Þjóðviljinn - 15.03.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.03.1978, Blaðsíða 9
MiOvikudagur 15. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Rafveita Vestmannaeyja: Ný aðveitustöð í notkun bráðlega, nýr sæstrengur lagður í sumar 194 miljónir til rafveituframkvœmda i sumar ustu viögeröinni endanlega 2. mai. Þrjár siöasttöldu viögerö- irnar voru framkvæmdar meö vitaskiptinu Arvakri. Garöar Sigurjónsson rafveitu- stjóri sagöi aö lokum, aö erfiö- leikar heföu veriö á aö samtengja veitukerfiö vegna flutnings bæj- arins vestur á bóginn eftir gosiö Rafveita Vestmannaeyja var það fyrirtæki Vest- mannaeyjakaupstaðar, sem varð fyrir langmestu tjóni i jarðeldunum 1973, þegar aðveitustöð ásamt búnaði og stór hluti dreifikerfisins fór undir hraun Blaðamaður Þjóðviljans var á ferð i Eyjum i sið- ustu viku og hitti þá að máli Garðar Sigurjónsson rafveitustjóra og innti hann tiðinda af rafmagns- málum Vestmannaeyinga og uppbyggingu dreifi- kerfisins. Garöar sagöi aö fyrsta verkiö hefði veriö viögerð á rafstrengn- um og uppsetning bráöabirgöaaö- veitustöövar á Skansinum. Raf- magniö er flutt yfir hrauniö meö bráðabirgöastrengjum, en flutn- ingsgeta þeirra er ekki nægileg. Nú er i bigerð aö flytja aöveitu- stööina niöur á Básaskersbryggju og er búið að leggja streng eftir höfninniog upp á hafnarbakkann. Þessi nýja aöveitustöö Rafveitu Vestmannaeyja kemst liklega i gagniö eftir viku til hálfan mán- uö. Vestmannaeyingar fá rafmagn frá Búrfelli, en rafstööin sem fór undir hraun var 4 megawatta disilstöð, sem þjónaöi sem vara- afl. Garöar sagöi aö nú heföi veriö byggö disilstöö fyrir varaafl, og eru vélar stöövarinnar á fimm stööum i bænum. Þetta varaafl nægir þó ekki, ef rafmagnið úr landi bregst. Mesta álag á siö- asta ári var 6.2 megawött, og var þaö i desembermánuði. Þá er búiö aö festa kaup á nýj- um sæstreng til Eyja, og er reikn- að meö aö hann verði lagöur i ágústmánuði i sumar. Er þessi nýi strengur veröur kominn i notkun, á aö vera tryggt nægilegt varaafl i Eyjum. Nýi strengurinn á aö geta flutt 27-28 megawött, en flutningsgeta eldri rafstrengsins er 9-10 megawött. Upphaflega var ekki fyrirhugaö aö leggja nýja strenginn fyrr en árið 1982, en honum var flýtt vegna hins óhagstæöa saman- buröar, sem kostnaöur viö aukn- ingu disilafls i bænum sýnir, en talið er aö sá kostnaöur heföi numiö um helmingi þeirrar upp- hæðar sem nýr strengur kostar. Er þvi ekki reiknaö meö frekari aukningu á disilafli. Nýi rafstrengurinn til Eyja liggur frá Bakkafjöru á Kross- sandi og tengist viö raflinu á Hvolsvöll. I fyrravetur uröu tvisvar bilan- ir vegna skemmda á sæstrengn- um viö Vestmannaeyjar.. önnur skemmdin var eftir akkeri sem togari haföi fest i strengnum og hin snurða, sem myndaöist viö viðgerö 1973. Fengiö var kapal- skip frá Noregiog tengingarmenn Garöar Sigurjónsson, rafveitustjóri i Vestmannaeyjum. (Mynd: eös) frá Danmörku. Þessari viögerö lauk 24. janúar 1977 og þurfti aö leggja 2700 m af nýjum streng upp á Skansinn. í febrúar i fyrra festi varðskip skutakkeri i strengnum og skemmdi hann, og lauk viögerö um miöjan mars. í aprfl komu svo fram tvær bilan- ir meö stuttu millibili og lauk síð- og geysimikiö fé færi til fram- kvæmda i bænum. Fyrir áriö 1978 eru 194 miljónir króna á fram- kvæmdaáætlun, og er þaö fé ein- göngu ætlaö til framkvæmda við aöveitustööina og dreifingarkerf- iö i bænum. -eös Byggingarlagið í borginni Sá hrapallegi ósiður hefur verið tiðkaður hér í borginni að úthiuta bygg- ingarlóðum ýmist til braskara, sem byggja og selja með geysilegu álagi umfram það sem eðlilegt má heita, eða að lóðum er úthlutað til einstaklinga. Myndina hér að ofan tók ljósm. Þjóðv. eik, af byggingu raðhúss i Seljahverfi i Breiðholti. Hér hefur lóöum undir þessa