Þjóðviljinn - 30.03.1978, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 30.03.1978, Qupperneq 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 30. mars 1978 Úrslitaleikur Bikarkeppni KKÍ í kvöld: Gerðu 49 síðast en hvað gera þeir í kvöld? Mlkið einvígi í kvöld í höllinni þegar þeir mætast Rick og Dunbar. Síðast er liðin léku gerðu þeir báðir 49 stig I kvöld klukkan 20.00 gefst íslenskum íþrótta- unnendum kostur á að sjá þá snillinga Dirk Dunbar og Rick Hockenos leika hér i síðasta sinn að sinni. Þá leika iþrótta- félag Stúdenta og Valur til úrslita i Bikarkeppni ís KKi. Stutt er síðan þessi lið léku i 1. deildinni og þá sigraði Valur með litlum mun. Þá áttu þeir Dunbar og Rick sinn besta leik hvor fyrir sitt félag og skoruðu báðir 49 stig. Er engu líkara en að þeir leiki aldrei betur en þegar þeir leika gegn hvor öðr- um. Valsmenn hafa aldrei unnið Bikarinn og sömu sögu er að segja um stúd- entana. Það er því öruggt að bæði liðin koma til leiks hungruð i sigur. Vonlaust er að reyna að spá um úrslit leiksins. Hann getur farið á hvorn veginn sem er. Má eigin- lega segja að sá Banda- rikjamannanna,sem fær félaga sína til að vinna betur með sér, sigri. Valsmenn hafa verið óheppnir i siðustu leikjum sinum i íslandsmótinu. Þeir töpuðu t.d. fyrir íslandsmeisturunum KR með aðeins eins stigs mun i ein- um mest spennandi leik sem fram hefur farið hér. Þeir voru mjög óheppnir að tapa þeim leik sem sýnir að þeir eru eitt af bestu liðum hér um þessar mundir ef ekki það besta. VALUR Allir bestu leikmenn Vals leika með i kvöld. Stúdentar hafa aldrei unnið til verðlauna i körfuknattleik eftir að þeir leikmenn sem nú leika með liðinu tóku við. Hljóta þess- ir leikmenn eins og Bjarni Gunnar Sveinsson og Steinn Sveinsson að vera orðnir lang- eygir eftir verölaun fyrir alla Umsjón: Stefán Kristjánsson A þessari óvenjulegu mynd sést Dirk l»nnbar leika á Njarðvikinga fyrr i vetur. Allir þeir sem hafa áhuga á að sjá körfuknattleik eins og hann gerist bestur ættu ekki að láta Ieikinn f kvöld fram hjá sér fara. Þetta er siðasta tækifæri til að sjá þessa snillinga leika listir sinar. þá vinnu sem þeir leggja á sig. Stúdentum hefur annars gengið frekar illa i yfirstand- andi tslandsmóti og ekki haft heppnina með sér þegar þörfin fyrir hana hefur veriö hvað mest. Það munu eflaust margir mæta i höllina og sjá siðustu viðureignina á körfuboltavellin- um i vetur. Spá Þjóðviljans er að ÍS vinni með tveggja stiga mun. SK. Borussia vann Liverpool Það verður ekki annað sagt en að möguleikar Liv- erpool á að komast áfram í Evrópukeppni meistara- liða séu miklir eftir að liðið tapaði aðeins 1:2 fyrir Borussia Munchenglad- back frá V-Þýskalandi í gærkvöldi. Það var á 28. minútu leiksins að Borussia tók forustuna meö marki Wilfried Hannes og þannig var staðan i leikhléi. 