Þjóðviljinn - 30.03.1978, Side 9

Þjóðviljinn - 30.03.1978, Side 9
8 SIÐA — ÞJóÐVILJINN Fimmtudagur 30. mars 1978 Fimmtudagur 30. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Magnús Finnbogason, bóndi Lágafélli: Opið bréf tll bænda Kæru stéttarbræður og félagar. Oft hef ég i vetur hugleitt fram- vindu okkar mála og satt að segja ekki orðið yfir mig hrifinn, en það er mér nú ekkert nýtt. Mér fannst t.d. bændafundirnir i fyrra ekki gefa til uppgjafarinnar á Eiðum i sumar, enda sannaðist það á bændafundunum i vetur að bændur voru almqnnt sárir og reiðir og kröfðust stefnubreyt- ingar, enda varð allt annar bragur á samþykktum aukafund- arins a Sögu i haust. Bændur stóðu eftir það uppréttari og von- betri. Hélt ég að eftir svo öfluga sókn yrði tekiö mannlega á okkar málum, þar sem nú eru við völd þeir tveir stjórnmálaflokkar sem fyrst og fremst hafa fylgi bænda. En þvi miður er nú ekki þeim svörum að gega. Vandamálin eru látin hrannast upp, aðeins gerðar óverulegar kákráðstafanir til að mæta aðsteðjandi vanda. Þó er ein breyting umtalsverð. Það er að segja að viðurkenndur var réttur okkar til færslu út- flutningsbóta milli ára og það ber að þakka. Að öðru leyti sýnist mér þettta svipað og þegar stung- ið er snuði upp i barn svo það hætti að sifra. Meira að segja eru óheilindin svo mikil að þingmenn láta sig hafa það að greiða at- kvæði gegn þeim málum er þeir hafa sjálfir samþykkt i stjórn Stéttarsambandsins og megin- þorri bænda tekið einhuga undir. Þar á ég við t.d. tillögu um niður- fellingu söluskatts á kjöti og kjöt- vörum. Þvi tel ég, að við, þessir óbreyttu bændur, verðum að láta til okkar heyra það rösklega að eftir verði tekið og munað. 1 landbúnaði verður að koma algjör stefnubreyting. Við verðum að hverfa frá stækkun búa og aukinni framleiöslu sem aðeins eykur vinnu okkar og út- gjöld án þess að tekjur vaxi að sama skapi, vegna þess að þjóð- félagið hefur hirt aukninguna. Þvi til sönnunar: Nú allmörg undangengin ár hefur verðlags- grundvallarbúið alltaf verið að stækka, en tekjur okkar bænda farið lækkandi i hlutfalli við tekjur viðmiðunarstétta. Þannig hefur þessi nauðvörn snúist gegn sjálfum okkur. Við verðum að lækka fram- leiðslukostnað. Það er hægt að gera á margan hátt! Ég nefni sem dæmi: 1. Beina samninga um kaup og kjör við ríkisvald. 2. Niður verði felldur söluskattui; tollar og aðflutningsgjöld á vélum og tækjum til land- búnaðar. 3. Raforka til heyverkunar bæði hjá bændum og grasköggla- verksmiðjum verði seld á Al- verksmiðjuverði. 4. 10% útflutningsbótarétti land- búnaðar verði breytt þannig: Viðurkennt verði að land- búnaður eigi rétt á sama hlut- falli þjóðartekna og 10% bóta- réttinum nemur nú. Greiðslum verði breytt þannig að þær gangi beint til bænda sem búa á lögbýlum og hafa sitt lifs- framfæri af landbúnaði. Hæst verði greiðsla til þeirra sem hafa meðal bústærð, siðan lækki greiðslan bæði upp og niður og falli alveg niður á þær afurðir sem koma frá búum yfir vissri stærð eða með öðrum orðum framleiðslutoppur stóru búanna sæti heimsmarkaðsverði. I staðinn komið að bændur taki á sig þann halla er verður á út- flutningsframleiðslu. Ég geri mér ljóst að þessu siðasta atriði náum við ekki i einu vetfangi, heldur yrði þetta að vinnast eftir t.d. 5 ára áætlun. Það sem bændur vinna á þess- ari breytingu er það: T.d. sala búvöru innanlands eykst vegna verðlækkunar og það sem mest er um vert, bændur fá möguleika á sanngjörnu kaupi fyrir eðlilega vinnu i stað þess að nú fáum við litið og stundum ekkert kaup fyrir alltof langan vinnudag, og inn- byrðis keppni i bústækkun eyði- leggur þá möguleika að fá sann- gjarnan samningsgrundvöll vegna of mikils framboðs.Hagur neytenda af þessari breytingu er sá að þeir njóta sjálfir allra hags- bóta af þessu fé i lækkun vöru- verðs, i stað þess að nú greiða þeir niður verð fyrir erlenda neytendur og gætu þeir þá aukið kaup sin á þessum vörum eða öðrum i þeirra stað. Búnaðarþingi er nýlega lokið. Þetta er gömul og merk stofnun sem mikil áhrif hefur á stefnu og stöðu landbúnaðarins á hverjum tima. Ég efast um að bændur geri sér nógu ljóst hvað miklu lykil- hlutverki búnaðarþing getur gegnt fyrir stéttina. Tiltölulega hljótt hefur verið um störf búnaðarþings að þessu sinni. Þó komu i þinglok viðtöl i sjónvarpi, Framhald á 14. siðu bréf um að rikissjóður ætlaði að sjá um kostnað vegna nýrra heimtauga i sveitum að upphæð um 66 milj. kr. Þessi greiðsla átti að koma fyrri hluta árs 1977. Siðan hefur verið gengið eftir greiðslunni á ótal fundum — en peningarnir eru ekki komnir enn. Þetta dæmi er aðeins nefnt hér til marks um tök ráðuneytisins á vandamálum Rafmagnsveitna rikisins. Einna helst virðist ráðherrann telja það lausn á þeim vanda- málum sem hér er við að glima að hluta Rafmagnsveitur rikisins niöur i smærri einingar. Þegar er búið að taka orkubú Vestfjarða undan. Ahvilandi skuldir vegna Vestfjarða voru 2,8 miljarðar króna. Þar af átti fyrirtækið sjálft, orkubúið, að standa undir hálfum miljarði. Ráðherra lýsti þvi yfir i bréfi að rikisstjórnin myndi losa RARIK undan þvi að þurfa að standa undir þeim 2,3 miljörðum sem eftir voru. Þessar skuldir hvila þó enn á RARIK — ekkert hefur enn verið gert til þess að losa fyrirtækið undan þessum byrðum. Það er min skoðun að stofnun landshlutaveitna leysi engan vanda: þvert á móti verði hann erfiðari og flóknari viðfangs með mörgum smærri fyrirtækjum. Það reyndist okkur erfitt i stjórn RARIK að fá stjórnarvöld til þess að leysa fram úr vandamálunum. Þó erum við hér i grennd við banka, ráðuneyti og aðrar mikil- vægar stjórnsýslumiðstöðvar. Enn erfiðara verður málið viðfangs fyrir smærri fyrirtæki úti á landi i mikilli fjarlægð frá aðalstöðvum stjórnsýslunnar hér i Reykjavik. — Hefur þú séð tölur um það hversu miklar upphæðir byggða- linan hefði getað sparað Raf- magnsveitum rikisins? — Nei, þær hef ég ekki séð. Hitt veit ég fyrir vist að hefði byggða- linan komist i notkun tveimur árum fyrr eins og ráðgert hafði veri hefði það munað hundruðum miljóna fyrir Rafmagnsveitur rikisins og Laxárvirkjun. Og byggðalinan hefur i ár sparað RARIK umtalsverðar fúlgur. — t greinargerð ykkar nefnið þið deiluna um Vesturlinu sem beina ástæðu afsagnar ykkar? — Já, en sú deila og sú fram- koma sem ráðherrann sýndi þar var aðeins dropinn sem fyllti mælinn. Staðreyndin er sú, að átand þessa fyrirtækis er með öllu óþolandi og við teljum að við getum ekki verið þekktir fyrir að bera ábyrgð á sliku fyrirtæki lengur. Þess vegna sögðum við af okkur. Getum ekki verið þekktir fyrir slíku fyrirtæki „Rafmagnsveitur rikisins hafa mörg undanfarin ár átt við mikla og sivaxandi fjárhagsörðugleika að