér i Lundi ekki alls fyrir löngu
og las verk sitt Stalin er ekki
hér. Leikritiö vakti hjá mér
sterkar tilfinningar og ég fór
sjálfur aö velta fyrir mér stalin-
ismanum hjá mér og þeim sem
ég þekkti. Ég var sammála höf-
undi i flestu nema aö mig lang-
aöi aö hefja varnarræöu fyrir
Þórö.
Nú hefur Arni Björnsson I
dagskrárgrein 14. jan. sl. flutt
sina varnarræðu fyrir stah'nist-
ann Þórö. Mér likar alls ekki sú
ræða. Ég held að Þórði sé eng-
inn gréiði gerðurmeö henni. Eg
held þvert á móti aö Árni sé með
ræöu sinni að staðfesta flesta
eða alla hleypidóma um Þórð.
Fyrst sný ég mér aö Vésteini,
þessu næst Arna.
Stalinismi og stalinist-
ar eru ekki hið sama
Frá sjónarhóli félagsfræði og
sálfræði gerir Vésteinn grund-
vallarvillu t leikriti sinu. Hann
gerir stalinisma (sem hug-
myndafræði) og stalinista (ein-
staklinga sem aöhyllast stalin-
isma), aö sama fyrirbæri.
Þaö getur vafalaust einhver
sagt að út frá uppbyggingu leik-
ritsins sé nauðsyn aö persónu-
gera stalinismann. Þá er þvi til
að svara aö uppbyggingin er
gölluð. Persónan Þóröur er
óraunveruleg eins og Vésteinn
lýsir henni. Það er einfaldlega
ekki hægt að láta persónu vera
fulltrúa fyrir heila hugmynda-
fræði og svo að segja ekkert
annað i leikriti sem hefur raun-
sæisform.
Það er þvi hæpið að tengja
saman harðstjóra á heimilinu
og harðstjóra i stjórnmálum.
Sagði Lenin ekki einhvern tim-
ann að verstu stéttasvikararnir
væruoft bestu heimilisfeðurnir?
Það fer ekki milli mála að ég
er andstalfnisti. En flestir góöu
mennirnir sem ég þekki af
gömlu kynslóðinni eru gamlir
stalinistar. Þegar ég nota orðið
góðurá ég við gamaldags hug-
tök eins og mannúð, heiðarleika
og persónulega reisn. Ekkert af
þessufær Þórður að hafa nema
snefil af heiðarleika. Sem sagt:
Ég þekki ekki Þórð eins og Vé-
steinn lýsir honum.
Stalinistar eru félagar
okkar
Þegar við gagnrýnum stalin-
ista megum við ekki gleyma að
þessir menn voru lika kommún-
istar og þess vegna eru þeir
félagar okkar sem erum and-
stalinistar og kommúnistar. Að
vera kommúnisti i auðvalds-
þjóðfélagi svo lengi, að maður
verður gamall kommúnisti,
gerir kröfur til siðferðisþreks-
ins. Ekki sist á timum kreppu
eða kalda striðs.
Að vera kommúnisti þýðir að
trúa á jafnrétti, frelsi og
bræðralag, jafnt efnahagslega
og stjórnarfarslega. Þótt
•kommúnistinn sé lika stah'nisti
þá gleymist ekki framtiðar-
draumurinn. Það er þvi mikil
fölsun þegar Þórður i fram-
tiðarsýn sinni er látinn dreyma
um þjóðfélag með sterku mið-
stjórnarvaldi. Þetta sýnir að-
eins að Vésteinn hefur aldrei
talað við Þórð i fullkominni
hreinskilni. Ef Vésteinn heföi
gert það hefði hann komist að
raun um að Þórður taldi sterkt
miðstjórnarvaldaðeins vera illa
nauðsyn meðan verið væri að
útrýma kapitalismanum. Eftir
það hyrfi rikisvaldið smám
saman.
Kenningin um hina illu sögu-
legu nauðsyn eins flokks kerfis
hugmyndalegs einstefnuakst-
urs, með mjög sterku mið-
stjórnarvaldi, er kjarninn i hug-
myndafræði stalinismans. Þetta
er réttlæting embættismanna-
valdsins fyrir tilveru sinni. En i
auðvaldsþjóöfélagi þar sem
stalinistinn er venjulega verka-
maður, ekki valdhafi, þá skipar
að sjálfsögðu kommúnistiski
draumurinn fyrsta sætið.
