Þjóðviljinn - 05.04.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 05.04.1978, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 5. april 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 PÉTUR OG VÉLMENNIÐ Eftir Kjartan Arnórssor 13 þættir um ævi Dickens Nýr, breskur myndaflokkur hefur göngu sina i kvöld i sjón- varpinu. Myndaflokkur þessi er i þrettán þáttum og f jallar um ævi Charles Dickens (1812-1870), frá erfiðri æsku til einstæðrar vel- megunar og langvinnra vinsælda. Margar af sögum Dickens hafa verið kvikmyndaðar, og hafa ýmsar þeirra verið sýndar i islenska sjónvarpinu auk fjölda sjónvarpsmyndaflokka, sem einnig hafa verið gerðar eftir sög- unum. Fyrir viku lauk einmitt einum þeirra, „Erfiðum timum”. Þátturinn i kvöld hefst kl. 21.45 og nefnist hann „Griman”. Segir þar frá sigurför rithöfundarins um Bandarikin i byrjun, en siðan leggst Dickens veikur eftir erfiða ferð og tekur að rifja upp bernskuminningar sinar. I bernsku sinni varð Dickens oft að vinna hörðum höndum til að draga björg i bú foreldra sinna. Þá þegar þróaöist með honum glöggt auga fyrir þjóðfélagsgerð- inni og sérkennum mannanna. Hann ólst upp i London og Chatham. Faðir hans var skrif- stofumaður hjá sjóhernum og alltaf skuldum vafinn og árið 1824 var hann dæmdur i skulda- fangelsi. Charles var þá tólf ára gamall og var honum komið i vinnu i verksmiðju. Erfiði og nið- urlæging þessara ára skildi eftir sig ævarandi merki i sál Dickens Hermann Gunnarsson sér um Iþróttaþátt i kvöld kl. 20.45. Þessi mynd var tekin af Hermanni, er hann var að lýsa frá skiðalands- mótinu i Bláfjöllum um páskana. (Mynd: eik). 18.00 Ævintýri sótarans (L) Tékknesk leikbrúðumynd. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 18.10 Fleytingaleikar (L) Finnsk mynd um Iþróttir skógarhöggsmanna sem fleyta trjábolum ofan úr skógunum til sögunarverk- smiðja. Þýðandi og þulur Guðbjörn Björgólfsson. (Nordvision) 18.35 Hér sé stuð (L) „Lummurnar” skemmta. Stjórn upptöku Egill Eð- varðsson. 19.00 On We Go Enskukennsla 21. þáttur frumsýndur. 19.15 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Skiðaæfingar(L) Þýskur myndaflokkur. Niundi þátt- ur Þýðandi Eirikur Haraldsson. 21.00 Nýjasta tækni og visindi (L) U msjónarmaöur örnólfur Thorlacius. 21.25 Vikingaminjar i Jórvík (L) Bresk heimildamynd um rannsóknir á minjum frá vikingaöld i Jórvik á Norðymbralandi. Þýðandi og þulur Þór Magnússon. 21.45 Charles Dickens(L) Nýr breskur myndaflokkur i þrettán þáttum um ævi Charles Dickens (1812-1870), frá erfiöri æsku til einstæðrar velmegunar og langvinnra vinsælda. Margar af sögum Dickens hafa verið kvikmyndaðar og hafa ýmsar þeirra verið sýndar i islenska sjónvarp- inu auk fjölda sjónvarps- myndaflokka sem einnig hafa verið gerðir eftir sögunum. Handrit Wolf Mankowitz. Leikstjóri Marc Miller Aðalhlutverk Roy Dotrice. 1. þáttur. Griman. Rithöfundurinn Charles Dickens er á sigurför um Bandarikin. Ferðin hefur verið erfið. Dickens leggst veikur og tekur að rif ja upp bernskuminningar sinar. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.35 Dagskrárlok. 1 dag kl. 18.10 verður á skjánum finnsk mynd um fþróttlr skógarhöggs- manna, sem fleyta trjábolum ofan úr skógunum til sögunarverk- smiðja. Chartes Dickens árlð 1858, þá fimmtugur. og hann fékkst sjaldan til að tala um þessa tima, jafnvel ekki við nánustu vini sina. Eftir að fjármál föður hans komust á réttan kjöl um tima, hélt drengurinn áfram skóla- göngu sinni i þrjú ár. Hann hætti i skóla 1827 og varð aðstoðarmaður lögfræðings. Fritima sinum varöi hann m.a. til aö læra hraðritun og 1832 gerðist hann þingfréttaritari og gaf lögfræöina upp á bátinn fyrir blaðamennskuna. —eös 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttirkl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 9.15: Steinunn Bjarman les söguna „Jerutti bjargar Tuma og Tinnu” eftir Cecil Bödker (3). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttír kl. 9.45. j Létt lög milli atr. ! „Leyndarmál Lárusar” kl. j 10.25: Umfjöllun um kristna 1 trú eftir Oskar Skarsaune. Séra Jónas Gislason dósent les annan hluta þýðingar sinnar. Kirkjutónlist kl. 10.45. Morguntónleikar kl. 11.00: Konunglega fil- harmoniuhljómsveitin i Lundúnum leikur „Meyna fögru frá Perth”, hljóm- sveitarsvitu eftir Bizet: Sir Thomas Beecham stj./Zino Francescatti og Fil- harmoniuhljómsveitin i New York leika Fiðlukon- sert i D-dúr op. 77 eftir Brahms: Leonard Bern- stein stj. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Sagan af Bróður Ylfing” eftir Friðrik Asmundsson Brekk- an Séra Bolli Þ. Gústavsson byrjar lesturinn. 15.00 Miðdegistónleikar Konunglega filharmoniu- hljómsveitin i Lundúnum leikur Sinfóniu nr. 1 i D-dúr, „Titan” eftir Gustav Mahl- er: Erich Leinsdorf stjórn- ar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Fósturbarn úr sjó”, dýra- saga eftir Ingólf Kristjáns- son. Kristján Jónsson les. 18.00 Tónleikar Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kvnningar. 19.35 Frá skólatónleikum i Háskólabiói i febrúar Þor- steinn Gauti Sigurðsson og Sinfóniuhljómsveit Islands leika pianókonsert nr. 1 i fis-moll op. 1 eftir Sergej Rakhmaninoff: Páll P. Pálsson stjórnar. 20.05 Af ungu fólki Anders Hansen sér um þátt fyrir unglinga. 20.45 tþróttir Hermann Gunnarsson sér um þáttinn. 21.05 Stjörnusöngvarar fyrr og nu Guömundur Gilsson kynnir söngferil frægra þýzkra söngvara. Ellefti þáttur: Rudolf Schock. 21.35 Kerfið: Innhverf ihugun Sturla Sighvatsson flytur erindi. 21.50 ..Hjarðsveinninn á klett- inum”, tónverk eftír Franz Schubert Beverly Sills sópransöngkona syngur, Gervase de Peyer leikur á klarinettu og Charles Wad- sworth á pianó. 22.05 Kvöldsagan: „Dagur er upp kominn” eftir Jón Helgason Sveinn Skorri Höskuldsson les (6). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Arnasonar. 23.35 Fréttir. Dagskrárlok. sjönvarp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.