strlða. Höfuðvandi RARIK stafar af of mikilli fjárfestingu fyrirtækisins, sem svo til ein- göngu hefur verið fjármögnuð meö lánum. Lánin eru með mjög óhagstæðum kjörum, en fram- kvæmdir oft gerðar af ýmsum félagslegum og byggðapólitiskum ástæðum og þær skila yfirleitt mun lakari fjárhagslegri arðsemi en sem svarar til kostnaðar við það fjármagn sem I þeim er bundið.” Fyrir páskana birtust í blaöinu fréttir um afsögn þriggja stjórnarmanna Rafmagnsveitna rikisins þeirra Helga Bergs, bankastjóra, Björns Friðfinnssonar, fjármála- stjóra Raf magnsveitu Reykjavikur og Tryggva Sigurbjarnssonar raf- magnsverkfræðings. Eftir situr í stjórninni Pálmi Jónsson alþingismaður, en hann var utan bæjar er þremenningarnir tóku ákvörðun sina. I greinargerð þeirra Helga, Björns og Trygga segir meðal annars: „RARIK eru nú komnar I alvarlegt fjarþrot. Bráöa- birgðaráðstafanir duga ekki iengur. Framkvæmdir eru stöðvaðar sökum fjárskorts og fyrirtækið skuldar Lands- virkjun hundruð miljóna króna fyrir keypta raforku. Amk. eitt ollufélag hefur stöðvað oliuafhendingu til disilstöðva fyrirtækisins. Slðan segir: „1 ljósi framangreindra vanda- mála ákvað stjórn RARÍK nýlega, að stofna ekki til nýrra greiðsluskuldbindinga að svo stöddu meðan fjárhagsvandi stofnunarinnar væri óleystur. Hinn 8. þ.m. lagði iðnaðarráðu- neytið fyrir stjórn Rafmagns- veitnanna að panta nú þegar allt efni til áætlaðra framkvæmda við svokallaða Vesturllnu. Stjórnin samþykkti af þvi til- efni á fundi sinum hinn 13. mars s.l., að á meðan ekki væri fengin lausn á fjárhagsvanda stofnunar- innar teldi hún ekki fært að stofna til frekari greiðsluskuldbindinga en þegar hefði verið gert og gæti hún þvi ekki orðið við þessum fyrirmælum. Hér er ekki um það að ræða, að stjórn RARIK sé út af fyrir sig andvig framkvæmdum við Vesturlinu, heldur hitt, að þegar fyrirtækið er i greiðsluþrotum, þá getur það ekki bætt á sig nýjum f járskuldbindingum. Iðnaðarráðherra sendi þá Rafmagnsveitustjóra rikisins bréf, þar sem hann fyrirskipaði honum að panta samdægurs allt efni i Vesturlinu. Þeir stjórnar- menn RARIK, sem nú hafa sagt sig úr stjórninni telja, aö með þessu sé iðnaðarráðherra búinn að taka að sér hlutverk stjórnar- innar og hún sé þvi orðin bæði óþörf og gagnslaus.” I framhaldi af þessum trettum ræddi Þjóðviljinn á þriðjudag við Tryggva Sigurbjarnarson, raf- magnsverkfræðing um afsögn stjórnarinnar og vandamál Raf- magnsveitna rikisins. Tryggvi tók fyrst fram að vandamál RARIK væru ekki ný af nálinni og sagði: — Allt frá þvi að Gunnars Thoroddsen tók við störfum iðnaðarráðherra hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina I rekstri Raf- magnsveitna rikisins. Málunum hefur verið bjargað frá degi til dags þegar þau hafa verið komin I algjört óefni. Engar tilraunir hafa verið gerðar til þess að taka vandann föstum tökum þannig að hann leystist til frambúðar. 