Stalinisminn afskræm-
ir sósialismann.
Sósialisminn er það fögur
hugsjón að enga hlifð má sýna
við að berjast gegn staliniskri
afskræmingu hennar. Þetta
inniber meðal annars uppgjör
við stalinisku arfleiðfðina. Hér
erum við Arni Björnsson
ekki alveg sammála. Hann
heldur þvi meðal annars fram
að blekkingin um Sovétrikin
hafi aukið áræði og kjark
verkalýðsins. Ég tel hins vegar
að dýrkun stalinista á þessari
blekkingu hafi fælt ótal verka-
menn frá sósialismanum og
þannig dregið úr baráttugetu
verkalýðsins.
Iraunogverueruþeir Arni og
Vésteinn sammála um að
sósialisk hreyfing á íslandi eigi
uppruna sinn i stah'nismanum.
Ég er þessu ósammála. Hreyf-
ing okkar á sér bæði sósialiska
og staliniska fortið og hún af-
rekaði ýmislegt vegna
sósfalismans og þrátt fyrir
stalinismann. Um leið og við
gagnrýnum neikvæðu þættina,
þ.á.m. blekkinguna um Sovét-
rikin, þá getum viö verið stolt
yfir þvi jákvæða sem hreyfingin
kom til leiðar; kjarabyltingin
1942-1947 sem Arni minntist á;
verkalýðsbaráttan sem stund-
um var að visu varnarbarátta
en er ekkert verri fyrir það;bar-
áttan gegn bandariskri heims-
veldisstefnu.
Dýrkaði Þórður Rúss-
land svo mikið?
Siðan má spyrja: Hvað var
stalinisminn mikill þáttur i
sósialiskri hreyfingu fyrr á tim-
um hér á tslandi? Þeirri spurn-
ingu verður ekki svarað hér á
nokkurn fullnægjandi hátt, en
hvaðsnertireinn þátt stalinism-
ans, þann sem mest var áber-
andi útávið, rússadýrkunina, vil
ég kasta fram þeirri fullyrðingu
að hún hafi verið langsterkust
meðal menntamanna og for-
ystumanna flokksins. Ég vil
einnig halda þvi fram, að mjög
margir hafi stutt Sósialista-
flokkinn og verið meðhmir hans
þrátt fyrir rússadýrkunina ein-
faldlega vegna þess að sá flokk-
ur var eini raunhæfi valkostur-
inn fyrir verkalýðssinna og
sisialista. Ég styð þessa hug-
mynd mina meðal annars við
það hve litið fylgi blind rússa-
dýrkun (brésnéfismi) hafði,
þegar fyrst verulega reyndi á
hana án samhengis við aðra
stjórnmálaþætti og þá á ég við
innrásina i Tékkóslóvakiu 1968.
Ég held að enginn flokkur um
gjörvallan heim sem á sér rætur
i 3. alþjóðasambandinu hafi los-
aðsigjafn auðveldlega og ræki-
lega við alla fylgispekt viö
Moskvu eins og Alþýðubanda-
lagið hefur gert..
Nú þykist ég hafa verið Þórð
nógu vel gegn árásum Vésteins
og þá ætla ég að snúa mér að
Árna.
Er andstalínismi
fasiskur?
I grein sinni veltir Arni
Björnsson þvi fyrir sér „hvort
þetta stykki (þ.e. leikrit Vé-
steins) mundi ekki teljast vel
sýningarhæft i fasistariki, t.d.
Chile.”
Hefur þú, Árni, svona lítið
lært siðan þú iast Samsærið
mikla? Erekkiorðið nokkuö úr
sér gengið að setja sjálfkrafa
fasistastimpil á andstalinisma?
Dettur þér i hug að fasistar telji
stalinismann vera einhvern höf-
uðandstæöing sinn? Veistu ekki
að eftir byltinguna i Chile voru
iaisósialisk verk bönnuð þ.á.m.
gagnrýni á stalinisma? Veist þú
aðallar frjálslyndarhugmyndir
um fjölskyldumál og uppeldis-
mál voru bannlýstar?
Veist þú, Arni, hvað fasismi
er?
Vist var Hulda til.
Árni segir i grein sinni:
„Aðaltimaskekkjan (i leikriti
Vésteins) er þá Hulda. Slik
manneskja var nánast ekki til á
þvi herrans ári (1957) hvorki i
Kaupmannahöfn né á tslandi.”