1 siðari hálfleik leit lengi vel út fyrir að þetta yröi eina mark leiksins. en þegar aðeins þrjár minútur voru eftir af leiknum skoraði David Johnstone dýrmætt mark fyrir Liverpool. Það mark gildir sem tvö er liðin- leika að nýju á Anfield i Liverpool 12. april n.k. En Adam var ekki lengi i Paradis. Ekki var boltinn búinn aö rúlla á milli margra leikmanna Bor- ussia eftir mark Liverpool þegar einum sóknarmanni Þjóðverj- anna var brugöið 25 metrum frá marki Liverpool. Rainer Bonhof átti 26 ára afmæli i gær og hann hélt upp á daginn með þvi að „negla” knettinum beint i mark Liverpool og sigur Borussia varð staðreynd, þrátt fyrir að Daninn litli Alan Simonsen léki ekki með Borussia. Hann er meiddur á fæti. 66 þúsund áhorfendur sáu leik- inn. 1 sömu keppni sigraði Ju- ventus frá Italiu liö Brugge sem hefur forustu i 1. deildinni i Belgiu um þessar mundir 1:0. Staðan i leikhléi var 0:0 og áhorfendur 70 þúsund. t Evrópukeppni Bikarhafa léku Twente Enschede frá Hollandi og Anderlect frá Belgiu og sigraði Anderlect 0:1. Það var Daninn Nilsen sem skoraöi mark Ander- lect i siðari hálfleik. Það er þvi ljóst að hollenska liðiö verður aö sigra 3:0 i Belgiu,ætli þaö sér að komast áfram. Tveir leikir voru leiknir i UEFA-keppninni. PSV Eindhov- en Hollandi vann Barcelona ör- ugglega 3:0, og svissneska liðið Grasshoppers sigraði Bastia frá Frakklandi 3:2. SK. ísland tapaði fyrir Portúgal 64:74 „Við náðum ekki að sýna okk- ar bestu hlið i dag og þvi fór sem fór. Það er greinilegt að við er- um töluvert á eftir hvað getu snertir,og flestliðin erufrábær ogmyndu standa i hvaða karla- landsliði sem er”, sagði Jón Kristján Sigurðsson fyrirliði islenska unglingalandsliösins i stuttu samtali viö Þjóðviljann seint I gærkvöldi. „Garðar Jóhannesson úr KR átti einna bestan leik og skoraði einnig mest eða 12 stig. Strax á eftir okkur léku Belgia og Pólland, og er skemmst frá þvi að segja að Belgiumenn unnu auðveldan sigur 75:52. Nokkuð sem enginn hér átti von á. Við eigum að leika gegn Lux- emborg I dag og erum staðráön- ir I aö leggja þá að velli. Þeir eru töluvert slakari en hin liöin hér. öllum llöur hér vel og allir biöja að heilsa til sins heima”, sagöi Jón Kristján fyrirliði aö lokum”. SK. Celtic vann Nokkrir leikir voru leiknir I ensku knattspyrnunni I gær- kvöldi Orslit þessi: Man. Utd.—Aston Villa 1:1 Norwich—Derby 0:0 Newcastle—-Man.City 2:2 Middlesb.—Nott.For. 2:2 Þá var einnig leikið I skosku knattspyrnunni, og fóru leikar þannig: Dundee Utd.—Motherw. 1:1 Hibernian—Rang. i;i Patrick Th.—Celt. . 0:4 St. Mirren—Aberd. 1:2 Eftir jafnteflið heldur Notthingham enn forustu sinni i 1. deild. Hefur nú fjögurra stiga forskot á Everton og þremur leikjum minna. SK. Leiðbeinendanám- skeið t badminton Badmintonsamband Islands gengst fyrir A-stigs námskeiði I badminton fyrir leiðbeinendur. Námskeiðinu veröur tviskipt, fyrri hluti fer fram 7, 8. og 9. april n.k. og siðari hluti 26. 27. og 28. mai. BSl mun veita þeim sem ljúka báðum þessum nám- skeiðum réttindi sem A-stigs leiðbeinendum i badminton, sem um leið veitir aögang aö 1. stigs anámskeiði, sem haldiö verður væntanlega næsta haust og veitir þeim sem þvi ljúka 1. stigs þjálfararéttindi. Aðalkennari á leiðbeinenda- námskeiðunum verður danski þjálfarinn Jan Boye Larsen ásamt islenskum þjálfurum. Námsefni verður bæði bóklegt og verklegt. Aðgang að þessum námskeið- um hafa allir þeir sem náö hafa 17 ára aldri og áhuga hafa á að gerast leiðbeinendur i badmin- ton. Þátttakendafjöldi miðast viö 16—20 manns. Þátttökugjald er kr. 6.000.00, og er allt námsefni innifalið. Þátttökutilkynningar skulu berast til skrifstofu l.S.l., iþróttamiðstöðinni Laugardaí fyrir 1. april n.k. Einnig mun stjórnB.S.Í. veita nánari upplýsingar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.