Þjóðviljinn - 15.04.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.04.1978, Blaðsíða 5
Laugardagur 15. aprll 1978 ÞJOÐVILJINN — StÐA 5 Umsjón: 1 Dagný K.risT|ansaonir Elísabet Gunnarsdóttir Helga ólafsdóttir ( Helga Sigurjónsdóttir Silia Aðalsteinsdóttir Ertu á pillunní, elskan? A& undanförnu hefur, m.a. i dagblöðum, veriö rætt nokkuð um nýja getnaðarvarnapillu fyrir karlmenn. Sem betur fer á aö gera rækilegar tilraunir meö þessa pillu áður en að hún verður sett i umferð og virðast menn þvi eitthvað hafa lært á þeim tæplega tuttugu árum sem liðin eru frá þvi að kvennapillan kom fram. Þá voru gerðar nokkrar tilraunir á dýrum, en fáar til að rannsaka hugsan- legar hliðarverkanir, siðan skammtima athuganir á tak- mörkuðum hópi kvenna, sem sumar vissu raunar ekki hvað verið var að gera við þær. Eftir það var getnaðarvarnapillan sett á markaðinn. t fyrra birtust i breska lækna- timaritinu the Lancet niðurstöð- ur tveggja rannsókna sem eru, þótt undarlegt megi virðast, fyrstu langtimaathuganirnar sem gerðar hafa verið á hliðar- verkunum pillunnar. Aðalrann- sóknin var gerð á vegum Konunglega læknaskólans breska. Þar var borin saman dánartiðni og dánarorsök kvenna sem notuðu hana en hættu og þeirra sem aldrei höfðu notað hana. Athugaðar voru um 46.000 konur i Bretlandi og náöi rannsóknin til átta ára timabils. Hin skýrslan var unn- in i Oxford og þyggð á upplýs- ingum um nálega 17.000 konur sem sumar notuðu piliuna, aðr- ar lykkju og enn aðrar hettu. Skýrslunum ber saman i flestu, en helstu niðurstöður þeirrar fyrrnefndu eru eftir- farandi: 1. Dauðsföll af völdum hjarta- og æðasjúkdóma meðal þeirra kvenna sem einhvern timahöfðu notað pilluna voru u.þ.b. fimm sinnum fleiri en hjá samanburðarhópnum (þ.e. komum á svipuðum aldri sem aldrei höfðu notaö pilluna) 2. Dánartiðni jókst með aldri. sigarettureykingum og lengd notkunar, en i öllum aldursflokkum var hún hærri hjá þeim sem notuðu pilluna en þeim sem það höfðu ekki gert. 3. Ef pillan var tekin að stað- aldri i fimm ár eða nteira var dánartalan rúmlega 10 sinnum hærri hjá þeim sem notuðu hana en i saman- burðarhópnum. Dauðsföll meðal kvenna sem notað höfðu pilluna i fimm ár eða meira voru öll hjá konum 35 ára og eldri. Ekki höfðu nægilega margar hinna yngri notað pilluna það lengi svo hægt væri að meta áhættuna hjá þeim. 4. Dánartiðni þeirra sem einhverntima höfðu verið á pillunni var ,,miklu meiri” en dauðsföll vegna meðgöngu hjá þeim sem aldrei höföu notað pilluna. Þær tölur sem nefndar eru hér að ofan um dauðsföll af völdum hjarta- og æðasjúkdóma eru Um pilluna og nýjar rannsóknir á hliöarverk- unum hennar allar „ tölfræðilega mark- tækar”, þ.e. mjög óliklegt er að tilviljun valdi mismuninum. í skýrslunni er lögð áhersla á að tölurnar eru ekki hárnákvæmar og tekið er fram að þær sem notuðu pilluna hafi ekki haft eins alvarlega sjúkdómssögu að baki og þær sem aldrei höfðu notað hana og einnig aö tiðni hjarta- og æðasjúkdóma hafi verið lægri hjá þeim fyrir notkun en hjá saman- burðarhópnum. Nokkrir hafa orðið til að draga i efa niðurstöður þessarra skýrslna og bendá m.a. á að dánartölurnar hafi almennt verið lágar. Þessu er til að svara að vissulega hafa tölur beggja skýrslnanna takmarkað gildi einar sér, en ef þær eru bornar saman við niðurstööur annarra rannsókna vikur málinu öðruvisi við. önnur athugasemd sem fram hefur komið er að oestrogenmagnið i pillunni hafi