Þjóðviljinn - 16.04.1978, Side 2

Þjóðviljinn - 16.04.1978, Side 2
2 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 16. apríl 1978 Orðsendingll ÞEKKINGARLEGU SPURNINGARNAR (Spuröar af flestum listamönnum tuttugustu aldarinnar, Platþniskum eöa Aristóteliskum, þangaö tii um 1958): „Hvernig get ég túlkaö þessa veröld sem ég er hluti af? Og hvaö er ég innan hennar?” SIÐ-Þ EKKINGARLEGU SPURNINGARNAR (Spuröar af flestum iistamönnum siöan): „Hver veraldanna er þessi? Hvaö skal gera innan hennar? Hvert af sjáifum minum á aö gera þaö?” Dick Higgins Listamaöurinn Dick Higgins fæddist i Englandi, en hefur mestan hluta ævi sinnar búiö og starfaö i Bandarlkjunum. Hann var einn af upphafsmönnum Fluxushreyfingarinnar og „Happeninga” (Uppá- koma) i byrjun siöasta íratugs. Þaö sem hann er þó kunnastur fyrir er útgáfufyrirtækiö „Something Else Press” sem hann stofnaöi áriö 1964 og stóö aö i tæplega tiu ár. Hjá „Something Else Press”, sem nú er liöið undir lok, voru gefin út rit sem áttu ekki upp á pallboröið hjá gróða- brallsfyrirtækjunum, en mörg þessara rita áttu eftir aö hafa mikil áhrif. Auk þess að hafa staöið aö uppákomum hefur Higgins unnið að ritstörfum og kennslu, og einnig gert merkar athuganir á fortíö „hiut- legra ljóöa” var Dick Higgins sem gaf heiti og þróaði hugtakið „inter- media”. „Þvermiölun. Higgins helgar nú krafta sina nýju útgáfufyrir- tæki, „Unpublished Editions”. Fyrirlestur mánudaginn 17. april kl. 20:30 AAGE HENRIKSEN prófessor frá Hafnarháskóla: „Kvinne- skikkelser hos Ibsen”. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ Sjúkraliðar - sjúkraliðar Mætið öll á fundinn, sem haldinn verður um kjaramál i Félagsmiðstöðinni Grettis- götu 89, þriðjudaginn 18 april kl. 20. Stjórnin. HAFNARFJÖRÐUR — MATJURTAGARÐAR Leigjendum matjurtagarða i Hafnarfirði tilkynnist hér með að þeim ber að greiða leiguna fyrir 1. mai n.k. ella má búast við að garðlöndin verði leigð öðrum. Bæjarverkfræðingur. Rafmagnsspil fyrir hlaupakött Lyftigeta 1 tonn óskast til kaups. Upplýs- ingar i sima 74230 og 28280. Rafmagnsbyggingakrani tO sölu Tilboð óskast i litinn Liebherr bygginga- krana. Hæð 16—29 metrar, með 16 metra bómu. Upplýsingar i sima 74230 og 28280. r Stjórnmál, viðskipti og mútur: MITSUBISHIUPP- VÍST AÐ STÓR- FELLDUM MÚTU- GREIÐSLUM Álþýðublaðið hœttir \ í núverandi mynd Lr>_ __ ^—-—--. _ _ ___ _ x. Réttur neytandans islenzka viröist harla bágborinn ef dæma skal eftir „litilli sögu” sem Jens Kristján Guö segir i „Visi” nýlega. Ung hjón keyptu að sögn Guðs gallaöa plötu i verzluninni Plötuport og hugðust skila henni. „Þegar þangað var komiö sagöi telpan sem var við afgreiösluna aö i Plötuportinu væri aldrei tekiö við gölluðum vörum ef þeim hefði verið prangað inn á viö- skiptavininn á útsölu! Neitaði hún siðan að ræöa málið frek- ar”. Ljótt er ef satt er. Raunar má það kallast gott af ungu hjónun- um að leita þó réttar sins. Ég þykist nefnilega hafa tekið eftir þvi að íslendingar skammist sin niður i tær fyrir að skila gallaöri vöru, og sér ekki á að landinn hafi lesið sér til i barnaskóla um Skúla fógeta. Enn eru allt of margir sem eru eins og útnesja- fólkið forðum daga, það var „fátækt og spakt / og flest mátti bjóöa þvi svo” segir Grimur, muni ég rétt. Úr þvi aö taliö berst aö blessuöum milliliöun- um er kannski ekki úr vegi að rifja upp visukorn sem ég lærði ungur og veit ekki höfund aö, hef þó grun um aö hún sé eftir Jakob Thorarensen, visan er svona: 1 | „Alþýðan á I flmm aura” Einhverja ósvifnustu aðdróttun sem ég hef séð lengi gat að lita i „Timan- um” sunnudaginn 9. april. Þar er á annarri siöu grein eftir mann sem nefnir sig Dufgús og segir svo um útvarpsþátt um „daginn og veginn”: „Flytjandi þáttarins var Þor- varður Júliusson bóndi á Sönd- um i Miðfirði. Ekki var getið i kynhingu hver væri höfundur þáttarins en flestir gera ráö fyrir aö flytjendur þáttanna um daginn og veginn séu einnig höf- undar þeirra. Þorvarður