Þjóðviljinn - 30.03.1978, Síða 4

Þjóðviljinn - 30.03.1978, Síða 4
4 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Fimmtudagur 30. mars 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóftviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón með sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Gunnar Stéinn Pálsson Ritstjórn, afgreiösia, auglýsingar: Síðumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. 30. mars — ísland úr NATO Dagurinn i dag, sá 30. mars er sorgar- dagur i sögu ævarandi sjálfstæðisbaráttu islensku þjóðarinnar. En 30. mars er þó ekki aðeins sorgardagur heldur nú fyrst og fremst baráttudagur. Fyrr eða siðar mun ný kynslóð islenskra manna græða þau sár sem samþykktin þann 30. mars 1949 um inngöngu Islands i Atlantshafs- bandalagið olli. Hér skal enn einu sinni á það minnt að yfir 80% aðildarrikja Sameinuðu þjóðanna hafa neitað að láta teyma sig i hernaðar- bandalög risaveldanna eða lúta þeirra forsjá. í þessum fjölmenna hópi þjóða heimsins eigum við Islendingar heima og hvergi annars staðar. Sú hefur jafnan verið og er skýr og afdráttarlaus stefna Þjóðviljans og þeirra stjórnmálasamtaka sem að blaðinu standa. tvær öndverðar fylkingar. Hér er á ferð djúpstæðasti og sárasti ágreiningur is- lenskra stjórnmála. Yfir hann verður ekki plástrað með neinum sjónhverfingum. Okkar eindregna skoðun er sú að NATO- stefnan og sú hernámsstefna sem henni fylgir ógni islenskri þjóðartilveru mjög al- varlega. Þá er ekki fyrst og fremst höfð i huga hernaðarleg ógn á hugsanlegum striðstimum, heldur það hvernig NATOstefnan, hernámsstefnan, brýtur niður innanfrá þær varnir og þann vilja sem er alger forsenda sjálfstæðrar þjóðartilveru okkar íslendinga. — Um þetta er sá stuðningur við hreina landsölu- stefnu sem fram koma hjá um 80% þátt- takenda i prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i Reykjavik nú i vetur skýrasta dæmið. Mikið fagnaðarefni er hins vegar hversu miklu fylgi krafan um úrsögn Islands úr NATO á að fagna hjá ungu fólki á Islandi um þessar mundir. 1 trú á framtiðina munum við þvi ótrauð heyja áfram bar- áttuna fyrir úrsögn úr NATO og fylkja liði á baráttufundinn i Háskólabiói i kvöld. — k. að dugandi fólki, flestu úr verkalýðshreyf- ingunni, og margir á listanum gegna trún- aðarstörfum innan hennar. í fyrsta og öðru sæti listans eru þau Sigurjón Pétursson og Adda Bára Sigfús- dóttir, sem bæði hafa lengi átt sæti i borg- arstjórn og unnið þar af alúð og dugnaði. Alþýðubandalagið hefur átt þrjá fulltrúa i borgarstjórn Reykjavikur á þessu kjör- timabili. Breyting verður nú á skipan þriðja sætis listans, en Þorbjörn Brodda- son, borgarfulltrúi kaus að þoka nokkru neðar á listann vegna margvislegra anna við önnur störf. í sæti Þorbjarnar á listan- um kemur nú Þór Vigfússon, mennta- skólakennari. Þjóðviljinn þakkar Þorbirni vel unnin störf á vettvangi borgarstjórnar og býður Þór Vigfússon velkominn i þriðja sæti listans. Hann er það sigurstrangleg- ur. Fjórða sæti framboðslistans skipar Guðrún Helgadóttir, deildarstjóri hjá Tryggingastofnun rikisins, þjóðkunn fyrir störf á vettvangi