Þjóðviljinn - 15.04.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.04.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. aprll 1978 Rafmagnsveitur rikisins óska að ráða skrifstofumann til launaút- reikninga o.fl. Laun eru skv. kjara- samningum BSRB. Umsóknir með upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist starfsmanna- stjóra. Rafmagnsveitur rikisins Skrifstofustarf Skrifstofumaður óskast á skrifstofu Saka- dóms Reykjavikur. Góð rithönd og vélrit- unarkunnátta áskilin. Eiginhandarumsóknir sendist skrifstofu Sakadóms Reykjavikur fyrir 27. april n.k. Yfirsakadómari Bladburdarfólk óskast Vesturborg: Háskólahverfi Kópavogur: Kársnesbraut (lægri nr.) PIOÐVIUINN Siðumúla 6 simi 8 13 33 Miðsvæðis: Grettisgata Árbær: Suðurhverfi Seltjarnarnes: Skólabraut ORÐSENDING FRÁ verkakvennafélaginu Framsókn Tekið verður á móti umsóknum um dvöl i orlofshúsum félagsins i ölfusborgum i sumar i skrifstofu félagsins, Hverfisgötu 8- 10, frá og með mánudeginum 17. april. Vikudvöl, kr. 12.000.- greiðist við pöntun. Pöntunum ekki veitt mótttaka i sima. Þeir sem ekki hafa dvalið i húsunum áður hafa forgang vikuna 17. — 21. april. Stjórnin. Félagar — stuðningsfólk Fjölmennum á afmælisfund Kommúnista- flokks íslands M-L, sem haldinn verður i Tjarnarbúð uppi kl. 3 i dag. Kommúnistaflokkur íslands M-L. KVEÐJA Arnmundur Gíslason Akranesi Að kvöldi dags 10. april siðast- liðinn andaðist Arnmundur Gisla- son að sjúkrahúsi Akraness. Hann hafði orðið fyrir þvi slysi daginn áður að detta og lær- brotna. Þau hjónin Ingiriður Sig- urðardóttir og Arnmundur voru vistmenn á hinu glæsilega heimili fyrir aldraðra að Sólmundar- höfða á Akranesi,en það er alveg nýtekið til starfa. Styrktu þau þá byggingu og skildu og fundu þörf- ina fyrir skjól, sem slik heimili eru. Þau höfðu mikið þráð að flytjast aftur upp á Akranes, þar sem þau höfðu alið nær allan sinn aldur, en um nokkurra ára skeið voru þau i skjóli dætra sinna, Arnfriðar og Sveinbjargar hér i Reykjavik, sem hlynntu vel aö foreldrum sinum lúnum og elli- móðum, er þau gátu ekki lengur hugsað um sig sjálf i húsinu sinu er þau byggðu við Háholt 12 á Akranesi. En hugur gömlu hjónanna var allur bundinn við Akranes, þess vegna glöddust allir er til þekktu er þau fengu að lifa það, að kom- ast þangað aftur. Það var lika á- nægjulegt að heimsækja þau og sjá og finna ánægju og gleði þeirra og annarra vistmanna er þar dvöldust, en dvöl Arnmundar var skammvinn, þvi hann andað- ist eins og fyrr segir 10. april 88 ára að aldri. Arnmundur Gislason var fædd- ur 3. mars 1890 að Smyrlafelli i Skeggjastaðahreppi i Norður- múlasýslu, sonur hjónanna Sveinbjargar Daviðsdóttur og Gisla Arnasonar er voru þar i húsmennsku er kallað var og all- titt var um fátækt alþýðufólk á þeim tima. Foreldrar hans fluttu að Kverkártungu i sömu sveit, er þá hafði verið i eyði um nokkur ár. Komu okkur til hugar sögur Jóns Trausta er Arnmundur sagði frá flutningi þeirra þangað. Að Kverkártungu ólst hann upp til 11 ára aldurs,en þá missti hann föður sinn. Móðir hans var þá orð- in heilsulitil, en fátæktin mikil, svo leysa varð