Þjóðviljinn - 16.04.1978, Síða 6

Þjóðviljinn - 16.04.1978, Síða 6
6 — ÞJÓÐVILJINN en ég hætti þvi þegar annir fóru að kalla meira á, þvi mér fannst ég ekki geta gefið mig nógu mikið að starfinu. Ef maður ætlar aö vera sæmilegur fréttaritari, ligg- ur töluvert mikil vinna á bak við það. Of fáir gista Við spyrjum Pál um leiðsögu- mannsstarf hans og túrismann i Eyjum. — Ferðamannastraumur hefur aukist og þróast, þannig að það var orðin þörf fyrir leiðsögumann hér i Eyjum. Fjölmargar ferða- skrifstofur senda ferðamanna- hópa hingað, þó sérstaklega Kynnisferðir. Fólkið kaupir þá i einum ,,pakka” hjá skrifstofunni i Reykja vik flug fram og til baka, akstur til og frá flugvelli, skoðun- arferð, heimsókn f náttúrugripa- safnið og e.t.v. bátsferð, ásamt mat á hóteli. Lika er hægt að fá gistingu, en þvi miður er það of fátt fólk sem kemur hingað til að gista. Flestir koma að morgni og fara aftur að kvöldi. Og maður reynir að leiðbeina fólki hvernig það geti varið deginum hér i Eyj- um. Tjaldstæði i Herjólfsdal — Eru þetta ekki mest Utlendir ferðamenn? — JU, það er mikið um Utlend- inga, sem koma hingað. Annars kemur hingað mikið af skóla- krökkum á vorin, einkum i mai, og gista hér i svefnpokaplássum á hóteli eða farfuglaheimilinu, sem skátar reka hér. I Herjólfsdal er nú komin mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn og nýtur hUn vaxandi vinsælda. Þar eru tjaldstæði og mjög góð hreinlætisaðstaða. Ekkert gjald er tekið fyrir tjald- stæði, bara beðið um að menn gangi snyrtilega um, og allir hafa gertþað hingað til. Þessi aðstaða hefur verið talsvert mikið notuð, en það var ferðamálanefnd bæj- arins sem kom henni á fót á sl. sumri. Náttúrufegurð og fugla- lif. — Hvað hrifur ferðamenn mest hér, og hvað kemur þeim mest á óvart?- — Ferðamenn sýna yfirleitt geysilegan áhuga á Eyjum. Mest kemur fólki á óvart, hvað bUið er aðgeramikiðhérá þessum stutta tima frá gosinu. Það er algeng spurning hvernig fólk þori að bUa á stað eins og Vestmannaeyjum, Vestmannaeyjar: SERSTÆO NMTURUFEGURO OG FJÖLBREYTT FUGMLÍF „Hér er einstakt tækifæri til aö kynnast því hvernig maðurinn hefur sigrast á náttúruöflunum, ” segir Páll Helgason leiðsögumaður með meiru Vestmannaeyjar eru fjölsóttur ferðamannastað- ur og eftir gosið hefur ferðamannastraumur þangað aukist til muna. Samgöngur við Eyjarnar hafa lika batnað mjög, einkum eftir að nýi Herjólfur var tek- inn i notkun árið 1976. Skipið heldur uppi daglegum ferðum milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar, og með tilkomu þess stórjukust möguleikar á að flytja bila auk þess sem samgöngur við Vestrnannaeyjar urðu öruggari. Flugfélag íslands heldur uppi áætl- unarflugi til Eyja, og Bjarni Jónasson er með reglu- bundið áætlunarflug á Selfoss og Hellu. Páll Helgason er leiðsögumað- ur i Eyjum og tekur á móti ferða- mannahópum frá ýmsum ferða- skrifstofum. Hann ekur lika rút- unni sem flytur flugfarþega til og frá flugvellinum og siðan i nóvember hefur hann rekið bila- leigu með fimm bilum, svo hann hefur i nógu að snúast. Páll hefur reyndar fengist við margvisleg störf. Og það kemur i ljós, að i eina tið var hann fréttaritari Þjóðviljans i Eyjum. — Ég hafði geysiíega gaman af þvi, sagði Páll. — Ég sendi blað- inu fréttir og myndir frá Eyjum, vegna Surtseyjar- og Heima- eyjargosanna. Flestallir hafa les- ið mikið um gosið á Heimaey og halda að ekki sé búið að gera hér svona mikið eftir gos. Eyjarnar bjóða upp á alveg