félagsmála og fyrir margvisleg ritstörf, m.a. sinar ágætu bækur fyrir börn og þá aðra sem börn vilja skilja. Varnarblekkingin er ekki annað en fyrirlitlegt skrum þvi að á sama hátt og t.d. Tékkum og Pólverjum stendur fyrst og fremst ógn af yfirgangsstefnu ráða- manna Sovétrikjanna sem þeir eru i „varnarbandalagi” með þá er islensku sjálfstæði fyrst og fremst ógnað frá Washington og öðrum valdamiðstöðvum NATO. Það hefur m.a. annars komið i ljós i þeim þorskastriðum sem við höfum náð siðasta aldarfjórðung. Frá 30. mars 1949 til dagsins i dag hefur veran i NATO klofið islensku þjóðina i Borgarstjórn- arlisti AlþýðU’ bandalagsins Framboðslisti Alþýðubandalagsins við borgarstjórnarkosningarnar i Reykjavik i lok maimánaðar n.k. hefur verið sam- þykktur einróma á félagsfundi Alþýðu- bandalagsins i Reykjavik. Þjóðviljinn birti framboðslistann fyrir fáum dögum og er hvert sæti listans skip- Bæti Alþýðubandalagið við sig fulltrúa i borgarstjórn Reykjavikur i vor verður það sæti vel skipa þar sem Guðrún er. í fimmta sæti er svo Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks og i 6.sæti Sigurður G. Tómasson, háskóla- nemi. Allt er þetta baráttuvant fólk, sem mik- ils má af vænta á vettvangi borgarmála, og vill Þjóðviljinn heita á allt stuðnings- fólk Alþýðubandalagsins i Reykjavik að hefja nú þegar öflugt starf fyrir sigri Alþýðubandalagsins i borgarstjórnar- skoningunum. Eftir tæpa tvo mánuði verður kosið. — k. Mikilvæg meginregla I grein sem Leó M. Jónsson tæknifræðingur ritar i Dagblað- iði gær heldur hann þvi fram að þeir þrettán og hálfur miljarður króna sem tslendingar setja i Grundartangaævintýrið sé efnahagsaðstoð við norskan iðn- að. Onnur höfuðröksemd grein- ar hans byggist á þvi aö sýna fram á hvilik glöp það séu að hafa gert kröfu um meirihluta- eignaraðild i eins áhættusömu fyrirtæki og járnblendiverk- smiðjan sýnist ætla að vera. Að stóriðjufyrirtæki séu að meirihluta i höndum islenska rikisins og lúti i einu og öllu islenskum lögum er samt sem áður grundvallarregla sem hvergi má hvika frá. Það er sjálfstæðismál I okkar smá- vaxna efnahagskerfi að Islend- ingar ráöi sjálfir slikum risa- þáttum i efnahagslifinu sem stóriðjufyrirtæki eru. Ahættan sem i þvi felst ætti aö vera trygging fyrir þvi, að ætiö sé varlega fariö i stóriðjumálum. Þegar til langframa er litið mun þessi meginregla reynast okkur happadrjúg. Magnús Kjartans- son, fyrrverandi orkuráðherra, á miklar þakkir skildar fyrir að hafa sannfært ráðamenn og alþýðu þessa lands með svo áhrifarikum hætti um gildi þessarar meginreglu, aö framhjá henni virðist ekki einu sinni stækustu ihaldsmönnum fært að smeygja sér. Hitt er þaö að um sjálfstæði i stóriðjumálum er vart talandi nema i þeim tilvikum þar sem við ráðum yfir amk tveimur meginþáttum framleiðslunnar, orkunni og hráefninu. Nógu slæmt er þó að þurfa að eiga markaðsmálin og tækniþekk- inguna undir fjölþjóðlegum auðhringum. Á þetta er mjög bent i riti Alþýðubandalagsins um „Islenska orkustefnu”, og bent á marga möguleika tU stóriðju, þar sem Islendingar gætu bæði ráöið yfir orkunni og hráefnunum. Hvað vakir