Þjóðviljinn - 15.03.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.03.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15- mars 1978 HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR Lausar stöður Staða hjúkrunardeildarstjóra við heimahjúkrun. Gert er ráð fyrir, að vænt- anlegur deildarstjóri þurfi að kynna sér málefni heimahjúkrunar á Norðurlönd- um. Staða deildarljósmóður við mæðradeild — hlutastarf. Staða meinatæknis og staða aðstoðar- manns á rannsóknastofu. Staða ritara við heilbrigðiseftirlit Reykja- vikur — hálft starf. Umsóknum sé skilað til framkvæmdanefndar Heilsuverndar- stöðvar Reykjavikur fyrir 29. mars n.k. HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR 28. leikvika — leikir 11. mars 1978 Vinningsröð: 2 11 —X 12 —110 —111 1. vinningur: 11 réttir — kr. 57.500,- I 1199 3349 30085(1/10) 30132 33251 33538 1352 9106 30089 32180 33470 33926 2. vinningur: 10 réttir - - kr. 2.000.- 189 + 5862 30129 30890 + 32845 + 34129 40377(2/10) 303 6044 30131(2/10) 30918 + 33023 34139 40574(2/10) 466 6492 30192 30933 33115 + 34176(2/10) 689 6569 30187 31135 33116 + 34224 40641 742 6749 30276 31139 33190 + 34225 40702 755 7288 30361 31508 + 33243 34230 40782(2/10) 1046 8505 30364 31782 33303 34263 40806 1373 8509 30366 31805 + 33401 34351 40810 1424 8551 30499 31807 + 33462 34383 + 40831 1585 8734 30547 31917 + 33488 34495 40856 1699 + 9788 30557 + 32038(2/10) 33535 34573 40991(4/10) 2361 9790 3Ö569 + 32244 + 33547 + 34583 41003 2526 10421 30575 + 32466 33551 + 34741 41005 2647 30018 30577 + 32703 + 33650 34903 41116 3446 30088 30578 + 32746 40143(2/10) 3758 30111 30579 + 32801 33865(2/10) 41168(2/10) 4371 30112 30669 32814(2/10) 34036 40145(4/10) 41205(2/10) 4377 30114 30713 34084 40274(2/10) 41264(2/10) 4469 30120 30862 30830 34092 40284 + nafniaus Kærufrestur er til 3. aprfl kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til breina. Handhafar nafnlausra seðla veröa að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar uppiýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — í þróttamiðstöðinni — REYKJAVÍK Tökum að okkur smiði á eldhúsinnréttingum og skápum, bæði i gömul hús og ný. Sjáum ennfremur um breytingar á innréttingum. Við önn- umst hvers konar húsaviðgerðir, úti og inni. Verkið unnið af meisturum og vönum mönnum. T r ésmí ða verks t æðið Bergstaðastræti 33 — Simar 41070 og 24613 ugiysmg í Þjóðvlljanum ber ávöxt ÍÁlyktanir bændafundar ! Búnaðarsamb. Austurlands Landpóstur hefur veriö beð- inn um að birta eftirfarandi til- ■ lögur, sem samþykktar voru á 1 almennum bændafundi Búnaðarsambands Austur- | lands. Fundurinn var haldinn að ■ Staðarborg f Breiðdal 12. des. | s.l. 1. Fundurinn telur algjörlega ■ óviðunandi að tekjur bænda séu • aðeins 2/3 af tekjum viðmið- I unarstéttanna og krefst þess I að farið verði að lögum ■ um að kaup bænda sé i | sem nánustu samræmi við ■ kaup verkamanna, iðnað- P armanna og sjómanna. Fund- urinn telur brýna nauðsyn bera til, að kjaramál bænda- stéttarinnar verði lögð fyrir Al- þingi strax að loknu jólaleyfi þingmanna og látið reyna á það þar hvernig hinir einstöku þing- menn vilja snúast við þessum vanda. 2. Fundurinn vitir harðlega úrskurð yfirnefndar sem birtur var nú nýlega. Telur fundurinn það skýlaust brot á lögum um sömu laun karla og kvenna, aö yfirnefnd ætlar bændakonum mun lægri laun en bændum fyrir sömu störf. Þá telur fundurinn að fjármagns- og vaxtakostnað- ur visitölubúsins sé stórlega vantalinn i sama úrskuröi. 3. Fundurinn krefst þess að söluskattur af kjöti og kjötvör- um sé tafarlaust felldur niður, enda virðist það likleg leiö til að auka kjötsöluna i landinu veru- lega. 4. Fundurinn fagnar þvi að Framleiðsla og sala á kindakjöti Heildarframleiösla á kinda- kjöti á s.l. ári var 13.694 lestir. Þar af var dilkakjöt 12.450 lest- ir. Þetta var 100 lestum meira af dilkakjöti en árið áður en 122 lestum minna af kjöti af full- orðnu. Sala innanlands á s.l. ári var 7.492 lestir af dilkakjöti og 1.531 lest af kjöti af fullorönu. Það var tæpu 1% minna en áriö áður. Flutt var út 5.191 lest af kindakjöti. Þar af voru 4.726 lestir af dilkakjöti. Birgðir af dilkakjöti 1. jan. sl. voru 9.076 lestir en. 1.142 lestir af kjöti af fullorönu. Á s,l. ári var slátrað 873.225 dilkum og 70.679 fullorönu fé. Meðalfallþungi dilka reyndist vera 14.26 kg. en það var 120 gr. minna en árið áður. Gert er ráö fyrir að flytja út 2.600 lestir af dilkakjöti til við- bótar á þessu ári af framleiöslu siðastliðins árs. (Heimild: Uppl.