Þjóðviljinn - 16.04.1978, Page 13

Þjóðviljinn - 16.04.1978, Page 13
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. aprll 1978 Sunnudagur 16. aprfl 1978 .ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Erla Siguröardótdr sendir þessa grein frá Kaupmanna- höfn. Ástæöan til þess aö greinin er skrifuö er sú, aö fyrir nokkru birtist viötal viö Rósu Ingólfsdóttur leikkonu i Lesbók Morgunblaösins, sem lýsti i meira lagi sér- stæöum skoöunum. Um þær er greinin skrifuö — lagt er út af lokakafla viðtalsins öllum og eru ummæli Rósu prentuð meö stærra ietri svo ekkert fari milli mála. t bréfi sem greininni fylgdi segir Erla: ,,Ég er ekki meölimur í neinum póli- tiskum samtökum og er svar mitt þvi ekki fyrir hönd neinna samtaka, heldur aðeins fyrir sjálfa mig, og eflaust marga aöra lfka”. Erla Sigurðardóttir P/klifílrin niKin. sömu öruggu höndunum ' ' . ■ ■■■ mér S w I'yrl heiminum Allar mannlif markmiði sinu Duttlungar örlaganna „Ég er á móti pólitík í allri listsköpun og f innst að hún eigi ekki heima á þeim vettvangi." :£ Hvað er pólitik? Hvaö er list? Er pólitik karlaþvarg og skit- kast? Er listin tært og titrandi tár? Ef svörin eru jákvæð, má segja að nálgist nauðgun að blanda þessum andstæðum saman. Kannski má segja að list- ræn pólitik sá jákvæð en pólitisk list neikvæð. — Er rétt að setja skörp skil milli einstaklingsins annars vegar og hins opinbera hins vegar og staðsetja pólitikina þarna einhvers staðar úti i hinu siðarnefnda? Einu afskipti okkar leikmanna af pólitik er að skrifa kross á fjögurra ára fresti, hlaupa siðanheim sem fætur toga og draga fyrir alla glugga. Þá er hægt að anda léttar ; allt stússiö er i sömu öruggu höndunum og áður. Listin er llka i öruggum höndum, eða öllu heldur á öruggri réttri hillu, þangað sem almúginn gónir agndofa, skilur ekki baun i bala, en þetta er vist allt saman voðalega fallegt og fint. Við erum engir iistamenn og höfum heldur ekki hundsvit á pólitik. Þaðer alveghreint hroða- legt að við skulum þurfa að vinna hálfan sólarhringinn til þess eins að eiga fyrir salti i naglasúpuna, enþettaernúbaralifið. (Verkfall kostar jú peninga, og þá verður þjóðin að borga sameiginlega). Já, þetta er bara lifið, þetta á ekkert skylt við pólitik. Pólitikin er i sömu öruggu höndunum þarna úti. Þaö eru duttlungar örlaganna hvað flestir vinna mikið en fá þó litið. Það eru duttl- ungar móður náttúru sem réðu þvi að ófáir svitadropar islensku þjóðarinnar sprungu i loft upp einhvers staðar norður í landi. Tár og afslöppun mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm—mmmmmmmmmm—mmmmm—mmmm „Eg vil f jalla um lífið og tilverúna án þess að vera með einhvers konar trú- boð/ eða með öðrum orð- um: Ég vil fremur lýsa líf- inu, en segja fyrir um hvernig það ætti að vera." Lifið er fyrsta persóna eintölu sem elskar, saknareða þráiraðra persónu eintölu. Með kökk frá hálsi ofani maga hlustum við dol- fallin á aumingja stúlkuna og vonum heittog innilega að þetta endi nú alit saman veí hjá stúlku- greyinu. Þegar örvæntingin ris sem hæst, hrópum við með tárin i augunum, að við skiljum hana svo vel. Síðanlitum við i kringum okkur leitandi að einhverri mann- eskju (helstaf gagnstæða kyninu) sem hægt væri að umvefja slikum