sérstaka náttúrufegurð, og þær eru lika draumaland fyrir fuglaskoðara. Hér er eihstakt tækifæri til að kynnast þvi, hvernig maðurinn hefur sigrast á náttúruöflunum, eins og uppbyggingin hér f Eyjum ber glöggt vitni um. — Ferðamönnum hefur fjölgað hér mjög eftir gos? — Já, en að visu kom alltaf slangur af ferðamönnum hingað til Eyja. En straumurinn hefur aukist mikið eftir gos. Liklega komu hingað flestir ferðamenn 1973. Aðeins dró úr ferðamanna- straumnum ’74, en ég hygg að nú séhann að aukast aftur. Um dag- inn fékk ég t.d. bréf frá Kynnis- ferðum. Þar sagði að frá miðjum mai og fram til 20. júni séu 1884 Þjóðverjar og Svisslendingar búnir að panta far hingað, og munu þeir allir koma með Flug- félaginu. Annars eru ótrúlega margir Islendingar, sem ekki hafa komið til Eyja, eða eru að koma hingað i fyrsta skipti núna eftir gos. Hraunhitaveitan vekur athygli — Hvert liggur svo leiðin i skoðunarferðunum? — Maður reyniryfirleitt að fara með höpinn um alla eyjuna. Byrj- að er á að fara inn á hraunið og segja frá sögu gossins. Hraun- hitaveitan vekur jafnan geysi- mikla athygli og aðdáun. Siðan er farið gegnum bæi og niður á höfn þá inn i Dal og út á Höfða, það er reynt að spanna yfir alla eyj- una. Ég bendi fólki á að skoða Náttúrugripasafnið, sem Friðrik Jesson og kona hans reka af mikl- um myndarskap fyrir hönd bæj- arins. Þau hafa byggt þetta safn upp og Friðrik hefur stoppað upp öll þau dýr og fugla sem i safninu eru. Mönnum er lika boðið upp á bátsferð. Venjulega er þá siglt undir Bjarnarey eða vestur fyrir Eyjar og inn i Hænuhelli. Þetta er óskaferðfyrir alla sem hafa gam- anaf að taka myndiraf fuglum og koma á sjó, þvi Eyjarnar eru geysifagrar fra sjó. Hjálmar Guðnason og Ólafur Granz eru með bátinn, og þeir hafa frá mörgu skemmtilegu að segja. Þeir gengu siðastir allra þar yfir, sem gossprungan opnaðist. With æXv.þest regajjds* Trrrirrr Hólagata íjtöÖfí f 16 {/ V ebtaa&dáoyjar íc#lzmd. Þetta bréf sendi Páll til 70-80 aðila erlendis á 5 ára afmæli Heimaeyjar- gossins og hefur fengið mörg kort og svarbréf viö þvi. 1 bréfinu segir, aö hraunið hafi lagt þriðjung bæjarins I eyði, en nú sé hraunhitinn notaður til að hita húsin og muni gera þaö næstu 50 árin eða jafnvel lengur. Mætti nýta Herjóif betur — Telur þú að hægt væri að auka ferðamannastraum hingað enn meir? —- Já, eflaust mætti það. Oft koma t.d. hópar hingað, sem eru komnir i timaþröng vegna seink- unar á flugi. Það ætti að nýta Herjólfur betur þegar ekki er hægt að fljúga. Herjólfur er geysilega góð samgöngubót og ég veit ekki hvernig maður færi að ef hans nyti ekki við. Ef Herjólf- ur væri nýttur á þennan hátt yrðu hóparnir hér e.t.v. eina nótt og Framhald á bls. 7. Þaö er algjör óþarfi að láta flugur angra sig í fríinu - heima eða erlendis. Takið Shelltox flugnafæluna með í sólarlandaferð- ina - og losnið þannig við óþægileg kynni af framandi skorkvikindum. Fæst á afgreiðslustöðum Shell. Olíufélagíð Skeljungur hf Shell Dear friand. 7o á&y the Z$rá ot January 19?B tiv* yeara hav& p&an&á since the be^ir.nlng ctt the eruption on Höimaey. The lava dostroyod J./? of tho to»r., hut to dey •j.ts heat ie used to «a.r* up our ‘housea uná «ill áa no for íhk next % yearn ov even iongar. We are looking fórward io the future h&re on Keimaey, Páll Helgason: „Það er algeng spurning hvernig fólk þori að búa á stað eins og Vest- mannaeyjum.” (Ljósm.: eös)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.