Þjóðviljinn - 03.02.1978, Side 9

Þjóðviljinn - 03.02.1978, Side 9
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. febrúar 1978 Föstudagur 3. febrúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 Sjóflutningar hafadregist afturúr flutn- ingum á landi og i lofti, vegna þess að þar hafa orðið minni framfarir hér hjá okkur. Flutningskostnaður Vestfirðinga og Austfirðinga er helmingi minni á sjó en landi. Ný skip myndu opna nýja möguleika varðandi flutninga og stórbæta þjónustu Skipaútgerðarinnar við landsbyggðina. T.d. væri unnt að ferja flutningabfla eða vagna milii landshluta. Miiii Akureyrar og Heykjavfluir flytja bflarnir jafn mikið magn vöru og Skipaútgerðin flytur i heild út um allt land. Við þurfum þrjú skip til þess að annast strandferðimar. En það er ekki nóg að fá ný skip. Eitt af frumskilyrðum bættrar þjónustu er bygging nýrrar vöruskemmu i Reykjavik, og þjónustubygging i tengsl- um við hana. Spamaður ríkisins vegna bættrar nýt- ingar vegafjár getur orðið um 400 miljón- ir á ári, og sparnaður neytenda vegna lægri flutningsgjalda með skipum en bíl- um getur einnig orðið um 400 miljónir á ári. Þungaflutningar valda geysilegu sliti á vegakerfi okkar og er hlutdeild stórra bfla i vegaútgjöldum, að frádregnum sköttum og gjöldum sem greidd em af þeim, um 2,5-3 miljarðar á ári. Sement má flytja bæði sekkjað og ósekkjað með þessum nýju skipum, og er ekki sjálfsagt að sementsflutningarnir, sem rfldð hefur sjálft umráð yfir, séu notaðir til að treysta áætlunarkerfi strandferðanna? Aðalatriðið er að kostir þeirra sam- göngutækja, sem við höfum yfir að ráða, bfla, skipa ogflugvéla, séu nýttir svo sem best má verða og að sneitt sé hjá göllum þeirra eftir þvi sem frekast er unnt. Miklar framfarir hafa orðið i byggingu strandferðaskipa, og þó að Es ja og Hekla séu vel byggðar þá standast þær engan veginn samjöfnuð við nýrri skip. Áætlunin felur i sér geysilegan sparnað bæði fyrir einstaka neytendur og þjóðarbúið i hefld. UPPBYGGING STRANDFERÐA- ÞIÓNUSTUNNAR -------Hugsanleg fös* vidhoma á leid 2 Guðmundur Einarsson, forstjóri Skipaútgerðar rikisins. (Ljósm.: Leifur) Nýlega var skýrt frá því hér i blaðinu að Skipaútgerð rikisins væri um þessar mundir að taka upp nýja áætlun i strandferðun- um. En það er annað og meira á döfinni hjá Skipaútgerðinni en. þessi breyting á ferðaáætluninni. Gerö hefur verið áætlun um end- urnýjun og uppbyggingu allrar strandferðaþjónustunnar. Þessi áætiun, sem er um margt mjög athyglisverð, liggur nú fyrir til umfjöllunar hjá rikisstjórninni. 1 inngangi að áætluninni segir að hún miði fyrst og fremst að tvennu. Annars vegar að aukinni þagræðingu irekstri Skipaútgerð- arinnar með þvi að innleiða nú- timatækni á öllum sviðum starf- seminnar. Hinsvegarað stórbæta og auk þjónustu fyrirtækisins við oandsmenn, og stuöla þannig að aukinni hagkvæmni I flutningum landsmanna. Sjóflutningar hafa dregist aftur úr A undanförnum árum hefur þróunin i vöruflutningum innan- lands stöðugt verið i átt til dýrari flutningsmáta. Hlutdeild bila og flugvéla i flutningunum hefur far- ið sivaxandi á kostnað skipanna, en sjóflutningar eru þó mun ódýr- ari, einkum þegar um er að ræða lengri vegalengdir. Þessi þróun á fyrst og fremst rætursi'nar að rekjatilþess að hér hafa mun minni framfarir orðið i flutningum á sjó en á landi og i lofti. Þrátt fyrir hið frumstæða vegakerfi hefur bilunum tekist aö yfirtaka stóran hluta af vöru- flutningunum milli landshluta, enda þjónusta þeirra margfalt meiri og betri en strandferöa- skipanna. Til dæmis er flutningur með bilum milli Reykjavlkur og Akureyrar jafn mikill og allur flutningur Skipaútgerðarinnar út um allt land, eða u.