Þjóðviljinn - 03.02.1978, Page 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. febrúar 1978
Háskólatónleikar
Háskólatónleikar verða i Félagsstofnun stúdenta við
Hringbraut laugardaginn 4. febrúar kl. 17.
Camilla Söderberg blokkflautuleikari og Snorri örn
Snorrason gitar- og lútuleikari flytja renaissance-dansa
og verk eftir Telemann, Britten og Hans Martin Linde.
Aögöngumiðar kosta 600 kr. og fást við innganginn.
Tónleikadeild Háskólans
TILKYNNING
Til iaunagreiðenda er hafa i þjónustu
sinni starfsmenn búsetta i Kópavogi
Samkvæmt heimild i 7. tölulið 103. gr. reglugerðar nr.
245/1963 er þess hér með krafist af öllum þeim er greiða
laun starísmönnum búsettum i Kópavogi, að þeir skili nú
þegar skýrslu um nöfn starfsmanna hér i umdæminu sem
taka laun hjá þeim, nafnnúmer, heimilisfang og gjald-
daga launa.
Jafnframt skal vakin athygli á skyldu kaupgreiðanda til
að tilkynna, er launþegar hætta að taka laun hjá honum og
þeirri ábyrgð er kaupgreiðandi fellir á sig ef hann van-
rækir skyldur sinar samkvæmt ofansögðu eða vanrækir að
halda eftir af launum upp i þinggjöld samkvæmt þvi sem
krafist er. 1 þeim tilvikum er hægt að innheimta gjöldin
hiá kaupgreiðanda. svó sem um eigin skuld væri að ræöa.
Bæjarfógetinn í Kópavogí
Blaðberar
Vinsamlegast komið á afgreiðslu blaðsins
og sækið rukkunarheftin.
Afgreiðslan opin: mánud. — föstud. frá kl.
9-17.
Þjódviljinn Síðumúla 6 sími 81333
HÚSAVIÐGERÐIR
Tökum að okkur viðhald á húseignum, svo sem járnklæðn-
ingar, gluggaviðgerðir, þéttingar og viðgerðir á stein-
steyptum þakrennum o.fl. Erum umboðsmenn fyrir þétti-
efni á steinþök, asbest-þök og þéttiefni i steinsprungur. Viö
gerum bindandi tilboð i verkefnin. Hagstæðir greiðsluskil-
málar. Verkpantanir i sima 41070.
Hafa bændur lítinn áhuga
á landbúnaðar
rannsóknum?
Á blaða m anna fundi, sem
haldinn var hjá Kannsóknar-
stofnun landbúnaðarins
skömmu fyrir jól var fuiiyrt af
hálfu stofnunarinnar, að
isienskir bændur sýndu rann-
sóknastarfseminni litinn áhuga.
Bent var jafnframt á, að vanda-
mál iandbúnaðarins yrðu best
leyst meðaukinni rannsókna- og
tilraunastarfsemi.
Ráðunautar Búnaðarfélags
Islands og héraðsráðunautar
eiga að miðla upplýsingum til
bænda og koma á framfæri til
þeirra niðurstöðum tilrauna.
Þvi var leitað álits tveggja
ráðunauta hjá BUnaðarfélagi
Islands og þeir spurðir hver
væri þeirra reynsla varðandi
áhuga eða áhugaleysi bænda á
rannsókna- og tilraunastarf-
seminni i landinu.
Fyrst var spurður Ólafur E.
Stefánsson, nautgripartíctar-
ráðunautur, en hann hefur
starfað hjá Búnaðarfélaginu i
aldarfjórðung.
„Ég er það kunnugur stjórn
og starfsemi Rannsóknarstofn-
unar landbúnaðarins og til-
raunaráði hennar, að ég hlýt aö
álita, að þessi ummæli um
áhugaleysi bænda i skýrslu til
fréttamanna hafi verið tekin
saman i flýti af einhverjum,
sem ekki er málum nægjanlega
kunnugur, og láðst hafi aö
leiðrétta þessa röngu staðhæf-
ingu.
Bændur eru vissulega áhuga-
samir um rannsóknir i landbún-
aði. Gagnrýni þeirra i þessum
málum hefur mér virst beinast
frekað að þvi, að rannsókna-
starfsemin sé of litil og niður-
stöður tilrauna birtist of seint á
sumum sviðum. Siðustu árin
hefur tekist að breyta
Rannsóknastofnuninni úr stofn-
un, sem lengst af hafði fáum
starfsmönnum á að skipa i
hverri deild nema i sauðfjár-
rækt og engum i sumum veiga-
miklum greinum, i myndarlega
stofnun, sem er að verða betur
búin tækjum og hefur nú fjöl-
mennt starfslið áhugasamra
velmenntaðra, manna. Það er
ekki að búast við þvi, vegna
eðlis starfa þeirra, að rannsókn-
ir þeirra á öllum sviðum komi
strax að haldi i búskapnum, en
þeirra mun gæta i stöðugt
rikara mæli með hverju ári,
sem liður.
Það kann að vera, að bændur
vanmeti að einhverju leyti
starfsemi stofnunarinnar vegna
þess, að tilraunastöðvar hennar
viðsvegar um landið hafa verið i
svelti fjárhagslega og ekki
getað haldið uppi eðlilegri starf-
semi af þeim sökum. Þetta hafa
bændur fyrir augum. Þó eru
þarna á undantekningarog
ástæða til að endurskipuleggja
starfsemi sumra stöðvanna án
þess endilega að auka umsvif.
