Þjóðviljinn - 05.04.1978, Blaðsíða 9
8 SIÐA — WÓÐVILJINN MiAvikudagur 5. aprfl 1978
MiAvikudagur 5. apríl 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
'
'
Deluhúsift aft Laugalandi
1' V*-;
:
Leiftslur frá hotu i dælustöft
jan 1976 var komið niður á 1303 m.
dýpi og skilaði holan þá 80 sekl. af
95 st. heitu vatni. Þann dag rikti
mikill fögnuður i Eyjafirði. Siðan
hafa skipst á skin og skúrir i bor-
unarmálum. Alls hafa verið bor-
aðar 8 holur, þar af gefa þrjár af
sér teljandi vatnsmagn. Sú nýj-
asta er að Ytri-Tjörnum en þar er
jarðborinn Narfi kominn niður á
1060 m. dýpi og skilar holan um 40
sekl. af sjálfrennandi 75 st. heitu
vatni. Eftir að fyrsta holan
hafði gefið svo góða raun, var
þegar farið að huga að hönnun
hitaveitu fyrir Akureyri, og var
samið við Verkfræðistofu Sigurð-
ar Thoroddsen og verkfræði-
stofu Norðurlands um það verk i
marsbyrjun 1976. Aður hafði ver-
ið gengið frá þvi við Landsbank-
ann að fjármagn fengist til fram-
kvæmda. Um þetta leyti var einn-
ig samið við hreppsnefnd öngul-
staðahrepps um lagningu hita-
veitu um hreppinn. Siðan hafa
framkvæmdir gengið áfallalitið.
Það sem nú er búið að gera á
Laugalandi er að virkja holurnar
tvær, sem báru teljandi árangur,
leiða vatnið úr þeim i svonefnda
loftskilju, sem Vélsmiðjan Oddi
hefur byggt rétt fyrir ofan dælu-
stöðina. Þar eru óæskilegar loft-
tegundir skildar frá vatninu, sem
siðan rennur niður I dælustöðina,
sem Hibýli reisti. Þar eru tvær
dælur sem sjá um að koma vatn-
inu af stað út i aðveituæðina til
Akureyrar. Siðanmeir er gert ráft
fyrir að bæta tveimur dælum við
og geta þær þá dælt 500 sekl. af
vatni en það samsvarar um 100
megavatta afli.
Aðveituæðin til Akureyrar er
12.2 km. að lengd, þar af eru 2 km.
I steyptum stokki en afgangurinn
hvilir á steyptum undirstöðum.
Það voru Miðfell hf. og Grétar og
Runar h.f. sem lögðu æðina en
Vegagerðin smíðaði brú undir
hana yfir Eyjafjarðará, hjá Gili.
Æðin kemur inn I bæinn við Elli-
heimili Akureyrar og er fyrirhug-
að að reisa þar dælustöð og tvo
vatnsgeyma, sem geta rúmað alls
5þús. rúmm. af vatni en það á að
nægja bænum i 3—5 klst. við flutt
Loftskiljan.
'» ,ýt. 4 ' ,
■•:
1933 voru boraðar grunnar holur
iKristnesi og á Glerárdal og tókst
að virkja 3 sekl. af 48 stiga heitu
vatni á siðarnefnda staðnum. Á
næstu árum beindust augu manna
einkum að þessum stöðum en
einnig að Laugalandi á Þela-
mörk, Laugalandi I öngulstaða-
hreppi og Reykhúsum. Voru bor-
aðar holur á öllum þessum stöð-
um án teljandi árangurs.
Árið 1965 náðist fyrst einhver
teljandi árangur þegar Norður-
landsborinn svonefndi kom niður
á 6 sekl. af 86 stiga heitu vatni i
1100 m. djúpri holu á Laugalandi
á Þelamörk. Þessi tilraun var dýr
og gekk svo nærri framkvæmda-
þreki manna, að 5 ár liðu þar til
næta tilraun var gerð. Það var á-
sama stað en hún skilaði ekki telj-
andi árangri. Jafnframt voru
gerðar ýmsar mælingar á þessum
stað, sem gáfu til kynna að þar
væri ekki nægilegt vatn að hafa.