þ.b. 40 þúsund tonn. Ódýrara og betra sam- göngukerfi Að sjálfsögðu hefur hvert þess- ara ofangreindu samgöngutækja, skip, bilarog flugvélar, bæði kosti og galla. En eins og segir i hinni nýju áætlun þá er það sem mestu máli skiptir fyrir samfélagið i heild að kostirnir séu nýttir sem best og mest og að sneitt sé hjá göllunum eftir þvi sem frekast er unnt. Sú endurskipulagning á þjónustu Skipaútgerðarinnar sem hér um ræöir miðast þannig fyrst og fremst við að koma á bæöi betra og ódýrara samgöngukerfi, sem kæmi til með að hafa i för með sér margs konar hagræði og sparnað. I þvi sambandi má t.d. nefna lækkun á vöruverði út um landið vegna minni flutnings- kostnaðar og bætta nýtingu vega- fjár vegna minni þungaflutninga um vegi landsins. Við hittum forstjóra Skipaút- geröar rikisins, Guðmund Einarsson, að máli og báðum hann að segja frá þvi helsta i þessari nýju áætlun um endumýj- un og uppbyggingu strandferða- þjónustunnar. Það hafa nokkuð lengi verið uppi raddir um að nauösynlegt væri að gera einhverjar breyting- ar á starfsemi Skipaútgerðarinn- ar til þess að unnt væri að stand- ast samkeppnina við aðra flutn- ingsaðila. Tillögur þessefnis hafa þó aldrei náð fram að ganga, þrátt fyrir stigmagnandi óánægju landsmanna með þjónustu Skipa- útgerðarinnar. Fyrir ári eða svo var enn farið að ræða alvarlega um nauðsyn þess að bæta strandferðaþjónust- una og er þessi nýja áætlun m.a. árangur þess. Hvert hefur aðallega verið leit- að til viðmiöunar? Þannig lita norsku skipin út. Norðmenn eru okkur likastir — Það hefur aðallega verið til Noregs af þeirri einföldu ástæðu að með Norðmönnum eigum við mest sameiginlegt i þessum efn- um, þeir eiga á mörgum sviðum við sams konar vanda og við að eiga og eru einna næstir okkur að fjölda, þó þeir séu margfalt fleiri en við. Viö höfum nú til athugunar teikningar af alveg nýjum, norsk- um strandferðaskipum. Þessi skip e ru s vo n ý að ekki er enn búiö að afhenda þau eigendum, en það mun verða gert á næstunni. Þessi skip gætuað öllum likindum hent- að mjög vel til strandferða hér, með nokkrum breytingum þó. Ný skip eru nauðsynleg Núverandi skip Skipaútgerðar- innar, Esja og Hekla, eru reyndar ekki gömul. Þau hafaaðeins verið i brúki siðan 1970 — ’71. En þrátt fyrir það aðþau eru mjög vönduð aö allri gerð standast þau engan veginnsamanburð við skip i sam- bærilegri þjónustu i nágranna- löndum okkar. 1 raun voru þessi skip strax á eftir timanum. Þau voru hönnuð eftir færeyska skip- inu Blikur, sem Skipaútgerðin hafði á leigu um tima, og um það leyti sem Esja og Hekla voru afhentar var Blikur seldur, vegna þess að hann þótti ekki henta til sins brúks. Þar að auki hafa, á undanförn- um árum, orðið miklar framfarir og nýjungar i gerð skipa af þessu tagi. Til dæmis um hversu við er- um langt á eftir nágrönnum okk- ar á þessu sviði má nefna að afköst við lestun og losun skip- anna eru allt að 20 sinnum minni hér en algengt er i Noregi, og hér þarf u.