Þjóðviljinn - 15.03.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.03.1978, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 15. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 JÞad er i öllum aöalatriöum viöurkennt aö verkalýös- hreyfingin hafi rétt til aö boöa til verkfalla gegn stjórnvöldum útaf atriðum, sem eru viökomandi hinni eiginlegu kjaradeilu í þrengri merkingu og beinast ekki aö stjórnvaldi sem aöila kjarasamnings. Arnmundur Backman, lögfræðingur: Um lögleg og ólögleg verkföll Hvað er löglegt, hvaö ólöglegt? i umræðu um reglur verk- fallsréttar hér á landi hefur greinilega komið i Ijós að menn gefa sér undantekningarlitið, að verkfallsréttur sé takmarkaðri en hann hugsanlega er sam- kvæmt vinnulöggjöfinni. Ef verkalýðshreyfingin gríp- ur til annara aðgerða en þeirra venjulegu hefðbundnu verk- falla, eru þær samstundis stimplaðar ólöglegar. Þannig var það nú 1. og 2. mars þegar siðlausum og rammpólitiskum kjaraskerðingarlögum var mót- mælt með verkfalli. Bæði atvinnurekendur og rikisvald slógu sér samstundis á lær og úthrópuðu aðgerðirnar sem ólöglegar og refsiverðar. Jafn- vel innan verkalýðshreyfingar- innar var sú skoðun áberandi að verkfallið 1. og 2. mars væri ólöglegt og brot á leikreglum vinnulöggjafarinnar. En er það svo? Hversu viðtækur er raun- verulega verkfallsrétturinn samkvæmt vinnulöggjöfinni? Hinn almenni verk- fallsréttur Við skulum hafa það i huga i þessu sambandi, að vinnulög- gjöfin islenska frá árinu 1938 var i öllum aðalatriðum sniðin eftir vinnulöggjöf annarra Norðurlanda, sér i lagi norskri. t hinni samnorrænu vinnulög- gjöf nær verkfallsréttur fyrst og fremst til þess að knýja fram nýjan kjarasamning eftir að samningslaust er orðið. Eftir að kjarasamningi er náð, gildir nokkurs konar frið- arskylda milli aðila vinnumark- aðarins. Ágreiningur um efni og gildi kjarasamnings skal eftir það borinn undir úrskurð Fé - lagsdóms. Hin dæmigerða ólöglega vinnustöðvun er þvi það þegar ágreiningur um túlkun eða gildi kjarasamnings er leystur með verkfalli stéttarfélags eða verk- banni atvinnurekanda i stað þess að leggja deiluefnið undir úrskurð Félagsdóms. 1 öðru lagi nær hinn samnor- ræni verkfallsréttur til samúð- arverkfalla. Samúðarverkfall er að þvi leyti undantekning frá friðarskyldunni að stéttarfélag sem s jálft er bundið kjarasamn- ingi við viðsemjanda sinn, getur allt að einu boðað til samúðar- verkfalls með öðru stéttarfélagi sem á i löglegu verkfalli. Um framangreind verkföll, sem til þess eru háð, að knýja fram samning um kaup og kjör, gildir samkvæmt 16. gr. vinnu- löggjafarinnar að þau skulu boðuð með 7 sólarhringa fyrir- vara. Eru pólitisk verk- föll lögleg? En verkfallsrétturinn i nágrannalöndunum nær lengra en þetta. Þar er i öllum aðal- atriðum viðurkennt að verka- lýðshreyfingin hafi rétt til að boða til verkfalla gegn stjórn- völdum útaf atriðum, sem ekki eru viðkomandi hinni eiginlegu kjaradeilu i þrengri merkingu og beinast ekki að stjórnvaldi sem aðila kjarasamnings. Verkföll af þessu tagi hafa verið nefnd pólitisk verkföll i þeim skilningi að þau heimila verka- lýðshreyfingunni að beita verk- fallsvopninu til að hafa áhrif á stjórnvöld, stjórnarstefnuna sjálfa eða stjórnkerfið. Pólitisk verkföll af þessu tagi eru algeng og vel þekkt fyrir- bæri i nágrannalöndum okkar. Þannig hefur efnahagsstefnu, atvinnustefnu og utanrikis- stefnu stjórnvalda verið mót- mælt með verkföllum. Undirrit- aður tók m.a. þátt i einu sliku i Noregi árið 1970 þegar Alþýðu- sambandið norska boðaði til klukkustundar langs verkfalls um landið allt til aö mótmæla efnahagsstefnu stjórnar Per Borten. Þátttakan var alger og verkfallið löglegt. Heimildin til að boða til pólitisks verkfalls gegn stjórn- valdi byggist