1974 voru vextir og afborganir af lánum Rafmagnsveitna rikis- ins um 300 miljónir króna og var þá auðvitað ljóst að nauðsynlegt væri að gripa til róttækra ráðstaf- ana. En I stað þess hélt vandinn áfram að vinda uppá sig: 1975 námu vextir og afborganir 600 miljónum króna, 1976 1.000 milj- ónum króna og 1977 1.400 milj. kr. 1 ár er gert ráð fyrir að vextir og afborganir af lánum nemi 1.455 miljónum króna fyrir utan Vest- firðina, en þeir hafa verið teknir út úr þessari mynd með stofnun Orkubús Vestfjarða. Sé talan fyrir Vestfirði tekin með til þess að fá sambærilega tölu við fyrri ár nema afborganir og vextir alls á þessu ári um 1800 miljónum króna samkvæmt áætlunum. Skuldir þær sem RARIK verða að bera eru nú um 11 miljarðar króna, en að auki eru skuldir vegna Vestfjarða um 2,8 milj- arða. Heildarskuldin er þvi 13,8 miljarðar króna. Þessar skuldir eru að verulegu leyti erlend lán og innlend verötryggð lán, þannig að fullljóst má vera að það er engin von til þess að Rafmagns- veitur rikisins fái risið undir þessum þungu lánabyrðum af eigin aflafé. Nauðsynlegar framkvæmdir hafa verið fjármagnaðar meö lánsfé, en þessar framkvæmdir eru þannig i eðli sinu að ekki er unnt að ætlast til þess að þær standi undir geysilegum afborg- unum og vöxtum. Hér er oftast um að ræða óhjákvæmilega þjónustu við hinar dreifðu byggðir og vegna þess er auðvitaö eðlilegt að kostnaöur við þær sé að einhverju eða öllu leyti greiddu af rikissjóði eða Byggða- sjóði. I greinargerð okkar þre- menninganna segir: $ Afborganir og vextir i ár 1800 miljónir króna • Loforö gefið í janúar 1977 um greiðslu á 66 miljónum króna Greiðslan ekki kominn enn • Rekstrarhallinn „fjármagnaður með vanskilaskuldum Tvöföldun veröjöfnunargjalds Það ber að taka fram að fyrir alllöngu var ákveðið að leggja á svonefnt verðjöfnunargjald til þess að standa undir afborgunum og vöxtum af lánum. Þetta gjald nam þá fyrst alls um 35 milj. kr. 1977 nam gjald þetta hins vegar 852 milj. kr. og ef það ætti að þjóna sama markmiði og áður þyrfti að tvöfalda það. Það er hins vegar svo stór skattheimta á almenning i landinu og þó sér- staklega Reykvikinga að enginn hefur enn treyst sér til þess að ákveða slika framkvæmd. Það er ljóst að gera verður rót- tækar ráðstafanir til að leysa vandann. Ráðherra og rikisstjórn hafa aldrei fengist til þess að taka á vandanum nema með þvi að útvega lánsfé. Þannig er vand- anum frestað, hann verður stærri og stærri og um leið óviðráðan- legri. Nú er svo komið að það vantar 1.200 miljónri króna til að endarnir náist saman 1978. Þessi fjárvöntún skiptist þannig að rekstrarhallinn frá siðasta ári nam 140 miljónum króna, áætlaður halli i ár er talinn 285 miljónir króna, vegna hækkunar framkvæmdakostnaðar 1977 umfram áætlun vantar 446 milj. og 325 milj. kr. vantar vegna hækkunar frá kostnaðaráætlun fjárlaga um Norður- og Austur- linu 1978. Þannig er alls um að ræða 425 milj. kr. fjárvöntun i rekstur en 771 milj. kr. i fram- kvæmdir. Þessa fjárvöntun i rekstur og framkvæmdir „fjár- magnar” RARIK eins og önnur slik fyrirtæki með vanskila- skuldum hér og þar. Fyrirtækið skuldar 730 miljónir til Lands- virkjunar, þar af um 500 i van- skilum, efnissalar eiga inni hjá RARIK um 550 milj. kr., þar af nema vanskil 313 milj. kr., oliu- félögin eiga stórfé inni hjá fyrir- tækinu. Til dæmis hefur eitt oliu- félaganna lokað á viðskipti við RARIK frá og með 21. mars sl. en Rœtt við Tryggva Sigurbjarnarson, rafmagnsverk- fræðing, fráfarandi stjórnarmann RARIK skuldin við oliufélag þetta nemur um 60 milj. kr. Einnig er um að ræða verulegar skuldir við önnur oliufélög. Af þessari upptalningu sést hversu komið er rekstri fyrir- tækisins. Þegar svona er ástatt skapast allskonar hnútar i rekstr- inum frá degi til dags. Þegar vandinn