þ.b. þrefalt stærri áhöfn á skipin. Norsku skipin Þessi norsku skip, sem við er- um meðteikningaraf, eru nokkru styttri en Esja og Hekla en þau hafa samt jafnmikið lestarrými. Þau eru búin ýmsum nýjungum t.d. skutopi fyrir lestun og losun á hjólum (svokölluðroll on / roll off aðferö), sem er einhver mesta breytinginsem orðið hefur á bún- aði þessarra skipa á undanförn- um árum. A hlið skipsins er svo op fyrir lestun með lyfturum og auk þess er venjulegt lestarop að ofan. Ekkert farþegarými er i skipunum en þvi má auðveldlega koma fyrir með þar til gerðum gámum eða klefum. Ahöfn skip- anna telur 6 menn, og er verð á svona skipi í Noregi i dag um 400 miljónir islenskra króna. Nýir möguleikar i sementsflutningum Þær nýjungar, sem þessi skip heföu i för meö sér myndu gjörbreyta allri aðstöðu Skipaút- gerðar rikisins og gera henni kleift að stórbæta þjónustu sina við landsbyggðina. Vörumeðferð öll mundistórbatna ognýirmögu- leikar myndu opnast varðandi flutninga, t.d. væri unnt að ferja flutningabOa milli landshluta. 1 tengslum við þetta er svo hug- mynd um nýtt fyrirkomulag á sementsflutningum þannig að sekkjað sement yrði flutt i opnum vögnum, en ósekkjað sement i tankvögnum og yrði þá unnt að flytja ósekkjað sement hvert sem er á landinu, til mjög mikils hag- ræðis fyrir steypustöövar. Ef til vill yrði einnig unnt að nota vagn- ana, það er að segja tankana, fyrst um sinn, að minnsta kosti, sem sementsgeyma i stað þess að byggja siló við hinar minni steypustöðvar. Það mundi henta Skipaútgerðinni mjög vel að ann- ast sementsflutninga þar sem flutningamagn er jafnan minna á sumrin en veturna og flutninga- þjónusta Skipaútgerðarinnar ætti að verða betri en Sementsverk- smiðjunnar sjálfrar þar sem ferðatimi yrði miklu meiri hjá Skipaútgerðinni. Einnig er æski- legt að svo mikið flutningamagn sem sementið er, og rikið hefur sjálft umráð yfir, sé notað til þess aðtreysta áætlunarkerfi i strand- ferðum i landinu. ,,Roll on / roll off” aðferðin hefur það i för með sér að umhleðslukostnaður er nánast enginn og mun auðveldara en með öðrum aðferðum að sel- flytja vörur, og mun þetta atriði hafa mjög mikið að segja fyrir iðnþróun úti á landi, ekki sist ef um útflutningsframleiðslu er að ræða. Vöruafgreiðsla og vöru- geymsla 1 nýlegri athugun sem gerð var á ver slun á Vestf jörðum kom ekki einasta i ljós óánægja með strjál- ar og óáreiðanlegar ferðir Skipa- útgerðarinnar, heldur var þar einnig vikið að ófullnægjandi að- stöðu til vörugeymslu og vöru- afgreiðslu hjá Skipaútgerðinni. Hvernig standa þau mál? — Það er alveg ljóst að ný skip duga ekki ein sér til að fullur árangur náist i að bæta þjónustu Skipaútgerðarinnar. Til þess verður önnur aðstaða einnig að breytast til batnaðar. Eitt af frumskilyrðunum þar að lútandi er ný vöruskemma hér I Reykja- vik. Til þessa hefur verið reynt að bæta eitthvað úr slæmu ástandi með þvi að leigja neöstu hæð StS-hússins hérna við höfnina en þar er afskaplega óhægt um vik varðandi alía vinnuhagræðingu og aðstöðu. Aætlanir um að byggja skemmu hafa lengi verið uppi og ef bara hefði fengist til þess fé þá gæti slik bygging annarra hluta vegna hafa verið komin i gagnið nú. Af