Nú gerðust menn vondaprir og
ekki bætti úr skák, að lausleg
A föstudaginn náftist merkur
áfangii framfarasögu Akureyrar
og Eyjafjarftar. Þá var Hitaveita
Akureyrar tekin opinberlega I
gagnift meft vifthöfn aft Lauga-
landi I öngulstaöahreppi. Fjöl-
menni var viö athöfnina, sem fór
fram i dælustöð Hitaveitunnar, en
hún stendur i landi Ytra-Lauga-
lands.
Ýmis stórmenni voru viðstödd
athöfnina. Bar þar hæst Gunnar
Thoroddsen, iðnaðarráðherra og
konu hans, Völu, Jakob Björns-
son, orkumálastjóra, tvo banka-
stjórna Landsbankans, þá Helga
Bergs og Jónas Haralz, bæjarstj.
Akureyrar, Helga M. Bergs, bæj-
arfulltrúa á Akureyri o.s.frv.
Einnig voru þarna starfsmenn,
sem unnið hafa við Hitaveituna,
nokkrir heimamenn að ógleymd-
um fréttamönnum.
Ingólfur Arnason, formaöur
Hitaveitunefndar, bauð gesti vel-
komna og flutti siðan ræðu, þar
sem hann rakti sögu fram-
kvæmda. Að ræðunni lokinni bað
hann forseta bæjarstjórnar,
Stefán Reykjalin, að setja dælu-
búnað veitunnar i gang til merkis
um það að hún væri opinberlega
tekin til starfa. Að þvi loknu flutti
Stefán ávarp en á eftir honum
steig I pontu Bjartmar Kristjáns-
son, sóknarprestur á Munka-
þverá, Gunnar Thoroddsen,
Jakob Björnsson og Gunnar
Sverrisson hitaveitustjóri. Að
ræðum loknum var gestum boðið
að gæða sér á rommi i hitaveitu-
vatni og snittum með og undu
menn sér við það góða stund.
I ræðum sinum gerðu þeir
Ingólfur Árnason og Gunnar
Sverrisson ýtarlega grein fyrir
framkvæmdum við Hitaveituna
og verður hér á eftir stiklað á
stóru i þeirri sögu.
Eins og greint hefur verið frá
áður eru nú liðin hartnær 45 ár frá
því að fyrstu tilraunir voru gerð-
ar til aö ná heitu varni úr iðrum
jaröar i nágrenni Akureyrar. Arift
kön.iun á nýtingu vatnsins á hinu
Laugalandinu, þótti benda til þess
að hún væri ekki hagkvæm.
Breytt viðhorf
Svo skellur orkukreppan á
haustið 1973 og gerbreytir öllum
viðhorfum. Áhuginn eflist á ný og
tillaga er samþ. i bæjarstjórn
Akureyrar um kosningu Hita-
veitunefndar. 1 hana völdust þeir:
Stefán Stefánsson, Sigurður Jó-
hannesson, Pétur Pálmason,
Knútur Ottersted og Ingólfur
Arnason. Hefur hún starfað siðan
I janúar 1974 og engin manna-
skipti orðið. Þessi nefnd lét kanna
ýmsar leiðir I hitaveitumálum
bæjarins. m.a. leiðslu frá
Bjarnarflagi i Mývatnssveit og
Hveravöllum i Reykjahverfi.
Orkustofnun vildi hinsvegar
kanna Eyjafjarðarsvæðið betur
og samkvæmt tillögum starfs-
manna hennar varð úr að bora
djúpa holu i landi Syðra-Lauga-
lands. Borun hófst i nóv. 1975. 5.
:
'S'' ' \
-.1
■ ■ :
Pétur Pálmason, Stefán Stefánsson
Hitaveitustjóri og hitaveitunefnd: frá v. Sigurftur Jóhannesson, Gunnar Sverrisson, Ingólfur Arnason,
Knátur Ottersted.
