Þjóðviljinn - 15.03.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.03.1978, Blaðsíða 1
mooviuiNN Stjórn og samninganefnd BSRB: Endurskoðun kaupliða Miðvikudagur 15. mars 1978—43. árg. 54-tbl. Aöildarfélög Bandalags starfs- manna rikis og bæja hafa nú öll tilnefnt fuiltrúa i samninganefnd BSRB,og var fyrsti sameiginlegi fundur stjórnar og samninga- nefndar haidinn I fyrradag, 13. mars. Þar voru kjaramálin rædd. Stjórn og samninganefnd sam- þykktu einróma aö krefjast end- urskoðunar á kaupliðum kjara- samnings BSRB við ríkið. Siðan er það stjórna og samninga- nefnda hvers félags bæjarstarfs- manna fyrir sig að taka ákvöröun um kröfur um endurskoöun á kaupliðum kjarasamninga sinna við hlutaðeigandi sveitarstjórnir. Sigurjón Pétursson. F ulltrúaráðsf undur f kvöld: Tillaga um framboðs- lista til borgarstjórnar Reykjavíkur Alþýðubandalagið i Reykja- vik boðar fulltrúaráðsfund i i kvöld, 15. mars, kl. 20.30 I Tjarnarbúð uppi. A dagskrá fundarins er: 1. Tillaga kjörnefndar um skipan framboðslista Al- þýðubandalagsins i Reykja- vik vegna borgarstjórnar- kosninganna 28. mai 1978. 2. Sigurjón Pétursson fjallar um borgarmál og kosninga- horfur. Stjórnin. Söltunarstöðin Nöf i Vestmannaeyjum: Greiðir laun með fullum verðbótum Söltunarstööin Nöf í Vest- mannaeyjum hefur fallist á að greiða starfsmönnum sinum iaun áfram samkvæmt samningum við verkalýðsfélögin I Eyjum. Mun fyrirtækið þvl greiða óskert- ar verðbætur á launin frá 1. mars sl. 1 Nöf, sem er saltfiskverkunar- stöð, vinna 12—15 manns. Jón Kjartansson formaður Verkalýösfélags Vestmannaeyja sagði i samtali við blaðiö i gær, að erfitt væri að fá hin stærri fyrir- tæki til aö standa við gerða kjara- samninga, vegna þess að þau væru undir miklum þrýstingi frá lánastofnunum og vildu þvi ekki taka þá áhættu að borga verka- fólki umsamin laun, sem ólög rik- isstjórnarinnar hafa nú skert verulega. —eös RARIK hafa ekkert framkvæmdafé fengið Rafmagnsveitur ríkisins hafa enn ekki fengið eyri af því fé sem ætlað var til framkvæmda á þessu ári, — það fer allt í að greiða upp halann frá siðasta ári, sagði Gylfi Þórðarson, f jármálastjóri RARIK í samtali við Þjóðviljann í gær. A fjárlögum 1978 var 1330 miljónum króna veitt i almennar framkvæmdir, 590 miljónum til Norðurlinu, 1070 miljónum til Austurlinu og 400 miljónum til Vesturlinu. Af þessu fé höfum við ekkert séö ennþá, sagði Gylfi. Framkvæmdir hjá RARIK fóru á siðasta ári 440 miljónum fram úr áætlun og rekstrarhalli varð 100 miljónir króna. Aætlanir eru venjulega miðaðar við verðlag ársins áður en framkvæmdir veröa, sagöi Gylfi,og veröbólgan sér siðan til þess, að þær verða mun dýrari. Þannig fór Norður- linan 100 miljónum fram úr áætl- un á siðasta ári. Rafmagnsveiturnar verða lika að taka að sér verkefni sem koma upp á og eru ekki á framkvæmda- áætlun eða fjárlögum. Sem dæmi má nefna aö sæstrengurinn til Vestmannaeyja slitnaöi þrivegis á siðasta ári og kostnaður við við- gerð nam 170 miljónum króna. Nýr strengur verður lagður i sumar og mun hann kosta 290 miljónir lagður og tengdur. Þá kostuöu slit á streng i Arnarfiröi 70 miljónir króna. Rekstrarhalli RARIK á siðasta ári stafar af miklum fjármagns- kostaði, enda voru framkvæmdir mjög miklar á siðasta ári. Þá Framhald á 14. siðu [PESSItNGALYKT vpmfíM LA Þarna leggur peningalyktina yfir Vestmannaeyjar.l gær voru þar allar loðnuþrær orðnar full- ar eftir mjög góða veiði i fyrra- dag, alls 10.200 lestir. i gær var aftur á móti litil veiði, enda bræla á miðunum. Annars er allt löndunarpláss á þrotum i Eyjum, og á Austfjarðahöfnum sunnanverð- um,og ef i dag kemur aflahrota yrðu skipin að sigla með aflann, eða hluta hans til Faxaflóa- hafna, og færi þá heldur að lyftast brúnin á verksmiöju- eigendum þar, sem litla sem enga loðnu hafa fengið til þessa á vertiðinni i vetur. — S.dór —Ljósm. —eös). Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði: Tveir stjórnarmenn urðu að segja af sér eftir að hafa brotið samþykkt félagsstjórnar um vinnustöðvun 1. og 2. mars siðast liðinn ,,Það er ekki nokkur leiö að þola það að menn brjóti svona gersamiega gegn samþykkt stjórnarfélagsins og eftir umræð- ur um málið á siðasta stjórnar- fundi var ekki um annað að gera fyrir þessa menn en segja af sér”, sagði Hallgrimur Pétursson formaður Verkamannaféiagsins Hiifar I Hafnarfirði er við spurð- um hann um afsögn varaformanns félagsins Guðna Kristjánssonar og vararitara Guðmundar Skúla Kristjáns- Kappræðufundur á Selfossi á morgun Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins og Samband ungra Sjálfstæðis- manna efna til kappræðufundar á Selfossi á morgun kl. 20.30 i Selfossbiói. — Sjá 2. siðu. Þessir tveir menn unnu 1. og 2. mars sl. en stjórn Hlifar hafði skorað á félagsmenn sina að leggja þá niður vinnu. Eins og Hallgrimur réttilega bendir á var ekki um annað aö gera fyrir þessa menn en aö segja af sér i stjórn félagsins. Hallgrimur sagði að þessir tveir hefðu ekki borið ann- að fyrir sig en úrtöluvæl at- vinnurekenda um að vinnu- stöðvunin væri lögbrot, léleg af- sökun sem ekki er marktæk. Þess má að lokum geta aö Guðni þessi Kristjánsson er einn af framámönnum Alþýðuflokks- ins i Hafnarfirði og er i framboði til bæjarstjórnar fyrir þann flokk i vor. —S.dór FELAG UNGRA JAFNAÐAR- MANNA 50 bods- ferdir um heims- byggdina fyrir erlent fé Það er ekki af ástæöulausu, sem gárungarnir nefna Félag ungra jafnaðarmanna, FUJ, Ferðafélag ungra jafnaðar- manna. Samkvæmt uppiýsingum framkvæmdastjóra Alþýðu- flokksins, Garðars Sveins Arna- sonar, lætur nærri að FUJ hafi þegið boð I 50 fundareisur til útlanda á siðústu tveimur árum! Islenskir Krátar eru i allskyns alþjóðasamtökum svo og norræn- um, og ungjafnaðarmenn eru siðan i enn öðrum heims-, Evrópu- og Norðurlandasamtök- um. Sífelldlega eru þessi samtök eða nefndir á þeirra vegum að funda einhvers staöar i veröld- inni, og þá leggja isl. Alþýöu- flokksmenn krók á hala sinn og halda út i heim, svo oft sem verða má. Þá er og algengt, aö sögn Garðars Sveins, að Sósialdemó- krataflokkar vitt um heiminn bjóði kollegum sinum annars staðar á jarðarkringlunni, þar á meðal frá Islandi, að sitja flokksþing. Af öllu þessu er Alþýðuflokkur- inn eitt herjans mikiö ferðafélag. Garðar Sveinn vildi undirstrika það, að ekki þægju ísl. jafnaðar- mennirnir öll þau boð um funda- setur, heimsóknir og ráðstefnu- setur sem þeim bærust, og gamalkratar sjaldnar en ung- kratar. Þessi ferðalög eru aö sjálfsögöu dýr; það kostar til dæmis ekkert pinulitið að senda 6 manna hóp til Þýskalands og halda honum þar uppi i marga daga. Liklega ekki mikið undir miljón. En þessa dagana er einmitt 6 manna hópur i heimsókn i V-Þýskalandi og dvelst þar á sérstakri stofnun, eins og Garðar Sveinn orðaði það. Vegna hins háa feröakostnaðar og hinna tiðu fundaseta Islands- krata, hafa hin ýmsu sambönd erlendis styrkt feröahreyfingu Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.