á þvi grundvallar viðhorfi i lýðfrjálsum löndum að menn hafi rétt til að leggja niður vinnu i hagsmunaskyni og að sá réttur verið aðeins takmarkað- ur með lögum. Þannig segir m.a. islenska vinnulöggjöfin i 14. gr.: „Heim- ilt er stéttarfélögum, félögum atvinnurekenda og einstökum atvinnurekendum að gera verk- föU og verkbönn i þeim tilgangi að vinna að framgangi krafna sinna i vinnudeilum til verndar rétti sinum samkvæmt lögum þessum, með þeim skilyrðum og takmörkunum einum, sem sett eru i lögum”. Og um rétt stétt- arfélaga segir i 1. gr. vinnulög- gjafarinnar „Rétt eiga menn á aðstofna stéttarfélög og stéttar- félagasambönd i þeim tilgangi að vinna sameiginlega að hags- munamálum verkalýðsstéttar- innar og launtaka yfirleitt”. Enda er það svo, að höfundar islensku vinnulöggjafarinnar hafa vissulega gert ráð fyrir þvi, að i hinni rúmu verkfalls- heimild 14. gr. sbr. 1. gr. vinnu- löggjafarinnar fælist m.a. rétt- ur tÚ pólitiskra verkfalla. Þess vegnagripu þeirtil þessúrræðis að takmarka þá heimild með lögum. En spurningin er auðvit- að sú, hversu viðtæk sú tak- mörkun sé. 1 2. tl. 17. gr. vinnulöggjafar- innar er nefnilega að finna eftir- farandi ákvæði, sem mér er ekki kunnugt um að nein alvar- leg tilraun hafi verið gerö til að kanna hvað merkir: „Óheimilt er að hefa vinnustöðvun ef til- gangur hennar er að þvinga stjórnvöldin til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum sam- kvæmt ekki ber að framkvæma, eða framkvæma ekki athafnir sem þeim lögum samkvæmt er skylt að framkvæma, enda sé ekki um að ræða athafnir þar sem stjórnvöld eru aðili sem atvinnurekandi. Gildandi lög um opinbera starfsmenn haldast óbreytt þrátt fyrir þetta”. (Þá voru i gildi lög sem bönnuðu opinber- um starfsmönnum að fara i verkfall). Hvað merkir þetta ákvæði laganna? Samkvæmt orðanna hljóðan virðist það merkja, að með verkfalli sé óheimilt að þvinga stjórnvöld til að gera eitthvað, sem annað hvort er lögbrot eða lagaheimild skortir til, enda sé ekki um að ræða að stjórnvöld séu atvinnurekandi i þvi tilfelli. Bannið snertir m.ö.o. pólitlskt verkfall sem þvinga á stjórn- völd til lögbrota eða löglausra aðgerða. — 0 — En hvað um þau tilvik þegar verkfalli gegn stjórnvöldum er ætlað að þvinga þau til að fara að lögum? Slik verkföli ættu að >era lögleg samkvæmt þessu. Ef stjórnvöld ætluðu sér t.d. að afsala einhverjum hluta landsins i þendur útlendingum og brjóta þar með ákvæði stjórnarskrárinnar. Væri þá ekki pólitiskt verkfall gegn slíku löglegt? Nú á t.d. lægra sett stjórn- vald, Verðlagsráð sjávarút- vegsins, að ákveða opinbert fiskverð fyrir ákveðin dag 3 sinnum á ári. Oft dregst verð- ákvörðun þessi ólöglega. Hafa islenskir sjómenn ekki heimild til aö beina verkfalli tii að þvinga stjórnvald þetta til að fara að lögum? Þetta hafa sjómenn gert. Og hvað er lög- ’brot og hvað er stjórnvald I skilningi 17. gr. 2. tl. vinnulög-, gjafarinnar? Enda þótt ekki hvili bein lagaskylda á stjórn- valdi aö forðast óðaverðbólgu með tilheyrandi eignaráni og siðleysi þá hvilir sú lagaskylda á öllum þingmönnum að láta sjórnast af sannfæringu sinni fyrst og fremst, með hagsmuni lands og lýðs fyrir augum. Spillt stjórnarstefna á rætur að rekja til spillingar stjórnvalda. Má verkalýðshreyfingin grlpa til verkfalla til að berjast gegn óðaverðbólgu, skattsvikum, gjaldeyrissvikum, spillingu i stjórnkerfinu, spillingu og lög- brotum einstakra þingmanna eða ráðherra ef um þau væri að ræða? Og svo litið sé til aðgerða verkalýðshreyfingarinnar 1. og 2. mars, Hefur verkalýðshreyf- ingin með stoð i vinnulöggjöf- inniheimild til að beita verkfalli til verndar hagsmunum sinum til að mótmæla þvi að sett verði lög sem ganga i berhögg við ákvæði vinnulöggjafarinnar um frjálsan samningsrétt