Þjóðviljinn - 15.03.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.03.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 15. mars 1978 Islandsmótið í handknattleik: Fram og Haukar í Firðinum i kvöld Haukar verða að vinna leikinn ætli þeir sér að vera með á toppnum. Pálmi Pálmason leikur ekki meö Fram i kvöld, en hins vegar mun hann leika með liðinu í næstu leikjum. Vikingur Haukar Valur FH IR Fram KR Armann tslandsmótið i handknattleik heldur áfram i kvöld og leika þá Fram og Haukar i Hafnarfirði. Leikur þessi er afar mikilvægur fyrir bæði liðin. Haukarnir eru nú við topp deildarinnar og með sigri i kvöld blanda þeir sér enn hraustlegar i þá baráttu. Fram er hins vegar á botninum, og er þessi leikur afar mikilvægur fyrir liðið ætli það sér endanlega að forðast fall i 2. deild. En svona i lokin skulum við lita á stöðuna i 1. deild eins og hún er i dag: w staðan Námskeið Knattspyrnusamband tslands gengst á næstunni fyrir námskeiði fyrir stjórnendur knattspyrnudeilda. Námskeiðið fer fram i iþróttahúsi Kennaraháskóla tslands og hefst laugardaginn 18. mars. kl. 10.00 f.h. Allir þeirsem hug hafa á þátt- töku á námskeiðinu eru beðnir að snúa sér að skrifstofu KSI sem er til húsa i tþróttamið- stöðinni. SK. Aðalfundur Breiðabliks Aðalfundur Ungmennafélags- ins Breiðabliks verður haldinn i Félagsheimili Kópavogs fimmtu- daginn 16. mars kl. 20.00. Venju- leg aðalfundarstörf. Allir félags- menn velkomnir. Reykjavíkurmót barna á skíðum: Góður árangur hjá þeim yngri Reykjavikurmótið i barnaflokk- um á skiðum fór fram um helg- Sveinn Rúnarsson var sigursæll i Reykjavíkurmótinu. ina og var keppt i Skálafelli. Veður var gott þegar keppni fór fram og luku allflestir keppni. Úrslit urðu sem hér segir: SVIG: Stúlkur 10 ára og yngri: sek. 1. Bryndis Ýr Viggósd. KR 89,49 2. Sigrún Kolsöe KR 103,30 Drengir 10 ára og yngri: 1. Sveinn Rúnarsson KR 9i,08 2. Kristján Valdimarss. IR 91,47 Stúlkur 11—12ára: 1. Þórdis Jónsdóttir KR 88,03 2. Tinna Traustadóttir A 90,43 Drengir 11—12 ára: 1. Asmundur Þórðarson KR 88,91 2. Haukur Þorsteinss. A 97,51 STÓRSVIG. Stúlkur 10 ára og yngri: sek: 1. Bryndis Ýr Viggósd. KR 99,15 2. Sigrún Kolsöe KR 110,19 Drengir 10 ára og yngri: 1. Kristján Valdimarss. IR 94,62 2. Sveinn Rúnarsson KR 96,19 Stúlkur 11—12ára: 1. Þórdis Jónsdóttir KR 90,11 2. Tinna Traustadóttir Á 91,87 Drengir 11—12 ára: 1. Asmundur Þórðarson KR 92,12 2. Haukur Þorsteinss. A 93,01 Sigurvegarar i alpatvikeppni urðu þessir: Stúikur 10 ára og yngri: Bryndis Ýr Viggósdóttir KR Drengir 10 ára og yngri: Kristján Valdimarsson IR Stúlkur 11—12ára: Þórdis Jónsdóttir KR Drengir 11—12ára: Asmundur Þórðarson KR SK. Umsjón: Stefán Kristjánsson Deildarkeppnin í badminton: TBR hefur forustu í 1. deildinni Deildakeppni B.S.i er nú hálfnuð, en fyrstu leikirnir fóru fram þann 7. jan. Að þessu sinni er aðeins leikin ein umferð. Úrslit eru sem hér segir: KRb - TBRa 1-12 TBRc - TBRb 3-10 TBRa - TBRb 10-3 KRb - KRa 3-10 TBRa - TBRc 13-0 KRb - TBEb 3-10 KRa - TBRa 4-9 TBRc - IA 8-5 TBR a hefur tekið mikla forystu, hefur unnið alla sina leiki og er með 8 stig. Næst kemur TBR b með 4, siðan KR a og TBR c með 2 stig, en KR b og IA ekk- ert. Úrslit úr annarri deild eru þau að Valur er með forystu og hefur unnið alla sina leiki og hefur 6 stig, næst kemur TBR d með 4, siðan Vikingur með 2, en BH og Gerpla hafa ekki hlotið stig. Liðakeppninni lýkur 16. april. Víkingur-Valur 4-9 BH-TBR d 1-12 Vikingur-Gerpla 9-4 Valur-TBR d 10-3 TBR d-Gerpla 11-2 Valur-BH 10-3 íslandsmótið 1. apríl Islandsmeistaramót 1978 verður haldið 1. og 2. april 1978, i Iþróttahöllinni i Laugardal. Hefst mótið kl. 10 f.h. þann 1. april og úrslitaleikir hefjast kl. 2. e.h. 2. april. Keppt verður i meistara- fiokki, A-flokki og öðlingaflokki i öllum greinum karla og kvenna. Þátttökugjöld eru: 1.000.- pr mann i tviliðaleik og tvenndarleik. 1.500.- pr. mann i einliðaleik. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist B.S.I. fyrir 15. mars n.k. og skal senda hjálagt greiðslu fyrir þátttökugjöld. Rétt til þátttöku hafa þeir sem verða 16 ára á árinu. Keppendur geta aðeins keppt i einum flokki. Þessi myndasyrpa birtist i a-þýsku Iþróttablaði fyrir stuttu og er úr leik FC Magdeburg og PSV Eindhoven, en leiknum lauk með 1:0 sigri Magdeburg. Leikurinn fór fram i UEFA-keppninni og var lcikið í Þýskalandi. A myndunum sést Joachim Streich skora eina mark leiks- ins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.