breyst á rannsóknartimabilinu. Aðal- höfundur skýrslu Konungalega læknaskólans hefur i þessu sambandi staðfest að flestar þeirra kvenna sem dóu hafi verið á pillu með litlum oestrogenskammti. Þar að auki hefur rannsókn á dauösföllum vegna hjarta- og æðasjúkdóma leitt i ljós að oestrogenmagnið virðist ekki skipta þar máli, og hafa fleiri athuganir styrkt þessar niðurstöður. Hér má bæta við að upplýsingar læknaskóla- skýrslunnar benda eindregiö til að progestogen (hitt aðalefni pillunnar) geti valdið blóð- tappa, en fram að þessu hefur eingöngu oestrogenmagnið verið talið skipta máli i þvi sambandi. Það er langt frá þvi aö allar upplýsingar þessarra tveggja skýrslna valdi timamótum. Nýmælin eru einkum áhætta þeirra kvenna sem notaö hafa pilluna um tima en hætt við hana, og að mun fleiri hjarta- og æðasjúkdómar hafa nú verið greindir sem dánarorsök en fyrr. Einnig má telja mikilsvert að báöar þessar ýtarlegu skýrslur staöfesta margt þaö sem komið hefur fram i fyrri rannsóknum. Vegna alþjóða heilbrigðisdagsins og þeirrar upplýsingastarfsemisem nú er i gangi um of háan blóðþrýsting mætti nefna að ýmsar rann- sóknir hafa bent til að fimm ára eða lengri notkun pillunnar geti valdið háþrýstingi. Samt sem áður virðast læknar hér á landi gleyma þvi alloft aö benda konum á að koma reglulega til að láta mæla blóðþrýsting. Mér er nær að halda að slikt heyri til undantekninga. Bresku skýrslurnar staðfesta einnig eldri rannsóknir á fleiri sviðum, t.d. að áhætta kvenna yfir fertugt sé of mikil til að hægt sé að mæla með að þær noti pilluna, og að áhætta kvenna á aldrinum 30— 39 ára sé það mikil að mæla þurfi með þvi að þær hætti við pilluna ef einn áhættuþáttur (t.d. reykingar, streita eða lang- varandi notkun) er fyrir hendi, og þó einkum ef um fleiri en einn þátt er að ræða. Fleira mætti nefna um niður- stöður bresku rannsóknanna, þótt ekki sé aöstaða til þess hér, enda skortir mig lika til þess Nokkrar upplýsingar fylgja nú orðið á islensku pillu- pökkunum, og er rétt að benda konum á að lesa þær vandlega, einkum það sem stendur um hliðarverkanir og áhættu. Þó virðist ástæða til að minna á að þessar upplýsingar eru mjög vægilega orðaðar, t.d. „Vinsamlegast tilkynniö lækni yðar ef....” (og siðan eru taldir upp sjúkdómar og sjúkdoms- einkenni). Konur ættu að hafa i huga að þarna er ekki um neinn vináttugreiða að ræða við lækna, heldur er þetta þeim I hqnn VHR 9 PILLuNhH ( þekkingu. Annars er litiö vitað um notkun pillunnar hér á landi, s.s. skiptingu i aldursflokka, lengd notkunar o.fl. Upplýsingar Krabbameins- félagsins duga þar skammt, þvi þangað koma konur að jafnaöi ekki fyrr en eftir 25 ára aldur, en mjög algengt virðist að stúlkur byrji mjög snemma á pillunni, jafnvel 13 - 14 ára svo langur timi getur liðið þar til þær koma til rannsóknar, þar sem læknisskoðun er hér ekki sett að skilyrði fyrir þvi að fá nýja uppáskrift á pilluna. sjálfum lifsnauösynlegt. Einnig virðist orðin ástæða til að taka meö fyrirvara þeirri fullyrðingu sem einnig er að finna þarna aö nægilegt sé fyrir konur ,,eldri en 45 ára að hætta aö taka töflurnar I 2-3 mánuði annað slagið”. Þessar konur ættu, eins og reyndar er bent á i leiðbein- ingunum, að tala strax við lækni. Yfirleitt ættu konur sem nota pilluna að fara reglulega i allsherjar læknisskoðun. Trassaskapur i þessu efni getur reynst afdrifarikur EG

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.