dýrðarljóma sem umvafði þann sem sungið var um. Lifið er lif hvers einstaklings e.t.v. kryddað léttum tilfinningasveiflum og nokkrum áföllum i lifinu, sem hver maður mætir fyrir sig til þess að læra af. Lifið er vist ekki sameign okkar allra, það sem við upplifum sameiginlega. Lifið er ekki „íslands fasista frón” eða „einstæð móðir i dagsins önn”. Hvaða sönnum listamanni dettur i hug aðsyngja um öskukarla eða koparinn i' Chile? Karlar eru i konuleit og konur eru i karlaleit og þegar fólk er búið að finna það sem það leitaði að, skiptir verald- leg vesæld engu máli. Hverjum dettur i hug að teikna napalm- brennd börn eða Krist á krossinum??? Nei, list á að vera manngöfgandi og afslappandi. Dans er til að fylgja settum leik- reglum, skiptispor, einn, tveir, undir hendina, klappa, snú, en ekki til að fá útrás með hreyfingum. Lífsgátan og björgun heimsins ,,Lausn á lífsgátunni treysti ég mér ekki til að koma fram með og það verður bara að hafa það". Þetta er stór biti af súru epli að kyngja. Við verðum vist að biða Konan vill hafa manninn sterkan og geta hallað sér að honum. enn eftir að einhver komi meö lausn á lifsgátunni úrbeinaða á þar til gerðu silfurfati. Kannski samanstendur lifsgátan af mý- mörgum ögnum sem hver um sig er ein af þessum spurningum sem sifellt biða svars. Reynandi væri að byrja á einu bláhorninu á þessum lifsgátuborgarisjaka með að spreyta sig á einni litilli og léttrispurningu.Ef svar við henni hlýst, er þegar búið að minnka þennan risa um eina spurningu. Þannig mætti halda áfram og áfram og áfram þar til lifsgátan væri orðin að klaka i kokkteil- glasi. „Og ég ætla mér ekki að bjarga heiminum". Nú þykir farið að syrta i álinn. Hver vill þá taka að sér að redda kúlunni? Þessum gimsteini alheimsins sem kallar á þig og biður þig að bjarga sér frá sukki og saurlifi. En það er eins og enginn nenni að bregðast við neyðarópum jarðarinnar. Það væri þó kannski smávonarglæta ef við skiptnm öll sanngjarnlega með okkur verkum og legðum þannig okkar af mörkum að við gætum þá kannski bjargaö ein- hverju af þvi sem bjargandi er. Svo gætum við tekið saman höndum og dansað einiberjarunn um mitti móður jarðar. Að dæma og skilja „Auðveldast er að dæma, en það er engin lausn og nær að reyna að skilja". Þetta eru falleg orð i tima töluð. Sá kasti steininum sem syndlaus er, segi ég nú bara. Fólk getur aldrei veriðánægtmeð neitt. Þeir eru ekki að skattpina okkur að gamni sinu. Þeir eru ekki að festa gróða sinn i húseignum erlendis að gamni sinu. Þeir eru ekki að svikja, pretta, meiða og myrða af þvi þeim finnst það svo skemmtilegt. Nær er að sýna mönnum þessum skilning og fyllsta traust. Gagnrýna? Það er ekki til neitt jákvætt sem heitir gagnrýni. Annað hvort dæmir fólk eða skilur. Eða hvað?? „Enginn þráir það vonda, allar stefnur hafa fagurt mannlíf að mark- miði sínu". Já, en sumarhafa aðeins fagurt mannlif fárra aö markmiði sinu. Aö finna sannleikann „ Kriatnamurthi sagði, að hver og einn yrði að hafa fyrir því sjálfur að finna sannleikann. Maður verður að klífa tindinn — ekki Um björgun heimsins, lífsgátuna, fullnœgjuna, náttúrulögmálin, en þó helst um karla og konur FISKUR ÁN REIÐ- HJÓLS kemur tindurinn niður til manns". Núverandi ástand gefur litinn