Þjóðviljinn - 16.04.1978, Page 23

Þjóðviljinn - 16.04.1978, Page 23
Sunnudagur 16. aprll 1978 íWÓÐVlLJINN — StÐA 23 kompan Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Lögregluþjónn aö kfkja út um glugga. Nei, annars hann datt i sjóinn og er i kafi, samt hiær hann. Löng mynd af Kuggi þegar hann er orðinn stór. Hann er með mikið hár svo hann get- ur ekki sett á sig pipuhattinn sinn. Hann er með afar langa fætur. Kannski á hann lika litið barn, þó það sjáist ekki á myndinni. KUGGUR SÆLGÆTI ER VONT! SEGIR KUGGUR Hann heitir Bergsteinn Jónsson. Þaö er mjög fallegt nafn, en dálítið þungt fyrir lítinn mann, þess vegna er hann kall- aður Kuggur svona hversdags. Kuggur teiknaði mynd- ir handa Kompunni og í tilefni þess svaraði hann nokkrum spurningum. Kompan: Hvað ertu gamall? Kuggur: Þriggja og hálfs árs. Kompan: Hvar áttu heima? Kubgur: Á Bergstaða- Stræti en ætla að flytja á AAiklubraut bráðum. Kompan: Ertu á barna- heimili á daginn? Kuggur: Já, á Laufás- borg. Kornpan: Þér finnst auðvitað gaman þar? Lausn á myndagátu í síðasta blaði 01 á F (i) Ur Ei n (i) ar(inn) Rún á R(i)sson Ólafur Einar Rúnarsson, 8 ára, Sunnuflöt 7 Garða- bæ. Kuggur: Ja-há! Það er mest gaman að leika sér í þorpinu. Kompan: Hvað er þorpið? Kuggur: Það er leik- staður. Við leikum okk- ur með karla þar. Kompan: Finnst þér ekki gaman að bókum? Kuggur: Jú, Albínbók- unum. En nú er Kuggur búinn að fá nóg af spurn- ingum. Hann vill spyrja sjálf ur. Kuggur: Eru apar dýr? Kompan: Já, þeir eru dýr. Kuggur: Ég ætla að verða LÖGGA þegar ég verð stór, — nei annars, ég ætla að verða ismaður. Kompan: Hvað gerir ísmaður? Kuggur: Hann sendir ís í ísbúðina. Kompan: Finnst þér ís góður? Kuggur: Já, hann er góð- ur á bragðið, en núna er ég hættur að borða sæl- gæti. Sælgæti er vont. Það koma Karíus og Baktus. Kompan: Hefur þú far- ið til tannlæknis? Kuggur: Já/ með mömmu minni. Tannlæknirinn gaf mér litlan bíl. Það var engin hola. HVAÐ ER ÞETTA?????? !Qeds 6o jne| 'i|n6|i 'e|jejq ejaA euad isiuAs jqw þ 'jn;|OA(jns;>| e o>|se|joqipj e uui|ps z uijo uejpjs *o u|3A jnjaq uias |6nj *i Dröfn Vilhjálmsdóttir 5 ára, hefur teiknað þessa ágætu mynd, sem minnir á það að nú er timi kominn til að taka fram bolta og sippuband. VERÐLAUNAGETRAUN 874 ISLAND T974 106 Til hvers er þetta bréf? Pósturinn er í stökustu vandræðum. Hann getur ekki lesið utan á bréfið. Einhver hrekkjalómurinn hefur gert sér lítið fyrir og skrifað starfsheiti, nafn og heimilisfang i myndgátu. Getur þú hjálpað upp á póstinn og leyst þrautina? Kompan heitir einum bókaverðlaunum. Berist margar réttar lausnir verður dregið úr þeim. Sendið ráðninguna fyrir 1. maí. Láttu eitthvað skemm^ilegt fylgja með til Kompunn- ar. AAynd, teikningu eða Ijósmynd sem þú hef- ur sjálf(ur) tekið, sögu, frásögn, fréttir, vísu eða Ijóð. Utanáskrift Kompunnar er:

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.