Þjóðviljinn - 03.02.1978, Qupperneq 16
DlQÐMMN
Föstudagur 3. febrúar 1978
Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
81333
Einnig skal bent á heima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjóöviljans I slma-
skrá.
i dag veröur byrjað aö
láta vélar Kröfluvirkj-
unar hinnar margumtöl-
uðu snúast, og verða
vélarnar reynslukeyrðar
fram til 15. — 20. febrúar.
Þá verða legur vélanna
teknar upp og skoðaðar
og ef allt reynist í lagi, er
fyrirhugað að í lok þessa
mánaðar verði farið að
keyra vélarnar fyrir al-
vöru.
Gangsett í
Að sögn Gunnars Inga
Gunnarssonar verkfræöings eru
aðeins 3 borholur virkar, og
raunar eru það aöeins tvær sem
eitthvert gufumagn aö ráði fæst
úr. Gufa sú sem reiknað er með
að nú fáist er á bilinu 60 til 70
tonn á klukkustund, en til þess
aðfullnýta vélarnar þarf um 300
tonn af gufu á klukkustund. Og
þessi 60 til 70 tonn af gufu nægja
til aö framleiða um það bil 5
mgw. af rafmagni.
Gunnar sagöi það vera
ákvöröun stjórnvalda, hvort og'
eða hvenær frekari boranir eftir
1.«...........
Þrjár borholur
eru nú virkar og
búist er við
5 mgw. rafmagns
framleiðslu
gufu hæfust. Hann taldi llklegt
að reynslan af keyrslu virkjun-
arinnar nú myndi hafa áhrif á
frekari ákvaröanatöku I sam-
bandi viö frekari gufuöflun.
dag |
Svo mikið hefur veriö ritaö og !
rætt u Kröfluvirkjun, ekki siður I
en Kröflusvæöið, sem hefur ris- ■
ið og sigið, skolfið og titrað nú i |
rúm tvö ár, að engu skal þar við ■
bætt hér. En þó má minna á nú, I
þegar vélar virkjunarinnar fara J
að snúast I fyrsta sinn, að senni- ■
lega hefur ekkert mannvirki I
verið reist á Islandi, sem jafn JJ
mikill styrr hefur staðið um og |
Kröfluvirkjun. Þeir sem þar ■
hafa verið I vörn, biða sjálfsagt |
spenntir eftir árangrinum nú og m
vona það besta, vitandi það að ■
óvinaherinn biður færis með at- ’
lögu ef illa ver. —S.dór
Heilbrigðiseftirlit ríkisins
Rannsakar
ísraelskar
appelsínur
Kvikasilfurseitrun hefur fundist
í appelsinum frá ísrael erlendis
í gær var hafist handa
við að rannsaka appelsínur
frá israel, sem seldar eru
hér á landi vegna kvika-
silfurseitrunar, sem vart
hefur orðið í appelsínum
frá israel í Hollandi. Þar í
landi hefur fólk veikst
eftir að hafa borðað isra-
elskar appelsínur.
Að sögn Olafs Schram, hjá
Heildverslun Björgvins Schram,
sem flytur inn Jaffa-appelsinurn-
ar frá Israel, á það að sjást utan á
appelsinunum, ef eitrinu hefur
verið úðað á þær, en hafi þvi verið
sprautaði þær, eíga þær að rotna.
Hér á iandi hefur ekki borið neitt
á slikum skemmdum, en til
öryggis voru tekin sýni til rann-
sóknar.
Þvi er haldið fram að arabisk-
ir skæruliðar hafi eitrað appelsin-
urnar og hallast menn helst
að þvi,að eitrinu hafi verið komíð
i appelsinurnar i verslunum i
Hollandi, en ekki i Israel, og að
þarna sé um staðbundið vanda-
mál að ræða, enda hefur slikrar
eitrunar hvergi orðið vart nema i
Hollandi,að sögn.
Niðurstöður rannsóknarinnar
hér á landi ættu að liggja fyrir i
dag.
—S.dór
Lítil
loðnu-
veiöi
Þrátt fyrir mjög gott veðiveður
á loðnumiðunum sl. tvo sólar-
hringa hefur eftirtekja bátanna
sem veiðarnar stunda verið rýr,
aðeins um 8 þúsund lestir, sem 21
bátur hefur fengið, en ef allt hefði
verið með felldu hefði þessi floti
átt að geta skilað um það bil 20
þúsund tonnum á þessUm tlma.
I gær, siðdegis, höfðu 13 skip til-
kynnt um afla samtals 5300 lestir
en sólarhringinn á undan til-
kynntu 8 skip um afla, samtals
um 30 þúsund lestir.