möguleika á að fólk geti fylgt þessum heilræðum. Fjölmiðlar hafa geypileg áhrif á hugsana- gang fólks. tslensku dagblöðin skiptasti pólitiskmálgögnannars vegar, en slúðurblöð hins vegar. öll meðhöndla þau staðreyndir frjálslega og velja fréttir að vild sinni. Flokksblöðin einbeita sér að grjót- og skitkasti I pólitiska andstæðinga sina og meta mikil- vægi fréttanna i hlutfalli við hve þægilegar þær eru aðstandendum málgagnsins. Slúöurblöðin velta sér upp úr afbrotum og öðrum harmleikjum, mála þá litum sem áhrif hafa á blóðþorsta alniennings. Spennu þeirri sem myndast i fólki er beint i vissan farveg, þar sem útrás felst i for- dæmingu á smáglæpamönnum, á meðan hinir stærri telja seðla- bunka sina i ró og næði og brosa tvirætt. Fólki er ekki gefinn kostur á að drga ályktanir sjálft, blöðin eru búin að þvi fyrir það. Sumir reyna að lesa bæði Morgunblaðið og Þjóðviljann og deila siðan með tveimur, en slikt er erfitt og varasamt verk, ekki sist þegar einu fréttirnar sem treystandi er I Mbl. eru dánartil- kynningarnar. Kynferöislega óánægöar__________________ „Ég er ein og óstudd og verð umfram allt að treysta á mig sjálfa. I þeirri aðstöðu þætti kannski einhverjum eðli- legast að ég skipaði mér undir merki rauðsokka en því fer f jarri. Skoðun mín á þeim er sú, að þær séu kynferðislega óánægð- ar..." Nú er þetta hætt að vera fyndið. Hver vogar sér að fullyrða i stærsta dagblaði landsins, að hópur fólks sé kynferðislega óánægður og byggir það á póli- tiskum skoðunum þeirra? Að visu úir og grúir af kynferðislega van- nærðu fólki, en það eru nú gróf vinnubrögðað benda á vissan hóp fólks ogsegja: þaueru kynferðis- lega óánægð! Hefurhún kikt ofáni koppinn þeirra, eða hefur hún kikt ofani sinn eiginn? Ef konur koma saman og finnst ekki allt vera i himnalagi I öruggum höndum, þá á að kenna um kyn- ferðislegri óánægju. Hvað er það sem rekur karla saman til umræðna? Þeir hafa sitt hvað að ræða i þessum málum og reyndar við öll, þar sem við erum ÖIT fórnarlömb kynjaskiptingar þeirrar sem kapitaliskt kerfi krefet. Þar sem karlinn er sterka fyrirvinnan sem aldrei grætur, en konan er vara-atvinnuafl sem hleypt er út úr búrinu, þegar markaðurinn þarfnast krafta hennar. Þá er hún kát og frjáls eins og belja á vorin sem hamingjusöm tekur á sig tvö- faldan vinnudag, þar til atvinnu- leysiðsendirhanainn ieldhúsiðá ný. Hún telur sig loksins lausa úr 1100 ára gömlum fjötrum. En hver á að hafa frelsað hana? Karlmaðurinn? Valdhafarnir? Ó, nei, hún er aðeins notuð I hallæri. Háriö og pípan ,,... og virðast ekki hafa gert sér grein fyrir því, að karl og kona eru ekki sköp- uð eins. Þær þora ekki að vera konur og ástunda eðli- lega, kvenlega framkomu, heldur verða þær að koma f ram í hálfgildis karlgerfi. Þessar karlkonur vilja helstganga í Ijótum fötum, illa klipptar og hárið á að fara sem verst. Auk þess hreyfa þær sig eins og karlar og reykja pípu". Vonandi dylst engum sú stað- reynd að viss mismunur er á karli og konu. Ef hann væri ekki fyrir hendi, væri alls ekkert svo gaman. En hvort sá mismunur sker úr hverjum leyfist að reykja pipu og hverjum ekki má deila um. Eru það auglýsingarnar sem ákveða að aðeins karlar megi reykja pipu? Ef svo er, leyfist aðeins litlum hluta þjóðarinnar