fyrir Elkem? I síðari hluta greinar sinnar veltir Leó M. Jónsson þvi fyrir sér hvað auðhringnum Elkem-Spigerverketgangi til aö faraað fjárfesta i tapfyrirtæki á Islandi mitt i verstu málmiön- aðarkreppu eftirstrlðsáranna. Er þar margt rétt sagt. Meö við- bótum litur dæmið þannig Ut: Útþensla liggur i eðli kapitaliskra auöhringa. Auðhringurinn liggur með mikla fjárfestingu i verkfræði- deild sinni og við blasir verk- efnaleysi. Möguleikar eru á hagstæðum lánum frá Norræna fjárfestingarbankanum. Nor- ræn samvinna er vinsæl. Vatnsorka er ekki lengur fyrir hendi i Noregi. Stjórnvöld þar i landi vilja beina fjárfestingum stóriöjuaöila úr landi. Og marg- vislegan gróða getur norski auðhringurinn hirt af járn- blendiverkmiðju uppi á tslandi, enda þótt skilaverö til verk- smiðja i kisiljárni haldist lágt og á Grundartanga veröi bullandi rekstrartap til frambúðar. Þannig liggja samtvinnaö- ar ástæður til áhuga Elkem-Spigerverket á hinu tslenska járnblendifélagi. Hirðir sitt Hlutur Islands af fjár- festingarláninu frá Norræna fjárfestingarbankanum, 5.2 miljarðar króna, rennur að mestu til eflingar norska málm- iðnaðinum. Ofnasmiðin fyrir járnblendi- verksmiðjuna var stærsta verk- efni verkfræðideildar Elkem á sl. ári og veröur sjálfsagt einnig á þessu. Ekkert alþjóðlegt útboð fór fram um þessa ofnasmið, en ofnarnir tveir kosta um 6 miljarða Isl. króna. Stálgrindahúsið mikla á Grundartanga var allt framleitt i Noregi og aðeins sett saman hér. 811 miljónir króna fær Elkem greitt i hlutabréfum fyrir tækni- þekkingu viðað koma fyrirtæk- inu upp. Þá fær Elkem greitt sem svarar 3% af sölutekjum Járnblendiverksmiöjunnar til frambúðar fyrir tækniþjónustu og ráðgjöf. Um 200 miljónir króna árlega ef vel árar, segir Leó. Þá fær Elkem greitt eftir venjulegum timakaupstöxtum fyrir verkfræðiaöstoð á bygg- ingartima verksmiðjunnar. Járnblendiverksmiöjan hefur • óbundnar hendur um hráefnis- kaup, nema hvað rafskautin verða keypt af Elkem,enda hluti af bræðslutækninni. Viö þetta bætist að söluhlið fyrirtækisins á Grundartanga annast Elkem að öllu leyti. Það verður einkaumboðsaðili Járn blendiverksmiðjunnar en framselur umboðið til sölusam- lags norskra kisiljárnfram- leiöenda, Fesil a.s. Járnblendi- verksmiðjan veröur jafnsett verksmiðjum E.s. i Noregi og greiðir fyrir þá jafnstöðu 40 kr. norskar á tonnið. Járnblendi- félagiö tekur hlutfallslegan þátt I rekstrarkostnaði sölu- starfseminnar, og er ætlað að sölukostnaöur verði um 2—3% i venjulegu árferði (150 til 200 miljónir isl. kr.). r Utskýringar þörf Þannig tinist margt til sem stutt getur frændur vora Norö- menn og er það sæmandi að reynast frændum sinum vel. En athyglisverðar eru þær upplýs- ingar frá Elkem-Spigerverket að árið 1976 voru járnblendi- verksmiðjur þess reknar án hall^en þá geröi Þjóðhagsstofn- un ráð fyrir að járnblendiverk- smiöjan á Grundartanga hefði það ár tapað 22 miljónum norskra króna, eða tæpum miljaröi isl. króna. Þetta mis- ræmi þarfnast skýringar við, eða ber að skoða það sem sjálf- sagðan styrk til Norðmanna? — ekh I

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.