(í leikriti Vésteins hefði Hulda
kynnst hópum stjórnleysingja i
Danmörku).
Þessi fullyrðing Arna sýnir
aðeins að hann veit ekkert um
pólitisktlif í Vestur-Evrópu árið
1957.
Víst voru til stjórnleysingjar i
Kaupmannahöfn árið 1957. Og
það voru fleiri sem gagnrýndu
Sovétrikin frá vinstri og ber þar
fyrst að nefna trotskyistana.
(Ég hitti danska trotskyista i
London 1961. Þeir höfðu haft
meðsérsamtök nokkurn veginn
samfleytt síðan fyrir strið).
Allt voru þetta að visu litlir og
einangraðir hópar þá i Dan-
mörku og það er rétt að þeir
fundust ekki á Islandi 1957. En
einmitt það ár voru þeir I mikl-
um vexti i Bretlandi (og raunar
Frakklandi lika) sem bein af-
leiðing uppreisnarinnar i Ung-
verjalandi 1956. Einkum voru
trotskyistar i miklum vexti.
Kynni min af and-
stalinisma 1957.
Ég var svo heppinn að fara
ekki til náms i Austur-Evrópu
1957 eins og svo margir ungir
sósialistar gerðu þá skömmu
eftir stúdentspróf sitt. 1 staðinn
lenti ég i Bretlandi i miðja
hringiðu þeirrar sósialisku um-
ræðu sem þá hófst viða i Vest-
ur-Evrópu sem eðlilegt andsvar
bæði við kalda striðinu og
stalinismanum. 1 Bretlandi
efldust ekki aðeins samtök
trotskyista. Fræöileg óháð
maxisk timarit sáu dagsins ljós
(t.d. undanfarar New Left
Review). Isaac Deutscher var
upp á sittbesta og þannig mætti
lengi telja. Þannig fékk ég þeg-
ar 1957 tækifæri til aö taka þátt
i umræðum um sósialiska
kenningu, um stalinisma og
stjórnarfar i Austur-Evrópu.
Áhrifin sem ég meðtók voru
margvísleg og það tók mig
langan tima að melita þau
og skapa nokkurn veginn
rökrétta kenningu sem var
i senn marxisk og andstalin-
isk. En þessi áhrif frá fjórum
umræðum um sósialiska kenn-
ingu, þ.á.m. stalinisma, ein-
angraðu mig frá flestum félög-
um sinum á Islandi, einkum
fyrstu árin eftir komu mina
heim 1961. Þau hindruðu þó eng-
an veginn að ég væri virkur fél-
agi i samtökum sósialista, en i
flestum kommúnistaflokkum
Vestur-Evrópu hefðu þá ýmis
sjónarmið min nægt til brott-
rekstrar úr viðkomandi ftokk-
um.
Arni Björnsson segir að
„fyrstu islensku sósialistarnir,
sem taka að gagnrýna Aust-
ur-Evrópuriki og Kina frá
vinstri eru svokallaðir
SlA-menn”. Það er rétt að þer
sendu sín á milli skýrslur um
ástandið i Austur-Evrópu, en
þess var vandlega gætt að
„óbreyttir” félagar sæju þær
ekki. „StA-menn” voru flestir
andsnúnir öllum gagnrýnum
umræðum um rikin austan
tjaldst fjölmiðlum eða á félags-
legum grundvelli lengi vel.
Óneitanlega var þetta mikia
vantraust i garð almennra fé -
laga stalinisk arfleifð. Þetta
hindraði ekki aðeins umræðu
um Austur-Evrópu heldur alla
umræðu um viðkvæm stjórn-
mál i hreyfingunni. t staðinn
beindist athyglin að gervi-
vandamálum (flokksformi).
Fyrstu opinberu skriflegu
mótmæli islenskra sósialista
gegn gerræði i Austur-Evrópu
var fordæming Æskulýðsfylk-
ingarinnar i janúar 1966 á
réttarhöldunum yfir Sinjavski
og Daniel. Mótmælin voru ekki
alls staðar vel þegin. Engin
kvaðst vera gegn þeim efnislega
en margir óttuðust að aðrir
sósialistar en þeir sjálfir væru
það! Þetta gæti valdið úlfúð i
hreyfingunni. Einnig óttuðust
sumir að Morgunblaðið myndi
blása þetta út, hreyfingunni til
stórskaða.