Ástæða er til að leiðrétta þá
alhæfingu, sem fram mun hafa
komið við fréttamenn, að
vandamál landbúnaðarins yrðu
best leyst með aukinni rann-
sókna- og tilraunastarfsemi.
Vandamál ladbúnaðarins
eru flóknari en svo, að saðhæf-
ing sem þessi eigi við. Auk
verðlagsmála og skipulagn-
Vaff-
Ell-vísa
Nýlega kom eftirfarandi vísa
hér inn úr dyrunum :
Vaff-EH kæru veslingar,
viröast æruþrotnir.
Eru nær þvi aumingjar,
andlega hæruskotnir.
ingar landbúnaðarframleiðslu,
vinnslu og sölu, þá er margt
annað, sem stuðlar að framför-
um en rannsóknarstarfsemin,
þótt hún sé mikilvæg og eigi
vaxandi hlutverki að gegna.
Mér kemur i hug, að enn hefur
sáralitið verið gert I Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins i
nautgriparækt, sem er sú bú-
grein, sem ég er kunnugastur.
Þar hefur vantað aðstöðu og
sérfræðinga, þótt úr sé að rætast
nú. Samt er þetta sú búgrein,
sem 1 áratugi hefur skapað
helming verðmætis allrar land-
búnaðarframleiðslunnar til
bænda. 1 þessari grein hafa
samt sennilega orðið meiri
framfarireni nokkurri annarri.
Þar á bak við liggur ræktunar-
starf hundraða og jafnvel
þúsunda bænda, sem haldið
hafa afurða — og ættarskýrslur
yfir gripi sina, og úr þessum
gögnum hefur verið unnið i
stofnun bænda, Búnaðarfélagi
Islands , sem jafnframt hefur
leiðbeint um fóðrun, og siðasta
aldarfjórðunginn hafa héraðs-
ráðunautar bæst f hóp
leiðbeinenda”.
Þannig svaraði Ólafur E.
Stefánsson, nautgriparæktar-
ráðunautur, spurningunni um
áhugaleysi bænda á
rannsóknarstarfseminni. Sama
spurning var lögð fyrir Arna G.
Pétursson, sauðfjárræktarráðu-
naut, en hann hefur gegnt þvi
starfi hjá Búnaðarfélagi Islands
siðastliðin 15 ár. Árni svaraði:
„Engir tveir einstaklingar
eru alveg eins. Aldur, uppeldi,
menntun, reynsla og kunnug-
leiki móta sterkt. Eg hefi þá
reynslu af bændum i heild, að
þeir séu opnir fyrir hagnýtum
hlutum. Yngri bændur treysta
eðlilega að jafnaði betur til-
raunaniðurstöðum. Oftar hefi
ég heyrt bændur tala um þörf á
meirirannsóknum og tilraunum
heldur en of mikið væri að
gert.Hinsvegar hef ég ekki
merkt, að hið opinbera telji
mikla þörf á auknum rannsókn-
um I þágu atvinnuveganna.
Kjaramálin virðast vera mál
málanna i voru þjóðfélagi i dag,
meira að segja tilrauna- og
rannsóknamenn una illa að biða
viku eftir réttlátu kaupi sinu”.
(Heimild: Uppl.þjón. landb.).
—mhg.
:" KS f * ^1 • r ****
Frá Húsavik.
Frá samvinnustarfi
S-Þingeyinga
Frá áramótum til októberloka
1977 jókst vörusala Kaupfélags
Þingeyinga á Húsavik um 32,4%
en það helst trúlega nokkuð i
hendur við verðhækkun á þessu
timabili. Nokkuð var þó aukn-
ingin mismikil eftir verslunar-
deildum en mest var hún i Véla-
deild félagsins. Fjárhagsstaða
félagsins út ávið varnúnokkru
lakari en árið áður. Stafar það
af aukinni dýrtið, hækkun á
vörulagerum og að nokkru af
fjárfestingum sem þó voru
ekki miklar að þessu sinni.
Veruleg áhrif hafði það og i
þessa átt, að mjólkurvörubirgð-
ir hafa hlaðist mjög upp.
Segja má, að byggingu
mjólkursamlagsins sé nú að
mestu lokið. Er þarna um að
ræða endurinnréttingu á gamla
húsinu, viðbyggingu vegna
ostaíramleiðslunnar, mikinn
nýjan vélabúnað, mjólkur-
tanka, kaup á þremur mjólkur-
tankbilum, og tankvæðingu i
sveitunum. Þetta voru mjög
mikilsverðar framkvæmdir
fyrir mjólkurframleiðsluna i
héraðinu og ber að fagna þvi', að
þessum framkvæmdum ernú að
mestu lokið. En þungt er þtta á
höndum á sama tima og mjólk-
urvörubirgðir aukast stöðugt.
Annan desember opnaði
Kaupfélagið nýja bygginga-
vöruverslun á Vallholtsvegi 10.
Að þeirri framkvæmd hefur
verið unnið allt árið og var mikil
þörf orðin fyrir bætta aðstöðu
við verslun með by ggingavörur.
Er verslunin nú i vistlegum og
rúmgóðum húsakynnum á
tveimur hæðum.
—mhg
VOf
Umsjón: Magnús H. Gíslason