hálfu Reykjavikurborgar er allt löngu tilbúiö og hefur skemmunni verið ætlaður staður á uppfyllingu við „Grófar- bryggju” I Reykjavikurhöfn. Lántökuheimild hefur og verið til i lögum vegna þessarra fram- kvæmda en hún hefur enn ekki verið nýtt af hálfu fjárveitinga- valdsins. Þjónustubygging Sæmkvæmt núverandi áætlun er fyrirhuguð skemma um 2.500 fermetrar, enauk þess er gert ráð fyrir þjónustubyggingu á tveimur hæðum, 525 fermetra, áfastri við skemmuna. í þjónustubygging- unni yrði aðstaða fyrir verka- menn, matstofa, hreinlætisað- staða o.s.frv., og aðstaöa til við- halds á tækjabúnaði. A?skilegra væri þó að þjónustubyggingin yröi þar sem nú eru braggar Skipaútgerðarinnar, en ekki hef- ur fengist leyfi til byggingar þar. Þjónustubyggingin er þó það mikilvæg, að bygginghennar þarf að eiga sér stað i beinu framhaldi af byggingu skemmunnar, hvort sem hún yrði áföst skemmunni eða ekki og aðstaöa sú sem þar á að verða þarf að vera nálægt skemmunni. Þvi verður að gera ráð fyrir henni sem viðbyggingu við skemmuna að minnsta kosti, en unnt yrði að breyta þeirra áætlun siðar, þótt framkvæmdir séu hafnar við skemmuna. Aætlaður kostnaður við skemmuna er: Vöruskemma 146m.kr. Þjónustubygging 40m.kr. Alls 186m.kr. Heimilt er aö ráðstafa söluand- virði Herjólfs til byggingarinnar en það er um 30 m. kr., þegar frá hefur verið dreginn kostnaður við vörslu og viðhaldskipsins á þessu ári. A næsta ári er lagt til að vöruskemman sjálf verði byggð, en auk söluandvirðis Herjólfs (30 m. kr.) þarf þá 111 m. kr. fjár- framlag frá rikinu. 1.886 miljónir króna Eins og áður segir kostar hvert skip af þeirri gerð sem hér um ræðir nú um 400 miljónir. Aætlað er að hér þyrfti þrjú slik skip. Miðað við það, nýja vöru- skemmu, þjónustubyggingu og bættan tækjabúnað hljóðar heild- arfjárfestingaráætlun Skipaút- gerðarinnar upp á 1.886 miljónir króna. Frá þessari upphæð drag- ast siðan eftirstöðvar af söluand- virði Herjólfs, 30 miljónir kr., og áætlað söluandvirði Esju og Heklu, 400 miljónir kr.. Þannig verður áætluð nettó fjárfesting 1.451 miljón kr. A þessu verður þó aö gera eftir- farandi fyrirvara: 1. Kostnaðarverðskipanna er enn aðeins lauslega áætlað. 2. Talsverð óvissa getur verið um söluviröi Heklu og Esju. 3. Ekki liggur ljóst fyrir nákvæm úttekt á fjárfestingaþörf varð- andi tækjabúnað. 4. Verðlagsþróun næstu námaða getur breytt einhverju. Miðað við verðlag fjárlagaáætlunar 1978. Varðandi vöruskemmuna er miöað við siöustu kostnaðar- áætlun sem er frá nóvember 1977. Aætluð fjárþörf vegna fjárfest- ingar 1978 (175 m. kr.) er miöuð viö aðhið fyrsta af 3 skipum verði afhent seint á árinu og Hekla eða Esja seld. Verði hið fyrra af gömlu skipunum ekki selt þegar móttaka fyrsta nýja skipsins fer fram, verður þörf á bráðabirgða- láni á meðan. Og hvernig mun svo þessi fjár- festing skila sér? Árangur fjárfestingar- innar er geysilegur sparnaður — 1 raun felur þessi áætlun i sér geysilegan sparnað. Með fjölgun ferða og bættri þjónustu á annan máta er gert ráð fyrir að vöruflutningar Skipaútgerðarinn- ar geti aukist úr 40.000 tonnum (á s.l. ári) i allt að 150.000 tonn ár- ið 1983. Munar þar mestu um þann flutning sem áætlað er að skipin gætu tekið við af bilunum. Er þá reiknað með aö skipin yfir- tækju þvi sem næst