Július- son hefur alloft flutt erindi um daginn og veginn á undanförn- um árum.oftar en algengast er, enda hefur hann lagt þó nokkuð á sig viö aö fá að flytja erindin. Framan af vöktu erindi hans nokkra athygli enda lagði hann hart að sér og sýndi mikiö þol- gæöi viö aö fá mikilsmetna skynsemdarmenn til þess aö semja erindin fyrir sig. A siöari árum hafa erindi hans breytzt til hins verra. Annaö hvort er að hann er sjálfur farinn aö semja erindin eða hitt að hann er ekki orðinn eins vandur aö höfundum og er það liklegra”. Við deilum hart og illa hér i fámenninu á Fróni, en viö verð- um þó andskotakorniö að ætla andstæöingum okkar þá lág- marksskynsemi aö þeir semji erindin sin eöa blaöágreinarnar sjálfir. Meöal annarra orða, hvaðan kemur ú-ið I þessu dulnefni, Dufgús? Ég hélt fyrst að þetta væri prentvilla, en henni er þá haldið til streitu. Cr Sturlungu kannast maöur viö nafnið Dufgus. Viö skulum öll vara okkur á bannsettri tilgerðinni. veit aö maður er ekki hrifinn af framferði krata svona yfirleitt, en blaðið átti það þó til að taka ágætar skorpur. Raunar gildir það um öll smærri blööin og þau ganga i bylgjum, geta verið ágæt og afleit. Og þúsund sinn- um vill maður það heldur en þessa hráu, jöfnu meðal- mennsku sem stafar frá hverri siðu I Mogga-tetrinu. Alþýðan á ekki að vera föl, hvort heldur er fyrir fimm aura eða-fimm prósent, en grunur minn 'er sá að auðstéttin is- lenzka sé býsna billeg alla jafna. Maður fer óneitanlega að hugsa sitt þegar þaö rifjast upp fyrir manni að það var dótturfé- lag mútufyrirtækisins fræga, Lockheeds, sem rak Kefla- vikurvöll þau ár sem herliðið þar átti að heita óeinkennis- klætt. Og nú les maður sér til i „Dagblaðinu” að Mitsubishi, japanski auðhringurinn, hefur orðið uppvis að „stórfelldum mútugreiðslum”. Ég hljóður hlusta og þegi. Og nú er vist „Alþýðublað- iiið” senn að hætta, sem dagblað að minnsta kosti. Hendrik Ottósson segir frá þvi, að upprunalega átti það að heita „Alþýðan”. Frá þvi var horfið vegna þess að Jónina Jónatans- dóttir sagði á fundi um málið, að hún gæti ekki hugsað sér að heyra blaðsöiustráka hrópa: „Alþýðan á fimm aura”. Það er sjónarsviptir mikillað „Alþýðu- blaðinu” þrátt fyrir allt. Guð I.............. vikan sem var Illræmdur Júdas er I sögum og efalaust var hann prakkari. Ég vænti þess helzt á vorum dögum væri hann nefndur heildsali. En heimurinn versnar, drjúgum dvin sú dyggð að kunna að skammastsin. Sem aftur minnir mig á þaö sem er munurinn á okkur ís- lendingum og „frumstæðum” þjóðum, hann er sem kunnugt er sá, að hjá okkur kunna „analfa- betarnir” að lesa og skrifa. Stefnir Helgason heitir ein meginsprauta ihaldsins I Kópavogi og er bersýni- lega að komast i kosningaham- inn sinn. „Morgunblaðiö” hefur það eftir honum s.l. þriðjudag að nú sé nokkurn veginn búið að fullnægja þörf fyrir dagvistun- arpláss og engir biðlistar á heimilunum i Kópavogi. Hver og einn getur sannfært sig um það með menningartæki sem heitir simi að þetta er með öllu rangt. Það er alltaf bezt að halda sig við staöreyndir, i hátiðaræðum lika. Skemmtilegustu smáklausu vikunnar fann ég i „Þjóðviljan- um”, það er stutt umsögn um súpuuppskriftabók enska sem nefnist „Soup, Beautiful Soup”. Með henni látum við þessu meinlausa spjalli lokiö með von um betri vertið næst: ,,Escoffier skiptir súpum i tvo flokka, þunnarsúpur eða glærar og þykkar súpur. Súputegundir skipta þúsundum þegar grannt er talið, eðli súpunnar telja sumir að spegli þjóöarkarakt- erinn og einnig segir að smekk- ur manna á súpur talsvert um þeirra eigin karakter og innsta eðli, eða svo segja frægir kokk- ar. Bók þessi er rikulega mynd- skreytt og uppskriftir skýrar”. — Hvernig er það annars, hefur nokkurn tima verið sannprófuð sú saga að i gagnmerkri matar- uppskriftabók Helgu Sigurðar- dóttur hefjist ein uppskriftin á þessum orðum: „Taka skal postulinsskál”? J. Th.H.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.