þjón.landb.). — mhg Stéttarsambandiðhefur ákveðið að verja nokkurri fjárhæð til markaðsleitar fyrir land- búnaðarafurðir erlendis, i sam- vinnu við SIS og rikisvaldiö en telur þá upphæð of lága og að rikinu beri skylda til að leggja fram eigi lægri upphæö i sama skyni, þar sem það sé stórt hagsmunamál fyrir alla þjóð- ina, aö góður markaður finnist fyrir þessa sérstæðu og ágætu vöru. 5. Fundurinn fagnar þvi aö loks skuli, eftir langa baráttu, hafa náðst samkomulag um það á fundum Stéttarsambandsins að leggja niður sex-manna nefndina og samið verði beint við rikisstjórn um búvöruverð- iö. Jafnframt þakkar fundurinn fulltrúum bænda i nefndinni fyr- ir mikið og gott starf i þágu bænda, þótt þeir hafi ekki alltaf haft erindi sem erfiði. 6. Fundurinn telur að endur- tekin vilyrði landbúnaðarráð- herra um aukningu rekstrar- og afurðalána til bænda, svo að sláturleyfishafar geti greitt 90% af verði sauðfjárafurða við móttöku, veröi að vera meira en orðin tóm. Telur fundurinn að rikisstjórnin verði að knýja Seðlabankann til þeirrar fyrir- greiðslu. 7. Fundurinn telur sjáifsagt jafnréttismál bænda að þeir greiði jafn hátt verð fyrir fóður- vörur hvar sem er á landinu, á sama hátt og nú er um áburð- inn. 8. Fundurinn skorar á rikis- stjórn og Alþingi að búa þannig að graskögglaverksmiöjum landsins aö þær séu sam- keppnisfærar um fóðurfram- leiöslu og bendir I því skyni á að sanngjarnt virðist að orkuverð til þeirra sé ekki hærra en til stóriðju og fjármagnskostnaður þeirra veröi geröur viðráöan- legur. 9. Fundurinn telur brýna nauösyn á að einhverskonar jöfnun verði komið á i sambandi við byggingar- og fjármagns- kostnað siáturhúsa og mjóikur- búa, sem nú eru í byggingu eða byggð verða á næstu árum. Bendir fundurinn á að Byggöa- sjóður ætti að veita þeim fyrir- tækjum sérstök rekstrarlán með góðum kjörum, svo að bændur á þeim svæðum þurfi ekki aö búa við lægra afurða- verð en hinir, sem fengu að byggja vinnslustöövar sinar á ódyrari tima og á meðan stofn- lán voru með miklu betri kjör- um en nú. 10. Fundurinn telur að eitt brýnasta hagsmunamál margra bænda sé, að lausaskuldum þeirra verði breytt i föst lán nú i vetur. Sérstaklega vill fundur- inn undirstrika að þeir, sem hafa byrjað búskap eftir 1970, fái sem fyrst úrlausn i þessum efnum, enda er ekki annað sýni- legt en þeir flosni upp af jörðum sinum á næsta vori, vegna hinna óheyrilega háu vaxta, sem eru á öllum lausaskuldum. Væri slikt óbætanleg blóðtaka fyrir ýmis byggðarlög, þar sem þarna er um yngsta hluta bændastéttar- innar að ræða. 11. Fundurinn telur það óvið- unandi rangiæti að bændakonur fái ekki fæðingarorlof eins og nú tiðkast hjá öðrum stéttum og beinir þvi til stjórnar Stéttar- sambandsins aö vinna aö þvi að svo verði sem allra fyrst. Enn- fremur viljum viö vekja athygli á, að húsfreyjur i sveitum sæta öðrum og lakari kjörum i skattamálum en aðrar kynsyst- ur þeirra. 12. Fundurinn mótmælir harðlega frumvarpi Alþýöu- flokksþingmanna um eignaráö rikisins á öllu landinu og telur slika eignaupptöku hreint ger- ræði við bændur. 13. Fundurinn skorar á land- búnaðarráðherra að beita sér fyrir að afnema innflutnings- gjöld, tolla og söluskatt af vél- um og varahiutum til land- búnaðarins. 14. Fundurinn skorar á stjórn Stéttarsambands bænda að beita sér fyrir þvi, að tekin verði upp veruleg niðurgreiðsla á tilbúnum áburöi, þvi fundur- inn álítur aö með lækkuðu áburðarverði mundi draga verulega úr kjarnfóöurnotkun og framleiðslukostnaöur jafn- framt lækka. 15. Fundurinn gerir sér ljósan þann vanda, sem skapast hefur nú I framleiðslu- og sölumálum landbúnaðarins, en telur algert neyðarúrræði að bændur þurfi að taka á sig kjaraskerðingu i formi kjarnfóðurgjalds eða á annan hátt, þar sem viðurkennt er að þeir eru tekjulægsta stétt þjóðfélagsins. 16. Fundurinn skorar á Út- varpsráð að taka að nýju upp þáttinn: „Spjallaðvið bændur”. Þá vitir fundurinn harðlega þá hlutdrægni, sem gætir i fréttaflutningi af málefnum bændastéttarinnar I hljóðvarpi og sjónvarpi, eins og nýliðin dæmi um verðbreytingar á landbúnaðarafurðum sanna. Allar þessar ályktanir voru samþykktar samhljóða. Stjórnarfariö Björn Sigvaldason kveður svo um stjórnarfarið: Illa þokkuð auðvaldsstjórn Ekki er hún til sóma. Þeir, sem áttu að færa fórn fella á hana dóma. Björn Sigvaidason. Umsjón: Magnús H. Gislason

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.