að neyta annarra vara sem auglýstar eru, nefnilega rlk- mannlegu fólki, sem hefur tisk- una á hreinu. Það eru lágmarks- mannréttindi að mega hafa jafn mismunandi smekk fyrir tóbaki og eplum. Sumum finnast rauð epli góð, öðrum græn betri, svo ekki sé minnst á þá sem ekki geta látið epli inn fyrir sinar varir. Hvað er kvenleg framkoma? Krosslagðir fætur i finlegum skómogtilbiðjandiaugu? Erekki frekar um að ræða hluta af persónuleika hvers og eins, hvernig viMcomandigengur, talar og klæðist? Eg held að fólk verði að fá að ráða sjálft hvernig það klæðist og hirðir sig. Allar konur lenda einhvern tima I þvi að ganga i ljótum fötum, — þaö er allt undir þvi komið hver dómar- inn er. Illa klipptar og hárið á að fara sem verst? Hvurs konar dónaskapur er. þetta? Hverra er að dæma um slikt? Já, auðveldast er að dæma, en nær er að skilja. Taka verður með i reikninginn hve mismunandi fegurðarsKyn fólk hefur. óliklegt er að ósmekk- legheit herji ferkar á rauðsokka en annað fólk, öll berum við þessa byrði að meira eða minna leyti. Enn óliklegra er að slit i hári sé ávoxtur mannfjandsamlegrar hugsunar og ógeöslegs hjarta- lags. En það mætti kannski sanna visindalega með könnun á ástandi höfuöhára ýmissa mismunlandi skoðanahópa. „Þennan boöskap vil ég ekki sjá og mannhatrið, sem þær kunngera stund- um á trúboðssamkomum sínum, frábið ég mér". Svona, svona. Ekki veit ég til þess að rauðsokkar orgi á samkomum sinum með hnifinn á milli tannanna, enn siður að þeir séu mannhatarar. Oðru nær, þvi um er að ræða samstöðu manna og kvenna gegn öflum þeim sem gera okkur að þrælum kynferðis okkar. Fyrster að heyra boð- skapinn áður en hann er for- dæmdur. Fólk ætti að hlusta meira og heyra það sem sagt er. Úr náttúrunnar ríki „Innst inni vill konan hafa manninn sterkan og geta hallað sér að honum: það er lögmál úr náttúr- unnar ríki sem ekki er hægt að ganga í berhögg við". Haninn galar á öðrum fæti, en riðar og þráir þvi heitt einhvern til að detta utan i. Hvenær hættir konan að biða eftir riddaranum á hvita hestinum? Til að láta hann vernda sig. Til að fá að draga andann I gegnum hann. Hækju- háttinn kallar hún svo lögmál úr náttúrunnar riki. Kannski er of djúpt i árinni tekið að segja, að kona án karls sé eins og fiskur án reiðhjóls, nema að fiskurinn hafi gaman af hjólreiðum. En það má kannski segja, aðkona án karls sé eins og fiskur án önguls. Er karl- maðurinn sterkur og vilja- fastur? I staðþess að gráta tekur hann hiutunum eins og maður. Hann tekur frumkvæðið, veitir öryggi, verndar og sér fyrir fjöl- sÍQ'ldu sinni. Alls þessa er krafist af karlinum án þess að spurt sé, hvort hann geti það eða vilji. Karlinn er frystur úti i blákaldri rökhyggjunni, hann er sterkara kynið. Þegar með tveim mann- eskjum takast ástir er grund- völlur ástarinnarað fólkiö mætist á miðri leið sem jafningjar. Annars byggist hún á yfir- drottnun annars vegar en undir- lægju- og þolandahætti hins vegar, en slikt getur ekki talist til eðlilegrar ástar. Nýlega sagði danskur karl um fimmtugt að karlar ættu ekki að gráta við öxl konu, þvi þá væri ást hennar ekki erótik heldur móðurást. Þannig mælir þræll kynjaskiptingarinnar sem gróinn er saman við hlekk- ina. Tár eru ekki veikleika- merki!!! Ryksugan