Þjóðviljinn - 05.04.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.04.1978, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 5. aprll 1978 Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Ctgáfuféiag Þjóftviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meö sunnudagsbiaöi: Arni Bergmann. Augiýsingastjóri: Gunnar Stéinn, Pálsson Ritstjórn, afgreiösia, auglýsingar: Siöumúla 6, Simi 81333 Prentun: Blaðaprent hf. Fjötrar vanans Að undanförnu hefur borið nokkuð á vonleysi meðal almennings um að i kosn- ingunum i vor takist að breyta nokkru um- talsverðu i islenskum stjórnmálum. Minnt er á, að kosningaúrslit allt frá 1942 hafi i meginatriðum verið svipuð, tilfærslan milli flokkanna hafi ekki verið veruleg. Það eru einkum siðdegisblöðin sem hafa sameinast um að ala á þessari svartsýni. Það er rétt að á umræddu timabili hefur ekki orðið mikil breyting á heildarstöðu flokkanna. Þannig hefur Sjálfstæðisflokk- urinn jafnan haft um 40% atkvæða á þess- um tima, Framsóknarfiokkurinn um og yfir 25%, Alþýðubandalagið og áður Só- sialistaflokkurinn með 16—20% atkvæða. Helst hefur orðið breyting á fylgi Alþýðu- flokksins. Það var til dæmis nærri 16% 1967, en innan við 10% 1974. Þess vegna þarf Alþýðuflokkurinn að bæta verulega fylgi sitt til þess að ná þvi sem hann hefur haft mest á þeim árum sem hér eru til um- ræðu. Gerist það hins vegar er komin upp sama staðan i islenskum stjórnmálum og á áratugunum milli 1960 og 1970 þegar Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn stóðu að svonefndri viðreisnarstjórn. Verði sú breyting ein i kosningunum i vor að Alþýðuflokkurinn auki fylgi sitt þá kemur upp gamalkunnugt núll, eins og ritstjóri Dagblaðsins benti á um daginn. Þessar vangaveltur um fylgi flokkanna eru hins vegar óeðlilegur umræðugrund- völlur. Fólkið i landinu lætur ekki reka sig eins og sauði i prósentudilka flokkanna. Margt bendir til þess að meiri hreyfing sé á kjósendafylginu nú i vor en nokkru sinni fyrr. Sjálfstæðisflokkurinn reynir að hemja þá hreyfingu innan seilingar sinnar með þvi að veita henni til Alþýðuflokks- ins; til þess eru siðdégisblöðin notuð ó- spart undanfarna daga. Þvi verður engu spáð hér um fylgishreyfingar stjórnmála- flokkanna, en aðeins beint á það sem þarf að gerast til þess að núverandi stjórnar- flokkar losni úr faðmlögunum: Brýn nauðsyn er þá að báðir flokkamir tapi verulega fylgi. Hvorugur þeirra léti sér segjast ef það eitt gerðist að Alþýðuflokk- urinn bætti við sig fylgi. Þeir myndu hins vegar báðir athuga stöðu sina vandlega ef það gerðist að Alþýðubandalagið bætti stórlega við kjósendaskarann frá því I sið- ustu kosningum. Þeir sem vilja knýja fram breytingu hljóta þvi að kjósa Alþýðubandalagið i vor; þeir sem vilja óbreytt stjórnmálaástand kjósa hina flokkana. Þeir fá sitt gamalkunna núll út úr kosningunum í vor. Timinn til kosninga styttist óðum, á þeim tima er unnt að vinna þannig að kosningarnar hafi i för með sér straum- hvörf i islenskum stjórnmálum. Áróður- inn um að vonlaust sé að breyta nokkru i kosningum yrði sér til skammar. í honum felst lika vantrú á að kjósendur hafi vit til þess að nýta sér lýðræðisleg réttindi. Þau lýðræðislegu réttindi má ekki fella i fjötra vanans. —s. Minnt á yfirlýsingu í siðustu viku var frá þvi greint i fjölmiðlum að verðlag á framleiðsluvör- um verksmiðjunnar á Grundartanga færi lækkandi. Á blaðamannafundi kom fram af hálfu forráðamanna verksmiðjunnar að verð á hverju tonni þyrfti að vera um 3.400 norskar krónur, en verðið er nú talið um 2.000 norskar krónur, þe. endanlegt skila- verð til verksmiðjunnar. Þarna vantar yf- ir 1.000 norskar krónur á tonnið til þess að verksmiðjan skili viðunandi arði að mati forráðamanna hennar. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan framleiði um 50.000 tonn á ári. Verði hvert tonn frá verksmiðjunni um 1.000 krónum ódýrara en nauðsyn ber til vegna rekstrarkostnaðar verksmiðj- unnar er ljóst að heildarhallinn á ári verð- ur 2-3 miljarðar króna. Það er þvi augljóst mál og viðurkennt af forráðamönnum verksmiðjunnar að hér er i uppsiglingu hreint vandræðafyrirtæki. Areiðanlega væri ódýrara fyrir lands- menn að stöðva framkvæmdir nú þegar og taka á sig þann fjárhagsbagga sem slikri stöðvun fylgdi fremur en að leggja það á landsmenn um ófyrirsjáanlega framtið að greiða með verksmiðju þessari. Þjóðviljinn minnir á, að Alþýðubanda- lagið eitt flokka snerist gegn byggingu verksmiðjunnar og samningunum við. Elkem-Spigerverket, þegar fyrir lá að íslendingar þurfa sjálfir að nota orkuna frá Sigölduvirkjun og ljóst var að hér er um hreint vandræðafyrirtæki að ræða, ómaga á þjóðarbúinu. Járnblendisverk- smiðjan á Grundartanga er þvi fjármála- hneyksli af grófustu gerð. Þess vegna var það sem Alþýðubandalagið lýsti þvi yfir þegar gengið var frá samningunum á alþingi i fyrravetur að flokkurinn áskildi sér rétt til þess að vinna að breytingum á þessum samningum eða uppsögn þeirra. Við þær yfirlýsingar verður staðið. —s. Ölþjóðin íslenska Frjáls verslun vekur i „Orð- spori” athygli á þvi hve brugg- un á áfengu öli fer i vöxt hérlendis. Þeim sem ekki eru blindir á báðum augum dylst heldur ekki að eimun er orðin ' talsvert algeng i heimahúsum og bruggunartæki viða orðin fullkomin. Við fullyrðingu Frjálsrar verslunar um að hér séu bruggaðar 22-23 fiöskur af áfengu öli á mannsbarn á ári má bæta þeirri staðreynd að flugliðar og farmenn hafa þau forréttindi fram yfir Jön Sólnes ogokkurhinaaðmega flytja inn áfengt öl til eigin nota. Og væntanlega er einungis heimskulegt að fortaka fyrir verulegt björsmygl i báta- og skipasiglingum. Þegar svo viö þetta bætist að árlega drekka tslendingar tals- vert magn af malti, pilsner og Thule, sem ekki eru með öílu óáfengir drykkir, þótt þunnir þyki, er ljóst aö við erum bjórþjóð oröin þótt oss sé bann- aður bjórinn. En hér er áðurnefnd klausa úr „Orpspori” „Engum blöðúm er um þaö aö fletta að stórfelld bruggun á öli og öðrum áfengum drykkjum er stunduö hérlendis. Ekkert er aö hafzt af opinberri háifu til aö stemma stigu við þessu og mót- sögnin i rikjandi ástandi og banni við bruggun öls og sölu þess þvi orðin hlægileg. Ekki er auðvelt að meta, hversu mikið er bruggað hér en nýlcga heyrðum við tilgátu um hluta af heimabrugginu, þ.e.a.s. um 5 milljón flöskur af öli og er sú tala miðuð við sölu á þar til gerðum flöskutöppum á innan- landsmarkaði.” Hún vekur spurningar um klókindin í núverandi áfengis- pólitik rikisvaldsins. Og þaö er i sjálfu sér ánægjulegt að bindindismenn, alkóhólistar sem ekki drekka I dag, veitingamenn, venjulegir neytendur áfengra drykkja og óhófsmennirnir eru hjartanlega sammála um að áfengislöggjöf- in sé meingölluð. Þaöan er svo langur vegur i þaö að eining verði um skynsamlega áfengis- málastefnu. Ajrekalisti Framsóknar á Austurlandi Biaðið Austurland, málgagn Alþýðubartdalagsins í Austur- landskjördæmi, er nú farið að birta afrekalista Framsóknar i ihaldsstjórn. Sjálfsagt verður það langur listi áður en yfir lýk- ur, en hér eru birtir tveir fyrstu kaflarnir. Vinstri sinnuðum stuðningsmönnum Framsóknar á Austurlandi sem eru fjöl- margir munu telja sér mikla stoð i þessum afrekalista þegar þeir gera upp hug sinn við næstu kosningar. Afrek