heimilið upp, börn- in að fara til annarra. Þau voru sjö er upp komust af ellefu syst- kinum, Arnmundur var næst- yngstur. Nú eru þau systkinin öll látin, Arnmundur sá siðasti af hópnum. Fylgdi Arnmundur móður sinni i vinnumennsku, en hana missti hann einnig fermingarvorið sitt. Var hann áfram i vinnumennsku til tvitugsaldurs. Arnmundur var mjög vel greindur og skýr maður, og hneigðisthugur hans þvi snemma að bókum, var læs orðinn fimm ára gamall og aðeins niu ára var hann látinnlesa húslestra eins og þá var siður á islenskum heimil- um. Barnafræðslu hafði hann lit- illar notið, aðeins einn mánuð hjá farkennara, en Kristin systir hans kenndi honum að lesa, einn- ig gotneska letrið. Kristin var fimmtán árum eldri en hann. 19 áragamall fór Arnmundur i vinnumennsku að Skeggjastöð- um, til sóknarprestsins Yngvars Nikulássonar, er veitir honum til- sögn i tungumálum og reikningi. Hverja fristund er gafst notaöi hann til sjálfsnáms. Með þetta nám að baki, naði hann prófi i annan bekk Verslun- arskólans i Reykjavik haustið 1910 og lauk þaðan prófi eftir tveggja vetra nám. Eftir námið i Verslunarskólanum fór Arn- mundur aftur austur og stundaði sjómennsku um skeiö, aðallega frá Bakkafirði. Arnmundur var vel hagmæltur, hafði mikla gleði af góðum kveðskap, skrifaði margt niður.en gaf út aðeins eina ljóðabók, „Breyttir litir”, 1920. Þótti hún góð. Tilefni þeirrar ljóðabókar var ljóðaflokkurinn „Ærupris”, 25 erindi eftir Orn Arnarson, en þeir Magnus Stef- ánsson voru bernskuvinir. -Til Akraness fluttist Arnmund- ur árið 1920. Varhann við verslun fyrstu árin þar. Kaupfélagsstjóri i eitt ár, en rak eigin verslun i átta ár. Lengst af vann hann almenna verkamannavinnu. Arnmundur var einn af stofn- endum Verkalýðsfélags Akraness 1924 og lengst af I stjórn þess fé- lags. Hann var góður félagsmað- ur, og til marks um þann hug er félagar hans báru til hans var hann kjörinn heiðursfélagi Verkalýðsfélags Akraness. Arn- mundur var og i stjórn Kaupfé- lags Suður-Borgfirðinga um ára- bil og siðar endurskoðandi þar. Þessi hægláti sistarfandi maður hlaut traust samferðamanna sinna, enda vann hann öll sin verk af sérstakri samviskusemi, vand- virkni og trúmennsku. Arnmund- ur var hógvær maður, vann störf sin án hávaða og yfirlætis. Hann hugsaði alla hluti vel, vandaði málflutning sinn og ekkert fór frá honum óskoðað eða hugsað frá ýmsum hliðum. Það kom skýrt i ljós i viðræðum við Arnmund að fátt var það á dagskrá meðal al- mennings, sem hann hafði ekki myndað sér skoðanir um og tekið afstöðu til. Arnmundi var lagið að setja sig i spor andstæðinga sinna, skoða málin frá þeirra hlið og tók þá tillit til þess er réttmæt- ast var. Arnmundur talaði ekki illa um nokkurn mann. Hann hafði mjög rika réttlætiskennd, var einlægur verkalýðssinni og sósialisti. Sið- asta starfið hans á Akranesi með- an kraftar entust var að bera Þjóðviljann skilvislega til kaup- enda. Þaðstarf vann hann eins og öll önnur af mikilli trúmennsku. Meðhonum er genginn sérstakur sómamaður, heiðarlegur og sam- viskusamur, vandaður til orðs og æðis. Arnmundur var hamingjumað- ur i einkalifi