Gunnar Sverrlsaon, hitaveitn
stjóri.
Jakob Björnsson, Orkumála
stjóri.
Ingólfur Arnason, formaftur Hlta
veitunefnáar.
Stefán Reykjalin, forseti bæjar-
stjórnar, setur i gang dæluút-
búnaft hitaveitunnar.
álag. Þaðan mun dreifikerfið
dreifa sér um bæinn.
Þegar er búiö að leggja i um
það bil 250 hús en 300 til viðbótar
eru tilbúin til tengingar. Hverfin,
sem búið er að tengja, afmarkast
af Þórunnarstræti að austan,
Mýrarvegi að vestan, Suður-
byggð að sunnan og verksmiðjum
SÍS að norðan. 1 ár er fyrirhugað
að leggja stofnæð frá Skógarlundi
vestur Hliðarbraut og tengja hús-
in, sem standa á Lundstúni og i
hluta Gerðahverfis, Hliðahverfis
og i Norðurbrekkunni austan Þór-
unnarstrætis og vestan Oddeyr-
argötu.
I öngulsstaðahreppi er lokið
tengingu tveggja býla og verið að
ljúka tengingu f jögurra til viðbót-
ar, auk Húsmæðraskóla og sund-
laugar að Laugalandi. I ár er fyr-
irhugaö að hitaveitan komist
norður að Þverá.
Peningahliðin
Útlagður kostnaður við Hita-
veitu Akureyrar er nú kominn i
tvo miljarða kr. og eru borun og
aðveitumannvirki stærstu póstar
i þvi. Aætlað er að ljúka dreifi-
kerfinu á árinu 1980 og hljóðar
kostnaðaráætlun fyrir allt verkið
upp á 6.3 miljarða á áætluðu með-
alverðlagi þessa árs. Af þessari
upphæð þarf lánsfé aö vera 4.6
niljarðar, þar af 3.7 miljarðar i
erlendum lánum. Hingað til hafa
framkvæmdir verið fjármagnaö-
ar með erlendum lánum sem
fengin hafa verið hjá City—Bank i
London.
Um skeið var ekki gott útlit á að
unnt yrði að fá nóg vatn til þess að
fullnægja þörf bæjarins. Útlitið
batnaði þó stórum við vatnsfund
Narfa að Ytri-Tjörnum. Þó vant-
ar enn upp á að nægjanlegt vatn
sé fundið.
Orkuþörfin þrefaldast
til aldamóta
Gunnar Sverrisson, hitaveitu-
stjóri greindi i ræðu sinni frá
spám, sem gerðar hafa verið um
orkunotkun til hitunar húsa á
\kureyri fram til næstu alda-
móta. Er þar gert ráð fyrir að
vatnsþörf aukist úr 330 sekl. árið
1980 i 890 skl. árið 2000« Aflþörfin
mun hinsvegar aukast úr 69
megavöttum 19801 185 megav. um
aldamót.
Eftir aft erfiftleikar vift vatns-
öflun gerðu vart við sig, var áætl-
unum um dreifikerfi breytt þann-
ig aö nú er áætlað að leggja tvö-
falt dreifikerfi I um það bil helm-
ing bæjarins og byggja toppstoð
fyrir 40% aflþarfar. Við það lækk-
ar aflþörfin verulega og yrði hún
þá 41 megav. árið 1980 og 111 um
aldamót.
Gunnar skýrði einnig frá þvi, að
árið 1975 hafi orkunotkun til hit-
unar á Akureyri skipst þannig, að
70.2% komu frá gasoliu og svart-
oliu, 23.9% frá rafhitun, og frá
gufukatli StS og til sundlaugar
5.9%. Hann nefndi einnig dæmi
um þann gjaldeyrissparnað, sem
verður með tilkomu hitunarinnar.