og eru svik við nýgerða kjarasamn- inga alls islensks launafólks? — 0 — Framangreind tilvik og mörg önnur sem til mætti tina, eru auðvitað tekin sem dæmi. En stóra spurningin er sú, hvað merkja ákvæði 2. tl. 17. gr. vinnulöggjafarinnar. Og ef við viðurkennum að orðalag grein- arinnar veiti heimild til ákveð- inna pólitiskra verkfalla, hvar eru þá mörkin? Ekki verður gerð tilraun til þess hér að svara þvi. Hugleiö- ingar þessar eru fyrst og fremst til þess ætlaðar að vekja athygli á lagagrein sem kann að skipta talsverðu máli þótt fyrirferðar- litil sé og óljós. En eitt er kannski ljóst að islenskur verk- fallsréttur er rýmri en almennt er álitið. Arnmundur Backman Dönsku bæjar- og sveitarstjórnakosningarnar: Öflug vinstrisveifla Margrét Guðmundsdóttir og Bessi Bjarnason i hlutverkum slnum I „A sama tima að ári”, eftir Bernard Slade. Gamanleikur Þjóðleikhússins Troðfullt níu sinnum á Húsavík Leikflokkur Þjóðleikhússins er nú kominn til Reykjavikur eftir 9 sýningar á Húsavik á bandaríska gamanleiknum „Á sama tima að ári”, sem frumsýndur var þar á dögunum. Sýningin vakti mikla hrifningu, sýnt var fyrir troðfullu húsi og urðu margir frá að hverfa, en ekki var unnt að hafa fleiri sýningar að sinni, þar eð heimamenn þurftu á húsnæöinu að halda undir sýningar á Skjald- hömrum, sem þeir eru að æfa. Um næstu helgi verða sýningar á leikritinu i Vestmannaeyjum, á föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Siðan veröur leik- ferðinni haldið áfram. Sýnt verður á menningarviku á Sel- fossi annan dag páska, þá verða sýningar viða á Suöurlandi; i april verður sýnt á Vesturlandi og Vestfjörðum og I mái er ráögert að sýna á Norður- og Austurlandi. Leikstjóri gamanleiksins er Gisli Alfreðsson, leikmynd er eftir Birgi Engilberts og með hlutverkin tvö i leiknum fara þau Bessi Bjarnason og Margrét Guðmundsdóttir. öflug vinstrisveifla varö i bæja- og sveitarstjórnakosningunum I Danmörku, sem fóru fram nýverib. Sósialdemókratar og flokkarnir þrir til vinstri við þá bættu samtals við sig 200 full- trúum, en hægri- og miöflokkar samanlagt töpuðu 148 og listar óháðir stjórnmálaflokkum 32. • •• Sósialdemókratar unnu mikinn sigur, bættu svið sig 170 sætum og flokkarnir þrir til vinstri við þá 30. Af þeim vann flokkur vinstri sósialista mestan sigur og bætti við sig 21 sæti, Kommúnistaflokk- urinn vann einnig verulega á en Sósialiski vinstriflokkurinn hélt þvi sem næst i horfinu. Radi- kalar, Kristilegi þjóðarflokk- urinn, Venstre og miðdemókratar töpuðu miklu, en Ihaldsflokk- urinn, Framsóknarflokkur Glist- rups og Réttarsambandið unnu mikið á. Við það bætist að sameiginlegir listar borgara- flokkanna, sem Venstre áttu mest i, voru ekki boðnir fram að þessu sinni, en á hinn bóginn komu nú fram ýmsir óháðir listar með vinstrisvip, meðal annars af hálfu umhverf isverndarsinna og kvennasamtaka. Þar að auki fengu óháðu listarnir nú 32 full- trúum færra en i næstu bæja- og sveitastjórnakosningum á undan, en þær fóru fram 1974. Fulltrúafjöldi listanna er eftir kosningarnar sem hér segir, og er Réttarsambandið 6 (3), Sósíaliski þjóðarflokkurinn 77 (78), Kommúnistaflokkurinn 56 (46), miödemókratar 11 (24), Kristilegi þjóðarflokkurinn 29 (37), Venstre 1148 (1277), vinstrisósialistar 25 (4), Framsóknarflokkurinn 347 tulitruaijoidi þeirra ettir kosning- arnar 1974 hafður með i svigum: Sósialdemókratar 1702 fulltrúa (1532), radikalar 196 (311), Ihaldsflokkurinn 505 (439), (29/t, aiesviKurtiokkunnn, sem þýski þjóðernisminnihlutinn á Suður-Jótlandi stendur að 14 (16) og aðrir listar 639 (671). (Information) BlikkicSjan Asgarði 7, Garðabæ önnumst þakrennusmíði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SÍMI53468

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.