sinu. Þann 23. des- ember 1921 gekk hann i hjóna- band með Ingiriði Sigurðardóttur mikilli ágætiskonu. Eiga þau 4 börn, en eina dóttur, Jófriði. átti Ingiriður með fyrri manni sinum er hún missti i spönsku veikinni 1918. Jófriöur ólst upp hjá Arn- mundi og móður sinni ásamt syst- kinum sinum; þau eru, Jóhanna Dagfriður gift Halldóri Back- mann, Sveinbjörg Heiðrún gift Geirlaugi Arnasyni, Arnfriður Inga gift séra Jónasi Gislasyni.og Siguröur Bjartmar kvæntur Val gerði Þórólfsdóttur. Einnig dvaldi i 25 ár á heimili þeirra stjúpfaðir Ingiriðar, Gunnlaugur Torfason.og andaðist þar i hárri elli. Við hjónin voru svo lánsöm er við giftum okkur 1942 að búa i sama húsi og þessi ágæta fjöl- skylda. Var það mjög lærdóms- rlkt. Við þökkum áratuga vináttu og tryggð. Guð blessi minningu Arnmundar og styrki þig, elsku Inga. Við vottum öllum aðstand- endum hjartans samúð. Asa og Sigurður. Kveöja frá Verkalýösfélagi Akraness Arnmundur Gislason er dáinn, háaldraður, merkur maður, , brautryðjandi og forustumaður um áratuga skeið i Verkalýðsfé- lagi Akraness. Hann var meðal þeirra manna, sem hófu fyrstir merki fyrir bætt- um kjörum verkafólks á Akra- nesi, meðal djörfustu og bestu starfskrafta strax eftir stofnun félagsins og siðan að mestu óslitið ritari og vararitari i aðalstjórn frá þvi hann er fyrst kosinn i það starf á aðalfundi 1931. Siðan má sjá fundargerðir skrifaðar af honum i bókum félagsins allt til ársins 1959 eða um nær 30 ára skeið. Við, sem erum ofar moldu og áttum með honum samleið um margra ára skeið i stéttarfélagi okkar, verkafólks á Akranesi, þökkum samstarfið, þökkum bar- áttuna og seiglu hins hógværa, ró- sama manns, sem nú er kvaddur að leiðarlokum, mannsins, sem aldrei taldi eftir sér að mæta fyrstur manna á fundum, ræða rólega rök með og móti þvi sem á döfinni var hverju sinni og skrifa allar greinilegu, vel stiluðu fund- argerðirnar, sem gömlu gerða- bækur Verkalýðsfélagsins geyma. Hann var einn af þeim eldri fé- lögum, sem kosinn var heiðursfé- lagi fyrir störf sin fyrir félagið.og nú kveður Verkalýðsfélagið hinstu kveðju heiðursfélaga sinn, sem ruddi ótrauður brautina fyrir þvi markmiði, sem islensk verka- lýðshreyfing setti sér i upphafi og verður ævarandi baráttumál: Frjálst verkafólk i frjálsu landi. Og við félagar þinir, þeir eldri, sem gengu með þér alla, eða hluta af starfsbraut þinni i félag- inu,og hin yngri, sem nú bera uppi merki þess,þökkum þér og kveöj- um þig með siðasta erindi Mai- stjörnunnar eftir Halldór Lax- ness, sem ber samhljóm þess tima, sem þú barst ábyrgð, meðal annarra, á Verkalýðsfélagi Akra- ness: En i kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns og á morgun skfn maisól, það er maisólin hans, það er maísólin okkar, okkar einingarbands. Fyrir þér ber ég fána okkar framtiðarlands. F'yrir hönd Verkalýðsfiélags Akraness, Herdis ólafsdóttir. Hafnarbió. Laugardaginn 15. april kl. 13.00. Svarta skjaldarmerkið Skylmingamynd i litum. Aðalhlutverk: Tony Curtis. Hafið samband við afgreiðsluna, ef þið hafið ekki fengið miða. Simi 8 13 33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.