Sagði hann, að til þess að hita all-
an bæinn með oliu, þyrfti i ár 1235
milj. kr. á núverandi oliuverði.
Sést af þessu hver hagkvæmni
það er fyrir Akureyringa ef unnt
reynist að fullnægja allri þessari
orkuþörf með heita vatninu frá
Laugalandi.
þh/mhg
Særingamálið
í Aschaffenburg:
Stúlka
haldin
sex
djöflum?
3/4 — Prestar þeir tveir kaþólsk-
ir, sem eru fyrir rétti i Aschaffen-
burg i Vestur-Þýskalandi,
ákærftir fyrir aft hafa valdift
daufta stúlku, sem þeir voru aft
reyna aft reka djöfla úr, sögftust i
dag enn sannfærftir um, aft hún
heffti veriö haldin af djöflum.
Annar prestanna sagfti aft stúlk-
an, Anneliese Michel, heffti án
vafa haft i sér sex djöfla skömmu
áftur en hún dó.
Hinn presturinn sagðist aldrei
hafa talið stúlkuna alvarlega
veika, annars hefði hann kallað til
lækni. Stúlkan, sem var floga-
veik, dó úr næringarskorti og var
þá ekki nema 31 kíló að þyngd.
Fyrrnefndi presturinn, Wilhelm
Renz að nafni, sagöist ekki hafa
kallað til lækni vegna þess, að 350
ára gamlar reglur kaþólsku
kirkjunnar um útrekstur djöfla
mæltu svo fyrir, að prestar, sem
ynnu slik embættisverk, ættu ekki
að vera að ómaka sig um læknis-
fræðileg efni.
Hinn presturinn, Ernst Alt,
sagði að biskupinn i Wurzburg,
Josef Stangl, hefði gefið skriflegt
leyfi til þess að hafist yrði handa
gegn djöflunum i stúlkunni og
jafnframt fyrirskipað algera
leynd. Gaf biskup leyfi þetta i
september 1975. Að sögn séra Alts
hörfuðu djöflarnir úr stúlkunni
skömmu siðar, en sneru von
bráöar aftur. Að sögn var ungfrú
Michel sannfærð um, að hún yrði
að umbera djöflana i sér til þess
að friðþægja fyrir syndir þýsks
æskulýðs, presta kaþólsku kirkj-
unnar og manneskju nokkurrar,
sem séra Alt vildi ekki gefa upp
hver væri.
Ensku-
kennslan
Svör viö æfingum
í 20. kafla
1. dæmi: Svörin eru i textanum.
2. dæmi: He hid in a boat. 2. He
sat on a chair. 3. She found a
book. 4. He bought a pair of skis.
5. He drove a car.
3. dæmi: 1. Charles doesn’t want
a part in the play. 2. Charles
doesn’t like acting. 3. Charles
didn’t like that böok.
4. dæmi: 1. Anne didn’t go.... 2.
Anne wasn’t... 3. Anne didn’t
buy...
5. dæmi: 2f. 3a. 4g. 5b. 6h. 7c. 8e.
6. dæmi: The boy was walking
along the road when hesaw a lion.
He ran away and hid in a telep-
hone box....
7. dæmi: I read a newspaper
yesterday. 2. I wrote to my pen
friend on Saturday. 3. I heard the
news this morning...
8. dæmi:did you read a book last
night? Yes, I did.
9. dæmi: Didn’t he post my
letters for me? Yes, he did. Didn’t
he find my sunglasses? Yes he
did.
10. dæmi: 1. did 2. do 3. did 4. do 5.
does 6 did 7. do 8. did.
11. dæmi: 1. did. 2. was 3. did 4
was 5. were 6. were 7. did 8 was 9.
were 10. did 11. was 12. did 13. did
14. were.
12. dæmi: I’ve posted them. He’s
painted it.
13. dæmi: I’ve already finished.
He's-already talked to her.
14. dæmi: 1. T.d. Peter, Paul,
Perry 2. Margaret, Mary,
Marilyn 3. London, Leeds,
Liverpool.