Fram- sóknar í ihaldsstjórn 1. „I siðustu alþingiskosningum kom Framsóknarflokkurinn fram sem „vinstri flokkur”. Þá var skorað á kjósendur aö kjósa Framsókn „til þess að tryggja áframhaldandi vinstri stjórn”. Kosningarnar fóru þannig, að „vinstri flokkarnir” fengu 30 þingmenn og auk þess fékk Alþýðuflokkurinn 5 þingmenn. Alþýðubandalagið samþykkti strax eftir kosningar að taka þátt i myndun nýrrar vinstri stjórnar. En samt myndaði Ólafur Jóhannesson „hægri stjórn” og afhenti ihaldinu stjórnarforystuna. Þessum miklu kosningasvik- um Framsóknar má ekki gleyma. Stjórn ihalds og Framsóknar tók við völdum í lok ágústmán- aðar 1974. Þá var framfærslu- visitalan 297 stig. Nú i mars 1978 er hún 936 stig. Framfærsluvisi- talan hefur þvlhækkað um 215% á 42 mánuðum. Veröhækkum samkv. framfærsluvisitölu hef- ur þvi meir en þrefaldast. Hér er um algjört verðbólgumet að ræða. Fyrstu efnahagsaðgerðir hægri stjórnarinnar voru fólgn- ar i þvi að lækka kaupmátt launa um 25—30%. Jafnframt var kaup bænda lækkað að sama skapi, þvi það er bundið viðmiðun við kaup verkafólks og iðnaðarmanna. Stóreigna- menn voru ekki látnir leggja neitt af mörkum. Við verðbólgu- gróða var heldur ekki hreyft. Eitt af þvi fyrsta, sem Fram- sókn varð að gera i hinu nýja samstarfi við ihaldið var að skipta gjörsamlega um stefnu varðandi brottför ameriska hersins. Flokksþing Framsókn- ar höfðu lýst yfir þeirri stefnu „að herinn ætti að fara i áföng- um”. Nú var Einar Agústsson sendur til Ameriku og látinn skrifa undir samning um fram- haldsdvöl hersins og stórauknar hernámsframkvæmdir.” Afrek Fram- sóknar í íhaldsstjórn 2. „í samstarfinu við ihaldið hefur Framsókn samþykkt að fella niður, eða breyta lögum, sem sett voru i tið vinstri stjórn- arinnar, um félagslega aðstoð og samhjálp. Dæmi um það eru: a) Felld hafa verið niður ákvæði um aö rikið greiði 1/3 hluta af stofnkostnaði elliheim- ila. b) Breytt hefur verið ákvæö- um um að rikið taki þátt i rekstri barnaheimila. c) Lagt hefúr verið á nýtt sjúkratryggingagjald — 2% á brúttótekjur allra. — Gjaldið nemur nú alls 4000 milljónum kr. á ári. Vinstri stjórnin hafði áður fellt niður nefskatta til trygginganna. Með þessu nýja gjaldi er nefskattakerfið tekið upp aftur. Vinstri stjórnin lagði á svo- nefnt oliugjald til þess að hægt væri að draga nokkuð úr þeim mikla mismun, sem er á kynd- ingarkostnaði þeirra sem njóta hitaveitna og hinna sem verða að kaupa oliu til húsahitunar. — Undir stjórn Ólafs Jóhannes- sonar og með beinni atkvæða- greiðslu á Alþingi, m.a. með at- kvæðum allra Framsóknarþing- manna af Austurlandi, hefur oliugjaldið nú verið tekið i rikis- sjóð að 4/5 hlutum. Aðeins 1/5 hluti rennur til þeirra sem nota oliu til upphitunar. Af þeim ástæðum verða Austfirðingar núað greiða þrisvar til fjórum sinnum hærri kyndingarkostnað en t.d. Reykvikingar. Lofaö hafði verið að jafna að- stöðumun fólks úti á landi. 1 þeim efnum hefur ekkert verið gert. Vilhjálmur var formaður nefndar sem átti að gera tillög- ur umflutningsgjöld. Hann gerði ekkert. Halldór Asgrimsson tók við starfi hans. Halldór gerði sér litið fyrir og lagði til. að Framkvæmdastofnunin athug- aði málið. I Framkvæmdastofn- uninni hefur Tómas auðvitað ekkertgert. ólafur Jóhannesson hefur hins vegar heimilað versl- unum úti á landi að leggja verslunarálagninguna einnig ofan á flutningskostnaðinn. Þannig hefur vöruverð úti á landi orðið enn hærra en áður.” —-e.k.h. I ■ I j i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I j i ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I ■ I i m I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.