fimmibúða lengju verið úthlutað til einstaklinga. Hver og einn hefur ýmist verið misjafnlega fjáður eða haft misjafnan áhuga fyrir fram- gangi verksins. Afleiðingin verður eins og myndin ber meö sér: meðan flutt hefur verið inn i eitt húsið er rétt búið aö steypa sökkulinn að öðru. Ljóst er að þessi byggingar- máti hlýtur að vera margfalt dýrari en ef allir byggja sam- timis og nýta sér þá möguleika, sem slikt samflot hlýtur aö bjóða upp á. Annað fokdýrt óhagræöi af sliku byggingar- fyrirkomulagi má augljóslega lesa út úr myndinni: veggur sá, sem allt i einu er orðinn út- veggur á þeim eina hluta hússins sem búið er i er alls ekki byggður sem útveggur, vegna þess að annar veggur á að risa upp með honum og áfastur. Þó hefur veggurinn gegnt hlut- verki útveggjar, bæöi I vetur og fyrravetur. Hvort ibúðin, sem flutt er i, hefur skemmst fyrir vikið veit undirritaður ekki, en hitt er ljóst, að slikt byggingar- lag sem þetta hlýtur að bjóða heim hættu á skemmdum af völdum, leka eða sagga, sem ef til vill næst seint eða aldrei úr húsinu. Hver ábyrgur er fyrir skaöa af þessum völdum er ljóst; þeir stjórnendur borgarinnar, sem úthluta lóðum, setja skilmála á pappir um framkvæmd bygg- ingarinnar, en lita siðan i engu til þess að slikum skilmálum sé fyigt. -úþ Norsk sópran- söngkona íNorrœna húsinu Norska sópransöngkonan RANNVEIG ECKHOFF syngur sem gestur Norræna hússins á miðvikudagskvöld 15. MARS. Undirleikari veröur Guörún Kristinsdóttir. Rannveig Eckhoff er aöeins 29 ára gömul, en hefur þegar skipað sér meðal bestu óperusöng- kvenna Norðmanna. Hún söng hlutverk kátu ekkjunnar i Stokk- hólmi 1974, en sú sýning var sýnd 275 sinnum fyrir fullu húsi. Rann- veig Eckhoff starfar nú við óper- una i Mannheim i V.-Þýskalandi. Hér mun hún syngja annars vegar norsk verk, og hins vegar franska söngva, sem sjaldan eru fluttir hérlendis. Rannveig Eckhoffer fædd 1950 i Noregi. Eftir stúdentspróf 1968 hóf hún 3ja ára nám við Musik- dramatiska Skolan i Stokkhólmi. Var meðlimur i tvö ár i sænskum tilraunaóperuflokki „Sangens Makt”, sem ferðaðist um Sviþjóð, Pólland, Austurriki og A.-Þýska- land. Rannveig Eckhoff fór með hlutverk ekkjunnar i Kátu ekkj- unni eftir Lehar i Oscars-leik- húsinu i Stokkhólmi 1974, en sú sýning var sýnd 275 sinnum fyrir fullu húsi. Rannveig Eckhoff hóf feril sinn sem ljóðasöngkona i Osló haustið 1975 og fleiri tón- leikar fylgdu á eftir viða um Noreg. Fékk Norske Venners Debutantpris 1975. Ráðin við óperuna i Mannheim frá 1977. Rannveig Eckhoff hefur oft sungið i útvarpi og sjónvarpi i Noregi og Sviþjóö. Ný list- grein Listgrein sem nýtur siaukinna vinsælda I Bandarikjunum en fáir tslendingar eru kunnugir, veröur kynnt hér á landi i þessari viku. Frú Linda Schapper, bandarisk listakona búsett i Paris mun kynna gerö stoppaöra teppa (quilts) hjá Menningarstofnun Bandarikjanna, Neshaga 16, fimmtudaginn, 16. mars kl. 8:30. Fyrir tveim árum voru banda- risk hjón hér á ferö og kynntu aö nokkru leyti þessa listgrein sem vakti geysimikla athygli. t þetta sinn mun frú Scha'pper sýna áhugamönnum hér hvernig teppin eru hönnuö. Frú Schapper kemur hingaö til landsins i sambandi viö sýningu sem hún heldur á stoppuöum teppum aö Kjarvalsstööum. Hart barist Nú stendur yfir einhversstaö- ar i Þýskalandi, einvigi tveggja kvenna, Maju Tsjiburdanidze og öllu Kushnir, um réttinn til að skora á heimsmeistarann Nonu Gaprindhasvili. Þær stöll- ur eru báðar af sovésku bergi brotnar en fyrir nokkrum árum tók Alla saman pjönkur sinar og hélt til tsraels enda af kyni Daviös. Þegarsiöast fréttist var staöan i einviginu sú að Maja hafði hlotið 6,5 v. en Alla 5,5 v. Ein skák haföi fariö i bið og stóð Alla betur að vigi, meö peöi meira.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.