og skaparinn „Ég er nú þannig stemmd að ég gæti ekki hugsað mér að setja mann- inn minn í að þvo upp og ryksuga og annað þess háttar. Einhvers staðar segir að þótt náttúran sé lamin með lurk / leiti hún út um síðir. Ég vil halda í þessa hefðbundnu verka- skiptingu vegna þess að hún á rætur í eldgamalli hefð og lögmáli". Ef kona getur ekki boðið karli upp á hluti, sem eru hennar dag- legt brauð, er hún bersýnilega að beygja sig i duftið. Kannski til að launa honum allt öryggið, sem hann veitir henni. Þá er ástar- samband kaupsamningur þar sem gjaldeyrir karlmanns er yfirborðskenndur styrkur og vernd, en konunnar heimilisverk, umhirða og þögn. Þar sem hið eina sem konan leggur til mál- anna er endurtekning á siöustu setningu úr ræðu mannsins. Ekki fet ég séð að mismunur sá sem á arli og konu er, kveði á um hvort þeirra eigi að ryksuga og þvo upp, enda hlýtur slikt að eiga að vera samkomulag hvers og eins. ólik- legteraðskaparinn hafi haft leir- tau og nýtiskuheimilisvélar i hugí þegar hann hannaði Adam og Ég vil halda i hina hefðbundnu hlutverkaskiptingu milli kynj- anna. Evu. Vonandi er, að náttúran leiti út um siöir þótt hún sé lurkum lamin. Ad gefa sig á vald „Konan á að gefa sig á vald þeim sem hún elskar! hún missir ekkert við það og getur öðlast jafnrétti fyrir þvi." Kahlil Gibran segir i Spámann- inum:,,Astin gefur ekkert nema sjálfa sig og þiggur ekkert nema sjálfa sig”. Ástin krefst ekki, að hinn elskandi fórni sjálfstæði sinu og sérkennum sem einstaklingur, enda væri slikt misvirðing við gjöf lifsins. Þegar tvær eða fleiri manneskjur hefja sambúð, verða alltaf árekstrar, þótt ekki sé nema út af þvi hvort kreista eigi tannkremstúbuna i miðju eða ekki. Allir aðilar verða að sverfa af hvössustu oddum sinum og gagnrýna sjálfa sig með velferð hópsins i huga. Ef um parasam- band er að ræða, er það ekki ein; göngu konunnar að aðlaga sig, heldur einnig karlmannsins. Hakka þær í mig „Ég væri til með að mæta þessum karlkelling- um og ræða við þær: mæta þeim skartklædd og hakka þær í mig glitrandi". Erfitt var að kyngja undan- farandi tilvitnunum þegjandi, en þessi siðustu orð bjóða mér að svara henni á sama hátt og hún kastar sinum orðum fram. Ekki tel ég mig þó karlkellingu vera, þótt skoðanir okkarséu gerólikar, hvort sem um er að kenna vel hirtu hári eða öðru. Þvi miður getum við ekki mæst glitrandi vegna vegalengda og hárra flug- fargjalda, en þögn er sama og samþykki,og mér er gersamlega ófært að þegja yfir slikum og þvilikum fordómum og mis- skilningi sem riða húsum hjá konu þeirri sem vitnað er i. Vonandi er að karlmenn fari að láta eitthvað i sér heyra hvað mál þessi snertir. Hingað til hefur þetta virst vera einkamál kven- fólks, sem karlmönnum komi ekkert við. En það er ekki um að ræða kúgun karlsins á konunni, heldur kúgun á okkur öllum. Kúgarinn er hvorki karlkyns né kvenkyns, hann er rikjandi hefö, þekkingarleysi, sem aö mestu leyti er ávöxtur þjóðkerfis þess san við búum við, en auk þess fordómar sem enn búa i brjóstum okkar. Við verðum sjálf að frelsa okkur, það er enginn sem gerir það fyrirokkur, hvorkikarl, kona né yfirvald. Kaupmannahöfn, 14. mars 1978 Erla Sigurftardóttir

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.