En Morgunblaðið steinþagði.
Ritstjórn blaðsins áttaði sig
snemma á hættunni við að
missa rússagrýluna.
„Vorleysingin” mikla
1969.
Atburðirnir i Tékkóslóvakiu
1%8 eyðilögðu skyndilega og
fyrir fullt og allt bjartsýnis-
kenninguna „um hægfara en
óhjákvæmilega lýðræðisþróun i
Austur-Evrópu”. Það var eins
og allt brysti úr klakaböndum.
Flestir þeir, sem lengi höfðu
hikaö að gagnrýna austan-
tjaldsrikin hikuðu ekki lengur.
Það „merkilega” var að flestii
„Þórðarnir”, „óbrcyttu”,
flokksmennirnir, „gömlu staiin
istarnir”, gagnrýndu Sovétrikii
lika.
Og þá er ég aftur kominn að
vörn minni fyrir Þórð. Hann var
ekki svo mikill stalinisti þegar
öll kurl eru komin til grafar.
Lundi 23. jan.1978
Gisli Gunnarsson
Markús B. Þorgeirsson, skipstjóri,skrifar:
Að gefnu tilefni
Þann 27. janúar hafði ég sam-
band við Hjálmar R. Bárðarson
siglingamálastjóra, og lýsti hann
þvi yfir við mig i tilefni ummæla
Braga Steinarssonar vararikis-
saksóknara i Þjóðviijanum
sunnud. 26. janúar aö Siglinga-
málastofnun sem slik hefði ekki
ennþá skilað álitsgerð til rikis-
saksóknara i Mánafossmálinu, en
henni var á sinum tima fengið
inálið til umsagnar.
Ég á fullan rétt á að visa niður-
stööu Siglingamálastofnunar og
rikissaksóknaraembættis til sigl-
ingadóms og mun nota þann rétt
til hins ýtrasta, þar eð fjöldi af
staðfestum málsskjölum og sjó-
réttargögnum hafa ekki hlotið
löglega meðferð fyrir Sjó- og
verslunardómi Reykjavikur.
Ég læt hé fylgja með skeyti,
sem ég hef sent Braga Steinars-
syni, vararikissaksóknara i til-
efni yfirlýsingar hans, og einnig
fyrirspurn, sem ég hef sent Hall-
dóri H. Jónssyni stjórnarfor-
manni Eimskipafélags Islands
h.f.
Skeyti til Braga
Bragi Steinarsson vararikissak-
sóknari
Hverfisgötu 6
Reykjavik.
Vinsamlegast sendið mér grein-
argerð þá er varðar niðurstöður
yðar á yfirlýsingu i Þjóðviljanum
sunnudaginn 29. janúar s.l. þar
sem þér lýsið yfir að Mánafoss
málinu sé lokið, bendið á laga-
grein þá er þér byggið á nefndri
niöurstöðu.
Hafnarfirði 31.1.78
Markús B. Þorgeirsson skip-
stjóri.
Fyrirspurn til Halldórs
Halldór H. Jónsson, stjórnarfor-
maður Eimskipafélags
Islands h/f
Reykjavik.
1 nafni hluthafaréttar mins
i Eimskipafélag.i Islands
h/f. Að gefnu tilefni. Hverjir
starfsmenn Eimskipafé —
lags tslands h/f.. tóku og
ræddu skýrslu þá er skipstjórinn
á m/s. Mánafossi afhentu á skrif-
stofu Eimskips hinn 10. janúar
1975, og afgreiddu á þann hátt
sem þá var gert. Þar greindi
skipstjórinn Magnús Friðriksson
Sigurðsson frá óhappi þvi er skip-
ið varð fyrir hinn 8. janúar 1975.
Hvaða aðilar af hálfu vátrygg-
inaraðila tóku út farmtjónið og
ástands skipsins hinn 10. janúar.
Var Jón H. Magnússon hafður
með i ráðum?
Vinsamlegast gefið i svari nöfn
aðila og heimilisfang i báðum til-
fellum.
Hverjir voru i stjórn E.t. árið
1975?
Hafnarfirði 30. janúar 1978.
Markús B. Þorgeirsson.
Hvaleyrarbraut 7.
Markús B. Þorgeirsson, skip-
stjóri