allan bila- flutning á Vestfjöröum og Aust- fjörðum, norðan Lónsheiðar, en það eruum 10.000 tonn á hvorum stað og um helming af flutningi bilanna milli Akureyrar og Reykjavikur eða 20.000 tonn, reiknað er með um 10.000 tonna aukningu án fjárfestingar og þar að auki koma hugsanlega sementsflutningar og annað. Þetta getur ekki talist óraunhæf spá, því ætla má að flutnings- kostnaður á Vestfjörðum og Aust- fjörðum sé meira en helmingi lægri á sjó en landi. Kostnaður við flutninga með bilum er nefnilega miklu meiri en fram kemur á markaönum, þvi akstur bilanna á hvern kilómetra kostar miklu meira en beint er greitt fyrir hann. Geröar hafa verið ýmsar athuganir á slitþoli vega og sú sem mest hefur veriö vitnað i undanfarið og sem flestir eru sammála um forsendurnar fyrir, er amerlskathugun á akstri á malbikuðum vegum. Sú athug- un leiddi i ljós að einn bill með 10 tonna öxulþunga slitur vegunum á við 160.000 fólksbila með 500 kilóa öxulþunga. Með nokkurri vissu má ætla að þetta hlutfall sé mun hærra á malarvegum. Kostnaður við viðhald vega vegna þungaflutninga er gifur- legur hér á landi. Talið er að hlut- deild stórra bila i vegaútgjöldum, að frádregnum sköttum og gjöld- um, sem greiddir eru af þeim, sé um 2.5 — 3 miljarðar króna á ári miðað við áætlað verðlag fyrri hluta ársins 1978. Miðað við þessa áætlun um aukna flutninga á sjó má þannig gera ráð fyrir að sparnaður rikissjóðs eða bætt nýting vegafjár geti orðið um 400 miljónir á ári (m. v. sama verð- lag). Einnig yrði sparnaður not- enda vegna lægra flutningsgjalds með skipum en bilum um 400 miljónir króna. Samkvæmt rekstraráætlun yrðu svo auknar tekjur Skipaútgerðarinnar u.þ.b. 500 miljónir á ári, þannig aö fjár- hagslegur ávinningur af þessari áætlun yrði I heild um 1.300 miljónir kr. á ári. Þetta svarar til þess að afrakst- ur af fjárfestingunni fyrir þjóðfél- agið i heild nemi 40-60% vöxtum á ári af stofnkostnaði auk afskrifta. Nú er stór þáttur i þessu öllu saman að taka yfir svo og svo mikið af flutningi bilanna. Er þá ekki liklegt að þessar aðgerðir komi illa við vöruflutningabil- stjórana og þeirra fyrirtæki? Samvinna flutninga á sjó og landi — Það er engin hætta á að bila- flutningarnir leggist af vegna þessarar áætlunar okkar. Þvi hvað sem öðru liður þá eru og verða slikir flutningar lang hent- ugasti flutningsmátinn á styttri leiðum ogí raun er áætlun okkar gerð með samvinnu við vöru- flutningabilstjórana i huga. Með slikri samvinnu mætti fækka við- komustöðum skipanna og auka tiðni ferðanna. Þeir aðilar sem hafa með bilaflutningana að gera hafa sýnt áhuga á samstarfi og þaðkæmi lika e.t.v. til greina að gera þær. breytingar á bilaflutn- ingunu að komið yrði upp dráttar- bilaflota og tilheyrandi vögnum, sem auðveldlega mætti flytja meðskipunum lengi vegalengdir. Það er alger misskilningur ef litið er á okkar „plön” sem árás á vöruflutninga á landi. Þetta fyrir- komulag gæti orðið til mikils hag- ræðis fyrir alla aðila. Eins og áöur segir felur þessi áætlun i sér töluverðan sparnaö fyrir þjóðarbúiö og veitir liklega ekki af. Guðmundur sagöi aö lok- um að þó væri þessi áætlun i raun ihaldssöm, og hér væri áreiðan- lega um stærri upphæðir I sparn- aði að ræða. —IGG.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.