fer að koma niður á neyt- endunum er gjarnan gripið til þess að leita til einstakra ráðu- neyta, til dæmis fjármálaráðu- neytisins. Ráðuneytið „leysir” þá vandann til bráðabirgða með þvi að borga reikninginn, en um leið er upphæðin dregin frá þvi knappa framkvæmdafé sem fyrirtækið hefur yfir að ráða. Lofað í janúar 1977 — ekki komið enn Eitt dæmi um framkomu stjórnarvalda gagnvart Raf- magnsveitum rikisins vil ég nefna: I janúar 1977 var undir- ritað af hálfu iðnaðarráðherra 8-9000 MANIMS SÓTTU SÝIMINGUNA „VILJINN í VERKI" Réttlætismál að vangefin börn fái aðstöðu til náms segir formaður Styrktarfélags vangefinna í Reykjavík Að kvöldi annars páskadags lauk sýningunni „Viljinn I verki’’ á Kjarvalsstöðum, en sýningin var opnuð 18. mars. A sýningunni voru munir, sem vangefnir hafa unniðog voru sýnishorn frá öllum þeim stofnunum á landinu, þar sem vangefnir dveljast. „Sýningin gekk mjög vel og aðsóknin var góð”, sagði Magnús Kristinsson formaður Styrktar- félags vangefinna i Reykjavik. Magnús sagöi að 8000-9000 manns hafi sótt sýninguna, og fólk hafi virst ánægt með hana. „Sýningin var þróunar- og sögusýning,” sagði Magnús, ,,og haldin i tilefni 20 ára afmælis Styrktarfélags vangefinna i Reykjavik.” Auk þess stóðu að sýningunni Þroskaþjálfaskóli íslands, öskjuhliðarskólinn og landssamtökin Þroskahjálp. Sýndir voru munir frá öllum heimilum vangefinna, en þau eru Kópavogshælið, Sólborg á Akureyri, Sólheimar i Grimsnesi, Tjaldanes i Mosfellsveit og Dagheimilin Bjarkarás, Lyngás og Lækur i Reykjavik. Magnús sagði, að mikið hefði verið rætt undanfarið um nauðsyn þess, að setja heildar- löggjöf um málefni vangefinna. - Nefnd,sem menntamálaráðherra skipaði á sl. ári, hefði ekki lokið störfum, en vonast væri eftir áliti frá henni áður en langt um liður. Nefndin hefur starfað i samvinnu við Þroskahjálp. Magnús sagðist állta að þessi mál verði ekki i góðu lagi, fyrr en þessi löggjöf væri komin I höfn. „Mesta áherslu þyrfti að leggja á kennslu og þjálfun vangefinna”, sagði Magnús.” Okkur finnst það réttlætismál, að vangefin börn fái aðstöðu til þess eins og önnur börn i þjóðfélaginu. Siðan fái þau lika fullorðinsfræðslu og vinnu við sitt hæfi. Okkar aðalbaráttumál núna er að reyna að aðlaga þessa einstaklinga þjóðfélaginu, og einnig að koma upp svokölluðum vernduðum vinnustöðum, þar sem vangefnir ættu kost á vinnu.” Málefni vangefinna heyra undir þrjú ráðuneyti, og taldi Magnús það til baga, þar sem i raun væri það ekkert þessara þriggja ráðu- neyta sem réði ferðinni. „Við teljum að eitt ráðuneyti eigi að hafa afgerandi stefnumótun i þessum málum,” sagði Magnús, ,,og teljum eðlilegast að það sé Félagsmálaráðuneytið. ” Magnús taldi að skilningur stjórnvalda þyrfti mjög að aukast á málum vangefinna. Anægjulegt dæmi um að skilningur væri þó að glæðast, væri að i tilefni 20 ára afmælis Styrktarfélagsins hefði verið tekin fyrsta skóflustunga að fyrsta barnaskóla fyrir vangefna, en sá skóii á að risa við Lyngás- heimilið. Þessi skóli verður fyrst og fremst fyrir börn sem dveljast á Lyngásheimilinu, en einnig fyrir Skálatún og þau börn á Reykjavikursvæðinu, sem dvelj- ast i heimahúsum. Skólinn er gerður fyrir 70-80 börn. —eös Frá sýningunni „Viijinn I verkl” á Kjarvalsstöðum. Ljósm. eik. ad bera ábyrgd á

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.