Flotinnheldur sig nú út af Mel-
rakkasléttu og Langanesi.
— S.dór.
Kaupstaður?
A fundi hreppsnefndar Egil-
staðahrepps 17. janúar var
samþykkt að óska þess við
Alþingi að Egilsstaðahreppi verði
veitt kaupstaðarréttindi frá og
með sveitarstjórnarkosningunum
I vor. Þá var samþykkt að vlsa
tillögunni til alinennrar skoðana-
könnunar meðal ibúa hrcppsins
og fari hún fram fyrir 20. mars.
„Fattiggubbar” — fátæklingar
eða ölmusumenn — heitir ljós-
myndasýning sem nú hefur verið
opnuð I Norræna húsinu. Þar sýn-
ir finnski ljósmyndarinn Markús
Leppo myndir af tréskurðar-
myndum sem haföar voru I
finnskum kirkjum til þess að taka
á móti peningum: Þetta voru
myndiraf fólki, sem stóð með út-
rétta hönd við kirkjudyr. Sýning
Leppos mun fara um öll Norður-
löndin og kemur hún fyrst til ts-
lands. Myndina tók LR f Norræna
húsinu I gær af ljósmyndaranum
og einu verka hans.
Útflutnfngur á
Guðbjörn Guðmundsson hefur
að undanförnu verið að ieita fyrir
sér með sölu á heyi úr landi og
munu fyrstu sendingarnar þegar
farnar til Noregs.
Ævan Hjartarson, ráðunautur á
Akureyri, sagði okkur að frá
Eyfiröingum væru farin 50 tonn.
Það væru Guöbjörn Guðmunds-
son og Bústólpi, sem stæðu fyrir
sölunni og hefði heyið veriö selt til
Noregs. Verðið er 19—20 kr. fyrir
kg., komið á bryggju. Heyið er
fengið viðsvegar að úr Eyjafirði.
Gert er ráð fyrir að talsvert
meira af heyi verði flutt þaðan út,
jafnvel 200—300 tonn, áleit Ævarr
Hjartarson.
Pétur Björnsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Guðbirni
Guðjónssyni, sagði að þessi út-
flutningur væri nú i rauninni
heyi til
ennþá á tilraunastigi. Ekki væru
þó nein vandkvæði á um söluna
sjálfa. Hinsvegar væri flutning-
urinn út töluvert vandamál.
Kaupendur úti taka ógjarna á
móti nema tiltölulega litlu af heyi
i einu,og það eykur á erfiðleika
gagnvart skipafélögunum að geta
ekki flutt talsvert mikið i hverri
ferð.
Pétur Björnsson kvað dálitið
Noregs
hafa verið selt út af heyi úr
Borgarfirði. Norðmönnum likar
heyið vel, og telur Pétur Björns-
son allar horfur á að unnt ætti að
vera að fly'tja út nokkra skips-
farma á ári.
— Við höldum áfram að vinna
að þessu, sagði hann, — þetta er
„spennandi” mál fyrir landbún-
aðinn.
—mhg
Reykjavíkur-
skákmótiö:
Dregið um
töfluröð í
kvöld
Flestir stórmeistar-
arnir komnir til
landsins
i kvöld kl. 21.00 verður dregið
um töfluröð keppenda á Reykja-
víkurmótinu i skák, sem hefst að
Hótel Loftleiðum á morgun,
laugardag, og hefst fyrsta umferö
kl. 14.00.
Flestir erlendu skákmeistar-
anna eru nú komnir -
til landsins; komu i gær og fyrra-
dag. Þó kemur enski meistarinn
Miles ekki fyrr en i dag, þar sem
hann var að ljúka keppni á skák-
móti i Hollandi.
— S.dór.
Banaslys á
Egflsstöðum
Banaslys varð i umferð-
inni á Egilsstöðum I fyrra-
kvöld. Það var um kl. 19.00
að ökumaöur fólksbifreiðar
hugðist aka framúr annarri
bifreið á veginum rétt austan
við Lagarfljótsbrúna.en lenti
við það framan á vöru-
bifreið, sem kom á móti.
Ökumaður fólksbifreiðarinn-
ar, karlmaður á sjötugs-
aldri, lést samstundis við
áreksturinn, sem var mjög
harður, svo haröur að fóiks-
bifreiðin er gerónýt og vöru-
bifreiðin inikið skemmd.
Þetta er fyrsta banaslysið i
umferðinni hér á landi á
þessu ári. —S.dór